Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ H yllum stríðs- hetjurnar, berjumst fyrir rússneskunni, rússnesku skólunum …! “ hrópar vígreif rússnesk kona á miðjum aldri við Sigur-minnisvarða Rússa í Riga í Lettlandi. Rússneski minnihlutinn í Lettlandi lætur sér ekki nægja að halda upp á lok seinni heimsstyrjaldarinnar og þar með innlimun Lettlands í Sovétríkin heit- in með hefðbundnum hætti hinn 9. maí í ár. Frummælendur á samkom- unni mótmæla harðlega nýrri löggjöf lettneska þingsins um að 60% kennslu í lettneskum skólum fari framvegis fram á lettnesku. Rússarnir eru ekki einir um að koma saman þennan rigningardag í Riga. Á sama tíma bindur lettneski meirihlutinn í landinu endahnútinn á vikulöng hátíðarhöld í tilefni af inn- göngu Letta í Evrópusambandið handan árinnar Daugava. Svipaðar uppákomur höfðu reyndar verið haldnar rúmri viku áður hvor á sínum árbakkanum – laugardaginn 1. maí. Á meðan 60.000 Lettar fylltu stræti gamla bæjarins og fögnuðu inngöngu Lettlands í Evrópusambandið efndi rússneski minnihlutinn til fjölmenns mótmælafundar gegn nýju tungu- málalögunum við áðurnefndan minn- isvarða skammt undan. Heimildum ber reyndar ekki sam- an um hversu margir hafi sótt fund- inn við minnisvarðann. Vefritið The Baltic Times hafði eftir skipuleggj- endunum að á bilinu 60.000 til 65.000 manns hefðu komið saman við minn- isvarðann til að mótmæla lagasetn- ingunni. AP-fréttastofan gaf út að lið- lega 20.000 manns hefðu sótt fundinn og The Baltic News Service taldi 15.000–20.000 fundargesti. Flestir mótmælendanna voru á skólaaldri og margir í bolum með áletrunum eins og „Útlendingur“ og „Skiptið ykkur ekki af rússnesku skólunum“. Margir báru mótmæla- spjöld með áletrunum eins og „Rúss- neska er meira en tungumál“, „Lett- ar færa skömm yfir Evrópu“, „Rússneskir skólar eru framtíð okk- ar!“ og „Nei, við umbótum“. Aðrir veifuðu Evrópusambandsfánum skreyttum svörtum sorgarborðum. Eftir fundinn afhentu fundarmenn menntamálaráðherra Lettlands, Jur- is Radzevics, beiðni um að gildistöku laganna yrði seinkað og leitað sam- vinnu við rússneska skólaráðið um umbætur í skólastarfi. Rússum holað niður í Lettlandi Lok heimsstyrjaldarinnar leiddu ekki aðeins til innlimunar Lettlands í Sovétríkin um miðjan 5. áratug síð- ustu aldar. Á göngu með hópi nor- rænna blaðamanna á milli sögu- frægra bygginga í Riga rifjaði leiðsögukonan Ira Rezais upp að Sov- étmenn hefðu flutt fjöldann allan af Rússum með skipulegum hætti til Lettlands um miðbik síðustu aldar. „Sovétmenn fluttu þúsundir Letta nauðungarflutningi til Síberíu á þess- um árum. Lettar voru hraktir burt úr rúmgóðum 5–7 herbergja íbúðum í miðbænum til að hægt væri að hola þar niður rússneskum fjölskyldum – einni í hvert herbergi. Með því móti ætluðu Rússarnir sér að ná fullkomn- um yfirráðum í landinu í krafti meiri- hluta. Rússarnir urðu þó aldrei meira en þriðjungur af þjóðinni – rétt eins og hlutföllin eru núna,“ segir hún og bætir því við að þegar Lettar hafi öðl- ast sjálfstæði fyrir 13 árum hafi margar rússneskar fjölskyldur enn búið saman í einu herbergi. „Rúss- arnir hafa haldið sig sér og ekki viljað aðlaga sig lettneskri menningu. Núna hafa þeir ekki lengur völd og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við breyttu samfélagi. Auð- vitað gætu þeir vel flutt til baka aftur til Rússlands. Sú leið heillar þó fæsta því að lífskjörin eru mun betri hér en þar.“ Of gamall til að verða Letti Alsettur medalíum fagnar hinn 83 ára gamli Alexander Goldheim lok- um seinni heimsstyrjaldarinnar í góðra vina hópi við Sigur-minnis- varðann hinn 9. maí. Hann segist vera frá Leníngrad (Pétursborg) og hafa skráð sig í herinn tveimur dög- um áður en styrjöldin hófst hinn 2. maí 1941. „Styrjöldin var erfið,“ segir hann stoltur í bragði. „Við börðumst áfram vopna- og oft klæðalitlir í alls konar veðrum. Herflokkurinn komst alla leið suður í Karpatafjöll. Seinna urðum við að hörfa aftur norður á bóginn. Liðsafli frá Síberíu gerði okkur kleift að standast síðustu árás Þjóðverja. Síberísku hermennirnir voru kraftmiklir þó reynsluna vant- aði. Við lögðum ekki niður vopn fyrr en allt var búið fjórum árum eftir að ég skráði mig í herinn.“ Alexander fluttist til Riga árið 1946. „Ég fékk sem leikari tilboð um að taka þátt í uppbyggingu rússnesks leikhúss í Riga. Eftir að því var lokið ákvað ég að setjast að í Riga. Núna er ég búinn að búa í ein 58 ár í borginni,“ segir hann og svarar því hvernig hann dragi fram lífið. „ Ég fæ 62 lats (ríflega 8.000 ísl. kr.) á mánuði í eft- irlaun,“ segir hann og bregst við undrunarsvip blaðamannanna með því að sannfæra þá um að þó upp- hæðin sé ekki há sé hún talsvert hærri en gerist og gengur í Rúss- landi. „Að auki er ég enn að vinna. Ég fer á milli rússneskra grunnskóla og kynni rússneska menningu fyrir nemendunum í skólunum, t.d. með því að fara með rússnesk ljóð og sög- ur. Ég ætla að halda áfram að vinna eins lengi og ég stend í fæturna,“ seg- ir hann og hlær innilega. Alexander segist vera orðinn of gamall til að standa í því að taka upp lettneskt ríkisfang. „Hvort ég er rík- isborgari eða ekki skiptir ekki máli. Ég skil lettnesku ágætlega eftir að hafa farið á nokkur námskeið í lettn- esku. Ég hætti að sækja námskeiðin af því að vinir mínir sögðu að ég þyrfti ekki á því að halda. Ég væri Rússi – Rússar réðu hvort eð er lög- um og lofum í Lettlandi,“ segir Alex- ander og brosir góðlátlega. Almennt segir hann gott að búa í Lettlandi. Hins vegar stendur ekki á svarinu þegar hann er spurður að því hvort Lettar hafi fordóma gagnvart Rússum í landinu. „Da (já),“ segir hann og telur ekki þörf á að rökstyðja svarið. Næg tækifæri í Lettlandi Ivanov Sergej Vladimirovitch og Askerov Jimur eru báðir 18 ára nem- endur á fyrsta ári í Tækniháskólan- um í Riga. Þeir segjast eiga lettneska vini og ýmist tala lettnesku eða rúss- nesku í vinahópnum. „Smám saman hefur rússneskan vikið fyrir lettnesk- unni í skólanum. Við gátum alfarið notað rússneskuna fyrstu árin í grunnskólanum. Lettneskan jókst á menntaskólastiginu og var eina leyfi- lega tungumálið í stúdentsprófinu. Núna fer allt námið fram á lettnesku þó við fáum að tala rússnesku okkar á milli í bekknum,“ segir Ivanov og bætir við að öll æðri menntun í Lett- landi fari fram á lettnesku. „Þó við björgum okkur finnst mér að við ætt- um að eiga rétt á að stunda háskóla- nám á okkar eigin móðurmáli – rúss- nesku.“ Ivanov er spurður að því hvort honum hafi dottið í hug að flytja til Rússlands eftir að Lettland öðlaðist sjálfstæði. „Af hverju ætti ég að flytja til Rússlands?“ spyr hann á móti. „Ég er fæddur í Lettlandi. For- eldrar mínir eru fæddir í Lettlandi,“ segir hann og hristir höfuðið þegar hann er spurður að því hvort Rússar eigi erfiðara með að fá vinnu í Lett- landi en Lettar. „Nei, ef maður kann tungumálið er ekkert erfiðara fyrir Rússa en Letta að fá vinnu,“ segir hann ákveðinn. Askerov segist ekki vera lettneskur ríkisborgari. „Ég gæti sótt um ríkisborgararétt ef ég hefði áhuga á því að fá lettneskt vegabréf. Skilyrðið er að standast frekar auðvelt próf í lettnesku og lettneskri sögu. Hingað til hef ég ekki haft neinn áhuga á því að verða lettneskur ríkisborgari.“ „Verðlag hækkar,“ svara vinirnir einum rómi þegar spurt er hvaða áhrif þeir haldi að aðildin að Evrópu- sambandinu hafi í Lettlandi. En þegar lengra líður? „Verðlag hækkar ennþá meir.“ Hvað með möguleika ykkar á að menntast og vinna í öðrum löndum? „Ég fer ekkert að flytja til annarra landa. Ég get alveg eins byggt upp framtíð mína heima fyrir,“ segir Iv- anov ákveðinn. „Lettland er í mikilli uppbyggingu. Hér eru næg tækifæri fyrir ungt fólk.“ Hækkandi verðlag Með ótal spurningar í höfðinu er dýrmætt að fá tækifæri til að setjast niður með heimamanni úr blaða- mannastéttinni í Riga. Leva Puke hefur reyndar ekki aðeins skrifað fréttir af innlendum vettvangi í Lett- landi því að hún hefur talsvert gert af því að ferðast til annarra landa og kynna fyrir löndum sínum jafn fjar- læga menningarheima og Ísland og Ástralíu. Leva og ljósmyndarinn Kaspar Goba dvöldu um skeið á Ís- Tvær þjóðir í einu Á sama tíma og Lettar fögn- uðu inngöngu Lettlands í ESB í miðborg Riga fagnaði rússneski minnihlutinn í landinu lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og þar með innlimun Lettlands í Sovétríkin í 500 m fjarlægð. Anna G. Ólafsdóttir bland- aði sér í þvöguna – forvitn- aðist um sambúð Rússa og Letta og viðhorf íbúanna til ESB-aðildarinnar í rigning- arsuddanum í Riga. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Þúsundir Rússa komu saman við Sigur-minnisvarðann í Riga til að halda upp á lok seinni heimsstyrjaldarinnar og mótmæla tungumálafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alexander Goldheim segist vera orðinn of gamall til standa í að gerast lettn- eskur ríkisborgari. Hann var alla seinni heimsstyrjöldina í her Sovétmanna. Askerov Jimur og Ivanov Sergej Vladim- irovitch , 18 ára, hafa ekki áhuga á að flytja til annarra landa. Þeir segja næg tækifæri fyrir ungt fólk í Lettlandi. Leva Puke segir takmörkuð sam- skipti Rússa og Letta í Lettlandi ekki vandamál á meðan friður haldist á milli hópanna tveggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.