Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Bréf 58 Sigmund 8 Myndasögur 58 Ummælin 11 Þjónusta 59 Listir 31/39 Dagbók 60/61 Af listum 38 Leikhús 64 Forystugrein 36 Hugvekja 63 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 66/69 Minningar 40/44 Bíó 58/69 Skoðun 45/47 Sjónvarp 70 Umræðan 48/55 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SJÓMÆLINGABÁTUR Landhelg- isgæslunnar, Baldur, náði skýrum myndum með fjölgeislamæli af olíu- skipinu El Grillo sem liggur á 50 metra dýpi utan við bryggjurnar á Seyðisfirði. Baldur er nú kominn á Austfjarðasvæðið annað árið í röð til að ljúka við dýptarmælingar á haf- svæðinu frá Glettinganesi að Hlöðu vegna endurútgáfu á sjókorti sem nær yfir firðina og hafsvæðið austur af þeim. Þegar báturinn kom við á Seyð- isfirði í vikunni var rennt yfir flakið af El Grillo og var fjölgeislamælirinn látinn ganga og náðust myndir af flakinu á botni fjarðarins. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelg- isgæslunni var þetta í fyrsta skipti í þrettán ár sem Baldur vitjaði heima- haganna en skipið var smíðað í Vél- smiðju Seyðisfjarðar á árunum Áætlað er að ljúka dýptarmælingun- um síðsumars en þá tekur við úr- vinnsla mælingagagna og síðan end- urútgáfa kortsins á næsta ári. El Grillo myndaður á botni Seyðisfjarðar HAFRANNSÓKNASTOFNUN hyggst kynna bráðabirgðaniðurstöður úr hvalarannsóknum frá síðasta ári á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í júlí í sumar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur stofnunarinnar, segir að reyndar telji stofnunin ekki rétt að kynna útkomuna frá því síðastliðið haust mikið, þar sem rannsóknin þá hafi náð til svo takmarkaðs hluta verkefnisins. Þó hefur niðurstaða á innihaldi eiturefna og þungmálma eins og PCB, dísoxíni og kvikasilfri verið kynnt, en hún sýndi fram á að innihald þessara efna væri vel undir þeim mörkum sem talin eru hættuleg heilsu fólks. Jafnframt kom fram að innihald þessara efna var mun minna en í hrefnu við Noreg. Gísli segir að rannsóknaráætlunin miðist við að 200 dýr séu veidd og að veiðin dreifist á ákveðna árstíma. Því sé lítið að byggja á veiði á 36 dýrum að hausti til. Veiða þurfi mun fleiri dýr og dreifa veiðinni yfir tímabilið frá vori til hausts. Sam- kvæmt rannsóknaáætluninni hefur verið ákveðið að auka talningu. Til þess hefur hrefnan fyrst og fremst verið talin á sumrin, en nú verður hún tal- in að vori, sumri og hausti og þær upplýsingar síðan teknar inn í aðrar rannsóknir. Því var farið í talningu í lok apríl og segir Gísli að lítið hafi sézt af hrefnu, eins og við hefði verið búizt því hrefnan byrji ekki að ganga upp að landinu fyrr en í maí. Sáu mikið af langreyði í leiðangri „Við sáum aðeins um 10% af því sem við höfum séð í sumartalningunni. Hins vegar sáum við mikið af öðrum hvölum, til dæmis langreyði sem virðist því vera fyrr á ferðinni en áður var talið,“ segir Gísli. Gísli segir að honum sé ekki kunnugt um að veiðar í sumar hafi verið ákveðnar. Það sé gert í sjávarútvegsráðuneytinu og þaðan hafi engar fregnir borizt. „Við erum hins vegar tilbúnir, þegar kallið kemur,“ segir Gísli Víkingsson. „Tilbúnir þegar kallið kemur“ Hafrannsóknastofnun hefur enn ekki fengið fyrirmæli um hrefnuveiðar í sumar Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir MINJAGARÐUR í landi hins forna höfuðbóls Hofsstaða í Garðabæ var opnaður við hátíðlega athöfn á föstudag. Í garðinum eru varð- veittar merkar minjar frá land- námsöld, og er nú búið að koma fyr- ir margmiðlunarefni sem lýsir lífi fólksins sem bjó á Hofsstöðum á fyrri tíð. Að sögn Guðfinnu B. Kristjáns- dóttur, upplýsingastjóra Garða- bæjar, hefur hugmyndin að minja- garðinum verið í þróun undanfarin ár, en minjarnar fundust árið 1994. „Fyrst og fremst þurfti að ganga tryggilega frá minjunum svo þær skemmdust ekki, og í kjölfarið var farið í hugmyndavinnu um hvað gera mætti hér á svæðinu. Loks var ákveðið að hafa margmiðlunarefni aðgengilegt utandyra eins og nú má sjá. Þannig má skoða minjarnar og fræðast um leið. Svæðið er því öllum opið sem vilja koma og kynna sér sögu staðarins,“ sagði Guðfinna í samtali við Morgunblaðið. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, sagði frá tilurð garðsins við athöfnina, og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, setti marg- miðlunarefnið formlega af stað. Að vígslu lokinni var boðið upp á veit- ingar í anda landnámsmanna, og víkingaklætt fólk bar fram trog með ýmsu góðgæti. Morgunblaðið/Golli Boðið var upp á krásir að hætti víkinga við vígslu Minjagarðsins á Hofsstöðum. Miðaldastemning í minjagarði BÚIÐ var að ræða fjölmiðla- frumvarpið í 80 klukkustundir á Alþingi í gærmorgun. Hefur ekkert mál fengið jafnmikla umfjöllun á Alþingi frá árinu 1991 að undanskildum um- ræðum um Evrópska efnahags- svæðið 1992–1993. Það þingmál var rætt í 100 klukkustundir og 36 mínútur. Þá stóðu umræður um sveitarstjórnarlög 1997– 1998 í tæpar 74 klukkustundir og um gagnagrunn á heilbrigð- issviði 1998–1999 í tæpar 53 klukkustundir. Þingfundur, þar sem fjöl- miðlafrumvarpið var rætt, stóð yfir til klukkan fjögur í fyrri- nótt og eyddu stjórnarliðar síð- ustu klukkustundunum til að ræða fundarstjórn forseta Al- þingis. Gert var ráð fyrir að þriðju umræðu lyki í gærdag og var fjölmiðlafrumvarpið eina þing- málið á dagskrá. Enginn þing- fundur er í dag og er gert ráð fyrir að lokaatkvæðagreiðsla um frumvarpið fari fram á morgun, mánudag. Fjölmiðlafrumvarpið Umræða staðið yfir í 80 klukku- stundir SÁ einstaklingur sem þáði hæstu þóknunina fyrir nefndarsetu á veg- um ríkisins árin 2001–2003 fékk rúmar 9,5 milljónir króna. Sá sat í sjö nefndum á þessu tímabili. Sá sem fékk næsthæstu þóknunina fékk rúmlega 7 milljónir króna fyrir setu í fimm nefndum og einn fékk 5,8 milljónir fyrir setu í tveimur nefndum. Hinir sjö einstaklingarnir þáðu á bilinu 4,5–3,3 milljónir króna fyrir sína nefndarsetu. 4.496 störfuðu í nefndum Þetta kemur fram í svari Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við fyr- irspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um nefndir, ráð og stjórnir á vegum rík- isins, sem dreift var á Alþingi í gær. Á árunum 2001–2003 störfuðu 4.496 manns í verkefnanefndum á vegum ráðuneyta, þar af 2.897 karl- ar og 1.599 konur. Opinberir starfs- menn úr hópi nefndarmanna voru alls 2.126. Aðeins eru taldir upp nefndarmenn almennra nefnda. Alls sátu 706 manns í fleiri en einni nefnd á umræddu tímabili, þar af 176 í fleiri en þremur nefndum. Einn einstaklingur sat í 21 nefnd þessi ár. Alls fengu 1.185 nefndarmenn greidda nefndarþóknun samkvæmt úrskurði þóknananefndar þessi ár. Nefndarmenn er fengu laun, sem ekki tóku mið af ákvörðun þeirrar nefndar, voru 108. Hæstu heildarþóknunina greiddi heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið tæpar 90 milljónir á árunum 2001–2003. Þó er tekið fram í svarinu að upplýsingar um ákvörðun nefndarlauna hjá því ráðuneyti eru ekki fyrirliggjandi. Næsthæstu þóknunina greiðir landbúnaðarráðu- neytið, tæpar 42 milljónir króna. Þáði tæpar 10 millj- ónir fyrir nefndarsetu NÓG AF NOTUÐUM BÍLUM Mikið framboð er af notuðum bíl- um með ríflegum afslætti og keppast bílaumboðin og bílasölur um að aug- lýsa bíla á niðursettu verði. Segja menn að það stafi af góðri sölu á nýj- um bílum að undanförnu og þeirri staðreynd að æ fleiri einstaklingar velji að flytja inn nýja og notaða bíla milliliðalaust frá Evrópu og Banda- ríkjunum með aðstoð Netsins. Banna lausagöngu búfjár Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hef- ur bannað lausagöngu búfjár við þjóðveg númer eitt. Er með þessu verið að efna samkomulag sem gert var við Vegagerð ríkisins en það felur í sér að hún sjái um viðhald girðing- anna en á móti tekur sveitarfélagið að sér að koma búfé sem sleppur inn fyrir girðinguna burtu aftur. Brýtur ekki siðareglur HÍ Siðanefnd Háskóla Íslands hefur sent frá sér álitsgerð um kæru vegna vefsetursins Kvennaslóða frá dr. Jó- hanni M. Haukssyni stjórnmálafræð- ingi en á vefsetrinu er að finna upp- lýsingar um konur sem unnið hafa rannsóknir í HÍ og verkefni þeirra. Helsta niðurstaða siðanefndarinnar er sú að tímabundin og málefnaleg starfræksla vefsetursins og aðild Há- skólans að því, brjóti ekki í bága við siðareglur HÍ. Konunglegt brúðkaup Felipe, krónprins Spánar, gekk að eiga sjónvarpsfréttakonuna Letiziu Ortiz, í Madríd í gær. Mikið var um dýrðir í borginni og fóru þúsundir manna út á götur til að samfagna brúðhjónunum þrátt fyrir hellirign- ingu. Sjálfsmorðsárás í Bagdad Fimm menn fórust í sprengju- tilræði í Bagdad, höfuðborg Íraks í gærmorgun. Þá viðurkenndi tals- maður Bandaríkjahers að fjórar eða sex konur hefðu týnt lífi í loftárás í vesturhluta Íraks á miðvikudag sem sagt var að beinst hefði gegn erlend- um skæruliðum. Konum verði ekki fækkað Landssamband framsókn- arkvenna gerir kröfu um að við vænt- anlegar breytingar á ríkisstjórn Ís- lands í haust verði konum ekki fækkað í ráðherraliði Framsókn- arflokksins. Þær segja það myndu vera mikla afturför og stríða gegn jafnréttisáætlun flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.