Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 27 ar til Dunedin, hápunkti ferðarinnar, og var vakin og sofin yfir því að hún yrði sem best skipulögð. Winifred, sem kennir fiðluleik, er mikill og eft- irminnilegur persónuleiki og hélt rausnarboð fyrir þá ættingja sem til náðist í Dunedin til að hitta mig. Voru veitingar frambornar í stórri stofu, sem enn er notuð til fiðlukennslu og þar skapaðist hin magnaðasta ættar- stemning. Ég var sífellt að sjá eitt- hvað í útliti þeirra, fasi eða viðbrögð- um, sem minnti á íslenska ættingja, lífs eða liðna. Fólk vildi heyra sem allra mest um hverjir ættingjarnir á Íslandi væru, hvernig væri með börn okkar og barnabörn, hvernig íslensk- an hljómaði, hvort við værum með tölvupóst og SMS spurðu unglingarn- ir, o.s.frv., o.s.frv. Upphafið Upphaf sögu þessara Nýsjálend- inga af Ráðagerðisætt er, eins og áð- ur segir, fæðing ættmóðurinnar 6. ágúst 1854. Það er fokið í spor Kristínar Tóm- asdóttur á leið hennar til Nýja-Sjá- lands. Skjalfest er um fæðingu henn- ar 1854 og hjúskap á Nýja-Sjálandi 1883. Ef hún hefur farið að heiman 20–25 ára gömul, 1874–1879, vantar u.þ.b. 5 til 10 ár í sögu hennar. Sam- kvæmt giftingarvottorði, sem ég fékk ljósrit af í Dunedin, voru Christina og George Joseph Brookes trésmiður, bæði með fasta búsetu í Dunedin, gef- in saman í hjónaband 26.september 1883 af Donald M. Stuart presti. Hún er þá 29 ára, skráð fædd í Danmörku, og hann 38 ára, fæddur í Englandi. Á legsteini hjónanna í gamla kirkju- garðinum í Dunedin er dánardagur George Brookes tilgreindur 10. ágúst 1918 og var hann þá 72 ára og Chris- tenu 4. september 1935 og hefur hún þá verið 81 árs og þar af leiðandi ekkja í 17 ár. Þau Christena og George Brookes áttu sjö börn, fædd 1884–1895: Thom- as, Henriettu Emely, Anne Matilda, George, May Ethel, Emmu, og það yngsta Cyril Norman. Son sinn George misstu þau af völdum voða- skots árið 1906, þá 15 ára. Fólkið sem ég hitti voru afkomendur Henriettu, Emmu og Cyrils, aðallega í Dunedin en einnig í Auckland, Wellington og Christchurch. Daginn eftir ættarmótið var farið með mig í allmikið og merkilegt ferðalag. Var ekið í einar 4 klst. með skoðunarhvíldum í norðvestur upp í fjallahérað við Suður-Alpana svoköll- uðu, til þorpsins Wanaka en þar eiga ættmenni tvo sumarbústaði. Á leið- inni sá ég í fyrsta skipti þær miklu hjarðir sauðfjár, sem sums staðar eru aðal búskapargreinin. Nú hefur sauð- fjárrækt hins vegar dregist saman og annað, ekki hvað síst vínrækt, komið í staðinn. Var dvalið í Wanaka í fjóra daga og m.a. farið yfir brattan fjalla- kambsveg til Queenstown, sem er helstu náttúruperlu svæðisins. Þetta svæði nýtur um þessar mundir heimsfrægðar sem einn aðaltöku- staður verðlaunakvikmyndarinnar Hringadróttinssögu. Þorpið Wanaka er við samnefnt vatn en fjöllin í kring eru um 2.000–3.000 m að hæð. Nátt- úrufegurðin er mikil og gróðursæld, einkum trjávöxtur, en ég var þarna í hásumarmánuðinum febrúar, sem svo er á Suðurhveli, og má nærri geta hve ánægjulegt dvölin með þessum frábæru, nýuppgötvuðu ættingjum var! Þegar rætt var við Winifred um ættarfróðleik í þessari ferð, setti hún mig í gamlan ruggustól sem hafði verið fast sæti Cyrils föður hennar. Winifred veit lítið um afa sinn George, sem lést áður en hún fæddist, en amman eða „Granny“ , eins og Christena var kölluð, stendur henni lifandi fyrir hugskotssjónum enda Winifred um tvítugt þegar hún lést. Innan ættarinnar var það ætíð tekið gott og gilt að hún hefði farið að heim- an vegna missættis um þá ráðstöfun að hún ætti að eiga mann, sem hún vildi fyrir engan mun giftast. Um ferð hennar til Dunedin eða hvar eða hvernig þau George hittust hafði ekki verið neitt rætt í hennar eyru. Hún hélt að vel gæti verið að þau hefðu orðið samskipa til Nýja-Sjálands. Þar var þá mikill skortur á gjafvaxta stúlkum svo ekki var óeðlilegt að hún giftist fljótt og stofnaði heimili. Þau hafa alla tíð dáð sína „ Granny“ sem hina mestu kjark- og dugnaðarmann- eskju. Hún ól börn sín upp í guðsótta og góðum siðum og halda þau minn- ingu hennar í heiðri. En skapstór var hún og minnist Winifred þess að hafa verið með henni í sporvagni þegar farmiðinn fauk úr hendi ömmunnar og þýddi lítið fyrir miðarukkarann að vefengja það. Hún hélt uppi ströngu eftirliti með lestrarefni Winfred í æsku og rak í burtu þá krakka sem hún taldi óæskilegan félagskap. Það var nokkur fjárhagsbyrði fyrir fjöl- skylduna að Christena héldi eigið heimili í ellinni, en það vildu þau og að hún héldi fullri reisn. Stríðið ekki rætt Cyril undi sér best í ruggustólnum og sagði dóttir hans hann gjarnan hafa verið með reykjarpípu í hend- inni. Cyril gat hins vegar ekki reykt vegna þess hve lungu hans höfðu skemmst af eiturgasinu í stríðinu. Stríðið var hins vegar aldrei rætt og Cyril minntist aldrei einu orði á veru sína í nýsjálenska hernum eða yfir- leitt dvölina í Evrópu. Þetta var víst ekki óalgengt meðal þeirra Nýsjá- lendinga sem sneru heim, en í þessum hörmungum höfðu bestu vinir margra fallið við hlið þeirra og þessi hræðilega návist við dauðann varð að lokaðri bók gagnvart öllum öðrum. Á einum vegg í stríðssafninu í Auckland eru ummæli hermanna. Þar segir einn: „Ég kom heim til foreldranna og fjögurra systkina fyrir 60 árum. Hvorki þá né síðar hef ég mælt eitt orð um stríðið.“ Í aðeins eitt einasta skipti svo vitað sé til ræddi Cyril um stríðið og var það samtal við einkasoninn Bill, sem stóð lengi nætur. Ekki hafði Bill gert öðrum grein fyrir því hvað þeim feðg- um fór á milli er hann féll skyndilega frá og því ekki vitað hvað það var sem faðir hans sagði honum er hann loks- ins opnaði sig um þessa lífsreynslu og væntanlega mikla skugga á lífi hans. Þá var víst margt bréflegt til tengt veru hans í hernum og það litla sem varðveist hafði var mér sýnt. Miklum hluta bréfanna var hins vegar því miður fleygt í misgripum eftir dauða Bills og því til að mynda ekki upplýst af hverju fjölskylda Cyrils vissi ekki um dvöl hans hjá frændfólkinu í London árið 1915. Um þetta hefur hann þó vafalaust skrifað foreldrun- um og eitthvað var það sem Bill ætl- aði að fræða okkur Örn um í Tuscon 1990. Það eina sem ég frétti hjá frændfólkinu á Nýja-Sjálandi um styrjaldarárin var að Cyril hefði hér um bil drepið sig við að koma hand- sprengju á Tyrki í návígi. Annað var ekki um það fjallað. Fékk kökk í hálsinn Ég skoðaði skrautritað „Certifi- cate of the Services in the New Zea- land Expeditionary Force of LCpl Cyril Norman Brookes“. Þar segir að Cyril hafi verið á vígstöðvum á egypska herstjórnarsvæðinu 1915 og því vestur-evrópska 1916–17 og verið sæmdur heiðursmerkjunum: 1914–15 Star, British War Medal og Victory Medal. Herþjónustan var 2 ár og 335 dagar en hann var leystur frá her- þjónustu árið 1917, þungt haldinn á spítala. Heiðursmerki þessi og reynd- ar fleiri geymir Elaine Brookes. Cyril Brookes var illa farinn þegar hann komst heim eftir stríðslok. Ég heyrði að hann hefði verið á hækjum þegar hann giftist eiginkonu sinni Violet Jane, sem var honum tveimur árum yngri. En Cyril náði sér furð- anlega og hefur greinilega verið harð- ur og ákveðinn í að gera það besta sem varð úr lífinu. Þeirra börn eru áðurnefnd Winifred og William, eða Bill, og svo sonurinn Norman sem lést ungur. Þótt heilsa Cyrils hafi alla tíð verið léleg, gerði hann vissulega sitt til að sjá fjölskyldunni farborða. Hann lærði það sem nú er kallað graf- ísk hönnun og hafði vinnu við það í verksmiðju ekki alllangt frá heim- ilinu. Þau segja hann hafa verið með afbrigðum geðgóðan og börn voru hans yndi. Síðasta myndin ssem tekin var af Cyril sýnir hann með sonarson sinn Geoffrey í fanginu. Cyril varð snemma hvíthærður og gat verið rauðþrútinn í framan af öndunarerf- iðleikum. Hann féll niður örendur við hliðið að húsinu sínu 63 ára að aldri og hafði þá verið á eftirlaunum í nokkur ár. Ég tók mynd af hliðinu en húsið stendur á fallegum stað í hlíð, fékk kökk í hálsinn. Systur Cyrils, dæturnar fjórar, voru konur fríðar og föngulegar. Sú elsta þeirra Henrietta, var bæði skap- stór og bráðskemmtileg, og sagði Winifred að stjórnmálaskoðanir þeirra Cyrils og Henriettu hefðu lítt farið saman og deildu þau oft um þjóðmál. Hún segir föður sinn hafa verið frekar vinstrisinnaðan en Henriettu aldeilis ekki. Heldur þótti henni ein fjölskylduveislan dauf og stökk hún þá upp á borð og dansaði. Hún var gift Harold Austen og meðal barnanna var fegurðardísin Dale, sem varð Ungfrú Nýja-Sjáland 1923 í árdaga slíkra keppna. Var mér gefin mynd af Dale í blóma lífsins, hinni fegurstu ungu konu. Hún reyndi fyrir sér í Hollywood og lék þar í tveimur kvikmyndum á tímum þöglu mynd- anna. Dale bjó með Normu Shearer, frægri leikkonu, en lífið í Hollywood átti ekki við hana og hún sneri aftur heim. Til er forsíða af dagblaði stað- arins þar sem henni er fagnað sem hetju á járnbrautarstöðinni við heim- komuna. Þar stendur amma hennar – „Granny“ – sem ætíð var svartklædd í mjög síðu og var þá ekkert sérlega blíð á svip, sýndist mér. Dale giftist síðar til Ástralíu og lifir enn, hátt á tí- ræðsisaldri, í Sidney. Mynd mín af Dale Austen minnir mikið á Svölu, föðursystur mína, sem ekki þótti hafa útlitið á móti sér. Það eru eyður varðandi vitneskju og heimildir í þessari frásögn. Hún hefst um miðja 19. öld í Ráðagerði á Seltjarnarnesi og einhvern tíma um eða eftir 1875 fer Kristín Tómasdóttir af landi brott. Hún á ekki afturkvæmt á heimaslóðir og gerist greinilega þátttakandi í öðru, fjarlægu þjóð- félagi af heilum hug. Hvað það snertir er saga hennar reyndar sú hin sama og þúsunda Íslendinga, sem á þessum tíma fluttust til Norður-Ameríku. Við vitum víst lítið um hversu margar ungar konur hurfu á brott af ýmsum ástæðum. Engu að síður er ástæða þess að Kristín lagði í sína löngu ferð skiljanlega mjög í hugum afkomenda hennar. Ljóst er að hún heldur sam- bandi við Margréti systur sína og kemur syni sínum úr stríðshremm- ingum til systurdótturinnar í London. Systurnar höfðu greinilega nokkurt samband eftirleiðis og á Margrét að hafa sent systur sinni íslenskan rokk. Þær virðast hins vegar alfarið hafa litið á slíkt sem einkamál og Chris- tena Brookes vildi sýnilega hafa frið fyrir íslenskri fortíð sinni og frænd- garði sem Margrét virðir. Það var ár á milli þeirra. Margrét Tómasdóttir er fædd 1853 og Kristín 1854 og ekki varð langt á milli dánardægranna: Kristín deyr 1935 og Margrét 1937. Þar með virðast úr sögunni allir möguleikar afkomenda þeirra á að rekja frændsemi allt til þess að Örn kemur til skjalanna. Þá er það að reynsla Cyrils Brook- es í stríðinu var skelfilegri en orðum tekur. Hann velur sömu leið og mar- girnýsjálenskir hermenn - að strika yfir þennan kafla lífs síns. Hann minnist aldrei á vígvellina og vinina sem hann þar missti, frekar en það hefði ekki gerst. Þess vegna verður að sjálfsögðu ekki heldur neitt fram- hald á samskiptum Cyrils við fjöl- skyldu Einars og Valgerðar í Lond- on. En það breytir því ekki að honum hafði verið tekið af ástúð af frænd- fólkinu í Hounslow og að hann var af- ar hjartfólginn litla frændanum og hebergisfélaganum, Erni. Draum- sýnir Arnar frænda míns voru raun- verulegar. Á því leikur enginn vafi í mínum huga, né heldur að hans var vitjað af Cyril einmitt til þess að sam- skipti kæmust á milli fjölskyldnanna. Ég átti að fara í þetta ferðalag, svo forlagatrúar er ég. Hringnum lokað Frændfólkið skildi strax að mér bæri að heimsækja legstaði þessara ættingja. Það gerði ég og fór með blóm á leiði George og Christena Brookes, sem liggja í gamla kirkju- garðinum í Dunedin, en hjá þeim er grafinn sonurinn George, sem lést af slysaskoti 1906 og barnabarnið Thelma Austen sem dó barnung. Ég er talinn fyrsti Íslendingurinn sem kemur að leiði þeirra.Winifred fór svo með mig einn sólríkan sumardag að leiði foreldra sinna og sonarins Normans, sem þau misstu 18 ára gamlan, en þau eru grafin í aðalgraf- reit borgarinnar á fögrum stað þar sem glitrandi hafið blasti við. Ég sat þar og hugleiddi góða stund. Við báða grafreitina fann ég til mikillar ná- lægðar við þetta frændfólk mitt, sem mér þykir vænt um. Tilfinningar, sem get ég ekki útskýrt nánar, voru að mér leið vel og fann til léttist eða frið- ar í sálunni eftir þessar heimsóknir í kirkjugarðana. Ég hafði, að mér fannst, lokað ákveðnum hring og átti að vera þarna. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Uppgönguleiðin sem Wellington-sveitinni var ætluð í innrásunum í Dardanellasundinu. Síðasta myndin af Cyril með nýfæddan sonarson, Geoffrey.Ruggustóll Cyrils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.