Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 63 Á dögunum var ég beð-inn um að taka á mótium 30 manna hópi íSiglufjarðarkirkju.Þetta var árgangur 1940, sem fermst hafði nákvæm- lega 50 árum áður í umræddu musteri. Þetta fólk er nú búsett víða um land, en sumir voru þó komnir lengra að, t.a.m. einn frá Bandaríkjunum og þrír frá Sví- þjóð. Og tilgangurinn? Jú, að hitt- ast og rifja upp daginn forðum, 16. maí 1954. Þetta sýnir vel þau ítök sem kirkjan á í hjörtum einstakling- anna. Þótt kannski ekki sé mætt til guðsþjónustu hvern sunnudag, og e.t.v. ekki nema bara um jólin, er óhætt að fullyrða, að trúin er þarna inni, og allt sem henni fylgir, kærleikurinn og vænt- umþykjan. Íslendingum er bara ekki gjarnt að bera þau mál á torg. Núverandi Siglufjarðarkirkja var tekin í notkun árið 1932; hún er byggð úr steini. Hin eldri, timburkirkja, reist árið 1890, var þá tekin að lasna mjög. Við flutn- inginn úr gömlu í nýtt var ýmsum helgum munum komið fyrir í geymslu í bænum, en upp úr 1980 fengu þeir inni á kirkjuloftinu, þar sem nú er vísir að safni. Þar er m.a. að finna orgelið gamla og fót- stigna, sem Bjarni Þorsteinsson, prestur og þjóðlagasafnari, samdi hátíðarsöngva sína á og eflaust mörg önnur lög. Og einnig er varðveitt þar eitt og annað úr kirkjunni sem var í firðinum á undan hinni gömlu. Það var hið síðasta margra guðshúsa, sem verið höfðu á Hvanneyrarhólnum allt frá 1614. Allt þetta gat ég sýnt áð- urnefndum fermingarbörnum, sem nutu þess greinilega út í ystu æsar, að fá að kynnast þessum arfi byggðarlagsins og njóta góðs anda hans. En það eru ekki allir lands- menn jafn heppnir og Siglfirð- ingar, því gömlum kirkjumunum var í eina tíð iðulega safnað í höf- uðstaðinn, og kom þar ýmislegt til. Húsin, einkum á landsbyggð- inni, stóðu eftir tóm og snautleg, rúin helgum dómum sínum. Sigurbjörn Einarsson biskup gerði þetta að umtalsefni í grein sem nefndist „List og trú“ og er að finna í bókinni Haustdreifar (1992). Þar sagði hann m.a.: Íslendingar hafa á sumum sviðum verið furðu hirðulausir og slysagjarnir í meðferð arfhelgra verðmæta. Og þegar menn fóru að skilja, að kirkjugripir geta verið ómet- anlega dýrmætir, varð stefnan sú að svipta þeim úr augsýn fólksins og hrúga þeim saman á einum stað, á safni í Reykjavík. Segja má að þetta hafi verið ill nauðsyn. Án efa hafa munir með þessu móti bjargast úr klóm erlendra og innlendra kirkjuræningja og úr loppnum lúkum umsjármanna, fá- tækra jafnt að aurum og smekkvísi. Það ber að þakka. En stefnan er röng allt um það og fráleit nú á dögum. Nothæfir kirkjulegir listmunir frá fyrri tíð eiga sem flestir að varðveitast í kirkjum, þeim til nota og ynd- is, sem þangað koma, og þeir eru stórum fleiri en hinir, sem sækja söfn sér að gagni. Það hlýtur að vera hin eina eðlilega, op- inbera stefna, að helgidómar landsins njóti þeirrar virðingar og aðhlynningar, að dýr- gripir, sem þeim hafa verið lagðir af góðum hug og menningarlegum metnaði, fái að vera þar óhultir og gegna með því sínu rétta hlutverki. Tveimur árum áður, 1990, hafði Björn Th. Björnsson listfræð- ingur ritað um sama efni í Yrkju, afmælisrit Vigdísar Finn- bogadóttur. Ástæðan fyri því að ég nefni þetta hér er að nú liggur fyrir á Alþingi tillaga þess efnis, að rík- isstjórninni verði falið „að skipa fimm manna nefnd til að vinna að því að kirkjugripum í vörslu Þjóð- minjasafnsins verði skilað í kirkj- urnar þar sem þeir voru upp- haflega eða þeir afhentir söfnum heima í héraði. Nefndin hugi m.a. að því hvaða munir gætu stuðlað að menningartengdri ferðaþjón- ustu á viðkomandi stað“, eins og orðrétt segir í þingskjali 602. Flutningsmaður er Önundur Björnsson, sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli, Rangárvallaprófastsdæmi. Og í greinargerð með þingsályktun- artillögunni segir m.a.: Listbúnaður í kirkjum er mikilvæg umgjörð alls helgihalds. Kirkjur hafa eignast dýr- mæta gripi sem fólk hefur gefið af góðum hug. Gripirnir auðga kirkjurnar, bæði í aug- um sóknarbarna og ferðamanna. Áður fyrr, einkum í lok 19. aldar og á fyrri hluta 20. aldar, voru margir merkir gripir teknir úr kirkjum og settir á safn þar sem þeir hafa verið varðveittir. Allt frá upphafi 20. aldar hafa aðilar á vegum Þjóðminjasafnsins safn- að eða jafnvel numið á brott muni sem kirkjur víða um land hafa átt. Mörgu hefur verið bjargað með því móti, ekki síst þar sem flestar kirkjur voru vanbúnar til að varðveita dýrmæta listgripi. Nú er öldin önnur, núorðið eru kirkjur yfirleitt vel byggðar og þeim vel við haldið, þeirra er yf- irleitt vel gætt og vel hugsað um kirkjugrip- ina. Ýmsir kirkjugripir hafa mikið aðdrátt- arafl og fólk vill njóta þeirra í réttu umhverfi. Æskilegt er að greiða fyrir því að gripir sem varðveittir hafa verið á söfnum komist aftur á upprunalegan stað óski heimamenn þess og verði því við komið. Þessi tillaga er komin í nefnd. Vonandi farnast henni vel; það á hún skilið. Því allir, sem eitthvað hugsa um þessi mál, sjá að það er auðvitað hárrétt sem biskup ritaði fyrir 12 árum og sr. Önundur áréttar núna. Og á tímum þegar hinar dreifðu byggðir eiga mjög undir högg að sækja myndi heim- koma dýrmætra og áhugaverðra kirkjugripa sannarlega hleypa nýju lífi í glæðurnar, fylla menn stolti og auðvelda marga hluti aðra. Ég heiti á þingmenn að veita tillögunni brautargengi. Kirkjan mín sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Íslendingar eru kristnir, án þess að vera það,“ er haft eft- ir góðum manni. Þar átti hann við, að þeir án nokkurs vafa elski kirkjurnar sínar, en heimsæki þær samt ekki nema endrum og sinnum, flestir a.m.k. Sigurður Ægisson lítur í dag á mál þessu skylt. HUGVEKJA Opinn fræðsluráðsfundur í Iðnó 24. maí 2004 kl. 14:30-17:30 STAÐA STRÁKA Í SKÓLA Eiga strákar erfiðara uppdráttar í námi en stelpur? Hentar skólinn ekki þörfum stráka? Ef svo er, hvers vegna? Fyrirlesarar á fundinum eru: Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu BerglindRósMagnúsdóttir, starfandi jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla Júlíus K. Björnsson forstöðumaður Námsmatsstofnunar Fundurinn er fyrir foreldra, stjórnmálamenn, skólafólk, fræðimenn og aðra sem láta sig þjóðfélagsmál varða All ll ii rr vee ll koomnii rr Fræðsluráð Reykjavíkur SMELLTU ÞÉR Á FÓLKIÐ Á MBL.IS OG TAKTU ÞÁTT Í LÉTTUM LEIK ...SVARAÐU 3 SPURNINGUM RÉTT OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 10 HEPPNIR ÞÁTTTAKENDUR FÁ MIÐA FYRIR 2 Á TÓNLEIKANA ÞANN 25. MAÍ. VINNINGSHAFAR VERÐA LÁTNIR VITA MEÐ TÖLVUPÓSTI MÁNUDAGINN 24. MAÍ. FERÐ ÞÚ Á PIXIES? ÖLDUNGARÁÐIÐ, samtök fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslu Íslands og Sjómælinga Íslands sem komnir eru á eftirlaun, skorar á stjórnvöld og Landhelgis- gæslu Íslands að varðveita varðskipið Óðin þegar því verður endanlega lagt. Sam- þykkt ráðsins er svohljóðandi: „Óðinn kom til landsins ný- smíðaður í febrúar 1960. Hann hefur þjónað sem varðskip í gegnum þrjú þorskastríð. Bjargað fjölda mannslífa og skipum, þjónað kringum land- ið í 44 ár. Margar þjóðir varðveita merkileg skip, eru stoltar af þeim og hafa þau til sýnis. Okkur finnst tími til kominn að menn átti sig á því að mörg skip sem vert hefði verið að varðveita voru brennd, þeim sökkt eða seld úr landi sem brotajárn. Væri t.d. ekki þjóðarsómi að varðveita eitt eldra varðskip, eiga nú einn nýsköpunartog- ara eða 20 tonna bátana sem voru smíðaðir hér á landi milli 1920 og 1930. Við endurtökum áskorun okkar að Óðni verði lagt í Reykjavíkurhöfn og þá í tengslum við fyrirhugað sjó- minjasafn úti á Grandagarði. Fyrsta varðskip sem Íslend- ingar létu smíða var vs. Óðinn er kom til landsins 23. júní 1926 frá Danmörku.“ Vilja varð- veita varð- skipið Óðin INNLENT FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.