Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nú geturðu borðað margar, margar skeiðar í viðbót fyrir stólinn, Dóri minn. Heilsulindir í Reykjavík og nágrenni Byggt á fag- legum grunni Stofnuð hafa verið nýsamtök heilsulinda íReykjavík og ná- grenni og er formaður þeirra Guðmundur Björns- son, eigandi Sögu heilsu & Spa. Hann er nú staddur á ársþingi evrópsku heilsu- lindarsamtakanna, ESPA, eða European Spa Associa- tion, í Slóvakíu sem fulltrúi nýju íslensku samtakanna ásamt Sigmari B. Hauks- syni, framkvæmdastjóra Heilsuborgarinnar Reykjavík eða Reykjavík Spa City. Guðmundur var á ársþinginu kjörinn í fjög- urra manna læknaráð ESPA en það er ráðgefandi fyrir Evrópusambandið um heilsulindir í Evrópu. – Hver var tilurð ís- lensku heilsulindarsamtakanna? „Við vorum nokkrir aðilar frá heilsulindum á svæði Orkuveitu Reykjavíkur sem ákváðum að taka höndum saman en við höfðum allt- af hist reglulega en óformlega. Til- gangurinn með þessu var að búa til vettvang þar sem við gætum hist og rætt sameiginleg mál, s.s. gæða- og staðlamál, bæði hvað varðar vatnið, starfsfólk og skipu- lag. Einnig til að vinna að því að markaðssetja okkur saman, bæði innanlands og erlendis, sem heilsulindir.“ – Hverjir eiga þarna aðild? „Þetta eru Reykjavíkurborg eða Reykjavík Spa City, Baðhúsið, Laugar Spa, Nordica Spa og Saga heilsa & Spa. Auk þess er Íþrótta- miðstöðin í Borgarnesi með enda eru þeir á svæði Orkuveitu Reykjavíkur eftir að Hitaveita Borgarness sameinaðist Orkuveit- unni. Við höfum svo hug á að fá fleiri til liðs við okkur og nokkrir hafa sýnt áhuga. Það er hins vegar mikilvægt að stíga þennan dans rétt og byggja á faglegum grunni.“ – Hverjar eru helstu áherslur samtakanna? „Viljum gera það að skilyrði að það sé einhver læknisfræðilegur grunnur sem menn vinna eftir og ráðgjöf. Það geta t.d. verið tiltekn- ir gæðastaðlar og stuðlað að því að hafa ráðgefandi lækni á hverjum stað. Ofan á það má byggja upp meðferðir, heilbrigðisráðgjöf og forvarnir. Ég hef lagt mikla áherslu á að læknisfræðin kæmi inn í þetta, að menn ættu að nýta sér það sem gert hefur verið í Evr- ópu og nota lækningar og lækn- isfræði sem grunn til að standa á í þessum heilsulindum. Það tel ég mjög mikilvægt því annars er heilsulindin einungis snyrtistofa eða líkamsrækt.“ – Hvaða þýðingu hefur aðildin að Evrópusamtökum heilsulinda? „Þetta eru samtök heilsulinda í Evrópu og heilsulindarsamtök í hverju landi eiga þarna fulltrúa. Evrópusamtökum heilsulinda er ætlað að gæta hagsmuna fé- lagsmanna sinna, t.d. gagnvart Evrópusambandinu, og vinna að sameiginlegum gæðastöðlum og markaðssetningu. Ís- lensku samtökin verða meðal annars byggð á þessu samstarfi. Það er einnig mikill heiður að fá íslenskan fulltrúa í læknaráð ESPA sem er ráðgef- andi fyrir Evrópusambandið um heilsulindir í Evrópu. Þar getum við haft áhrif, miðlað af þekkingu okkar og lært af hinum. Eitt er það sem evrópsku sam- tökin hafa reynt að liðka til fyrir er að þetta sé ekki of læknisfræðilegt í þeim skilningi að ekki þurfi lækn- isbeiðni til að t.d. fara í heilsubað eða nudd, eins og er sums staðar. Unnið er að því að ná sameigin- legri lendingu í því gagnvart Evr- ópuráðinu og gagnvart hefð- bundna heilbrigðiskerfinu. Þarna eru miklir hagsmunir í húfi, sér- staklega í Mið-Evrópu. Það sem hefur verið að gerast innan Evr- ópusambandsins er að frekar hef- ur dregið úr ábyrgð læknis og ábyrgð skjólstæðings hefur verið aukin. Þetta hefur verið tilhneig- ingin í Evrópu, þveröfugt við það sem gerist í Bandaríkjunum. Þar hefur ábyrgð læknisins sífellt auk- ist svo stefnir í óefni.“ – Hvað er átt við með aukinni ábyrgð skjólstæðingsins? „Skjólstæðingurinn er gerður meira ábyrgur fyrir því að velja sér meðferð og lækni og það er skjólstæðingsins að kynna sér hversu hæfur læknirinn er, hvað hann getur og hvort hann hafi gert mikið af mistökum. Í Bandaríkj- unum hefur ábyrgð læknanna á hinn bóginn verið að aukast og er svo komið að þeir þurfa að hafa her lögfræðinga á sínum snærum til að verjast lögsóknum.“ – Hversu mörg lönd eru í ESPA? „Þau eru 21 talsins, flest í Mið- og Vestur-Evrópu. Af Norður- löndunum eru bara Finnar og Danir en þess utan eru öll löndin nema Ítalía sem sagði sig úr sam- tökunum vegna deilna um staðla. Þeir vildu hafa þetta eitthvað frjálslegra. En þeir munu vera á leið inn aftur, sjá að það er betra að vinna eftir þessum stöðlum. Íslendingar verða með þrjá full- trúa í ESPA. Samtök heilsulinda og Reykjavíkurborg eru með einn saman, Bláa lónið er með annan og Heilsuhælið í Hveragerði þann þriðja. Þeir eru ekki í íslensku samtökunum ennþá en það er ósk okkar að í framtíðinni getum við verið með ein sameiginleg samtök fyrir heilsulindir á Íslandi. Við telj- um að það sé til mikils að vinna.“ Guðmundur Björnsson  Guðmundur Björnsson læknir er fæddur 1957 í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1984 og varð sérfræðingur í endurhæfingar- lækningum frá Svíþjóð 1990 og á Íslandi 1991. Hann sat í stjórn Læknafélags Íslands 1993-99 og var formaður síðustu tvö árin. Guðmundur var yfirlæknir Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerði frá 1992 til ársins 2000. Eftir það hefur hann rekið sitt eigið fyrirtæki, Saga heilsa & Spa sem er heilsulind og sérhæf- ir sig í heilsuvernd og endurhæf- ingu. Hann er giftur Helgu Ólafsdóttur sem starfar við hóp- ferðadeild Flugleiða. Þau eiga þrjú börn; Erlu, Björn og Ólaf. Skjólstæð- ingur gerður meira ábyrgur VÍKINGAR tóku í notkun nýja 1.168 sæta stúku við knattspyrnu- völl sinn við Stjörnugróf í Fossvogi á föstudagskvöldið þegar knatt- spyrnulið félagsins keppti gegn KA. Þrátt fyrir rigningarsudda og óhagstæð úrslit í leiknum ríkti mik- il gleði meðal Víkinga með þennan áfanga. Þór Símon Ragnarsson, formað- ur Víkings, segir mikið sjálfboða- starf hafa verið unnið við að koma upp stúkunni undanfarna daga og hafi margir harðir aðdáendur fé- lagsins unnið óeigingjarnt starf við að festa sætin og laga ýmislegt í umhverfi vallarins. „Við erum búin að taka stúkuna í notkun en það þarf að slípa hana aðeins til. Hún er ekki alveg full- kláruð en við erum að stefna að því að klára að setja niður sætin í þess- ari viku,“ segir Þór Símon. Kostnaður áætlaður um 65 milljónir króna Spurður um heildarkostnað við stúkuna segir Þór Símon hann ekki liggja endanlega fyrir, en hann geri ráð fyrir að kostnaðurinn liggi í kringum sextíu og fimm milljónir. „Hann hefði nú orðið eitthvað meiri ef sjálfboðastarfs hefði ekki notið við, þótt ég geti ekki metið það í töl- um.“ Þór Símon segir næsta mál á dag- skrá, þegar stúkan er fullkláruð, að laga umferðarmálin kringum völl- inn, enda hafi Víkingar lagt á það áherslu undanfarin ár. Hann segir gæta vissra erfiðleika með bíla- stæði og einnig eigi áhorfendur oft erfitt með að komast af svæðinu eftir leiki, þar sem einungis ein leið er fær eins og málum háttar nú, upp á Bústaðaveg. „Það veldur vissum truflunum og við höfum óskað eftir því að opnuð verði ný viðbótarleið til að hleypa af svæðinu að loknum leikjum. Nú er í gangi vinna hjá borginni við að koma því í kring. Við vonum að það leysist fljótlega,“ segir Þór Símon Ragnarsson. Morgunblaðið/ÞÖK Áhangendur Víkings voru mættir í nýju stúkuna til að horfa á fyrsta leikinn og veifuðu litríkum fánum. Langþráð stúka Víkings hefur verið tekin í notkun Nýja stúkan mun fullbúin taka 1.168 manns í sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.