Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í öllu tónleikaæðinu sem nú gengur yfir landsmenn er ein hljómsveit aldurhnigin en almögnuð, hljóm- sveit sem hafði hér gríðarleg áhrif á sínum tíma, var dýrkuð meira en nokkur önnur um tíma, var eins konar tákngervingur alls þess besta sem rokkið bar með sér, sjóðandi reiði, kraumandi orku, grenjandi, en samt svo undursamlega falleg í bland, heillandi sakleysi hélst í hendur við urgandi gítarsarg og skerandi öskur, textarnir sam- tímis súrrealískt gos og djúphugsuð róm- antík, ást og afbrýði, náttúrvernd og ótti runnu saman. Hljómsveitin hét Pixies og þó að ævi hennar hafi ekki verið löng, aðeins fjögur ár eða svo, sendi hún frá sér fimm gæðaplötur. Hljómsveitina Pixies bar fyrst fyrir augu manna hér á landi 1987 þegar lofgreinar um sveitina tóku að birtast í bresku popppress- unni. Þegar fyrsta platan, stuttskífan Come on Pilgrim, barst svo í Grammið heyrðu menn að engu var logið, ef eitthvað var plat- an enn ævintýralegri en menn höfðu haldið fram ytra. Ári síðar, vorið 1988, kom svo út platan fræga Surfer Rosa, heilsteypt meist- araverk. Þremur árum og þremur breið- skífum síðar var hljómsveitin búin að syngja sitt síðasta, hætti óforvarandis, kvaddi með síðustu plötu sinni sem var jafnframt fyrsta sólóplata leiðtoga Pixies, Black Francis. Eft- ir liggja fimm snilldarskífur, allar skotheldar hver á sinn hátt: Come on Pilgrim, Surfer Rosa, Doolittle, Bossanova og Trompe le Monde. Nafnið valið af handahófi Vinirnir Joey Santiago og Charles Michael Kittridge Thompson IV, sem tók sér síðar nafnið Black Francis, stofnuðu Pixies í Bost- on 1986. Þeir auglýstu eftir bassaleikara og réðu Kim Deal og í framhaldi af því Dave Lovering á trommur. Nafn hljómsveit- arinnar var valið af handahófi, þeir flettu í gegnum orðabók, en það var ekkert handa- hóf með tónlistina, hún var að segja öll eftir Black Francis, og hann var miðpunktur hljómsveitarinnar, innblásinn söngvari, þó að ekki hafi hann verið með fallega rödd. Þegar hljómsveitin tók til starfa átti Francis talsvert af lögum og fljótlegar eftir að æfingar hófust var hún komin í hljóðver að taka upp prufur. Upptökurnar, sem síðar fengu viðurnefnið „fjólubláu segulböndin“, bárust víða og loks til Ivo Watts-Russell eig- anda bresku útgáfunnar 4AD. Hann var ekki lengi á sér að gera við sveitina útgáfusamn- ing og skellti á fyrstu plötuna, áðurnefnda Come on Pilgrim, nokkrum laganna af prufuupptökunum (þess má geta hér að upp- tökurnar allar voru gefnar út á diski fyrir tveimur árum – það er vel þess virði að leita að þeirri útgáfu), Surfer Rosa kom svo út 1988. Black Francis allt í öllu Á fyrstu plötunum tveim var Black Franc- is allt í öllu, hann samdi allt og réði öllu. Hinir piltarnir í sveitinni sættu sig við það en ekki stúlkan. Kim Deal fannst sem hún hefði sitthvað til málanna að leggja og vildi koma sínum hugmyndum að. Togstreitan á milli þeirra Francis og Deal átti snaran þátt í því hve hljómsveitin starfaði í raun stutt, en þó að sagan hafi sýnt að Francis hafi kannski haft rétt fyrir sér, hann hafði meira fram að færa, þá gerði togstreitan líka hljómsveitinni gott, það er flestum gott að hafa smásamkeppni, að þurfa að sanna sig í hverju lagi, aukinheldur sem framlag Deal til sveitarinnar var býsna gott. Á Doolittle, sem kom út 1989, ber svo við að Kim Deal á þátt í einu lagi, en þó sú plata hafi slegið rækilega í gegn um allan heim, þar á meðal hér á landi þegar meng- unarvarnalagið Monkey Gone to Heaven varð vinsælt, urðu upptökurnar nánast bana- biti sveitarinnar. Í það minnsta ákváðu þau að taka sér frí frá hljómsveitinni og hverju öðru í ársbyrjun 1990, Francis fór að vinna að tónlist einn, fór meðal annars tónleikaferð einn síns liðs, og Deal stofnaði Breeders með Tanya Donelly úr Throwing Muses og Kelley systur sinni. Líður að leikslokum Eftir fríið tóku þau upp þráðinn þar sem frá var horfið en þó það breytt að Francis tók þá ákvörðun að Pixies myndi einungis leika hans tónlist, Deal fengi ekki að komast að. Getur nærri að Deal hafi kunnað því illa og á einum tónleikanna til að fylgja eftir fjórðu breiðskífunni, Bossanova, lét hún þau orð falla að hún væri hætt í hljómsveitinni, en hélt þrátt fyrir það áfram að spila með henni enn um hríð. Bossanova fékk ekki eins góða dóma og fyrri plötur Pixies, þótti fullfrábrugðin form- úlunni sem hafði dugað sveitinni svo vel. Þegar hlustað er á plötuna í dag og allar Pixies-plöturnar reyndar, er hún þó sú plata sem hefur elst einna best, að vísu ekki eins kraftmikil og skemmtilega óhamin eins og hinar plöturnar þrjár, en meira í hana lagt. Síðasta platan Bosanova kom út 1990 og sama ár kom út fyrsta plata Breeders sem fékk fína dóma og almennt betri dóma en Bossanova sem varð enn til að auka spennuna á milli Francis og Deal. Hún, þ.e. Kim Deal, er líka í algjöru aukahlutverki á síðustu Pixies-plötunni, Trompe le Monde, sem margir hafa viljað nefna fyrstu sólóplötu Black Francis. Trompe le Monde, sem kom út 1991, var ekki vel tekið og á tónleikaferð til að kynna skífuna, þar sem Pixies hituðu meðal annars upp fyrir U2 sauð endanlega upp úr, hljóm- sveitin leystist upp fyrir allra augum. Ári síðar sendi Francis síðan félögum sínum símbréf þar sem fram kom að Pixies væri hætt. Hvað svo? Þau Francis og Deal héldu áfram að fást við tónlist hvort í sínu horni og reyndar Joey Santiago líka, en svo virðist sem Lovering hafi hætt að spila í það minnsta opinberlega. Breeders náðu töluverðum vinsældum á næstu breiðskífu sinni, Last Splash, sem kom út 1993. Lag af henni, Cannonball, varð gríðarlega vinsælt og heyrist enn öðru hvoru, en þrátt fyrir það komst sveitin aldrei almennilega af stað þar sem Kelley Deal lenti í harðri glímu við fíkniefni sem stóð ár- um saman. Það liðu og níu ár þar til næsta Breeders plata, Title TK, kom út, 2002, fín plata en nokkrum árum of seint. Black Francis breytti nafni sínu í Frank Black og sendi frá sér fyrstu eiginlegu sóló- skífuna, Frank Black, 1993. Síðan eru plöt- urnar orðnar tíu og æði misjafnar að gæð- um. Þegar honum tekst vel til standa fáir honum á sporði, sjá til að mynda snilld- arskífurnar Frank Black, Teenager of the Year, Dog in the Sand, Black Letter Days og Show Me Your Tears sem allar eru frá- bærar plötur, sérstaklega sú síðastnefnda sem kom út á síðasta ári. Innan um eru svo afleitar plötur eða illskiljanlegar eins og The Cult of Ray. Hans stærsta vandamál er þó að menn eru alltaf að bera sólóskífur hans saman við Pixies-plöturnar og sést þá yfir að lagasmíðarnar eru betri en forðum þó að flutningurinn hafi breyst, áherslurnar eru aðrar – maðurinn er einfaldlega snillingur. Af hinum er fátt að frétta. Joey Santiago hefur leikið inn á plötur með Black og rekur einnig eigin hljómsveit með konu sinni, The Martinis. David Lovering lék með The Mart- inis um tíma og var síðan trymbill með Cracker og Tanya Donelly en hætti svo nán- ast að spila á trommur og tók að troða upp sem vísindalegur skemmtikraftur og hitaði sem slíkur meðal annars upp fyrir Frank Black, Breeders, Camper Van Beethoven og Grant Lee Buffalo. Aftur saman Allt frá því Pixies hætti hafa aðdáendur sveitarinnar alið þá von í brjósti að hljóm- sveitin komi saman aftur þó ekki væri nema til að fara svo sem eina tónleikaferð til. Í fyrra varð mönnum svo að ósk sinni því þá spurðist að Pixies myndi koma saman aftur til að fara eina heimsreisu. Fyrstu tónleik- arnir voru svo vestur í Bandaríkjunum fyrir ekki svo löngu og ef marka má umsagnir sem birst hafa í bandarískum blöðum er Pixies engu síðri tóneikasveit en forðum, menn hafa farið óspart með sterkustu lýs- ingarorð sem þeir kunna til að mæra hljóm- sveitina og tónleika hennar. Því er svo við þetta að bæta að Frank Black hefur látið lík- lega með að sveitin muni taka upp breiðskífu í haust. Eins og nefnt er í upphafi leikur Pixies á tvennum tónleikum hér á landi í vikunni, í Kaplakrika í Hafnarfirði 25. og 26. maí, þriðjudag og miðvikudag. Uppselt er á tón- leikana 26., sem fóru fyrr í sölu, en víst eitt- hvað eftir af miðum á tónleikana 25. Tón- leikar Kraftwerk í Kaplakrikanum fyrir skemmstu sönnuðu að þar er kominn fram- úrskarandi 2.000 manna tónleikastaður og ástæða til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að bregða sér á Pixies tónleika. Mér býður í grun að menn eigi eftir að ræða um þá tónleika út árið og næstu ár ekki síður en tónleika Kraftwerk sem voru hreinasta upp- ljómun. Pixies í Kaplakrika Í tónleikaflóðinu sem nú ríður yfir landsmenn eru fáar hljómsveitir merkilegri en Pixies. Árni Matthías- son segir frá hljómsveitinni goð- sagnakenndu sem heldur tvenna tónleika í Kaplakrika í vikunni. ’Allt frá því Pixies hættihafa aðdáendur sveit- arinnar alið þá von í brjósti að hljómsveitin kæmi saman aftur þó ekki væri nema til að fara svo sem eina tónleikaferð til.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.