Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 43 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn ✝ Guðlaug BjörgSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1920. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 7. maí síðastliðinn. Foreldr- ar Guðlaugar, eða Lúllu, eins og fjöl- skylda og vinir ávallt kölluðu hana, voru hjónin Sveinn Jó- hannesson sjómaður og trésmiður, f. á Hofgörðum á Snæ- fellsnesi 1888, d. 1951 og Kristrún Jónsdóttir húsfrú, f. í Látravík í Eyrarsveit 1887, d. 1942. Börn þeirra hjóna og systkin Guðlaugar eru Oddgeir málarameistari, f. 25.7. 1910, d. 29.8. 1998; Jón Kristinn rafvirkja- meistari, f. 24.11. 1911, d. 18.5. 2000; Guðmundur Kristinn raf- virkjameistari, f. 31.8. 1916, d. 3.8. 1997; Sigurvin rafvirkjameistari, f. 9.6. 1925; Kristín Björg húsfrú, f. 10.9. 1926; Marta húsfrú, f. 25.10. 1927; og Anna Hulda húsfrú, f. 23.8. 1931. Frá fimm ára aldri ólst Guðlaug upp hjá móðursystur sinni, Soffíu Jónsdóttur húsfrú og eiginmanni hennar, Katli Þórðarsyni járna- bindingamanni. Fyrri eiginmaður Guðlaugar var Jónas Steinn Lúðvíksson rithöf- undur, f. 1919, d. 1973. Þau skildu 1958. 2000. B) Hildur Júlía hárgreiðslu- dama á Selfossi, f. 22.2. 1972, mað- ur hennar er Sveinbjörn Másson fiskvinnslumaður, f. 16.4. 1967, börn þeirra eru Bryndís Jóna, f. 19.3. 1985, Karel Fannar, f. 8.6. 1993, Aron Freyr, f. 5.8. 1995 og Adam Örn, f. 13.7. 1998. C) Guðrún Björg nemi á Selfossi, f. 20.5. 1975, börn hennar eru Daníel Andri Ein- arsson, f. 20.7. 1997 og Þóra Valdís Einarsdóttir, f. 29.5. 1999. D) Jónas Árni nemi í Reykjavík, f. 25.3. 1979. E) Hannes Valur nemi á Selfossi, f. 5.12. 1981. F) Soffía Rúna nemi í Reykjavík, f. 11.7. 1983, sambýlis- maður Sigurður Grétar Árnason trésmiður, f. 27.4. 1979, dóttir þeirra er Aníta Dögg, f. 9.7, 2003. 3) Soffía Jónasdóttir hárgreiðslu- dama í Reykjavík, f. 23.12. 1951. Börn hennar eru: A) Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, hárgreiðsludama í Garðabæ, f. 16.2. 1971, maður hennar er Tómas Jóhannsson tölv- unarfræðingur, f. 15.4. 1973. Dóttir Súsönnu er Árný Björg Ósvalds- dóttir, f. 28.12. 1993. B) Einar Mikael Sverrisson nemi í Reykja- vík, f. 20.8. 1986. Árið 1939 lauk Guðlaug sveins- prófi í hárgreiðslu frá Iðnskólan- um í Reykjavík og meistararéttindi í greininni hlaut hún árið 1941. Rak hún eigin hárgreiðslustofu í Vest- mannaeyjum á árunum 1948–1958 og síðan í Keflavík til 1969. Guð- laug sat einnig um árabil í sveins- prófsnefnd í hárgreiðslu, ásamt því að annast kennslu sveinsprófsnema fyrir próftöku. Síðustu árin hafa þau hjónin, Guðlaug og Árni, búið á dvalarheimilinu Hrafnistu við Laugarás. Útför Guðlaugar hefur farið fram í kyrrþey. Hinn 20. október 1961 giftist Guðlaug seinni og eftirlifandi manni sínum, Árna Gunnari Sveinssyni sjómanni, f. 3.11. 1923. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Árna- son, sjómaður og for- maður í Garðinum, f. í Gerðum í Garði 1892, d. 1987 og Guðrún Eyj- ólfsdóttir húsmóðir, f. í Haughúsum á Álfta- nesi 1898, d. 1981. Börn Guðlaugar eru: 1) Rúnar Ketill Georgsson hljómlistarmaður í Reykjavík, f. 14.9. 1943. Börn hans eru: A) Björg lögfræðingur í Reykjavík, f. 15.4. 1962, maður hennar Sigurður Örn Hektorsson læknir, f. 12.11. 1954, dætur þeirra eru Árný Björk, f. 5.12. 1982 og María Kolbrún, f. 26.7. 1983, dóttir hennar er Arna Björg Reynisdótt- ir, f. 12.12, 2001. B) Ketill símvirki í Svíþjóð, f. 13.6. 1971. C) Elfa Björk, hljómlistarmaður á Álftanesi, f. 7.8. 1978, sambýlismaður Daníel B. Þorgeirsson framkvæmdastjóri, f. 20.1. 1968, sonur hans er Kjartan, f. 25.2. 1988. 2) Lúðvík Per Jónasson vélstjóri í Reykjavík, f. 16.2. 1948. Börn hans eru: A) Sigfinnur Þór bílasmiður í Reykjavík, f. 27.12. 1966, kona hans Sigurdís Gunnars- dóttir rannsóknarmaður, f. 2.11. 1966, synir þeirra eru Gunnar, f. 12.3. 1984 og Dagur Þór, f. 1.6, Elsku mamma, takk fyrir allt. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störf- in vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf Drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson.) Þinn sonur, Lúðvík. Mig langar að minnast nokkrum orðum tengdamóður minnar, Guð- laugar Bjargar Sveinsdóttur sem var kölluð Lúlla eða öllu heldur „amma Lúlla“ eins og barnabörnin hennar sögðu. Ég kynntist Lúllu þegar við Rún- ar sonur hennar felldum hugi saman fyrir hartnær 30 árum. Lúlla var sterk kona og mikill dugnaðarfork- ur. Hún var hæfileikarík og greind og með afbrigðum minnug og stærði sig oft af því að muna ýmsa hluti bet- ur en aðrir. Lúlla var listræn og með afbrigðum músíkölsk og lærði á pí- anó sem ung stúlka. Hún lék einnig listavel á munnhörpu og harmoníku. Ég hef það fyrir satt að hún hefði getað lagt tónlistina fyrir sig ef að- stæður hefðu verið aðrar á uppvaxt- arárunum. Henni var gert að velja um það að leggja fyrir sig tónlistina eða læra eitthvað „gagnlegt“. Það þótti ekki neitt sérstaklega gæfulegt að vera að treysta á tónlistina sem einhverja framtíðaratvinnugrein. Hún valdi að læra hárgreiðslu og stundaði þá iðngrein með glæsibrag um langt skeið. Ég tel að hún hafi fengið útrás fyrir listræna hæfileika sína í hárgreiðslunni, sem hún bar ekki gæfu til að fá útrás fyrir í tón- listinni. Alla ævina unni Lúlla þó tónlistinni hugástum. Hún hafði sér- staklega ánægju af jazztónlist og var Louis Armstrong hennar allra mesta uppáhald. Annars var hún nokkurn- veginn alæta á tónlist. Eina tónlistin sem henni hugnaðist ekki var óperu- tónlist. Það var henni mikil gleði að sonur hennar Rúnar Georgsson erfði tónlistarhæfileika hennar og gott betur. Hann hefur getið sér gott orð í jazz-heiminum og var móðir hans afar stolt af því. Ég held að það hafi verið toppurinn á tilverunni hjá henni þegar Rúnar var beðinn um að leika með Louis Armstrong þegar hann kom hingað til lands fyrir all- mörgum áratugum. Dóttir okkar Rúnars, Elfa Björk, hefur síðan einnig erft þessa dýrmætu hæfileika föður síns og ömmu og leikur á fiðlu og píanó af mikilli list. Amma hennar var afar stolt af framgangi hennar á tónlistasviðinu og fylgdist með þroska hennar þar af áhuga. Annar eiginleiki Lúllu sem mér er hugleikinn er ást hennar á dýrum. Hún er einhver mesti dýravinur sem ég hef kynnst og mátti ekkert aumt sjá. Hún var yfirleitt alltaf með páfa- gauka sem hún hafði mikið dálæti á, en hestar og hundar voru líka í miklu uppáhaldi. Það kvað meira að segja svo rammt að þessu að þegar við átt- um páfagauk sem við kölluðum Gogginn, þá spurði amma Lúlla allt- af fyrst um Gogginn þegar hún hringdi og síðan um það hvernig við mannfólkið hefðum það. Hún hafði gaman af að segja sögur af dýrum sem hún hafði átt. Eins og til dæmis hamstrinum honum Bossa sem skreið inn í píanóið og páfagauknum Rocky sem heilsaði með handabandi (fótabandi) og talaði ensku. Ég var reyndar svo óheppin að Rocky dó einmitt þegar hann var í pössun hjá okkur eitt sinn þegar Lúlla brá sér í heimsókn til Soffíu dóttur sinnar til Bandaríkjanna. Ég hélt nú kannski að tengdamamma myndi álasa mér fyrir þetta, en það má hún eiga að aldrei lét hún mig finna fyrir því. Ég þurfti hins vegar að geyma páfa- gaukinn í frystinum þar til hún kom heim og þá var hann stoppaður upp og hafður í stofunni hjá henni alltaf síðan. Á skilnaðarstundu hrannast minn- ingarnar upp. Það er af mörgu að taka á svo langri samleið. Ég ætla þó að láta staðar numið hér og geyma allar hinar minningarnar með sjálfri mér og deila þeim með börnum og barnabörnum Lúllu og gera þannig mitt til að varðveita minningu henn- ar. Ég vil þakka tengdamóður minni samfylgdina í gegnum öll þessi ár og votta Adda afa mína dýpstu samúð. Hann sér nú á bak lífsförunauti sín- um og ég veit að missir hans er mik- ill. Ég vil einnig votta börnum Lúllu, þeim Rúnari, Lúðvík og Soffíu sam- úð mína sem og öllum barnabörn- unum sem henni voru svo kær. Megi minningin um ömmu Lúllu lifa í hjarta okkar um alla framtíð. Helga Markúsdóttir. Með söknuði kveð ég elskulega föðurömmu mína, Guðlaugu Björgu Sveinsdóttur. Margs er að minnast þegar ég lít yfir farinn veg okkar ömmu saman um æsku- og fullorðinsár mín. Eins og hvert og eitt barnabarn er sér- stakt að sínu leyti í huga ömmu sinn- ar og afa, skipaði ég þann sess hjá mínum föðurforeldrum að vera elsta barnabarnið þeirra. Þeirrar stöðu naut ég í ríkum mæli mín fyrstu ævi- ár og ljós mitt skein skært í nærveru ömmu og afa. Engu breytti þótt síð- ar tæki ört að fjölga í hópi barna- barnanna, því amma hafði mikið að gefa – við fengum öll næga um- hyggju hennar og ljós okkar allra skinu skært í huga hennar. Amma kallaði mig alltaf stóru Rósina sína og í návist ömmu fannst mér ég vera jafn falleg og hin firnastóru, rauð- bleiku og ilmandi blóm stóru Hawa- ii-rósarinnar sem amma fóstraði í stofunni sinni í Keflavík. Meðal minna bestu barnsminninga eru heimsóknir mínar til ömmu og afa í Keflavík, og segja má að í barnshug- anum hafi tilhlökkunin fyrir hverja heimsókn verið nánast óbærileg. Þau báru mig á höndum sér og ég átti athygli þeirra óskipta. Amma sagði mér margar skemmtilegar sögurnar – þó sjaldan af sjálfri sér, heldur frekar af æsku- og uppvaxt- arárum barnanna sinna; föður míns, föðursystur og föðurbróður – prakk- arastrikum þeirra og uppátækjum. Hún þreyttist t.a.m. ekki á að segja mér frá einstökum tónlistarhæfileik- um föður míns á unga aldri hans. Þá hæfileika sótti hann þó ekki um langan veg, því amma var afar mús- ikölsk og nam píanóleik í æsku – bæði í Tónlistarskóla Reykjavíkur og í einkatímum um árabil. Sömu- leiðis átti hún og lék á harmonikku. Hugsanlega hefði amma náð langt sem tónlistarmaður, en efnin voru takmörkuð og þurfti amma að velja á milli áframhaldandi tónlistarnáms og annarrar skólagöngu sem betur væri til þess fallin að tryggja öruggt lífsviðurværi. Því hætti amma tón- listarnámi og lærði hárgreiðslu þess í stað. Þá iðn tileinkaði hún sér af þeirri alúð, dugnaði og samvisku- semi sem ávallt einkenndi störf hennar og athafnir allar. En tónlist- aráhuginn fylgdi ömmu allt hennar líf og er hún eltist, beindist hann einkum að jazztónlistinni. Þegar Lo- uis heitinn Armstrong féll frá, þá felldi amma tár – svo mjög dáði hún jazzinn og þennan heimskunna flytj- anda hans. Þó svo amma hafi lítið rætt upp- vaxtarár sín, þá sagði hún mér margt frá fósturforeldrum sínum, þeim Soffíu Jónsdóttur og Katli Þórðarsyni – en Ketil kallaði amma alltaf „Nafna“. Þau hjón ólu ömmu upp sem sitt einkabarn frá því hún var fimm ára gömul og bast hún þeim sterkum böndum, enda voru þau henni afar góð. Amma hafði sterkar pólitískar skoðanir og aðhylltist bræðralag og jöfnuð öllum mönnum til handa. Allir menn stóðu jafnfætis í huga ömmu, óháð stétt og stöðu – og henni var mjög umhugað um réttindi verka- lýðsins. Það gat oft verið skondið að ræða pólitík við ömmu og afa – því afi hefir jafnmikla hægri slagsíðu og amma var sigin til vinstri hliðarinn- ar. Heimsóknir til afa og ömmu á kosningatímabilum gátu því verið einstaklega fjörugar og hávaðasam- ar, og átti amma það til að fussa mik- inn yfir stjórnarstefnu hægri flokk- anna og athöfnum einstakra stjórnmálamanna. Með sama hætti og amma var vin- ur „litla mannsins“, þá var hún alveg GUÐLAUG BJÖRG SVEINSDÓTTIR SJÁ SÍÐU 44 Lítill fugl á laufgum teigi losar blund á mosasæng, heilsar glaður heiðum degi, hristir silfurdögg af væng. Flýgur upp í himinheiðið, hefur geislastraum í fang, siglir morgunsvalaleiðið, sest á háan klettadrang. Þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að heimur heyri hvað hann syngur listavel. (Örn Arnarson.) Kveðja frá barnabarni og langömmubarni. Einar Mikael Sverrisson og Árný Björg Ósvaldsdóttir. Guðlaug Björg Sveinsdóttir Elsku langamma, þú varst alltaf svo góð við okkur og skammaðir okkur aldrei. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir stundirnar sem við áttum, fyrir viskuna sem þú kenndir, fyrir sögurnar sem þú sagðir, fyrir hláturinn sem þú deildir, fyrir strengina sem þú snertir, ég ætíð mun minnast þín. (F.D.V.) Við söknum þín elsku amma. Karel Fannar, Aron Freyr og Adam Örn. Guðlaug Björg Sveinsdóttir Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín barnabarnabörn, Daníel Andri, Þóra Valdís, Dagur Þór og Aníta Dögg. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.