Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FAST er saumað að forsætisráð- herra og ríkisstjórn vegna fjölmiðla- frumvarpsins. Ýmsir helztu frétta- miðlar, Ríkisútvarpið-hljóðvarp, Stöð 2, Bylgjan, Fréttablaðið og DV, taka þátt í aðförinni, hver með sínum hætti, og a.m.k. þrír af fjór- um eigendum Útvarps Sögu taka harða af- stöðu gegn frumvarp- inu (rétt í þessu heyri ég t.d. Hallgrím Thor- steinsson gefa mönn- um tóninn: „Sýndu okkur alvöru-fasisma, Davíð!“). Þannig geng- ur hamslaus áróður á ýmsum vettvangi. Þó er hún engu betri músin sem læðist, Fréttastofa Rúv. sem undir yfirskini hlutlægni og virðulegs málatilbún- aðar vegur í sama knérunn með áherzlum sínum, fréttavali og mark- vissri tilreiðslu ’staðreynda’ sem verða grunnurinn að viðbrögðum fólks við öðru fjölmiðlaefni. Ein- ungis Morgunblaðið og Sjónvarpið geta heitið undantekning frá beinni andstöðu við frumvarpið, og eru báðir miðlar þó opnir fyrir andróðri gegn því. Útkoman er vitaskuld sú, að auðvelt er að spila með skoð- anamyndun landsmanna gagnvart frumvarpinu. Fréttablaðið og Stöð 2 bæta svo um betur með handstýrðum ’skoðanahönnunum’ sem fyrri daginn. Einhverjar viturleg- ustu umsagnir um þetta frumvarp hef ég fundið í forystugrein- um þessa blaðs, en sú rödd drukknar í stór- yrðaflaumi annarra fjölmiðla. Eins og fram kom í grein Gunnlaugs Jónssonar hér í blaðinu 11. maí, telur hann flesta íslenzka blaða- menn hallast til vinstri fremur en til hægri. Viðbrögð þeirra voru því fyr- irsjáanleg – nú á að koma höggi á þessa ríkisstjórn, en 13 ára seta Davíðs á stóli forsætisráðherra veldur sívaxandi öfund og pirringi vinstriaflanna. Sama dag ritar Ólafur Hannibals- son í blaðið og skorar á sjálfstæð- ismenn að gera uppreisn gegn flokksforystunni, af því að hún gangi gegn stefnu flokksins um frelsi ein- staklingsins til orða jafnt sem at- hafna. Einhvern tímann hefði sá ágæti maður ekki gengið fram til varnar auðvaldinu og frelsi þess. Nú allt í einu á það að heita gott og gilt, og er batnandi manni bezt að lifa. En ég spyr: Á þetta frelsi að vera með öllu óbeizlað, og er frelsi auðhrings jafngilt frelsi einstaklinga? Aldrei var ég sáttur við, að Hagkaup, Bónus og 10-11-keðjan fengu óáreitt að renna saman í risaauðhring sem ræður stærstum hluta dagvörumark- aðar. Viðbúið var, að sú aðstaða yrði misnotuð. Þetta segi ég án óvildar gagnvart frumherjum þessara fyr- irtækja, enda geri ég sjálfur mín stórinnkaup í Bónus. Fákeppnisaðstaða Baugskeðj- unnar er augljóslega ekki alfarið til góðs. Hún bitnar á kaupmanninum á horninu, þeim sem enn skrimtir, þótt hann borgi heildsala sínum langtum hærra verð fyrir vöruna en Baugs- menn gera. Í 2. lagi bitnar strjálli og dýrari smásöluþjónusta hverfisbúð- anna á gömlu konunni í næsta húsi og öðrum sem eiga ekki bíl til að gera sín matarinnkaup. Í 3. lagi fá landsmenn að borga brúsann, því að á seinni árum, eftir að Hagkaup og Bónus höfðu náð yfirburðum í frjálsri samkeppni og samkeppnisyf- irvöld brugðizt hlutverki sínu að hindra samruna þeirra, sem leiddi af sér markaðsráðandi fákeppni, þá hefur Baugur neytt færis, ekki látið landann njóta sem skyldi hagstæðra vöruinnkaupa og lágs verðs á erlend- um gjaldeyri, heldur aukið arð sinn ótrúlega. Gróðann hafa þeir að mestu flutt úr landi og ráðstafað vel í seinni tíð, en hafa þó áður tapað tug- milljörðum í vitlausar fjárfestingar í erlendum fyrirtækjum. Þótt við séum öll af vilja gerð til að hrópa húrra fyrir útrás íslenzkra fjárfesta, megum við ekki gleyma því, að við eigum einnig ’heiðurinn’ af framtak- inu með því að taka viljug þátt í að fjármagna þessi ævintýri. En þótt tapið sé okkar, er óvíst að gróðinn verði það. Nú er kvartað yfir því, að með fjöl- miðlafrumvarpinu eigi á stuttum (raunar alllöngum) tíma að neyða Baugsveldið til að selja hluta þeirra fjárfestinga sem það hefur ráðizt í á íslenzkum fjölmiðlamarkaði. Upp- hrópanir glenna sig yfir blaðsíður Baugstíðinda. Æstustu menn tala um ’ógnarstjórn’, ’fasisma’ og ’komm- únisma’ forsætisráðherrans. Hafa þeir gleymt því, að í landi frelsisins, Bandaríkjunum, fer því fjarri að frelsi auðmagnsins sé taumlaust? Allt frá því fyrir 1914, þegar reynt var þar með löggjöf að hindra hringamyndun, er enn verið að reisa skorður við misnotkun fákeppn- isaðila, t.d. tölvurisans Microsoft. Ekki var sú löggjöf til þess sniðin að útrýma kapítalismanum eða þrengja að honum, heldur til að tryggja heil- brigða samkeppni. Eins er með fjölmiðlafrumvarpið. Það setur einfaldlega skorður við því, að fáeinir auðkýfingar geti enda- laust bætt mikilvægum fyrirtækjum í eignakippu sína. Fjölræði (plúral- ismi), þ.e. dreifð eignaraðild, á að koma í veg fyrir, að þeir, sem eiga hér helztu markaði, fari líka að stjórna bæði auglýsingamarkaði og skoðanamyndun í landinu. Þó fá þessir aðilar t.d. að halda áfram út- gáfu Fréttablaðsins og DV án tak- markana. Er þá ekki langt gengið hjá Bryndísi Hlöðversdóttur að tala um þetta frumvarp sem „tilræði við lýðræðið“? Hvað kemur veldi fjöl- miðlarisa eins og Berlusconis lýð- Misráðin andstaða við fjölmiðlafrumvarp Jón Valur Jensson skrifar um fjölmiðlafrumvarpið ’FákeppnisaðstaðaBaugskeðjunnar er augljóslega ekki alfarið til góðs. ‘ Jón Valur Jensson Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Nóatún 30 Opið hús frá kl. 14 til 16 Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. 82,1 fm mjög góð 4ra herbergja íbúð á besta stað. Íbúðin skipt- ist í hol, eldhús, tvær samliggj- andi stofur, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Lítil geymsla við inngang. Sérgeymsla í kjall- ara með góðum glugga og sem hefur verið notuð sem útleigu- herbergi. Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi. Verð 13,3 millj. Ástríður 820 8788 eða Sigurður 866 9958 Góð 3ja herb. 91 fm íbúð á 5. hæð í fal- legu og ástandsgóðu lyftuhúsi. Tvö rúmgóð herb. á sérsvefnherbgangi. Stór og björt stofa með útg. á stórar nýyfir- byggðar suðursvalir með glæsilegu út- sýni. (Svalirnar eru með opnanlegum glerhurðum). Sameign öll mjög góð. Húsvörður. Sérbílastæði. ÍBÚÐIN ER LAUS STRAX. Verð 12,1 millj. Guðmundur og Hedwig sýna íbúðina í dag sunnudag frá kl. 14 – 16 Opið hús Orrahólar 7, 5. hæð SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Til sölu hús og lóð að Þórsgötu 6 í Reykjavík. Húsið er lítið og gamalt einbýli, skráð 47,3 fm, sem stendur á 328 fm eignarlóð sem býður uppá mikla möguleika. Eigandi sýnir hús og lóð milli kl. 14 og 16 í dag, sunnudag. Óskað er eftir tilboði í eignina. Upplýsingar í síma 869 1924. OPIÐ HÚS - ÞÓRSGÖTU 6 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. HLÍÐASMÁRI 4. hæð • 717 fm 3. hæð • 358 fm Fyrst flokks skrifstofuhúsnæði, skiptist upp í opin rými og góðar skrifstofur. Mjög góð staðsetning rétt við Smáralind. Á fjórðu hæð er mötuneyti. Allar innréttingar eru mjög vandaðar. Tölvulagnir eru í öllu rým- inu. Húsnæðið er til leigu í heild eða í smærri einingum. TIL LEIGU www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Atvinnuhúsnæði óskast Höfum verið beðnir um að útvega fyrir fjársterkan kaupanda versl- unar-/skrifstofuhúsnæði á góðum stað. Einungis gott húsnæði kem- ur til greina í traustri leigu. Verð allt að 60 milljónir. Uppl. veita Jón Örn í síma 898-4588 eða Ásmundur í síma 895-3000 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 ÁLFHÓLSVEGUR 95 - KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 17 122 fm björt og rúmgóð og svo til öll endurnýjuð neðri sérhæð -miðhæð- í þríbýli ásamt bílskúr og aukarými. Fremri forstofa, stórt forstofuher- bergi, hol með skápum, stofa, borð- stofa, eldhús með nýrri kirsuberja- innréttingu, 2 svefnherbergi og flísalagt baðherbergi. Nýir skápar og nýjar hurðir. Nýtt rafmagn, nýjar hita- og kaldavatnslagnir. Nýtt gler að hluta. Tvennar svalir með glæsilegu útsýni. V. 19,4 m. 3918
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.