Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 33
BJARNI Jónsson listmálari sýnir
þessa dagana ný verk í Eden í
Hveragerði. Kennir þar margra
grasa. Bjarni er þekktastur fyrir
þjóðlífsmyndir sínar, einkum
heimildarmyndir um sjósókn Ís-
lendinga á tímum áraskipanna, og
getur að líta nýjar myndir af því
tagi á sýningunni. En þar eru
einnig fjögur glæný abstrakt-
málverk en langt er síðan Bjarni
hefur sýnt slík verk opinberlega.
„Ég er búinn að fara í gegnum
alla stíla í myndlist,“ upplýsir
Bjarni. „Ég hef málað allar götur
síðan ég man eftir mér og fyrstu
myndina sem fór á sýningu frí-
stundamálara gerði ég þegar ég
var tíu ára. Ég heillaðist mjög
ungur af abstraktlistinni, mönnum
eins og Hjörleifi Sigurðssyni,
Valtý Péturssyni og Herði Ágústs-
syni.“
Bjarni var einmitt að mála
þannig myndir þegar Lúðvík
Kristjánsson og Kristján heitinn
Eldjárn fóru þess á leit við hann
að hann tæki að sér að teikna
myndir í ritverkið Íslenska sjáv-
arhættir. „Það fór mikill tími í
það verkefni, ferðalög vítt og
breitt um landið, sem tóku allan
minn tíma um langt skeið. Síðan
stakk Kristján upp á því að ég
gerði málverk sem sýndu þetta
líf, sem Íslenskir sjávarhættir
fjölluðu um.“
Þar með var teningunum kast-
að. Bjarni hófst handa við að
skrásetja sjósókn Íslendinga í olíu
á striga og nú hefur hann enga
tölu á þeim fjölda verka sem hann
hefur málað um dagana. Hann
fær iðulega pantanir úr ýmsum
áttum.
„Þessar myndir eru nú í eigu
margra aðila. Alþingi keypti um
sextíu verk fyrir Þjóðminjasafnið
fyrir nokkru. Þær eiga að koma á
væntanlegt sjóminjasafn, auk þess
sem byggðasöfnin úti á landi eiga
að fá tækifæri til að sýna þær
tímabundið. Útgerðarmenn hafa
líka keypt mikið af mér gegnum
tíðina og það er svo merkilegt að
þeir vilja miklu frekar myndir af
áraskipum en skuttogurum.“
Á síðasta ári gaf Happdrætti
Háskólans út Sjávarspilin, sem
prýdd eru árskipamyndum eftir
Bjarna, og gaf þau öllum sem
spila í happdrættinu í tilefni af
sjötíu ára afmæli sínu. „Happ-
drættið fékk leyfi hjá mér til að
birta myndirnar sem Alþingi
keypti af mér. Ég hef orðið var
við það að margt fólk sem ekki
spilar í happdrættinu langar að
eignast spilin og vonandi verður
hægt að halda útgáfunni áfram,“
segir Bjarni.
Útlendingar
áhugasamir
Bjarni hefur sýnt áraskipa-
myndirnar víða. Skemmst er að
minnast sýningar í Síldarminja-
safninu á Siglufirði fyrir tveimur
árum og á næsta ári mun hann
sýna í Saltfisksetrinu í Grindavík.
Þá hefur komið til tals að hann
sýni í Vesturfarasetrinu á Hofsósi.
Bjarni segir útlendinga sem
hingað koma sýna áraskipamynd-
unum mikinn áhuga. „Þeim er
það hulin ráðgáta hvernig Íslend-
ingar gátu stundað sjóinn á þess-
um bátum. Þeir skilja ekki heldur
hvers vegna ein mesta fisk-
veiðiþjóð í heimi á ekki betra sjó-
minjasafn. Vonandi stendur það
þó til bóta.“
Bjarni ver drjúgum tíma í gerð
skipa- og þjóðlífsmynda. Samt
hefur hann aldrei gleymt ab-
straktmálverkinu. „Margir hafa
ekki hugmynd um að ég fæst við
þetta líka. Ég hélt stóra sýningu á
abstraktverkum í gamla lista-
mannaskálanum 1962 og tók í
kjölfarið þátt í mörgum samsýn-
ingum. En það er langt síðan ég
hef sýnt abstraktmyndir op-
inberlega.“
En nú er sumsé komið að því.
„Mér fannst tilvalið að hafa fjórar
nýjar abstraktmyndir á sýning-
unni nú til að brjóta hana upp.
Sýna fólki þessa hlið á mér líka.“
En hvað með yrkisefnið? Er
Bjarni til sjós í abstraktmynd-
unum líka?
„Nei, nei,“ segir hann og hlær.
„Ég held mig þar á þurru landi.
Þetta eru bara form á fleti.“
Sýning Bjarna í Eden stendur
til 31. maí.
Bjarni Jónsson við eina af myndum sínum, Hjalti landnámsmaður heygður.
Eitt af abstraktverkum Bjarna á
sýningunni í Eden í Hveragerði.
Á þessari teikningu lýsir Bjarni Jónsson listmálari hugmyndum sínum um
gamla verbúð í Grímsstaðavörinni við Ægisíðuna. Þar yrði reist verbúð,
fiskihjallur, fiskitrönur og árabátur að hætti áraskipaaldarinnar. Það er
hugmynd Bjarna að ráðinn yrði gæslumaður, jafnvel gamall sjómaður sem
myndi endurvekja þarna gamla tímann og jafnvel komið upp veit-
ingaaðstöðu í verbúðinni. „Ég er sannfærður um að þetta myndi njóta hylli,
einkum hjá útlendingum sem sækja okkur heim,“ segir Bjarni.
Áraskip og abstraktverk
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
! "# $
% & '( )))*
! " "# $%$& # '(
" " ! ' )
* )
"
+ ,- ,-- %%.//% " #
) #
0
%
1" " "#2" ! ( & " // #
)
' '
)
"
' )
3 2
"+
45 ) 6 0 7/( &/7 8'#
"
45 ) 999"0
$
* %
* )
#
7/ ' # + #
! : #
'
"
" %%7
' 0
) "
%%7
( #
() ( ' )
6 0
&77%;; ' # +
#
! +
* %
* )
( (, *
(& !-% *
(, .
(&
'
" #
"
' )
(
#
"
"
2 ( 00< " '
)
) 45
) 6 0 7/( &/7 8'# = >" 7/ %7&
/* 0 45 ) 7/7? 6 0 7/( &/7 8'# 999"0