Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 2000 árum var orðtæki í Róm að það sem Júpíter leyfðist leyfðist ekki nautinu. Júpíter var æðsti guð Rómverja og skírskot- unin var því til þess. Þó á fyrri tímum hafi iðu- lega verið miðað við að aðallinn mætti gera ýmislegt sem almúg- anum var ekki heimilt þá verður í dag að gera þær kröfur til þeirra sem fara með almanna- hagsmuni að þeir sýni þjóðinni og þeirri ábyrgð sem þeir bera tilhlýðilega virðingu. Undanfarið hafa dag- farsprúðir stjórn- málamenn umhverfst og sýnt á sér allt aðra hlið en á þeim tyllidög- um sem þjóðin fær venjulega að sjá þá. Það er grafalvarlegt mál að stjórna almannahags- munum. Ekki er við- unandi að stjórn- málamenn hagi sér eins og götustrákar í umræðum á Alþingi eða hnútukasti sín á milli í fjöl- miðlum. Tilefnið er e.t.v. merkilegt, svokallað fjölmiðlafrumvarp. Frum- varp sem hefði ekki átt að leggja fram þar sem engin þörf er á þeirri lagasetningu eins og nú háttar til. Ríkisútvarpið er markaðsráðandi aðili á sviði útvarps- og sjónvarps- rekstrar í landinu. Mest áhorf er á ríkissjónvarpið og mestar auglýs- ingatekjur. Mest hlustun er á aðra rás ríkisútvarpsins. Aðrir fjölmiðlar í land- inu hvort heldur Norð- urljósasamstæðan eða fyrirtækið sem rekur Skjá einn skulda gríð- arlega fjármuni. Hing- að til hafa eigendur þessara miðla þurft að leggja verulega frjár- muni til reksturs þeirra. Skoðanir geta verið skiptar um gæði einstakra fjölmiðla en fjölmiðlun á Íslandi hefði verið fátæklegri ef eigendur markaðs- ráðandi fyrirtækja hefðu ekki á umliðnum árum lagt fram fjár- muni til að gera rekst- ur þeirra mögulegan. Miðað við reynsluna sýnist líklegt, komi til þess að fjölmiðla- frumvarpið verði sam- þykkt, að fjölmiðlum fækki. Ægivald rík- isútvarpsins yrði þá algjört. Stuðn- ingsmenn frumvarpsins lýsa því yfir að ýmsir hlutir geti gerst sem rétt- læti samþykkt frumvarpsins. Engir slíkir hlutir hafa þó átt sér stað og því er engin nauðsyn lagasetningar. Hvaða vandamálum þarf að huga sérstaklega að varðandi fjölmiðlun? Helst kemur til skoðunar sjálfstæði og hlutleysi og hlutlægni fréttastofa. Hægt er að hugsa sér að þeir sem standa að fjölmiðlarekstri samþykki ákveðnar siðareglur um starfsemi fjölmiðla einkum um sjálfstæði og hlutlægni fréttastofa. Sérstök óháð eftirlitsnefnd gæti líka starfað svipað og gerist í sumum löndum sem mundi fjalla almennt um gæði fjöl- miðla og efnistök þeirra. Samkeppn- islög eiga hins vegar að nægja til að koma í veg fyrir að umferðarreglur markaðarins í fjölmiðlun eins og á öðrum sviðum viðskiptalífsins séu brotnar. Höfðingjarnir geta ekki leyft sér hvað sem er Hvað sem líður fjölmiðlafrumvarpi þá geta helstu forystumenn þjóð- arinnar ekki leyft sér að haga sér ósæmilega. Er þingmanni sæmandi að kalla forsætisráðherra gungu og druslu? Það má saka forsætisráð- herra um ýmislegt, en hann er alla vega ekki gunga eða drusla. Spyrja má einnig hvort afskipti forsetans af löggjafarmálum meðan mál eru til umræðu og afgreiðslu á Alþingi séu viðeigandi. Athæfi forsetans afsakar þó ekki ummæli forsætisráðherra um meint vanhæfi forsetans. Því fer fjarri að þeir sem eru á móti fjöl- miðlafrumvarpinu gangi allir erinda einhvers annars en samvisku sinnar og heilbrigðrar skynsemi. Fjölmiðla- frumvarpið er svo óþarft og gallað að það er með ólíkindum að þingmeiri- hluti skuli vera fyrir samþykkt þess. Hvað sem því líður mega umræður um löggjafarmálefni ekki vera á sama stigi og heitingar götustráka. Eru stjórnmál fyrir götustráka? Jón Magnússon fjallar um fjölmiðlafrumvarpið ’Ekki er viðun-andi að stjórn- málamenn hagi sér eins og götu- strákar í um- ræðum á Alþingi. ‘ Jón Magnússon Höfundur er hæstaréttarlögmaður og Formaður stjórnmálasamtakanna Nýtt afl. UNDANFARNAR vikur hefur þjóðin borist á bana- spjótum vegna fjöl- miðlafrumvarpsins um- deilda. Síður blaðanna hafa verið fullar af fréttum og greinum þar sem rök með og á móti frumvarpinu eru reifuð og sér ekki enn fyrir endann á þessu við- kvæma máli. Það væri að æra óstöðugan að rita enn eina greinina um frumvarpið en einn angi þessa máls, hug- takið „ljósvakamiðill,“ er þess eðlis að ég finn mig knúinn til þess að gera hann að umtalsefni hér. Í tungumáli okkar er að finna ýmis ummerki um eldri og nýrri kenningar í raunvísindum. Hugtök eins og gen eða stökkbreyting eru t.d. á hvers manns vörum enda hefur umræða undanfarinna ára um líftækni tryggt það. Vitneskja af þessum toga tryggir hins vegar ekki að orðum eða orða- samböndum, sem vísa í úreltar kenn- ingar, sé hent út úr tungumálinu. Besta dæmið um þetta er þegar við tölum um að sólin „rísi“ eða „setjist“. Þessi talsmáti á rætur sínar að rekja til þess tíma er við héldum að jörðin væri miðja al- heimsins og sólin og pláneturnar snerust í kringum hana. Það sem að öllum líkindum skýr- ir af hverju við notum enn orðfæri sem tengist úreltri heimsmynd er að samkvæmt skyn- reynslu okkar er það sólin sem hreyfist, sama hvað Kópernikus, Kep- ler, Galíleó, Newton og aðrir stjörnufræðingar segja. Annað gott dæmi um þetta er orðið ljósvaki. Ljósvakamiðlar hafa verið mikið til umræðu undanfarnar vikur enda stendur hinn pólitíski styr um hversu langt eigi að ganga í lagasetningu á þessa miðla. En ef litið er til sögu hugtaksins „ljósvaki“ kemur í ljós að ekki er hægt að setja lög á „ljós- vakamiðla,“ því þeir eru ekki til. Lít- um nánar á málið. Samkvæmt Orða- bók Háskólans virðist hugtakið „ljósvaki“ vera runnið undan rifjum Jónasar Hallgrímssonar en hann not- aði það árið 1842 í þýðingu sinni á Stjörnufrædi, ljett og handa alþídu, eftir G.F. Ursín. Ljósvaki er þýðing á enska orðinu „ether“ en eins og Björn Jensson benti á í Stjörnufræði sinni árið 1889 „halda náttúrufræðingar al- mennt, að geimurinn sje ekki al- gjörlega efnislaus, heldur sje í honum mjög þunnt efni, sem nefnt er æther eða ljósvaki.“ En samkvæmt grein sem birtist árið 1917 Ársriti Hins ís- lenska fræðafjelags er ljósvakinn efn- ið „sem ber ljósið frá … endimörkum alheimsins til skilningarvita vorra.“ Ljósvaki var frumspekileg smíð eðlisfræðinga á 19. öld er þeir notuðu til þess að skýra hegðun rafseg- ulbylgna, en röksemdafærslan var sú að á sama hátt og hljóðbylgjur þurfi loft til þess að berast á milli staða hljóti rafsegulbylgjur að þurfa á ein- hverju sambærilegu að halda, þ.e. ljósvakanum. Ljósvakatilgátan var alla tíð umdeild og árið 1887 komu al- varlegir brestir í hana er bandarísku eðlisfræðingarnir Michelson og Mor- ely sýndu fram á að ljósvakinn geti ekki verið raunverulegur. Albert Ein- stein rak síðan síðasta naglann í lík- kistu ljósvakans árið 1905 með sér- tæku afstæðiskenningunni. Af þessu leiðir að ljósvakinn er ekki og hefur aldrei verið til, sem aftur leiðir til þess að „ljósvakamiðlar“ geta ekki verið til. En að öllu gamni slepptu þá finnst mér ótækt að notast við úrelt vísindahugtak sem samheiti fyrir út- varp og sjónvarp. Í mínum huga hef- ur hugtakið „ljósvakamiðill“ enga merkingu, en ég neita því hins vegar ekki að orðið hans Jónasar er þjált í munni og mjög hljómfagurt. En spurningin hlýtur alltaf að snúast um hvort rétt sé að halda í merkingarlaus hugtök. „Ljósvakamiðlar“ ekki til Steindór J. Erlingsson skrifar um ljósvakamiðla ’… finnst mér ótækt aðnotast við úrelt vísinda- hugtak sem samheiti fyr- ir útvarp og sjónvarp.‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. Opið hús Tröllaborgir 4 - 112 RvÍk. Glæsileg eign með stórkostlegu útsýni! Húsið skipt- ist í 2 samþykktar íbúðir auk einnar 42 fm stúdíó- íbúðar. Aðalhæð er til afh. strax, neðri hæð um miðjan júní. Selst í einu eða tvennu lagi. Svanfríður tekur á móti gestum í dag, sunnu- dag, milli kl 14.00 og 17.00. valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Höfum þrjá ákveðna kaupendur með bein ákveðin kaup í huga að eftirfarandi eignum í Grafarvogi: Sérhæð, sérbýli, raðhús, parhús, 18-24 millj. Einbýli, parhúsi eða endaraðhúsi, 22-30 millj. Einbýlishúsi allt að 40 millj. Góðar greiðslur og langur afhendingartími í boði í öllum tilvikunum. Áhugasamir hafið samband við Ingólf Gissurarson lögg. fasteignasala í 896 5222. Vantar strax í Grafarvogi Lágmói - Glæsilegt einbýli - Njarðvík Höfum til sölu einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. 4 svefnherbergi og aukaherbergi í bílskúr. Húsið er vel staðsett í enda götu. Óbyggt svæði baka til. Glæsilegt nýlegt eldhús og bað. Garður frágenginn með sólpöllum. Ákveðin sala. Verðtilboð. HB FASTEIGNIR Suðurlandsbraut 12 • 108 Reykjavík • Sími 520 9300 SKÓLABRAUT - EFRI SÉRHÆÐ Mjög falleg 4ra herbergja efri sérhæð, auk 30 fm bíl- skúrs. Eignin skiptist m.a. í hol, eldhús, baðher- bergi, þrjú svefnherbergi og góða stofu. Sérgeymsla er við hliðina á bílskúr. Húsið er sem nýtt. V. 26,0 m. EIÐISTORG - „PENTHOUSE“-ÍBÚÐ Um er að ræða mjög fallega „penthouse“-íbúð í fjöl- býlishúsi við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Eignin skipt- ist m.a. í hol, baðherbergi, 4 svefnherbergi, stofur, eldhús o.fl. Glæsilegt útsýni. V. 21,0 m.. LAUGAVEGUR - VERSLUNARHÚSNÆÐI Var að fá í sölu mjög gott verslunarhúsnæði sem er á tveimur hæðum. Húsnæðið er laust til afhending- ar. V. 26,0 m. VANTAR Vantar fyrir öflugt fyrirtæki glæsilegt ca. 1000 fm skrifstofuhúsnæði til kaups með góðri aðkomu, helst miðsvæðis í Reykjavík, annað svæði kemur til greina. LÓÐIR Hef verið beðinn um að útvega byggingarlóðir fyrir fjársterk byggingarfélög - allt skoðað. KRISTINN R KJARTANSSON SÖLUSTJÓRI, símar 897 2338 eða 520 9312 Upplýsingar í síma 896 5222. Nýr (frá des. ´03) þriggja sæta sófi m. tveimur lúxus sætum og útdraganlegu borði í miðju. Leður sem nýtt. Er selt nýtt í dag á 165 þús. en fæst á aðeins 110.000.- Einnig nýr alveg ónotaður lúxus hægindastóll á snúningsfæti. Kostar nýr 65 þús., en fæst á aðeins 40 þús. Einstök verð fyrir svo til nýja og einstaklega þægilega sófa. Fyrstur kemur fyrstur fær. Til sölu sjónvarpssófi og stóll. 5 mánaða gamalt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.