Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 60
DAGBÓK
60 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222,
auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569
1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald
2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein-
takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss kemur í dag.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Íslands
Eskihlíð 2–4, í fjósinu
við Miklatorg. Móttaka
á vörum og fatnaði,
mánudaga kl. 13–17.
Úthlutun matvæla og
fatnaðar, þriðjudaga kl.
14–17. Sími skrifstofu
er 551 3360, netfang
dalros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43.
Handavinnusýning kl.
13–17.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Ferðin Akra-
nes – Hítardalur – Mýr-
ar – Álftanes
fimmtudaginn 27. maí.
Lagt af stað frá Gjá-
bakka kl. 9 og Gull-
smára kl. 9.15. Leið-
sögumaður Jón
Bjarnason. Heimkoma
áætluð kl. 18–19.
Skráning sem fyrst á
þátttökulistana sem
verða teknir niður kl. 15
miðvikudaginn 26. maí.
Ferðanefndin. (Bogi s.
554 0233 eða Þráinn s.
554 0999.)
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Hand-
verkssýning frá kl. 13–
17.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16.30
vinnstofur opnar, frá
hádegi spilasalur opinn,
sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug
kl. 9.30.
Gullsmári, Gullsmára
13. Sumarfagnaður
verður í félagsheimilinu
miðvikudaginn 26. maí
og hefst með dagskrá
kl. 14. Á dagskrá m.a.
fjórar ungar stúlkur
syngja nokkur lög, ung-
ir dansarar frá Dans-
íþróttafélagi Kópavogs
sýna dansa, leik-
fimiiðkendur bregða á
leik undir stjórn Mar-
grétar Bjarnadóttur,
einsöngur, kaffihlað-
borð.
Hvassaleiti 56–58.
Handverkssýning
sunnudaginn 23. og
mánudaginn 24. maí
kl. 13–17.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar. Sumarferðin
verður laugardaginn
12. júní. Farið verður í
Dalasýslu. Þátttaka til-
kynnist fyrir 3. júní til
eftirfarandi: Ingibjörg
553 4594, Stella
862 3675, Erla
897 5094.
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915. Opn-
ir fundir kl. 21 á þriðju-
dögum í Héðinshúsinu
og á fimmtudögum í
KFUM&K, Austur-
stræti.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga á Suðurlandi: Skó-
verslun Axels Ó.
Lárussonar, Vest-
mannabraut 23, Vest-
mannaeyjum, s.
481 1826 Mosfell sf.,
Þrúðvangi 6, Hellu, s.
487 5828 Sólveig Ólafs-
dóttir, Verslunin
Grund, Flúðum, s.
486 6633, Sjúkrahús
Suðurlands og Heilsu-
gæslustöð, Árvegi, Sel-
fossi, s. 482 1300, Versl-
unin Íris, Austurvegi 4,
Selfossi, s. 482 1468,
Blómabúðin hjá Jó-
hönnu, Unabakka 4, 815
Þorlákshöfn, s.
483 3794.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga, Reykjanesi:
Bókabúð Grindavíkur,
Víkurbraut 62, Grinda-
vík, s. 426 8787, Penn-
inn – Bókabúð Kefla-
víkur, Sólvallagötu 2,
Keflavík, s. 421 1102,
Íslandspóstur hf.,
Hafnargötu 89, Kefla-
vík, s. 421 5000, Ís-
landspóstur hf., c/o
Kristjana Vilhjálms-
dóttir, Garðbraut 69,
Garður, s. 422 7000,
Dagmar Árnadóttir,
Skiphóli, Skagabraut
64, Garður, s. 422 7059.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga í Reykjavík, Hafn-
arfirði og Seltjarnar-
nesi: Skrifstofa LHS
Síðumúla 6, Rvík, s.
552 5744, fax 562 5744,
Hjá Hirti, Bónushús-
inu, Suðurströnd 2, Sel-
tjarnarnesi, s. 561 4256,
Bókabúð Böðvars,
Reykjavíkurvegi 66,
Hafnarfirði, s. 565 1630.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga á Vesturlandi:
Penninn, Bókabúð
Andrésar, Kirkjubraut
54 Akranesi, s. 431 -
1855, Dalbrún ehf.,
Brákarbraut 3, Borg-
arnesi, s. 437 1421,
Hrannarbúðin, Hrann-
arstíg 5, Grundarfirði,
s. 438 6725, Verslunin
Heimahornið, Borg-
arbraut 1, Stykkis-
hólmur, s. 438 1110.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga,Vestfjörðum: Jón
Jóhann Jónsson, Hlíf
II, Ísafirði, s. 456 3380,
Jónína Högnadóttir,
Esso-verslunin, Ísa-
firði, s. 456 3990 Jóhann
Kárason, Engjavegi 8,
Ísafirði, s. 456 3538,
Kristín Karvelsdóttir,
Miðstræti 14, Bolung-
arvík, s. 456 7358.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar
eru afgreidd á bæj-
arskrifstofu Seltjarn-
arness hjá Ingibjörgu.
Í dag er sunnudagur 23. maí,
145. dagur ársins 2004. Orð
dagsins: Sjálfur hefur hann
þjáðst og hans verið freistað. Þess
vegna er hann fær um að hjálpa
þeim, er verða fyrir freistingu.
(Hebr. 2, 18.)
Helgi Guðmundssonskrifar um forsetann
og fjölmiðlafrumvarpið á
vef Ögmundar Jón-
assonar. „Ég tók að mér
að ritstýra Þjóðviljanum
á síðustu misserum hans,
en Ólafur Ragnar var for-
maður Alþýðubandalags-
ins þegar ég hóf störf,“
skrifar Helgi. „Enda þótt
við hefðum það fyr-
irkomulag á útgáfunni að
sjálfstæð félög gæfu blað-
ið út fór ekkert á milli
mála hver var hinn raun-
verulegi eigandi. Þjóðvilj-
inn var blað Alþýðu-
bandalagsins og í mínum
huga var aldrei neinn vafi
á að blaðið væri í sama
liði og flokkurinn.“
Síðar segir Helgi:„Morgun einn brá svo
við að formaðurinn vakn-
aði upp með kenningu um
blaðið og sjálfan sig í koll-
inum. Hann setti sig í
samband við ritstjóra
flokksblaðsins og las hon-
um rækilega pistilinn fyr-
ir meðhöndlun blaðsins á
einhverju deilumáli sem
þá var uppi í flokknum
[...] Flokkurinn hafði að
mig minnir haldið einn af
sínum mörgu fundum. Á
honum kom í ljós ágrein-
ingur milli formanns
flokksins, Ólafs Ragnars
Grímssonar og formanns
miðstjórnar, Steingríms
J. Sigfússonar (kannski
var hann bara varafor-
maður AB). Á forsíðu
Þjóðviljans var tekið svo
til orða að formennirnir
væru ósammála. Þessi
framsetning passaði ekki
við nýjustu morgunkenn-
ingu formannsins. Hann
tilkynnti ritstjóranum, og
var mikið niðri fyrir, að í
Alþýðubandalaginu væri
bara einn formaður og
fór ekki milli mála hvað
hann héti.
Ég maldaði eitthvað í
móinn, það er jú ekkert
grín að lenda í bálreiðum
flokksformanni eins og
allir geta skilið, og þá
kom þessi eðlilega spurn-
ing: Ætlar þú að reka
sjálfstæða ritstjórn-
arstefnu? hverju ég svar-
aði víst játandi, en mun
hafa látið þess getið að
blaðið væri þó í sama liði
og Alþýðubandalagið.
Ástæðan fyrir því að égrifja nú þetta upp er
sú að Ólafur Ragnar hef-
ur um stundarsakir stigið
út úr forsetaembættinu
og inn í pólitík, á þann
hátt sem ekki verður mis-
skilið. Hann taldi sig ekki
geta heiðrað danskan
prins í einn dag vegna
„mikilvægra“ óaf-
greiddra mála í þinginu –
les: fjölmiðlafrumvarp
Davíðs Oddssonar.
Stjórnarandstöðunni
fannst þetta gott hjá hon-
um og að sjálfsögðu fjöl-
miðlum í eigu Baugs, sem
beinlínis báðu hann um að
drífa sig heim. Ólafur
Ragnar veit með öðrum
orðum nákvæmlega
hvaða valdi er verið að
setja skorður með því að
takmarka samþjöppun á
fjölmiðlamarkaði – því
valdi að einn eða alltof fá-
ir geti í krafti eign-
arréttar síns sagt við
stjórnendur fjölmiðla:
Ætlar þú að reka sjálf-
stæða ritstjórnarstefnu?
STAKSTEINAR
Sjálfstæð ritstjórn-
arstefna
Víkverji skrifar...
Viltu strimilinn?“ er orðinein algengasta spurning
sem Víkverji fær í dagsins
önn. Þeir sem spyrja eru af-
greiðslufólk í verslunum.
Víkverji vill aldrei strimilinn.
Honum finnst algjörlega
óþarft að fá afrit af miðanum
sem hann skrifar undir þegar
hann hefur greitt með debet-
kortinu sínu. Hann er því
ákaflega feginn að nú eru í
sumar verslanir komnir pos-
ar sem gefur afgreiðslufólk-
inu kost á að hafna alfarið að
prenta út strimlana. Þá fær Víkverji
ekki samviskubit yfir þeirri ótrúlega
eyðslu á pappír sem honum finnst út-
prentun strimla og afrita vera, sem
hann iðulega krumpar og hendir í
ruslið. Víkverji vonar að fleiri versl-
anir taki þessa posa í notkun.
x x x
Víkverji hefur hjólað í vinnuna ímörg ár en átak hefur nú verið í
gangi til að hvetja Íslendinga til að
nota þennan fararmáta í ríkari mæli.
Margt ágætt hefur verið gert í stíga-
málum og aðgengi hjólreiðafólks und-
anfarin ár en betur má ef duga skal.
Víkverji stingur upp á því að í kjölfar
átaksins verði þeir sem hjólað hafa í
vinnuna undanfarna daga hvattir til
að senda inn á heimasíðu ÍSÍ eða ann-
ars staðar hugmyndir að úrbótum
hvað varðar þennan málaflokk í borg-
inni. Víkverji skorar líka á ÍSÍ að
fræða Íslendinga aðeins um hvernig
beri að umgangast hjólafólk, hvar það
eigi að hjóla og þar fram eftir göt-
unum (eða gangstéttunum).
x x x
Víkverji heimsótti Sólheima íGrímsnesi nýverið og heillaðist
algjörlega af staðnum. Víkverji hefur
reyndar komið nokkrum
sinnum áður í Sólheima og
alltaf í mjög góðu veðri.
Reyndar veltir Víkverji því
fyrir sér hvort stemmningin
á staðnum, allur gróðurinn
og yndislega fólkið, hafi þau
áhrif að í minningunni hafi
veðrið alltaf verið gott?
Víkverji stefnir á að fara
að sjá leikritið Latabæ núna
um helgina sem þar er sýnt.
Síðan ætlar hann á kaffihúsið
og smakka lífrænan safa og
gómsætar kökur. Að því
loknu ætlar hann að fylla skottið á
bílnum af lífrænt ræktuðu grænmeti,
trjáplöntum og hinum landsþekktu
kertum sem framleidd eru á staðnum
og kannski kaupir hann nokkra hand-
ofna dúka líka. Víkverji heyrði hjá
kunnugum að sumarbústaðafólk í
Grímsnesi væri tíðir gestir á Sól-
heimum og keyptu trjáplöntur, enda
væru þær víst sérsniðnar fyrir jarð-
veginn á staðnum, enda ættaðar frá
Gímsnesi. Menningarlífið blómstrar á
Sólheimum og Víkverji getur varla
beðið eftir því að sjá sumarkabarett-
sýningu Sólheima á kaffihúsinu
Grænu könnunni í sumar.
Listalífið blómstrar á Sólheimum í Grímsnesi.
Morgunblaðið/RAX
Opið bréf til mennta-
málaráðherra
ÉG VIL fyrst nefna það að
mér fannst frábært bréfið
frá ungu stúlkunum úr
Kvennaskólanum í sam-
bandi við samræmd stúd-
entspróf, því miður sá ég
það aðeins of seint og þess
vegna mótmælti ég ekki
með þeim, ekki er spurning
að ég hefði viljað það.
Ég er 26 ára 2 barna
móðir sem ákvað að drífa
sig aftur í skóla, Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti,
eftir 6 ára bið og uppfylla
drauminn um að verða
stúdent og sjúkraliði en nú
er draumurinn í hættu, því
ég er með hrikalegan próf-
kvíða og bið um lengri próf-
tíma í öll próf. En nú eru að
koma lög um samræmd
stúdentspróf þar sem tekið
er námsefni frá fyrstu önn,
ég var á fyrstu önn fyrir
u.þ.b. 10 árum og á ekki
námsefni síðan þá, því er ég
hrædd um að hræðslan
verði yfirsterkari löngun-
inni að verða stúdent, þó að
sú löngun sé sterk. Því bið
ég þig, menntamálaráð-
herra, að endurskoða lögin
um samræmd stúdentspróf
og leyfa mér að uppfylla
drauminn, sama draum og
margir eiga.
Thelma Dögg
Valdimarsdóttir,
nemi og móðir.
Ásatrú/nýnasismi
ÉG SKRIFA þessa grein
sökum þess að það hefur
borið á því að nokkrir hóp-
ar innan nýnasistahreyf-
ingarinnar og þá er ég að-
allega að tala um rasisma,
hafa verið að bera Þórs-
hamar um háls sér til að
undirstrika það að þeir til-
heyri þessum tilteknu hóp-
um. Þetta á sem betur fer
aðallega við um hópa sem
erlendis eru.
Ég er í Ásatrúarfélaginu
og vil ekki að það verði litið
á mig sem rasista því að ég
ber Þórshamarinn mér til
verndar, því að Þór er jú
verndari mannkyns og
finnst mér því skrýtið að
hamar hans sé notaður fyr-
ir tákn um rasisma.
Árni Einarsson.
Dýrahald
Flumbru
vantar heimili
FLUMBRA er 11 vikna
læða, svört og hvít að lit.
Hún er kassavön, gæf og
gullfalleg. Hún óskar nú
eftir framtíðarheimili.
Upplýsingar í síma
868 0915.
Hvít læða fæst gefins
ÞRIGGJA mánaða læða,
svört og hvít að lit, fæst
gefins á gott heimili. Upp-
lýsingar gefur Ásta í síma
587 8119 eða 847 9557.
Kettlingar
leita heimilis
6 kettlingar, vel upp aldir,
kassavanir og fallegir eru
að leita sér að nýju heimili.
Upplýsingar í síma
581 4025 eða 860 2270.
Tapað/fundið
Slæða fannst
í Samkaupum
LAUGARDAGINN 15.
maí sl. fannst ekta silki-
slæða, gul, brún og rauð að
lit. Slæðan var merkt nafn-
inu Picasso. Upplýsingar
hjá Ingibjörgu í síma 555
2124.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 salerni, 4 ný, 7 föl, 8
lystarleysi, 9 spott, 11
tölustafur, 13 spil, 14
mjög gott, 15 naut, 17
hey, 20 á húsi, 22 aka, 23
hljóðfæri, 24 talaði um,
25 gálur.
LÓÐRÉTT
1 smábýlin, 2 stór, 3 jað-
ar, 4 í fjósi, 5 prófað, 6 lít-
ið herbergi, 10 þor, 12
rimlakassi, 13 stefna,15
hnikar til, 16 afkáraleg
vera, 18 hryggð, 19 með
tölu, 20 heimskingi, 21
harmur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kostnaður, 8 gátur, 9 aumur, 10 fæð, 11 syrgi,
13 iglan, 15 gráta, 18 sarga, 21 not, 22 spaug, 23 akkur,
24 hlunnfara.
Lóðrétt: 2 ostur, 3 tarfi, 4 ataði, 5 urmul, 6 Ægis, 7
hrun, 12 get, 14 góa, 15 gust, 16 áfall, 17 angan, 18 starf,
19 ríkur, 20 aurs.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html