Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ✝ Sigurður Sieg-friedsson fædd- ist í Reykjavík 21. desember 1934. Hann lést á heimili sínu 12. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru: Siegfried B. Sigurðsson f. 21.3. 1914, d. 17.2. 1984, og Sigurbjörg S. Þorbergsdóttir f. 13.4. 1913, d. 18.10. 1982. Systkini Sig- urðar eru: Þorberg- ur f. 11.12. 1935, d. 1936, Guðríður f. 15.5. 1937, d. 18.8. 1973, Auður f. 9.3. 1940, d. 19.6. 1988 og Ásta f. 12.9. 1941. Sigurður kvænt- ist 3. nóvember 1962 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Jóhanns- dóttur, f. 15. mars 1940. Sonur þeirra er Friðjón Hilmir, f. 22.9. 1957. Börn hans eru: Úlfar Máni, Sirrý Huld og Karen Ýr. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Félagi okkar í Golfklúbbnum Kili í Mosfellssveit, Sigurður Sieg- friedsson, er fallinn frá. Fráfall hans var óvænt og ótímabært eins og svo oft vill verða. Siggi hefur um margra ára skeið séð um mótahald hjá klúbbnum yf- ir vetrarmánuðina. Á hverjum laugardegi þegar mögulegt eða ómögulegt var að spila golf hittist stór hópur félaga uppi í golfskála undir hans stjórn. Hann hafði gam- an af þessu enda voru þarna saman komnir hans bestu vinir og félagar. Hann var góður félagi sem gam- an var að umgangast og hefur hann reynst klúbbnum okkar vel í gegn um tíðina og fyrir það vil ég þakka. Um leið um við kveðjum hann biðjum við um styrk til handa þeim er næst honum standa á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, Siggi minn. F.h. stjórnar Golfklúbbsins Kjal- ar, Skúli Skúlason. Minn gamli vinur og golffélagi, Sigurður Siegfriedsson, lést í síð- ustu viku og hefur verið jarðsung- inn í kyrrþey að eigin ósk. Mig langar til að biðja hann um að halda á þessari litlu kveðju með sér yfir „Móðuna miklu“. Siggi Sigfreðs, eins og hann var ávallt kallaður, var einn af frum- herjum golfklúbbsins Kjalar í Mos- fellsbæ og fyrsti launaði starfs- maður klúbbsins. Var ráðinn til að slá og hirða golfvöllinn um það leyti sem hann komst fyrst í notk- un árið 1986. Siggi var eini starfs- maður klúbbsins í tvö eða þrjú sumur og gerði það, sem nú þykir hæfilegt að ætla þremur til fjórum starfsmönnum hið minnsta, með öflugan, nútíma vélakost. Það kom sér vel að Siggi var ekki verkkv- íðinn maður eða geðstirður því verkefnið var stórvaxið en verk- færin að sama skapi lítilfjörleg. Klúbburinn átti einungis gömul tæki sem keypt voru notuð við vægu verði, og höfðu löngu lifað sitt fegursta. Brautarslátturvélarn- ar reyndar fengnar að gjöf frá fé- lögum okkar í Vestmannaeyjum, þar sem þær höfðu lent undir gjalli í eldgosinu og týnst um sinn. Þeir laghentu í klúbbnum dunduðu við það heilan vetur á bílskúrsgólfun- um heima hjá sér að losa upp vals- ana og koma í nothæft stand. Þetta voru tæki sem framleidd voru til að endast, og Siggi var manna þol- inmóðastur og sérdeilis laginn við að halda þeim gangandi. Ekki held ég að Siggi hafi verið ofhaldinn af laununum. Kom þar hvort tveggja til að hann var sjálf- ur nægjusamur og lítill kröfugerð- armaður en vinnuveitandinn tekju- lítill og mestmegnis með skuldir í sínum efnahagsreikningi. Margur yfirvinnutíminn veit ég að féll óbættur þessi sumur og var aldrei undan því kvartað. Siggi skipaði sér ekki í flokk svokallaðra afrekskylfinga frekar en aðrir þeir, sem ekki kynnast íþróttinni fyrr en á fullorðins aldri. En það breytti engu fyrir hann. Hann naut þess til hins ítrasta að leika golf, spjalla um golf, hugsa um golf og horfa á golf. Höggin urðu sjálfsagt eitthvað fleiri en hjá þeim bestu en enginn meistari hafði meiri gleði af sínum golfleik, tók mótlæti af meira jafnargeði eða var meðspilurum sínum betra sálufélag. Ætli þetta skipti ekki meira máli en titlar og met, núna þegar leiknum er lokið og skorið hefur verið gert upp. Ég þakka Sigga heilshugar fyrir vináttu og trúmennsku í tvo ára- tugi, fyrir að hafa ávallt glaðst yfir því að vera til og fyrir þá óþrjót- andi bjartsýni, sem einkenndi hann sjálfan og þau verk sem hann tók sér fyrir hendur. Vonandi bíða hans í nýjum áfangastað slegnar brautir og sléttar flatir þar sem hann getur tekið hring og gripið í smávegis sjálfboðaliðsvinnu, ef þörf krefur, eða tekið að sér að stjórna stöku vetrarmóti. Sirrý og öðrum aðstandendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Georg H. Tryggvason. Golfvöllurinn í Mosfellsbæ var gerður í sjálfboðaliðsvinnu án nokkurra verulegra fjárstyrkja. Að verkinu vann hópur áhugasamra félaga og eyddi í það öllum frí- stundum sínum í nokkur ár. Engin girðing var um svæðið fyrsta árið og þurfti því að hafa eftirlit með því aðallega vegna ágangs hesta. Ég var í einni slíkri eftirlitsferð kvöld eitt sumarið 1984 þegar ég hitti Sigga Sigfreðs í fyrsta sinn. Hann var í gönguferð með hund sinn Mána. Við tókum tal saman. Hann lýsti áhuga sínum á golf- íþróttinni sem hann hafði kynnst erlendis. Er ekki að orðlengja það að Siggi gerðist strax félagi í Golf- klúbbnum Kili og sameinaðist hópnum sem vann að gerð golfvall- arins og golfskálans síðar. Við höfðum eignast frábæran félaga. Hann vann að gerð golfvallarins ásamt okkur og síðar varð hann okkar fyrsti vallarstjóri. Við feng- um gefins hús sem Perluhvammur hét og stóð norðan Leiruvogar. Hús þetta losuðum við af grunni sínum og fluttum á okkar svæði og gerðum upp. Siggi gegndi lykil- hlutverki við losun þess, flutning og endursmíði því húsið gerðum við einnig upp í sjálfboðaliðsvinnu. Frá þeim tíma var Siggi einn af traustustu félögunum í golfklúbbn- um. En það var ekki aðeins við vinnu og golfleik sem Siggi reynd- ist svo góður liðsmaður. Hann var mikil félagsvera og hélt vetrar- starfi klúbbsins gangandi í mörg ár. Þá stjórnaði hann golfmótum hvenær sem veður leyfði, útvegaði verðlaun og gerði allt sem gera þurfti. Mót þessi voru síðustu árin kölluð laugardagsmót og voru orð- in mjög vinsæl og ótrúlega fjöl- menn. Ég get staðhæft með góðri sam- visku að ég hefi aldrei kynnst nein- um manni sem hafði jafnmikinn og einlægan áhuga á golfíþróttinni. Stundum gekk vel og stundum miður eins og gengur og gerist. Fyrir kom að Siggi fór heim af golfvellinum sársvekktur yfir slæmu gengi sínu þann daginn. Oftar en ekki var hann þó mættur aftur eftir einn til tvo klukkutíma með nýjar lausnir á vandanum hvort sem það var nú „slice“ eða „hook“ eða einhver annar golfkvilli. Þá hafði hann lesið golfblað eða sett golfspólu í myndbandstækið og uppgötvað eitthvað nýtt sem hann mátti til með að reyna sjálf- ur. Oft var lækningin ótrúlega ein- föld, t.d. þegar hann uppgötvaði að velgengni á golfvellinum gæti verið undir því komin hvernig maður væri til fara. Alltaf jákvæður. Hann var skemmtilegur félagi og mjög hnyttinn og fyndinn í til- svörum og lifir margt af því sem hann sagði á vörum félaganna. Það var ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri „foursome“ en með Sigga innanborðs. Gjarna kom maður heim í skála með nýtt gull- korn sem hrokkið hafði af vörum hans í hringnum. Við leik og starf í þessu félagi bundust menn vináttu- böndum og kunningsskap og er það svo enn. Sérstaklega kynntust þeir vel sem unnu saman við fyrr- greindar framkvæmdir. Það er nú farið að fækka í hinum þétta hóp sem að þessum verkum stóð í upp- hafi og er Siggi sá fjórði sem fellur frá. Erum við félagarnir harmi slegnir við skyndilegt fráfall hans. Vonandi bíða hans félagarnir sem á undan eru farnir við fyrsta teig á hinum mikla golfvelli fyrir handan. Siggi var einhver skemmtilegasti maður sem ég hefi kynnst um dag- ana. Hann var sérstakur. Votta ég Sirrí konu hans mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Sigga Sig- freðs. Örn Höskuldsson. Það var mér mikil harmafregn er ég frétti að stórvinur minn Sig- urður Siegfriedsson hefði látist á heimili sínu 12. maí síðastliðinn. Þótt Siggi eins og hann var alltaf kallaður í vinahópnum hafi ekki haft fulla heilsu undanfarna mán- uði trúi ég varla að hann skuli vera horfinn frá okkur því allt virtist svo bjart framundan og Siggi þar að auki hreystimenni mikið. Þótt ég kannaðist við Sigga áður þá kynntist ég honum ekki fyrr en í gegnum sameiginlegt áhugamál okkar, golfið, í kringum 1980. Þá var stofnaður golfklúbburinn Kjöl- ur hér í Mosfellsbæ og var Siggi einn harðasti vinnuþjarkurinn í þeirri vösku sveit sem starfaði í sjálfboðavinnu fyrstu árin við að koma vellinum og skálanum í not- hæft ástand. Allt fram á síðasta dag var hann ávallt boðinn og bú- inn að starfa fyrir klúbbinn enda duglegur og úrræðagóður með af- brigðum. Fyrir nokkrum misserum var hann sæmdur silfurmerki GSÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu golfíþróttarinnar. Ég veit að þótt hann ætlaðist ekki til neins sérstaks þakklætis fyrir störf sín, þótti honum afar vænt um þessa viðurkenningu. Siggi var einstaklega skemmti- legur og léttur félagi og var ávallt líf og fjör í kringum hann hvort sem var úti á velli eða í skálanum. Það væri örugglega hægt að skrifa heila bók um öll hnittnu tilsvörin og brandarana sem hann dreifði í kringum sig hvar sem hann fór. Það verður vandfyllt skarðið í vina- hópnum sem Siggi skilur eftir sig en minningarnar um góðan vin og félaga verða að duga þar til við hittumst á ný á golfvellinum mikla fyrir handan. Ég trúi því að þar hafi orðið miklir fagnaðarfundir og vel tekið á móti Sigga á fyrsta teig af áður gengnum félögum okkar og vinum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Sigga vin minn með þakk- læti og virðingu. Sirrý mín, ég og fjölskylda mín sendum þér og öðr- um aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Jóhann E.W. Stefánsson. SIGURÐUR SIEGFRIEDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.