Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ vinnu í herbúðum í Englandi en hann eigi orðið fáa félaga á lífi. Í þriðja kortinu, sem skrifað var í júní 1916, kveðst hann svo vonast til að verða kominn heim eftir 6 mánuði því þá megi telja stríðinu lokið. Hann skrifar gott mál og hefur haft fallega rithönd. Ekki stóð á að Cyril yrði allra hug- ljúfi á heimili frændfólksins í Houns- low. Hann var reyndar mesti mynd- armaður og man ég að Örn talaði um hann og var með ljósmyndir, sem hann hafði varðveitt af Cyril í ein- kenningsbúningi með barðastóran hatt Nýsjálendinga. Örn harmaði að Cyril hefði látist af sárum sínum og því heilsutjóni sem stríðið hefði valdið honum, og sagði að þar hefði góður frændi okkar fallið í valinn. Cyril var að hans sögn glaðlyndur ungur mað- ur sem tók stundum í hönd frænda síns og sagði að þeir skyldu labba saman inn í þorpið og kaupa brjóst- sykur. Við og við fór hann til læknis á nærliggjandi herspítala. Hann var í herbergi með Erni og á nóttunni fékk hann stundum slæmar martraðir og skreið þá undir rúm sitt og sagði í sí- fellu: „Where is my bayonet, where is my bayonet“ (Hvar er byssustingur- inn minn, hvar er byssustingurinn minn). Ekki rættist sú ósk Cyrils að kom- ast fljótlega heim og þaðan af síður sú ósk að stríðinu lyki. Hann náði nægj- anlegum bata til að vera kallaður árið 1916 aftur til herfylkisins, fyrst í Paschendaele í Belgíu og síðar í hin- um mikla bardaga við Somme í Norð- ur-Frakklandi. Þarna voru aðstæður hermannanna jafnvel enn hörmulegri en í Gallipoli. Skotgrafirnar voru um- kringdar leðjumýrum eða snjó og ís að vetri til, en átök stóðu í tvö og hálft ár og var mannfall mikið. Enn á ný guldu hersveitir Nýja-Sjálands mikið afhroð. Um síðir bárust þær sorglegu fréttir frændfólki Cyrils Brookes að hann væri illa haldinn og væri kominn á herspítala í Hendon við London. Við Somme höfðu Nýsjálendingarnir orð- ið fyrir eiturgasárás en höfðu ekkert sér til varnar annað en vasa- og háls- klúta. Er Örn heimsótti Cyril á spít- alann var hann illa leikinn og næstum óþekkjanlegur skuggi af sjálfum sér. Hann hafði misst hold, skinnið var skorpið um kinnbeinin og stór augun stóðu út. Þarna dvaldi Cyril til stríðs- loka, en einhvern tíma á þeim tíma gerði hann ættingjum sínum boð að koma. Einar og Valgerður voru þá í Kaupmannahöfn og fór Örn til Hend- on. Cyril var þá á lista yfir þá sem voru hætt staddir og talinn dauðvona, en sjúkrarúmin stóðu svo þétt að varla mátti komast á milli. Erni tókst að finna Cyril, sem var afar illa á sig kominn og vætlaði blóð úr munnvik- um hans. Örn settist á rúmstokk hans og grét sáran, en Cyril, sem ekki gat talað, lagði stóra, beinbera hönd sína yfir hönd frændans. Þannig skildu þeir og af því að ekkert heyrðist meira frá Cyril var eðlilega gengið út frá því að þar hefði hann látist. Síðar var reynt að skrifa honum en bréfin komu til baka merkt „address un- known“ og ekkert samband var við frændfólkið á Nýja-Sjálandi frekar en fyrr. Draumfarir Arnar Föðurbróðir minn, sem hét fullu nafni Benedikt Örn Benediktsson, fluttist til Bandaríkjanna árið 1927 og þar lést hann í hárri elli í Arizona. Það má segja að mál Nýsjálendinganna „okkar“ hafi eitthvað verið á dagskrá þegar ég var við nám vestra 1950–54, en síðar lítið sem ekkert. Ég taldi að þessi saga langömmusysturinnar og sonarins Cyrils heitins væri eitt af því sem félli í gleymsku. Sú skoðun mín átti heldur betur eftir að breytast og skýrist best af bréfi , sem Örn sendi mér til London árið 1986. Þar segir hann að sig hafi dreymt Cyril á her- spítalanum þar sem hann lá dauðvona með blóð seytlandi úr munnvikinu en hann sjálfur sat á rúmstokknum líkt og 70 árum áður. Draumurinn end- urtók sig nákvæmlega í nokkrar næt- ur og Örn hrökk upp í svitabaði, mjög miður sín. Þar kom að Cyril kemur síðast til hans og er þá brosandi í Anz- ac-einkenningsbúningi sínum. Nú beið Örn ekki boðanna og með aðstoð nýsjálenska sendiráðsins í Bandaríkj- unum setti hann auglýsingu í mál- gagn uppgjafahermanna á Nýja-Sjá- landi. Þar lýsti hann eftir Cyril Brookes úr fyrri heimsstyrjöldinni og það stóð ekki á svörum. Hann fékk, sér til algerrar furðu, 12 bréf, þar af eitt frá syni Cyrils, William eða Bill, og annað frá dóttur hans Winifred, sem og öðru frændfólki. Aldrei dreymdi Örn Cyril Brookes eftir þetta. Tengslin við Nýja-Sjáland endurvakin Það varð strax von frænda míns að við tveir, ásamt einhverjum sona hans, myndum fara til Nýja-Sjálands. Frá Washington hefði vel getað geng- ið að fara með Erni frá vesturströnd Bandaríkjanna, yfir Kyrrahafið og til Nýja-Sjálands, en Örn var látinn er ég fór til starfa í Washington. Þá missti ég af syni Cyrils, Bill Brookes, og konu hans Elaine, þegar þau komu til London og heimsóttu sendiráðið en Elsa kona mín og Katrín dóttir okkar tóku á móti þessum geðfelldu gestum frá Nýja-Sjálandi. Þar missti ég af tækifæri til að fræðast um Cyril, sem ekki kom aftur. Það átti þó ekki að gera til því við Bill, sem var skóla- stjóri í Dunedin og mikill ferðagarp- ur, stíluðum upp á að halda nokkurs konar ættarmót í Tuscon árið 1990. Ekkert varð þó úr þeirri áætlan því Bill Brookes féll til bana í fjallgöngu nálægt Queenstown á Nýja-Sjálandi árið 1990, þá 60 ára að aldri. Til að bæta úr þessu fóru bæði systir hans og dóttir til Arnar og hittu þar nokkra ættingja frá Íslandiog Bandaríkjunum og var það í fyrsta skipti, sem þessir Nýsjálendingar hittu frændfólk sitt og fræddust um ættina. Fyrsta heimsóknin til þessa fólks frá Íslandi var svo þegar Pétur sonur minn fór til Nýja-Sjálands í við- skiptaerindum, en ekki varð af heim- sókn minni fyrr en í febrúar 2004. Hér er ekki tilefni til að segja ferðasöguna frá Nýja-Sjálandi en dóttir Cyrils, Winifred, var drifkraft- urinn í öllu skipulagi heimsóknarinn-Winifred og dóttir hennar. Með frænkum í Wellington. SÍMI 522 6500 • FAX 522 6501www.ir. is • ir@ir. is G Ú ST A -2 0 0 4 Allir aðrir en þeir sem ljúka grunnskólaprófi í vor: Innritun: 25., 26. og 27. maí, kl. 12–16. Nemendur sem ljúka grunnskólaprófi í vor: Innritun: 10. og 11. júní, kl. 10–16. Innritun í fjarnám: Innritun í fjarnám stendur yfir á vef skólans – www.ir.is/fjarnam Innritun í kvöldskóla: Innritun í kvöldskóla hefst 1. júní á vef skólans – www..ir.is/kvoldskoli Allar nánari upplýsingar á www.ir.is og á skrifstofu skólans, síma 522 6500. Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK I N N R I T U N Upplýsinga- og margmiðlunarsvið Málmtæknisvið Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina Sérsvið: Bókband Grafísk miðlun Ljósmyndun Prentun Veftækni Netstjórn Tækniteiknun Margmiðlunarskólinn 2ja ára nám þar sem umsækjendur þurfa að hafa lokið tveggja ára námi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, lokið námi af listnámsbrautum, tölvubrautum, stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Grunnnám bíliðna Málmtæknibraut Gull- og silfursmíði Tölvusvið Tölvubraut Sérsvið: Forritun Netkerfi Byggingasvið Grunnnám bygginga- og Húsasmíði Húsgagnasmíði mannvirkjagreina Múrsmíði Veggfóðrun Málaraiðn Rafiðnasvið Grunnnám rafiðna Rafvirkjun Rafeindavirkjun Rafveituvirkjun Rafvélavirkjun Símsmíði Hönnunarsvið Listnámsbraut Almenn hönnun Hársnyrting Klæðskurður Kjólasaumur Almennt svið Almennar námsbrautir Nám til stúdentsprófs Sérdeildasvið Sérdeild Nýbúabraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.