Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 47
hamla þyrfti gegn samþjöppun eignarhalds og í framhaldi af því margtók ég fram nauðsyn yfirlegu og ekki yrði rasað um ráð fram og hrapað að niðurstöðu. Málið væri flókið og þyrfti mikillar umræðu. Lög um eignarhald væru nauðsyn- leg. En ég tók skýrt fram að ekkert lægi á. Ég er enn sömu skoðunar. Niðurstaða forsætisráðherra var sú að brjóta þyrfti niður veldi Baugs og hrifsa af þeim fjölmiðla- fyrirtækin og pína fyrirtækið eink- um til að losa sig við Stöð 2. Laga- textinn, sem hefur komið úr allsherjarnefnd er hrákasmíð. Und- irritaður fordæmir fjölmiðla- frumvarpið, inntak breytinganna, fúkyrði og rangar sakir sem for- sætisráðherra hefur haft um „Baug- smiðlana“. Hannes H. Gissurarson, sérlegur ráðgjafi forsætisráðherra, beit svo höfuðið af skömminni í stuttri Morgunblaðsgrein á fimmtudag, þar sem hann sagði orðrétt: „Baug- ur, sem ræður yfir nær öllum mat- vælamarkaðnum íslenska og er um- svifamikill á mörgum öðrum sviðum, hefur lagt stórfé í þrjá fjöl- miðla, sem hafa það eitt markmið að níða niður Davíð Oddsson, for- sætisráðherra og jafnvel að koma honum frá völdum.“ Velkist einhver núna í vafa um hvort fjölmiðla- frumvarpið beinist gegn Baugi eða séu almenn lög? Ég er fylgjandi eignarhalds- ákvæðum en ég get ekki tekið undir lög sem sett eru til höfuðs einu til- teknu fyrirtæki. Vissulega þarf að hafa hemil á því að Baugur og Björgólfar kaupi upp Ísland en það verður að vanda til verka. Forsætisráðherra er á villigötum í þessu mikilvæga máli vegna þess að persónuleg andúð blandast í mál- ið. Engin yfirvegun, viðmið í frum- varpinu verða til fyrir tilviljun og það gleymist að Ísland er pínuland. Lög um eignarhald verða að taka mið af íslenzkri markaðsstærð. Að auki langar mig að benda for- sætisráðherra á að það er barnalegt og kjánalegt og andstætt lýðræð- islegri umræðu og upplýsinga- skyldu hans að neita að svara spurningum tiltekinna fjölmiðla. Höfundur er fjölmiðlafræðingur og blaðamaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 47 Ég var spurður að því í viðtali um daginn, hvort það væri eitt- hvert vit í að mennta fólk í háskól- um landsins sem engin þörf væri fyrir? Ég svaraði því til að margir nemendur Háskólans á Akureyri væru fjölskyldufólk á fullorðins- aldri, sem annað hvort væri í starfi með náminu eða ætti sér maka sem sæi fjölskyldunni farborða á meðan á námi stendur. Auk þess benti ég á að margir vinnuveit- endur meta mikils áhuga starfs- fólks síns á aukinni menntun og gera því kleift með ýmsum hætti að stunda það. Nær væri að spyrja þetta ágæta fólk hvort það væri með öllum mjalla, hvort mennt- unarþrá þess væri skynsamleg? Málið er að spurningin lýsir hug- myndafræði fortíðarinnar og ótrú- legu þekkingarleysi á þeirri þörf sem er meðal almennings í landinu fyrir aukna háskólamenntun burt- séð frá búsetu, aldri eða formlegri undirbúningsmenntun. Að minni hyggju er skattpeningi okkar allra vel varið, sé honum varið til að fjölga menntunartæki- færum þjóðarinnar. Og til að opna enn frekar aðgengi að framhalds- og háskólamenntun í stað þess að takmarka það eins og nú er á stefnuskrá íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Ég hvet þjóðina alla til að láta heyra í sér um þetta mál, einnig hina „þjóð- kjörnu“ fulltrúa stjórnarflokkanna, að verja gerðir sínar þannig að fólk skilji hin „háleitu pólitísku markmið“ og geti kosið þessa ágætu flokka á réttum forsendum aftur að þremur árum liðnum. Höfundur er formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og dósent við Háskólann á Akureyri. Góð 3ja herb. 73 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Tvö rúmgóð herbergi. Stór og björt stofa. Stórar vestur- svalir. Parket og flísar á gólfum. Sameign í góðu standi. Leiksvæði við húsið. Stutt í verslanir, skóla og leikskóla. Eignin er laus strax. Áhv. bygg.sj. 3,7 millj. og húsbréf 2,2 millj. (5,9 millj.). Verð 11,9 millj. Guðfinna sýnir íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 14:00 – 16:00 Opið hús Furugrund 24 - 1. hæð SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali HB FASTEIGNIR Suðurlandsbraut 12 • 108 Reykjavík • Sími 520 9300 BÍLAÞVOTTASTÖÐ Vorum að fá í einkasölu glæsilega bílaþvottastöð sem rekin er í eigin húsnæði á frábærum stað. Stöðin er meö tvær öflugar þvottavélar og tekur önnur þeirra stóra jeppa og fleira. Stöðin getur þvegið um 50 bíla á klukkustund. SÖLUTURNAR Er með mikið úrval af góðum og traustum söluturn- um víðvegar um bæinn. GAUKUR Á STÖNG Er með í sölu þennan þekkta og vel rekna vínveit- inga- og skemmtistað til margra ára. Fyrirtækið er mjög vel tækjum og búnaði búið og með fína við- skiðptavild. HÓTEL Er með til sölu mjög þekkt og gott hótel á frábærum stað í Reykjavík. Hótelið er með mikla viðskiptavild. 2ja * HÓTEL Var að fá í sölu mjög gott 2ja stjörnu hótel sem rek- ið er í eigin húsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Um er að ræða 31 herbergi og er fyrirtækið með fína við- skiptavild við aðila innanlands sem utan. MATVÖRUVERSLUNARKEÐJA Öflug matvöruverslunarkeðja vantar góðar matvöru- verslanir til kaups á stór-Reykjavíkursvæðinu. Einnig kemur til greina stór og vel staðsett lóð. VANTAR Á SKRÁ Vantar allar tegundir af fyrirtækjum á skrá. Mikil sala - frábær sölutími. KRISTINN R KJARTANSSON SÖLUSTJÓRI, símar 897 2338 eða 520 9312
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.