Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 55 Í breytingartillögum um frum- varp til laga um breytingu á út- varpslögum og samkeppnislögum sem lagðar voru fram á Alþingi 10. maí sl. segir að „...óheimilt [sé] að veita útvarpsleyfi fyr- irtæki sem er að meira en 5% í eigu fyrirtækis ... í markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta“. Einnig seg- ir í tillögunum að „Við mat á því hvort fyr- irtæki ... sé í markaðs- ráðandi stöðu skal ... leita álits Samkeppn- isstofnunar.“ Einfalt mál – eða hvað? Hinar ýmsu bankastofnanir eru öflugur og áberandi hluti af okkar viðskiptalífi. Hefur oft verið nefnt í umræðu undanfarinna daga að ekki gætu þeir nú fengið útvarpsleyfi, því þeir séu í markaðsráðandi stöðu. Í umræðunni virðist 25% markaðs- hlutdeild vera álitin töfratalan, ef undir henni, þá ekki markaðs- ráðandi, ef yfir, þá markaðsráðandi. En er það svo? Langar mig í þessu greinarkorni að skoða hvort bank- arnir gætu fengið útvarpsleyfi ef þeir hefðu áhuga. Samkeppnisráð hefur nefnilega tvisvar á und- anförnum árum þurft að fara yfir markaðshlutdeild bankastofnana vegna samruna, annars vegar árið 2000 vegna Íslandsbanka og Fjár- festingabanka atvinnulífsins (FBA) og hins vegar 2003 vegna Bún- aðarbanka Íslands (BÍ) og Kaup- þings. Gagnlegt er að skoða þessa úrskurði Samkeppn- isráðs þegar reynt er að meta áhrif frum- varpsins sem liggur fyrir Alþingi. Það er nú einu sinni þannig að hugtakið markaðsráðandi staða er erfitt viðureignar. Skv. 4. gr. samkeppn- islaga er markaðs- ráðandi staða þegar „... fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrk- leika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda“. Hér eru ýmis álitaefni, t.d. er oft erfitt að skilgreina þann markað „...sem máli skiptir“. Í ákvörðun 22/2000 fer samkeppn- isráð ýtarlega yfir samruna Íslands- banka og FBA. Var m.a. leitað í smiðju annarra landa, einkum Bandaríkjanna, en þar hafa verið hræringar á bankamarkaði. Það fyrsta sem vert er að taka eftir er að ekki er um einn bankamarkað að ræða, heldur fer starfsemi bankanna fram á mörgum mörkuðum. Skv. umræddu frumvarpi væri nóg að hafa markaðsráðandi stöðu á einum af þessum mörkuðum til að mega ekki reka fyrirtæki með útvarps- leyfi. Í töflu 1 er samantekt á mörk- uðunum sem Samkeppnisráð af- markaði og hlutdeild sameinaðs Íslandsbanka og FBA á þeim. Lægst var hlutdeildin 21% á mark- aði með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands sálugu, en hæst 45% í við- skiptum á peningamarkaði utan Verðbréfaþings. Á níu af ellefu mörkuðum er sameinaði bankinn með yfir 25% markaðshlutdeild og ætti því, skv. 25%-reglunni, að hafa markaðsráðandi stöðu á flestum sín- um mörkuðum. Samkeppnisráð komst hins vegar að þeirri nið- urstöðu að „...samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til“. Athyglisvert. Hvað með BÍ og Kaupþing? Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 16/ 2003 er ekki ósvipuð. Samkeppn- isráð velur reyndar orð sín af meiri gætni nú, og í stað þess að tala um markaðsráðandi stöðu þá er leitað að „skaðlegum áhrifum á sam- keppni“. Eins og í tilviki Íslands- banka og FBA, þá dreifist starfsem- in á ýmsa markaði og er hlutdeild sameinaðs BÍ og Kaupþings sýnd í töflu 2. Lægst er markaðshlutdeildin rúm 25% í viðskipta- bankastarfsemi, en hæst er hún 45–50% í viðskiptum með hluta- bréf. Alls staðar er hún því hærri en 25%. Samkeppnisráð kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að samruninn leiði til samþjöppunar þá er samkeppni til staðar við tvo öfluga keppinauta, „...sem í sumum tilvikum munu hafa hærri markaðs- hlutdeild“. Því ógnar samruninn ekki skil- virkni þessara mark- aða. Ekki er því hægt að lesa annað úr þessum niðurstöðum Sam- keppnisráðs en að Ís- landsbanki/FBA og BÍ/Kaupþing hafi ekki haft markaðsráðandi stöðu á mörk- uðum sínum þegar ákvarðanir ráðs- ins voru teknar. Skv. því mætti veita fyrirtækjum í eigu þeirra útvarps- leyfi. Hins vegar má ekki veita fyr- irtæki í eigu Sláturfélags Suður- lands (SS) útvarpsleyfi, því samkvæmt ákvörðun 41/2003 er það mat samkeppnisráðs að SS sé ráð- andi á markaði fyrir slátrun á búfé á tilteknu svæði landsins. Ef umrætt frumvarp verður að lögum, þá er tryggt að eigendur SS munu ekki geta misnotað fjölmiðla í sína þágu (heildartekjur skv. ársreikningi voru 3,5 milljarðar króna 2003), og ekki þurfum við að hafa áhyggjur af bönkunum, því samkeppni á banka- mörkuðum mun halda aftur af þeim. Almenningur getur því sofið rótt. Má veita bönkunum útvarpsleyfi? Vilhjálmur H. Wiium skrifar um útvarpslög ’Samkeppnisráð kemstengu að síður að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að samruninn leiði til samþjöppunar þá er samkeppni til staðar við tvo öfluga keppinauta.‘ Vilhjálmur H. Wiium Höfundur er lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Tafla 1. Markaðshlutdeild Íslandsbanka og FBA á ýmsum mörkuðum Hlutdeild Íslandsbanka og FBA Útlán lánastofnana til atvinnulífsins í árslok 1999 27,2% Heildarverðmæti í skuldabréfaútgáfum, 1999 41,6% Heildarverðmæti í hlutabréfaútgáfum, 1999 36,7% Hlutdeild í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands, 1999 Skuldabréf 33% Hlutabréf 21% Viðskipti á peningamarkaði 29% Hlutdeild í viðskiptum utan Verðbréfaþings, 1999 Skuldabréf 23% Hlutabréf 33% Viðskipti á peningamarkaði 45% Millibankamarkaður með gjaldeyri, 1999 41,7% Millibankamarkaður með krónur, 1999 25,7% Tafla 2. Markaðshlutdeild BÍ og Kaupþings á ýmsum mörkuðum Markaðshlutdeild BÍ og Kaupþings Viðskiptabankastarfsemi, 2002 25,4% Verðbréfamiðlun, meðaltal þriggja ára Viðskipti með hlutabréf 45-50% Viðskipti með skuldabréf 40-43% Verðbréfaútboð 44% Rekstur verðbréfasjóða 32% Millibankamarkaður með gjaldeyri, meðaltal tveggja ára 46-48% Millibankamarkaður með krónur, meðaltal tveggja ára 32-35%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.