Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 51 ÞAU eru tímabær orðin hans Gunnars Ármannssonar í Morg- unblaðinu þ. 18. maí, þar sem hann bendir á brýna nauðsyn þess að flýta takmörkunum á eign- arhaldi fjölmiðla. Und- anfarnar vikur hefur átt sér stað mikill darr- aðardans fjölmiðla og stjórnarandstöðu í kringum eitt frumvarp. Stjórnarandstaða vill norskt fjögurra ára málþóf um málið – og á meðan væri Baugs- veldið og önnur við- skiptastórveldi búin að eignast þá fjölmiðla sem þeir geta og hafa áhuga á – því áhugann vantar sannarlega ekki. Að eiga fjölmiðil þýðir aukin völd í samfélagi. Umræðan í Baugsmiðl- unum síðustu vikurnar hefur rennt stoðum undir kenningar mál- vísindafræðimannsins Noam Chomsky sem hann reifar í bók sinni „Manufacturing Con- sent“ um að í vestræn- um samfélögum séu fjölmiðlar í æ ríkari mæli notaðir af land- stjórnum og stórfyrirtækjum til að móta skoðanir almennings. Baug- smiðlar hafa svo sannarlega verið trúir eigendum sínum upp á síðkastið og bliknar gamli Þjóðviljinn í sam- anburði. Gömlu flokksblöðin voru undir stjórn flokka sem höfðu þó ákveðnar hugsjónir um mismunandi leiðir til betra lífs fyrir fólkið í land- inu. Hugsjónir fyrirtækjamiðlanna stefna einungis í tvær áttir: aukna peninga og aukin völd. Stórfyr- irtækin seilast víða þessa dagana og er skemmst að minnast varnaðarorða Sigurbjörns Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, í ritstjórn- argrein fjórða tölublaðs Læknablaðs- ins á þessu ári, þar sem hann varar við of miklum afskiptum lyfjafyr- irtækja af læknum hér á landi. Full- yrðingar Guðmundar Steingríms- sonar um skerðingu fjölmiðlafrumvarpsins á frelsi í pistli hans í RÚV þ. 19. maí síðastliðinn er í þversögn við fyrr- nefndar kenningar Chomsky – því meira sem eignarhald risafyr- irtækja á fjölmiðlum er þeim mun meir skerðist hið raunverulega frelsi. Völd fjölmiðla eru óum- deilanleg – umræður á kaffistofum og við kvöldverðarborð lands- manna snúast að stórum hluta um það sem er efst á baugi í fjölmiðlum hverju sinni. Þetta vita Baugsmenn mætavel og er hama- gangurinn slíkur í kringum þetta mál að hann hefur yfirskyggt önnur alvarleg mál svo sem lokun deilda á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi vegna fjár- skorts, ólögmætar áfengisauglýsingar sem beint er gegn æsku þjóðarinnar, vanda smábátaútgerðar í landinu, erfitt atvinnuástand á Suð- urnesjum og margt fleira. Sá sem eignast fjölmiðla eignast um leið hluta af þjóðarsálinni. Lýðræðið okk- ar er eitt eilífðar smáblóm og eitt af hlutverkum fjölmiðla er að hlúa að því með frjálsum og óháðum fréttum. Við þurfum að slá skjaldborg utan um það frelsi – og treysta kjörnum þingmönnum okkar til að gera það hratt og örugglega. Baugs lítið blóm eitt er Jóhannes Kári Kristinsson skrifar um fjölmiðlafrumvarpið ’Baugsmiðlarhafa svo sann- arlega verið trúir eigendum sínum upp á síðkastið og bliknar gamli Þjóðviljinn í samanburði. ‘ Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er læknir. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Reykás 26, 110 Reykjavík. Opið hús í dag frá kl 13-15. Um er að ræða mjög fallega 114 fm 4ra herbergja endaíbúð í 3ja hæða litlu fjölbýlishúsi með snyrtilegri aðkomu ásamt 26 fm bílskúr í Selásnum í Reykjavík. Öll íbúðin er með eikarparketi. Forstofa með ljósum viðarskápum. Borðstofa og stofa í alrými. Suðursvalir. Opið eldhús með fallegri ljósri viðarinnréttingu. Úr forstofu er gengið inn í hol (sjónvarpshol) og þaðan í svefnherbergin og baðherbergið. Öll herbergin eru sérlega rúmgóð. Rúmgott baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Rúmgóð geymsla á neðstu hæð ásamt lítilli sameiginlegri hjólageymslu. Verð 17,9 millj. Jakob og Vanda taka vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 13-15. OPIÐ HÚS - REYKÁS 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.