Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 20
Driffjöðurin í Copenhagen Con-sensus-verkefninu, BjørnLomborg, komst fyrst í sviðs- ljósið í Danmörku árið 1998, þegar hann birti umdeildan greinaflokk um umhverfismál. Dagblaðagreinarnar fjórar urðu undirstaðan að bókinni Hinu sanna ástandi heimsins, sem kom út á íslensku árið 2000, en þar réðst Lomborg á ýmsar viðteknar hugmyndir um umhverfismál og not- aði tölfræðileg gögn til að sýna fram á að ástand heimsins færi í raun batn- andi fremur en versnandi. Bókin vakti athygli og umræður víða um heim þegar hún var gefin út þýdd og staðfærð af Cambridge-há- skólaforlaginu haustið 2001, undir titlinum The Skeptical Environmen- talist. Þessi fyrrverandi meðlimur Greenpeace-náttúruverndarsamtak- anna velgdi hefðbundnum umhverf- issinnum undir uggum með því að af- hjúpa oft og tíðum villandi notkun þeirra á tölfræðiupplýsingum. Ýmsir urðu til að gagnrýna þá fullyrðingu Lomborgs að það væri auðveldara og ódýrara fyrir heimsbyggðina að laga sig að hækkandi hitastigi vegna gróð- urhúsaáhrifa en að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Var hann meðal annars sak- aður um „fræðilegan“ óheiðarleika af nefnd danskra vísindamanna, en þeim áfellisdómi var þó formlega hnekkt. Lomborg gegndi prófessorsstöðu í tölfræði við Árósaháskóla þegar hon- um var falið að taka þátt í stofnun dönsku Umhverfismatsstofnunarinn- ar fyrir tveimur árum og veita henni forstöðu. Í síðasta mánuði útnefndi bandaríska tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnum heims, og var hann þar í félagsskap helstu þjóðarleiðtoga, vísindamanna og við- skiptajöfra. Í umsögn Time er Lom- borg líkt við Martein Lúther um- hverfismálanna. Í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Lomborg Copenhagen Consensus-verkefnið í raun vera rök- rétt framhald af umfjöllun sinni um umhverfismál, þar sem hann hafi iðu- lega lagt áherslu á að skoða bæri kostnað og ávinning af öllum aðgerð- um. Ekki hægt að leysa á einu bretti Hvernig kviknaði hugmyndin að Copenhagen Consensus-verkefninu? „Það var í tengslum við umhverf- ismál sem ég vakti upphaflega athygli á nauðsyn þess að forgangsraða verk- efnum. Ég benti á að við þyrftum að forgangsraða því hvernig við vildum verja kröftum okkar og fé, því við gætum ekki leyst öll umhverfisvanda- mál á einu bretti. Það er nauðsynlegt að gera grein- armun á þeim vandamálum sem eru mest aðkallandi og þeim sem minni ástæða er til að hafa áhyggjur af. Það getur reynst flókið, því við höfum tilhneigingu til að beina athygli okkar aðal- lega að þeim málum sem hafa verið blásin upp með dramatískum hætti í fjöl- miðlum og þrýstihópar hafa haft hæst um. En það er ekki endilega besta leið- in til að meta hvað á að hafa forgang. Hér um árið kom til dæmis upp mikil hræðsla við kúariðu. Ég er ekki að segja að kúariða sé ekki áhyggjuefni, en það má benda á að mun fleiri látast á hverju ári af völdum salmonellu, sem þykir hins vegar hversdagslegur sjúk- dómur, ef svo má segja, og grípur ekki athygli manna með sama hætti. Mun meira fé hefur því verið varið á undanförnum árum til að verjast kúariðu en salmonellu. Ef til vill ætti að endurskoða það. Það sama á við um mengunar- mál. Hér í Danmörku hafa menn til dæmis haft miklar áhyggjur af því að leifar af skordýraeitri mengi drykkjarvatn. Það er vissulega vandamál sem æskilegt væri að leysa. En staðreyndin er sú að loftmengun er mun stærra vandamál, þó minna sé um það fjallað. Gera má ráð fyrir að ein manneskja deyi af völdum vatns- mengunar á móti hverjum tvö þúsund sem látast sökum loftmengunar. Minn útgangspunktur í umræðunni um umhverfismál hefur því verið sá að kappkosta eigi að leysa fyrst þau vandamál sem eru mest aðkallandi. En þegar rætt er um umhverfismál á heimsvísu koma ýmsir fleiri þættir til sögunnar. Eitt alvarlegasta um- hverfisvandamálið í dag er til dæmis loftmengun innanhúss, sem stafar af því að fátækir íbúar í þriðja heiminum neyðast til að nota hvaða eldsneyti sem býðst til að elda mat; við, rusl og jafnvel mykju. Það getur valdið alvar- legri loftmengun, sem einkum bitnar á konum og börnum. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin, WHO, telur að nær þrjár milljónir manna látist á hverju ári af völdum loftmengunar innanhúss, sem er því eitt stærsta heilbrigðisvandamál heimsins. En samkvæmt hinum viðtekna þanka- gangi flestra umhverfisverndarsinna fælist lausnin í því að setja strangari staðla um mykju! En það er auðvitað ekki málið. Það snýst um að afkoma þessa fólks verði nógu góð til þess að það hafi ráð á því að nota steinolíu eða aðra þróaðri orkugjafa. Við verðum að íhuga vandlega hvernig við verjum því fé sem veitt er til þróunarmála. Hvaða ráðstafanir myndu bera mestan árangur og bæta lífskjör sem flestra? Þetta virðist aug- ljós og einföld spurning, en sannleik- urinn er sá að enginn hefur í raun og veru gert markvissa tilraun til að svara henni.“ Raunhæf forgangsröðun ? Er það raunhæf nálgun við lausn helstu vandamála heimsins að for- gangsraða verkefnum á einn lista? „Svar mitt við þessari spurningu er tvíþætt. Annarsvegar blasir við að það er ekki einfalt. En á hinn bóginn má benda á að við forgangsröðum óbeint nú þegar. Alþjóðastofnanir, ríkisstjórnir og félagasamtök veita fé til ákveðinna mála og annarra ekki. Í þróunarlöndunum deyja börn á hverj- um degi, meðal annars vegna vökva- skorts, sem hægt væri að bjarga með afar litlum tilkostnaði. Sumum þeirra er raunar bjargað, en ekki öllum. Ákvarðanir í þá veru eru teknar á hverj- um degi, ómeðvitað og óbeint. Markmið okkar er að vekja athygli á þeirri stað- reynd. Við getum að sjálf- sögðu ekki fullyrt að list- inn okkar verði sá eini rétti, jafnvel þótt við leggjum okkur öll fram, því maðurinn er ófullkom- inn og óvissuþættirnir eru margir. En vonandi tekst okkur að gera listann sem best úr garði miðað við þær upplýsingar sem við höfum. Fyrir okkur vakir að gera valkostina aðeins skýrari og auðvelda þann- ig ákvarðanatöku. Hópur umhverfis- verndarsinna og andstæð- inga hnattvæðingar hefur skipulagt ráðstefnu hér í Kaupmannahöfn á sama tíma og Copenhagen Con- sensus undir yfirskriftinni Global Conscience, og þeirra krafa er í stuttu máli sú að ekki eigi að for- gangsraða, heldur ráðast til atlögu við öll vanda- málin sem að okkur steðja. Þetta er auðvitað vel meint og ég vildi svo sannarlega að það væri mögulegt. Margot Wallström, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hefur lýst yfir stuðningi við þetta framtak þeirra. En það gildir einu hvað hún er góð manneskja með göfugar hugsjónir; hún getur ekki leyst öll umhverfis- vandamál á einu bretti, vegna þess að hún hefur bara takmarkaðar fjárveit- ingar til ráðstöfunar. Stjórnmála- menn segjast gjarnan vilja bæta allt mannanna böl í einu vetfangi, en það sem ég vil koma á framfæri er að það er einfaldlega ekki hægt. Gera má ráð fyrir að verja þyrfti um 20 þúsund milljörðum dollara á ári til að leysa öll helstu vandamál heimsins í dag. Hagfræðingarnir sem við höfum fengið til liðs við okkur munu ræða hvernig unnt sé að ráð- stafa 50 milljörðum dollara á sem ár- angursríkastan hátt, en það er nokk- urn veginn sú upphæð sem alþjóðasamfélagið leggur til þróunar- hjálpar á ári hverju – bara brot af því sem nauðsynlegt væri til að hjálpa öll- um. Ef Margot Wallström eða ein- hverjir aðrir myndu leggja fram 50 milljarða á ári til viðbótar yrði ég him- inlifandi, en það þyrfti samt sem áður að meta hvernig því fé væri best var- ið, ekki satt?“ Sérfræðingarnir sem þið hafið kall- að til eru nær allir vestrænir karl- menn, flestir menntaðir og starfandi í Bandaríkjunum. Getur svo einsleitur hópur lagt mat á hvernig best sé að forgangsraða í þágu allra jarðarbúa? „Hvítir, miðaldra karlmenn!“ tekur Lomborg undir brosandi. „Þetta var okkur reyndar nokkuð áhyggjuefni. En við vildum fá bestu hagfræðinga heims til að svara þessum spurning- um og raunin er einfaldlega sú að virt- ustu fræðimennirnir í þeirri grein eru flestir hvítir karlar sem starfa í Bandaríkjunum. Ef við skoðum til dæmis hverjir hafa fengið Nóbels- verðlaunin í hagfræði kemur í ljós að 75% þeirra eru Bandaríkjamenn, engin kona hefur enn komist í þann hóp, og aðeins einn hagfræðingur frá þróunarlandi hefur hlotið þennan heiður. Við skoðuðum hverjir stýrðu helstu fræðiritum um þróunarhag- fræði og jafnvel í tilviki helsta tíma- rits Afríku á því sviði var meirihluti ritstjórnarinnar frá Bandaríkjunum. En ég hygg að flestir myndu sam- þykkja að okkur hafi tekist að fá fremstu sérfræðinga heims til liðs við okkur. Þegar spurt er hvort þeir séu færir um að tala fyrir Afríku og önnur vanþróuð svæði tel ég hreinskilnis- lega að svarið sé jákvætt, því þetta er akademísk umræða um fræðilegan skilning þeirra á ákveðnum upplýs- ingum. Ég tel satt að segja að maður sé kominn á hálan ís ef maður lítur svo á að enginn geti fjallað um t.d. þróunarmál sunnan Sahara nema hörundsdökkir Afríkubúar. Akadem- ískt starf snýst um að skýra og skilja hlutina, óháð bakgrunni rannsakand- ans sjálfs. Ég er því sannfærður um að sérfræðingarnir séu færir um að sinna þessu verkefni af heilindum.“ En er slík forgangsröðun ekki óhjákvæmilega háð gildismati og af- stöðu? Og væri ekki upplýsandi að fá einnig álit fræðimanna af öðrum svið- um en hagfræði? „Nei, ég held að svörin við þessum spurningum séu ekki háð gildismati. En þær ákvarðanir sem um málin eru teknar geta hins vegar verið það. Við reynum að leggja hlutlægt mat á málin, án tillits til þeirra pólitísku spursmála sem kunna að flækja raun- verulega lausn þeirra. Til dæmis má nefna að það kæmi sér sennilega fátt betur fyrir heiminn í heild en afnám viðskiptahindrana á borð við vernd- artolla og niðurgreiðslur. En ef stjórnmálafræðingar væru kallaðir til myndu þeir sennilega flækja sig í því hvað það væru margar pólitískar hindranir í veginum. Hagfræðingarn- ir reyna hins vegar einungis að kom- ast að hlutlægri niðurstöðu, með því að meta kostnaðinn og ávinninginn af Nauðsynlegt að forgangsraða ’Samkvæmt hinum viðteknaþankagangi flestra umhverfis- verndarsinna fælist lausnin í því að setja strangari staðla um mykju!‘ Bjørn Lomborg vonar að ráðstefnan virki sem hvati til þekkingaröflunar og rannsókna. 20 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekki einfalt verk sembíður hagfræðinganna níusem koma saman í Kaup-mannahöfn í vikunni ítengslum við verkefnið Copenhagen Consensus, sem þýða mætti sem „Kaupmannahafnartillög- urnar“. Fyrir þeim liggur að kanna mögulegar lausnir á tíu af alvarleg- ustu vandamálunum sem blasa við veröldinni í dag, og meta hvaða úr- lausnarefni og ráðstafanir ættu að hafa forgang. Ráðstefnan er haldin á vegum dönsku Umhverfismatsstofnunarinn- ar, að frumkvæði forstöðumanns hennar, Bjørns Lomborgs, og í tengslum við tímaritið The Econom- ist. Að sögn Lomborgs er útgangs- punktur verkefnisins sá að takmark- aðir fjármunir og kraftar séu fyrir hendi til að leysa vandamál heimsins, og því sé nauðsynlegt að kanna vel hvernig þeim verði varið með sem áhrifaríkustum hætti. Sem dæmi um alvarleg umhverfis- og þróunarvandmál sem krefjist úr- lausnar benda aðstandendur Copen- hagen Consensus á að nú líði 800 milljónir manna hungur, tveir og hálfur milljarður manna búi ekki við fullnægjandi skólpkerfi, og að hækk- andi hitastig geti haft áhrif á lífsskil- yrði stórs hluta jarðarbúa. En við- leitni til að leysa slík vandamál sé oft á tíðum handahófskennd. Pólitískar ákvarðanir um þróunaraðstoð og ým- iss konar aðgerðir í efnahags- og um- hverfismálum séu teknar á hverjum degi, en stórlega skorti á að rækileg- ur samanburður sé gerður á kostnaði og ávinningi af mismunandi valkost- um. Á Copenhagen Consensus-ráð- stefnunni er ætlunin að safna saman þeirri vitneskju sem fyrir liggur um vandamál heimsins og hvernig bregð- ast megi við þeim, leggja mat á hvaða lausnir séu áhrifaríkastar og raða þeim loks á lista, þar sem lagt er til hvaða aðgerðir eigi að hafa forgang. Viðfangsefnin valin samkvæmt gögnum frá SÞ Viðfangsefnin tíu sem sjónum er beint að á ráðstefnunni eru loftslags- breytingar, smitsjúkdómar, vopnuð átök, menntun, fjárhagslegur óstöð- ugleiki, stjórnarfar og spilling, van- næring og hungur, fólksflutningar, hreinlætismál og drykkjarvatn, og loks niðurgreiðslur og tollmúrar. Voru þau valin af lengri lista sem byggður var á gögnum frá Samein- uðu þjóðunum. Leiðandi sérfræðingar á hverju sviði voru fengnir til að semja vísinda- legar ritgerðir um hvert viðfangsefni fyrir sig, þar sem teknar væru saman helstu upplýsingar um efnið, kenn- ingar fræðimanna reifaðar og sett fram hagfræðilegt mat á kostnaði og ávinningi af þremur til fimm mögu- legum leiðum til lausnar viðkomandi vanda. Að auki voru tveir sérfróðir Leitað lausna á vanda- málum heimsins Á ráðstefnunni Copenhagen Consensus, sem fram fer í Kaupmannahöfn á næstu dögum, munu níu virtir hagfræðingar koma sér saman um lista yfir þær aðgerðir sem ráðast ætti í til að leysa tíu helstu vandamálin sem að heimsbyggðinni steðja. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir kynnti sér verkefnið og ræddi við upphafsmann þess, Bjørn Lomborg, forstöðumann dönsku Umhverf- ismatsstofnunarinnar, sem leggur áherslu á að forgangsraða verði vandamálum og leggja mat á kostnað og ávinning af mögulegum lausnum, þar sem fjármagn og kraftar séu ekki óþrjótandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.