Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ M etsölubók bandaríska rithöfundarins Dan Brown, Da Vinci- lykillinn, sem selst hef- ur í meira en sjö millj- ónum eintaka, hefur kallað á sterk viðbrögð kirkjunnar manna, ekki síður en lesenda, frá því hún kom fyrst í hillur bókaverslana fyrir rúmum 13 mánuðum. Bókin hefur til að mynda valdið þeim ótta meðal sumra kirkjunnar manna að hún kunni að sá efasemdafræjum um grunn kristinnar trúar, en í þessari sagn- fræðilegu spennusögu er því haldið fram að kristin trú byggist á aldagömlu samsæri kirkj- unnar um að leyna sönn- unum þess efnis að Jesús hafi gifst Maríu Magda- lenu, átt með henni börn og að afkomendur þeirra búi í Frakklandi. Fjöldi biblíufræðinga og klerka, sem og krist- inna trúarsafnaða hefur lagt sig í líma við að hrekja þessar fullyrðingar og greindi New York Times frá því nýlega að rúmlega tíu bæk- ur væru komnar út eða væru væntanlegar í verslanir á næstunni, flestar í apríl og maí, þar sem höfundar þeirra lofa að ljúka upp, rjúfa, ráða eða lesa úr Da Vinci-lyklinum. Þannig bjóða sumir kristnir trúarhópar upp á sér- stakar glósur með bókinni, fyrir þá lesendur sem kunna að hafa farið að efast um trú sína í kjölfar lestursins, auk þess sem fjölmennt hef- ur verið á fyrirlestra og eins predikanir þar sem bókin er tekin fyrir. „Af því að þetta er bein árás á grundvöll kristinnar trúar er mikilvægt að við svörum fyrir okkur,“ hefur blaðið eftir séra Erwin W. Lutzer, höfundi The Da Vinci Deception, eða Da Vinci-blekkingin, og presti við hina áhrifa- miklu Moody-kirkju í Chicago. Séra James L. Garlow, sem í samstarfi við prófessor Peter Jones sendir frá sér Cracking Da Vinci’s Code (Da Vinci-lykillinn ráðinn) tekur í sama streng. „Ég tel þetta ekki vera sakleysislega skáld- sögu með áhugaverðum söguþræði. Ég tel að bókinni sé ætlað að sannfæra fólk um ranga og ónákvæma söguskoðun, og það er að takast,“ segir Garlow. „Fólk er farið að láta sannfærast um þá hugmynd að Jesús sé ekki guðdómlegur, að hann sé ekki sonur Guðs.“ Darrell L. Bock, prófessor í Nýja testament- isfræðum við prestaskólann í Dallas, telur Da Vinci-lykilinn þá ekki bara vera tilraun til að grafa undan hefðbundinni kristinni trú, heldur telur hann að með bókinni sé líka leitast við að endurskilgreina kristna trú og sögu hennar. „Það er ástæða þess hve viðbrögð fólks við bókinni eru sterk,“ segir Brock, höfundur Breaking the Da Vinci Code (Da Vinci- lyklinum lokið upp). Ekki er þá úr vegi að nefna að Opus Dei, íhaldssöm samtök kaþólskra presta og almenn- ings, sem sýnd eru í bókinni í nokkuð óhugnan- legu ljósi sem m.a. einkennist af kvalalosta, eru ekki síður ósátt. En samtökin hafa m.a. sett viðvörun á vef sinn þar sem fólk er varað við því að „það væri óábyrgt að byggja skoðun á Opus Dei á grundvelli lesturs á Da Vinci- lyklinum“. Meðal gagnrýnenda Da Vinci-lykilsins má finna fólk úr röðum bæði kaþólikka og mót- mælenda, en í bókinni er femínismi, andstaða gegn klerkavaldi og heiðnir trúarhættir sýndir í jákvæðu ljósi. Þessar femínísku áherslur eru ekki öllum á móti skapi og benti t.d. Boston Globe fyrir nokkru á að sérstakir fundir hefðu verið haldnir til að ræða konur og trúmál sem efalítið mætti tengja vinsældum bókarinnar. Að mati sumra gagnrýnenda er bókinni hins vegar ætlað að lauma að frjálslyndum hug- myndum og bent hefur verið á að bók Brown eigi þátt í að móta trú kynslóðar sem litla þekk- ingu hefur á textum biblíunnar, auk þess sem spilað sé inn á aukið vantraust almennings í garð kaþólsku kirkjunnar sem liggur vel við höggi í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum barnamisnotkun. Fræðimenn hafa þá einnig bent á rangfærslur í sumum atriðum bók- arinnar, en þó að þær hugmyndir sem þar komi fram virðist nýjar af nálinni í augum hins al- menna lesanda hefur rökræða fræðimanna um mörg þessara mála staðið áratugum saman. Hvað sem hugleiðingum um áhrif Da Vinci- lykilsins á kristna trú annars líður er ljóst að bókin nýtur enn mikilla vinsælda meðal al- mennings því um 80–90.000 eintök seljast að sögn Boston Globe í viku hverri í Bandaríkj- unum einum saman og kvikmyndaleikstjórinn Ron Howard, er sagður hafa kvikmynd byggða á bókinni í undirbúningi. Það er sömuleiðis erfitt að neita því aðlesning bókarinnar veki upp marg-víslegar spurningar tengdar trú-málum. Rob Bellinger, sem alinn var upp í kaþólskri trú og hlaut síðar menntun sína í skólum jesúíta í New York, segir margar spurningar vakna. „Ég trúi því ekki að bókin sé hundrað prósent rétt, en hún fékk mig til að velta mörgu fyrir mér,“ hefur New York Times eftir Bellinger. „Ef maður horfir á kirkjuna í dag er erfitt að velta því ekki fyrir sér af hverju það séu engar konur meðal prestanna?“ Michael S. Martin, menntaskólakennari í Burlington í Vermont í Bandaríkjunum, tekur í sama streng en hann ákvað að lesa bókina er hann sá nemendur sína taka henni af ekki minni áhuga en Harry Potter-bókunum. „Við erum hrifin af samsæriskenningum og hvort sem þær snúast um John F. Kennedy eða Jesú þá vill fólk gjarnan trúa því að það búi eitthvað meira að baki en okkur er sagt,“ segir Martin. „Sagan af tilraunum kirkjunnar til að bæla nið- ur hið kvenlega og heiðna er löng og vel skráð, og því held ég að erfitt sé að mótmæla.“ Þar sem fæstar bókanna eru komnar íverslanir ennþá, er enn of snemmt aðsegja til um hver viðbrögð almenningsverða, en ljóst er að útgefendur vonast til að salan eigi eftir að njóta góðs af vinsæld- um Da Vinci-lykilsins. Séra Garlow virðist a.m.k. vera þess sinnis og lítur Da Vinci- lykilinn því ekki eingöngu neikvæðum augum. „Vonandi hefur hann gert okkur stóran greiða. Umræða um guðdómleika Jesú og sannleiks- gildi texta Nýja testamentisins hefur aukist heilmikið. Og ef fólk er hvatt til ítarlegri rann- sókna nú þá mun það sannarlega leiða til meiri trúarvissu,“ hefur breska dagblaðið Daily Telegraph eftir Garlow. Dan Brown, höfundur Da Vinci-lykilsins, hefur hins vegar neitað öllum viðtölum vegna útkomu þessara nýju bóka, en á vefsíðu sinni kveðst hann fagna fræðilegri umræðu um bók sína og þó að hún sé vissulega skáldsaga, „þá er það persónuleg trú mín að hugmyndirnar sem þar eru ræddar af sögupersónunum hafi sitt hvað til síns máls“. Deilan um Da Vinci- lykilinn heldur hins vegar áfram og síðasta framlag kom frá Brown sjálfum, er hann lét dagblaðið Los Angeles Times hafa eftir sér sl. fimmtudag að hann hafi undanskilið í bók sinni mikilvægar vísbendingar sem sanni enn frekar réttmæti trúarhugmyndanna sem þar koma fram. AF LISTUM Eftir Önnu Sig- ríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Deilt um Da Vinci-lykilinn TENGLAR ........................................................... www.opusdei.com www.danbrown.com María mey eða Jóhannes skírari? Það er óneitanlega kvenlegur svipur á þessum læri- sveini. Síðasta kvöldmáltíðin. Mynd Leonardo da Vincis er notuð til að kalla fram margvíslegar spurningar í bókinni. ,,ÞAÐ er alltaf gaman að sýna verk í Manitoba,“ segir Ríkey Ingimund- ardóttir, en sýning á rúmlega 50 verkum hennar var opnuð í Winnipeg í liðinni viku. Ríkey Ingimundar, eins og hún kallar sig hér vestra, var með sýningar í Gimli og Winnipeg síðsumars í fyrra. Að þeim loknum buðu eigendur Birchwood Art Gallery í Winnipeg, systurnar Carole Sol- mundson og Lyn Chercoe, listakonunni að sýna verkin í safni sínu og geyma þau síðan þar til annað yrði ákveðið. Í kjölfar- ið var ákveðið að setja nú upp sýningu í safninu og stendur hún yfir í mánuð eða til 19. júní. Á sýningunni eru meðal annars olíu- málverk, glerverk, höggmyndir, lág- myndir, leir- og postulínsmunir auk sér- stakra hamingjueggja. ,,Eins og sjá má eru engin tvö egg eins, segir Ríkey og bætir við að saga sé á bak við hverja mynd. ,,Ég nota blandaða tækni og það er algjör tryllingur í sumu. Maður er aldrei eins heldur breytist dag frá degi.“ Ríkey Ingimundardóttir með málverkasýningu í Winnipeg Morgunblaðið/Steinþór Ríkey Ingimundardóttir með systrunum Carole Solmundson og Lyn Chercoe við opn- um sýningarinnar í Winnipeg. Þremenningarnir halda á hamingjueggjum. Winnipeg. Morgunblaðið. DANSKA dúóið Saxopran heldur tónleika í Norræna húsinu kl. 14 í dag. Dúóið skipa Rebecca Persson sópransöngkona og saxófón- og píanóleikarinn Per Egholm. Dúettinn er þekkur í Danmörku ekki síst fyrir þá viðleitni að kynna börnum klassíska tónlist en Per Egholm hefur verið brautryðjandi í því að kynna leikskólabörnum klassíska tón- list. M.a. munu þau frumflytja lög fyrir sópran og saxófón eftir danska tónskáldið Birgitte Alsted við texta Halfdan Rasm- ussen og verk sem færeyska tónskáldið og djassistinn Edv- ard Nyholm Debess samdi sérstaklega fyrir þau. Hlaut hæstu einkunn á inntökuprófum Rebecca Persson er ein af efnilegri upprennandi sópran- söngkonum Dana en hún mun innan tíðar hefja söngnám við Det kongelige Danske Musikkonservatorium. Þess má geta að hún hlaut hæstu einkunn á inntökuprófunum í söngdeild- ina. Þrátt fyrir að vera enn í námi hefur Persson haldið fjölda einsöngstónleika. Hún hefur einkum sérhæft sig í dönskum sönglögum og sálmasöng. Nánari upplýsingar um söngkon- una er að finna á heimasíðunni www.dendanskesang.dk. Per Egholm er þekktur saxófón- og píanóleikari í Dan- mörku og nam við Det kongelige Danske Musikkonservatori- um. Hann hefur komið víða við; spilað með sinfóníuhljóm- sveitum í Danmörku, gefið út hljómdiska og kennt við marga tónlistarskóla. Hann stofnaði m.a. Dansk Saxofon Kvartet og er einn af frumherjunum í klassískum saxófónleik. Danskt dúó í Norræna húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.