Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 21. maí 1994: „Sjálfsagt hefur það komið mörgum á óvart, þegar Morgunblaðið skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, að samkvæmt gildandi kjara- samningi væri talið, að þróun efnahagsstærða gæfi tilefni til kjarabóta. Ekki sízt vegna þess, að engar þær breytingar hafa orðið í atvinnulífi þjóð- arinnar eða efnahagsstöðu, að kveikt hafi slíkar vonir hjá fólki. Engu að síður er ljóst, að ákvæði gildandi kjarasamn- inga má túlka á þennan veg við núverandi aðstæður. Í framhaldi af því hafa sam- tök verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda náð sam- komulagi um svonefndar ein- greiðslur 1. júní, sem talið er að kosti atvinnulífið um 600 milljónir króna. Þær kosta ríkissjóð 100–200 milljónir og sveitarfélögin töluverða upp- hæð, en Árni Sigfússon, borg- arstjóri, tilkynnti í gær, að borgarstarfsmenn mundu að sjálfsögðu hljóta sömu kjara- bætur og aðrir af þessu tilefni. Það er hins vegar skyn- samleg niðurstaða hjá rík- isstjórninni að uppfylla þetta ákvæði kjarasamninganna með sérstöku átaki í atvinnu- málum. Sanngjarnt er, að svigrúmið, ef það er á annað borð fyrir hendi, sé notað til þess að draga úr atvinnuleysi, fremur en að nota það til kauphækkana til þeirra, sem hafa fulla vinnu.“ . . . . . . . . . . 23. maí 1984: „Frá því var sagt í frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum að prentarar í London hefðu tek- ið sér fyrir hendur að hindra birtingu á mynd af Arthur Scargill, leiðtoga þeirra námu- verkamanna sem nú eru í verkfalli á Bretlandseyjum, en á myndinni sést hann heilsa að sið nasista. Sú kveðja Scar- gills kemur í sjálfu sér á óvart því að hann hikar ekki við að játa heimskommúnismanum ást sína og hefur borið blak af innrásinni í Afganistan. Þá hafa prentarar einnig beitt öðrum ráðum til að hindra miðlun frétta af þessu verk- falli sem er mjög umdeilt, ekki síst meðal námuverkamanna sjálfra. Þessi afskipti breskra prent- ara af efni þeirra blaða sem þeir starfa hjá sýnir hve öfga- stefnur eins og sú sem ræður ferðinni hjá ofangreindum Scargill geta afvegaleitt jafn- vel dagfarsprúða menn.“ . . . . . . . . . . 23. maí 1974: „Minnihluta- stjórn Ólafs Jóhannessonar hefur nú á örfáum dögum framkvæmt gengislækkun, tekið af launþegum vísitölu- hækkun kaupgjalds, sem þeir áttu að fá 1. júní nk., vísi- tölubundið húsnæðismála- stjórnarlán, sett á innflutn- ingshömlur, hækkað verð á áfengi, tóbaki og bensíni og hækkað innflutningsgjald á bílum, jafnframt því að gefa út gúmmítékka að upphæð 2000 milljónir króna á innistæðu- lausan reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum til þess að lækka verð á búvöru, svo myndarlega að kílóið af kart- öflum kostar nú svipaða upp- hæð og einn eldspýtustokkur! Þetta eru mikil afrek, ekki sízt í ljósi þess, að Framsókn- arflokkur og Alþýðubandalag lofuðu því að lækka aldrei gengi krónunnar, (!) kölluðu frestun á greiðslu tvegga vísi- tölustiga haustið 1970 vísitölu- rán (!) og létu það verða sitt fyrsta verk sumarið 1971 að láta greiða þau tvö stig, af- námu vísitölubindingu hús- næðislána þegar þeir komu til valda en hafa nú sett hana á aftur og hafa því gert allt það, sem þeir skömmuðu Viðreisn- arstjórnina fyrir að gera og lofuðu að þeir sjálfir mundu aldrei gera!!“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. G era má ráð fyrir að þjóðir heims verji samtals um 50 milljörðum dollara, eða sem svarar um 3.700 millj- örðum íslenskra króna, á ári hverju til umhverfis- verndar og þróunarmála. Víst er að ótal vandamál krefjast lausnar og verkefnin eru ærin. Ýmsar alþjóðastofnanir og frjáls félagasamtök vinna gott og gjöfult starf við umhverfisvernd og þróunaraðstoð. En jafnljóst er að árangurinn af þessu starfi er oft minni en æskilegt væri og vonir stóðu til. Ástæðurnar má gjarnan rekja til handahófskenndrar stefnumótunar og hags- munaárekstra. Athyglisverð nálgun Í vikunni fer fram ráðstefna í Kaup- mannahöfn þar sem athyglisverðri nálgun er beitt á þau umhverfis- og þróunarvandamál sem að heimsbyggðinni steðja. Danska Um- hverfismatsstofnunin undir forystu Bjørns Lomborgs stendur fyrir verkefninu, sem nefn- ist Copenhagen Consensus, í samstarfi við hið virta tímarit The Economist. Nánar er sagt frá ráðstefnunni annars stað- ar í blaðinu, en útgangspunktur hennar er sá að þar sem fjármagn og kraftar sem unnt er að verja til umhverfis- og þróunarmála eru tak- markaðir sé nauðsynlegt að forgangsraða við- fangsefnum og verkefnum. Mikilvægt sé að sú forgangsröðun byggist á sem bestum upplýs- ingum og ígrundun. Aðstandendur verkefnisins hafa fengið til liðs við sig níu virta hagfræð- inga, þar af fjóra nóbelsverðlaunahafa, til að fjalla um tíu af alvarlegustu vandamálunum sem blasa við heimsbyggðinni, og meta hvaða aðgerðir ættu að hafa forgang. Munu hagfræð- ingarnir í lok ráðstefnunnar senda frá sér lista, þar sem mögulegum lausnum á vandamálum heimsins verður raðað í númeraröð. Stórar spurningar Þarna er sannarlega tekist á við stórar spurningar og vita- skuld getur slík for- gangsröðun aldrei verið fullkomin eða óum- deild. Hagfræðin er ekki óskeikul fræðigrein, frekar en aðrar, og ýmis tæknileg vandkvæði eru til staðar. Um ýmis svið liggja ekki fyrir nægilegar upplýsingar og erfitt getur reynst að meta kostnað og ávinning í tengslum við þætti sem mikil óvissa ríkir um og eiga sér stað yfir langan tíma, eins og loftslagsbreyt- ingar. Það hlýtur líka alltaf að vera siðferðilegt álitamál hvernig leggja eigi mat á þætti eins og virði lengri lífaldurs eða bættrar heilsu. Og jafnvel þótt hópi vestrænna hagfræðinga takist að koma sér saman um ákveðna for- gangsröðun verkefna blasir við að fræðimenn af öðrum sviðum, stefnumótendur og stjórn- málamenn geta haft allt aðrar og ólíkar skoð- anir, svo ekki sé talað um þá sem málin snerta beint. Forgangsröðun óhjákvæmileg En taka verður undir það sem Bjørn Lom- borg segir í viðtali við Morgunblaðið um að ráðamenn verði að horfast í augu við það að forgangsröðun sé einfaldlega óhjákvæmileg. Það verður aldrei mögulegt að bæta allt mann- anna böl í einu vetfangi og því er mikilvægt að tryggja að þær aðgerðir sem ráðist er í beri sem mestan árangur og bæti hag sem flestra. Og eins og Lomborg bendir á á forgangsröðun sér vitanlega stað með beinum og óbeinum hætti nú þegar. Verkefni eins og Copenhagen Consensus getur vonandi orðið til þess að auka þekkingu, skýra kosti og galla ólíkra valkosta, og auðvelda þannig stefnumótun. Lomborg leggur jafnframt áherslu á að að- standendur Copenhagen Consensus geri sér fulla grein fyrir því að ráðamenn muni ekki taka tillögunum eins og einhverjum stóra sann- leik og fara eftir þeim í einu og öllu. Enda sé það alls ekki markmiðið. Ætlunin sé fyrst og fremst að vekja athygli á þeirri staðreynd að ekki verði komist hjá því að taka afstöðu til forgangsröðunar. Ef verkefnið veki eftirtekt og umræður sé tilganginum náð. Takmarkaðir fjármunir verði nýttir sem best Copenhagen Con- sensus er athyglis- vert framtak, sem óskandi er að hafi já- kvæð áhrif á stefnu- mótun í þróunarmál- um. Þótt slík hagfræðileg nálgun ein og sér sé ef til vill ekki fullnægjandi, er full ástæða til að undirstrika mikilvægi þess að reynt sé að varpa ljósi á kostnað og ávinning af mögu- legum valkostum við lausn umhverfis- og þró- unarvandamála. Í hnotskurn snýst verkefnið um að fara verði sem best með þá takmörkuðu fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Það er holl áminning. Ennfremur skal nefna að hvað viss svið þró- unarmála snertir getur verið afar gagnlegt að benda á hagfræðilegar röksemdir til viðbótar við siðferðileg sjónarmið, til að knýja fram stefnubreytingar og aðgerðir. Þróunaraðstoð við konur árangursrík Dæmi um það má finna í grein eftir Isobel Coleman, sér- fræðing í utanríkis- stefnu Bandaríkj- anna við rannsókn- astofnunina Council on Foreign Relations, í nýjasta hefti tímaritsins Foreign Affairs. Coleman færir þar rök fyrir því að það sé ekki aðeins siðferðilega æskilegt að auka þróun- araðstoð sem miðast sérstaklega að því að bæta stöðu kvenna í þriðja heiminum, heldur skili það einnig miklum þjóðhagslegum ávinn- ingi. Coleman segir margar og marktækar rann- sóknir á undanförnum árum hafa sýnt fram á hve hlutur kvenna í efnahagslegri og sam- félagslegri framþróun sé mikilvægur. Jafn- rétti kynjanna sé einhver áhrifaríkasti þátt- urinn í því að draga úr fátækt og bæta lífskjör. Besta leiðin til að draga úr mann- fjölgun og ungbarnadauða, bæta heilsufar, næringarástand og menntun, sporna við út- breiðslu smitsjúkdóma og byggja upp styrka inniviði samfélaga sé oftlega sú að beina þró- unaraðstoð sérstaklega að konum. Hagfræð- ingurinn Amartya Sen, sem hlaut nóbelsverð- launin fyrir nokkrum árum, hefur fært rök fyrir því að ekkert sé mikilvægara fyrir framþróun í þriðja heiminum en aukin völd kvenna í efnahagslífi og stjórnmálum. Mikilvæg for- senda framfara Eins og Coleman bendir á ríkti um langt skeið tregða af hálfu stefnumótenda í þróunar- og utanríkismálum til að taka sér- staklega mið af hagsmunum kvenna og stuðla að bættri stöðu þeirra. En eftir því sem hag- fræðileg rök fyrir slíkri áherslu hafa orðið ljósari, hafa alþjóðstofnanir og mannúðarsam- tök í auknum mæli vaknað til vitundar um nauðsyn þess að taka mið af stöðu og hag kvenna í þróunaráætlunum sínum. Jafnrétti kynjanna er eitt af markmiðunum sem sett voru fram í Aldamótaáætlun Sameinuðu þjóð- anna, sem miðar að því að bæta lífskjör í þró- unarlöndum, og aukin áhrif kvenna eru talin nauðsynleg forsenda þess að öllum markmið- unum átta verði náð. Sem betur fer hefur staða kvenna víða batn- að umtalsvert á undanförnum áratugum og kynjamismunur hvað varðar aðgang að menntun og heilsugæslu, læsi, næringu og pólitísk áhrif hefur farið minnkandi. Þessar framfarir hafa komið samfélaginu öllu til góða. En augljóslega eru þó réttindi kvenna enn víða fyrir borð borin, og sums staðar er jafn- vel ástæða til að óttast að staða þeirra fari versnandi. Það á einkum við um ríki í suður- hluta Asíu, Mið-Austurlöndum og Afríku sunnan Sahara. Í ýmsum ríkjum á þessu svæði, eins og Sádi-Arabíu, Írak og Afganist- an, hefur ríkt hörð togstreita milli sjónarmiða kvenréttindasinna og bókstafstrúarmanna. Að því er Coleman og margir aðrir fræðimenn fullyrða myndi bætt staða kvenna í þessum löndum vera einhver áhrifaríkasta leiðin til að bæta þar almenn lífskjör og auka samfélags- legan og pólitískan stöðugleika. Vísar hún meðal annars í rannsókn fræðimanns við Berkeley-háskóla, Stevens Fish, sem bendir til þess að tengsl séu á milli stjórnmálaþátt- töku kvenna og lýðræðislegra stjórnarhátta. Menntun hvað mikilvægasti þátturinn Margar rannsóknir hafa gefið vísbend- ingar um að mennt- un sé sá þáttur sem leggja ætti mesta áherslu á í þróunar- verkefnum sem miðast sérstaklega við konur. Lawrence Summers, fyrrverandi aðalhagfræð- ingur Alþjóðabankans, hefur fullyrt að bætt menntun stúlkna sé sú fjárfesting sem myndi skila bestum arði fyrir þriðja heiminn. Menntaðar konur í þróunarlöndum eiga SUMARHÚS Á ÞINGVÖLLUM Þingvellir eru helgur staður í hugaog hjarta íslenzku þjóðarinnarog lögum samkvæmt eru Þing- vellir eign þjóðarinnar. Verði frum- varp, sem nú liggur fyrir Alþingi um þjóðgarðinn á Þingvöllum samþykkt telst vatnsbakki Þingvallavatns hluti þjóðgarðsins og nýtur friðhelgi. Sam- kvæmt núgildandi lögum frá 1928 má ekkert jarðrask verða í landi Kára- staða og Brúsastaða nema með sam- þykki Þingvallanefndar. Í ljósi þessa er það nánast óskiljan- legt að á skömmum tíma hafi komið upp tvö mál, þar sem eigendur sumarhúsa við Þingvallavatn hafa hafizt handa um framkvæmdir og jarðrask í óleyfi. Í síð- ara tilvikinu, sem sagt var frá í Morg- unblaðinu í gær hafði sumarhúsaeig- andinn sótt um leyfi fyrir tveimur árum til Þingvallanefndar en fengið synjun. Í því tilviki segir Arinbjörn Vil- hjálmsson, byggingarfulltrúi Blá- skógabyggðar, að sumarhúsaeigandinn hafi brotið skipulags- og byggingalög, náttúruverndarlög, vatnalög og lög um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Sigurður Oddsson þjóðgarðsvörður segir, að sumarhúsaeigandanum verði í síðara tilvikinu gert að fjarlægja báta- skýli eða það verði fjarlægt á hans kostnað. Í báðum tilvikum er um jarð- rask að ræða, sem leitast verður við að færa til fyrra horfs. Hvers vegna gerir fólk þetta? Staða Þingvalla að lögum og í þjóðarsálinni er öllum ljós. Sumarhús, sem standa inn- an hins friðhelga svæðis eru frá fyrri tíð, þegar fólk hafði ekki sömu tilfinn- ingu fyrir umhverfi sínu og nú. Aug- ljóslega er stefnt að því á löngum tíma, að kaupa þessi hús upp. Það eiga allir þjóðfélagsþegnar að vita að framkvæmdir á því svæði, sem um er að ræða eru bannaðar. Að ekki sé talað um þegar þeir hinir sömu hafa sótt um leyfi til framkvæmda og fengið synjun. Þingvallanefnd og þau yfirvöld, sem að þessum málum standa verða að taka mjög hart á því, þegar brotið er gegn lögum og settum reglum. Það er krafa þjóðarinnar að Þingvellir verði látnir í friði fyrir hvers kyns framkvæmdum. ÁTAK GEGN OFFITU Aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar í Genf hafa sam- þykkt bráðabirgðaáætlun gegn heims- faraldri offitu. Í frétt í Morgunblaðinu í gær segir um þetta: „Áætlunin er leiðarvísir fyrir þjóð- irnar um það hvernig eigi að móta stefnu sem fær fólk til að borða hollari mat og hreyfa sig meira. Nú er svo komið í fyrsta sinn í sögunni að meira er af of feitu fólki í heiminum en van- nærðu.“ Þetta er gott og þarft framtak. Nú er svo komið að sjá má á götum Reykja- víkur að þessi vandi hefur sótt okkur heim. Víðast hvar beina menn sjónum að svonefndum skyndibitastöðum og ýmiss konar tilbúnum réttum. Alþjóð- legar skyndibitakeðjur, sem m.a. starfa hér, hafa orðið varar við minnk- andi sölu og hafa þess vegna snúið við blaðinu og leitast nú við að bjóða fram nýja og hollari rétti. Beint samband er á milli offitu og margra alvarlegra sjúkdóma. Heil- brigðisyfirvöld hér á landi þurfa að taka til hendi á grundvelli bráðabirgða- áætlunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.