Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER alltaf óhepppilegt að auka málfrelsið með því að takmarka það. Þótt ný lagasetning um fjölmiðla hafi að yfirvarpi að koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmilamarkaði, verður afleiðing henn- ar mun meiri sam- þjöppun og gróf rit- skoðun. Frekar er þörf á að draga úr lagafyr- irmælum um fjölmiðla því þau þrengja allt of mikið að þessari starfsemi. Í gildi eru lög um fjölmiðla á Ís- landi, sem heita Stjórnarskrá Ís- lands, 73. grein. Sú grein tryggir ein- faldlega að hér á landi ríki skoðanafrelsi, tján- ingarfrelsi, prentfrelsi, fréttafrelsi og að „Rit- skoðun og aðrar sam- bærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldr- ei í lög leiða“. Það er hins vegar hvergi staf- krókur um það í stjórn- arskránni að rík- isvaldið skuli tryggja mönnum aðgang að fjölmiðlum, aðeins að það megi ekki hindra þá í að láta skoðanir sínar í ljósi t.d. með ritskoðun. Það er mjög áleitin spurning hvort núverandi útvarpslög þrengi ekki of mikið að möguleikum manna til að stofna ljósvakamiðla og skapi þannig þá samþjöppun, sem verið er að amast við. Spyrja má hvort það sé lýðræðislegt að ríkisvaldi leggi í krafti vald síns og fjármagns undir sig um helminginn af ljósvakamarkaðinum og leyfi einkaaðilum aðeins að slást um af- ganginn. Við slíkri samþjöppun er ekki hægt að bregðast nema með gagn-samþjöppun. Það er þessi gagn-samþjöppun, sem löggjafinn er nú að kveða niður. Ráðherrar og þingmenn halda þeirri blekkingu stíft og blygð- unarlaust að mönnum að helmingur ljósvakamarkaðarins í höndum rík- isins, sé engin samþjöppun, aðeins hinn hlutinn, sem er í höndum einkaaðila. Sú staðhæfing stuðningsmanna fjölmiðlafrumvarpsins að menn séu að misnota eignarstöðu sína á ljós- vakafjölmiðlum með einhliða póli- tískum fréttaflutningi er ekki rök í þessu máli. Tjáningin er frjáls á Ís- landi. Pólitísk misnotkun þessa frelsis nýtur einnig verndar stjórn- arskrárinnar. Tilgangur stjórn- arskrárinnar er að halda pólitískum umræðum opnum og vernda þær fyrir opinberum afskiptum alveg sérstaklega Vegna stjórnarskrár- innar er lagasetningu um tjáning- arfrelsi settar mjög þröngar skorð- ur og þær taldar upp í stjórnarskránni sjálfri. Eign- arréttur á fjölmiðlum er ekki í þeirri upptalningu. Það er ætlun stjórnarskrárinnar að menn berjist gegn pólitískum áróðri, sem menn kunna að beita í krafti eignarréttar síns, með tján- ingarfrelsinu sjálfu. Til þess er það. Í Mbl. 28. febrúar s.l. ritaði ég grein: „Alræði framkvæmdavalds- ins“, þar sem ég benti á að rík- isstjórnin væri orðin í raun neðri deild Alþingis. Allt sem ég varaði við í þeirri grein er komið fram í meðferð fjölmiðlafrumvarpsins. Frumvarpið var lagt fram í rík- isstjórninni og samþykkt þar og einning samþykkt fyrirfram í stjórnarflokkunum áður en Alþingi fékk að sjá það. Reynt er að flýta frumvarpinu í gegn um þingið eins og hægt er. Hugsanlega gætu svo forsætisráðherra og forseti Hæsta- réttar, sem gæti þurft að dæma um lögin seinna, staðfest þau í stað for- seta Íslands. Fjölmiðlafrumvarpið snertir stjórnarskrána, stjórnskipunina og mannréttindi landsmanna. Slík mál þurfa sérstaklega vand- aða umfjöllun og örugga þinglega meðferð og verður ekki haskað af. Þjóðin hefur risið upp til varnar mannréttindum sínum. Mannrétt- indi eru dauðans alvara. Það sýnir meðferð Bandaríkjamanna á stríðs- föngum í Írak. Hvað vissum við ef við hefðum ekki frjálsa fjölmiðla? ’Fjölmiðlafrumvarpiðsnertir stjórnarskrána, stjórnskipunina og mannréttindi lands- manna.‘ Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Lagasetning og lýðræði Jóhann J. Ólafsson skrifar um fjölmiðlafrumvarpið Sýnum í dag sérlega glæsilegt og einstaklega vel hannað ca. 300 fm einbýlishús á skjólgóðum útsýnisstað í Hæðarhverfinu í Garðabæ. Húsið er steinsteypt, byggt 1992 og er nánast allt á einni hæð. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar, massívt parket og náttúrusteinn (Jaddis) á gólfum og öll tæki af vandaðri gerð. Góð lofthæð og innbyggð lýsing. Vandaður arinn er í stofu. 4 rúmgóð svefnherbergi og er hjónaherbergið sem sérálma með fataherbergi og stóru sérbaðherbergi. Úr stofu er stór sólpallur með mjög fallegu útsýni til suðurs og er garðurinn allur mjög fallegur. Innangengt er í ca. 50 fm tvöfaldan bílskúr með hárri hurð og er ca. 40 fm geymslurými þar innaf. Húsið og allt tréverk er nýmálað. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Guðný og Gísli ásamt Sveinbirni sölustjóra fasteign.is taka á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 16. Opið hús Birkihæð 1 - Garðabæ SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Opið hús í dag á milli þrjú og fjögur Bjarkarheiði 35 og 37 - 810 Hveragerði Falleg 4ra herbergja 153 fm. raðhús með stórum sólskála og innbyggðum bílskúr. Húsin verða afhent tilbúin til innréttinga og málunar. Verð kr. 15,7 millj. Elísabet og Guðmundur Andri sölufulltrúar Akkurat taka á móti gestum í dag á milli kl: 15 og 16. AKKURAT // Lynghálsi 4 // Lögg. fasteignasali: Halla Unnur Helgadóttir - eins og þú vilt hafa það Til leigu í Ármúla Gott 213 m² verslunarhúsnæði á besta stað við Ármúlann. Parket. Nið- urtekin loft. Bílastæði beint fyrir framan verslunina. Topphúsnæði með frábæra möguleika. Mánaðarleiga kr. 245.000.- Til leigu í Smáranum Fullinnréttað rúmlega 300m² skrifstofuhúsnæði til leigu á góðum stað í Smáranum. Húsnæðið getur leigst í tveimur aðskildum einingum með samnýtingu á móttöku, eldhúsi, snyrtingum og e.t.v. fundarherbergi og þannig hentað t.d. undir náskyld fyrirtæki sem hafa hagræði af því að vera á sama stað. Húsnæðið er stúkað í bæði lokaðar skrifstofur og op- in vinnurými. Öflugar tölvulagnir. Niðurtekin loft. Viðargardínur. Dúkur á gólfum. Lyfta í sameign. Sími 511 2900 Áhugasamir hafi samband við sölumenn Leigulistans. Sími 533 4040 Fax 533 4041 MIÐLEITI - ÞJÓNUSTUÍBÚÐ - GIMLI Rúmgóð og björt 118 fm endaíbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni. Húsvörður. Góð sameign. Aldursmörk 55 ára. Stæði í lokuðu bílskýli fylgir. Íbúðin er laus strax. Ekkert áhvílandi. SÉRÞVOTTAHÚS. Verð 24,5 millj. Ármúla 21 • Reykjavík Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Glæsilegt einbýli á fallegum stað ásamt stórum bílskúr. Hornhús með miklu útsýni og stórum garði. Eigninni hefur verið haldið mjög vel við á ári hverju, lítur mjög vel út. 5 svefnherbergi, 3 baðherbergi og opið eldhús. Falleg eign. Nánari upplýsingar gefur Gunnar í síma 690-3408. ( tilv. 33878) OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15:00-17:00 STAPASEL 4 Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Til leigu í Olíshúsinu við Sundagarða 160 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. Mjög vandaðar innréttingar, stórir verslunargluggar. Húsnæðið hentar vel fyrir hvers konar verslun og þjónustu. Laust strax. SUNDAGARÐAR - LEIGA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.