Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F réttir af misnotkun fanga í Írak hafa vakið hörð viðbrögð meðal almennings hér í Kabúl þótt ekki hafi borið á því í heims- pressunni. Flestir Afganar fagna því að loks skuli hafa feng- ist haldbærar sannanir fyrir því að hermenn bandaríska hersins gerðust sekir um gróf mannréttindabrot í fang- elsum sínum, því grunur leikur á að aðferðirnar sem beitt var í Írak hafi einnig verið notaðar hér í Afganistan. Fjölmargar fjölskyldur í landinu berjast fyrir því að fá ættingja sína lausa úr fangelsum Bandaríkjamanna, en flestir fang- arnir hafa setið í fangelsi frá því bandaríski her- inn réðst inn í Afganistan í október 2001. Athyglin hefur fyrst og fremst beinst að með- ferð meintra al Qaeda-félaga í bandarísku her- stöðinni Guantanamo Bay á Kúbu, en Í Kabúl, Gardez og Bagram sitja hundruð Afgana án dóms og laga og án nokkurra samskipta við um- heiminn. Bandaríkjastjórn segir tilfellið í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak einstakt, en vitnisburð- ur fyrrverandi fanga í Afganistan gefur annað til kynna. Afgönsk mannréttindasamtök hafa reynt að vekja athygli á ástandinu og freistað þess að fá að heimsækja fanga sem hafa setið inni í yfir tvö ár án réttarhalda. Bandaríski her- inn hefur virt þessi sem og önnur samtök að vettugi og einungis hleypt inn starfsfólki Rauða krossins enda eru skýrslur þeirra og niðurstöð- ur trúnaðarmál. Fyrrverandi blaðamaður að nafni Muhamm- ed Nasrullah, sem vinnur fyrir afgönsk mann- réttindasamtök í Kabúl, hefur lengi reynt að fá aðgang að nokkrum föngum sem haldið er í Kabúl, en án árangurs. Hann telur að alþjóða- samfélagið hafi haft lítinn áhuga á meðferð afg- anskra fanga því menn hafi litið svo á að talib- anar og sér í lagi al Qaeda-meðlimir ættu slíka meðferð skilið. Reiði almennings á Vesturlönd- um eftir 11. september hafi verið slík að mann- réttindi hafi verið virt að vettugi án nokkurra andmæla, en nú sé mönnum að verða ljóst að meðferð fanga í bandarískum fangelsum í Afg- anistan og í Írak sé ómannúðleg og á engan hátt réttlætanleg. Nashrulla telur að 70 prósent fanganna í bandarísku herstöðvunum í Afgan- istan séu ungir menn sem einungis hafi verið al- mennir hermenn undir stjórn talibana og þeir hafi verið skyldaðir til að berjast gegn innrás- arliðinu. Inn á milli sé auk þess að finna blásak- lausa menn sem séu pyntaðir reglulega án þess að mál þeirra hafi verið rannsökuð eða farið fyr- ir dómstóla. Fyrsti maðurinn til að koma fram opinber- lega í Afganistan og saka bandaríska herinn um ómannúlega meðferð og grófa misnotkun er Sa- yed Nabi Siddiqui, 47 ára gamall fyrrverandi lögreglumaður. Málið hefur vakið gríðarlega at- hygli en Siddiqui var fyrir mistök hnepptur í varðhald í júlí á síðasta ári og haldið í herstöð Bandaríkjamanna í Gardez austan við Kabúl í 40 daga. Siddiqui hafði reynt að vekja athygli á spillingu innan afgönsku lögreglunnar, en var án fyrirvara gripinn og hent í fangelsi. Engar al- mennilegar skýringar hafa fengist hjá tals- mönnum Bandaríkjahers vegna málsins en talið er að Siddiqui hafi ef til vill ógnað háttsettum aðila í stjórnkerfinu sem var viðriðinn áður- nefnda spillingu. Það þykir að minnsta kosti mjög undarlegt að Siddiqui, virtur afganskur lögreglumaður, hafi verið hnepptur í varðhald hjá bandaríska hernum og í viðtali við hann kemur fram að honum hafi verið neitað um svefn, hann hafi hlotið barsmíðar og verið mis- notaður kynferðislega. Fjöldi kvartana borist Slæm meðferð Bandaríkjamanna á föngum hér í Afganistan hefur ekki hlotið mikla athygli, hvorki meðal almennings né erlendra blaða- manna, það er að segja ekki fyrr en nú þegar merðferð Bandaríkjamanna á föngum í Írak hefur verið gerð opinber. Í mars síðastliðnum birtu mannréttindasamtökin Human Rights Watch umfangsmikla skýrslu þar sem Banda- ríkjaher er sakaður um að hafa brotið gegn mannréttindasáttmálanum og alþjóðalögum í fangelsum sínum. Skýrslan dregur upp mjög slæma mynd af ástandinu og frásagnir fyrrver- andi fanga lýsa svipaðri misnotkun og þeirri sem viðgengst í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Mennirnir segjast allir hafa mátt þola miklar barsmíðar og að þeim hafi verið neitað um svefn. Þá voru sumir fangarnir látnir sitja nakt- ir úti í miklum kulda um hávetur auk þess sem niðurlægjandi myndir voru teknar af þeim. Að sögn Johns Siftons, talsmanns samtakanna, hafa samtökin margsinnis reynt að benda yf- irvöldum í Washington á slæma meðferð fang- anna en Bandaríkjastjórn hefur látið ábending- arnar sem vind um eyru þjóta. Þá hefur bandaríski herinn ekki gefið fullnægjandi svör varðandi dauða þriggja manna sem haldið var í fangelsinu í Bagram-herstöðinni. Að sögn starfsmanna Human Rights Watch fengu þeir upplýsingar um að tveir menn hefðu framið sjálfsmorð í lok árs árið 2002. Þeim var tjáð í lok síðasta árs að rannsókn stæði enn yfir vegna dauða mannanna en í apríl á þessu ári kom í ljós að rannsókninni lauk snemma árið 2003 og nokkrir hermenn voru áminntir vegna málsins, en enginn hefur verið sóttur til saka. Engin svör hafa fengist vegna láts þriðja mannsins. Manuel de Almeida de Silva, talsmaður Sam- einuðu þjóðanna í Kabúl, sagði á blaðamanna- fundi fyrir skömmu að Sameinuðu þjóðirnar hefðu fengið fjölmargar kvartanir vegna mis- notkunar í bandarískum fangelsum síðastliðin tvö ár. Hann sagði jafnframt að forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hefðu reynt að fá aðgang að fangelsunum en ávallt verið neitað. Samein- uðu þjóðirnar hafa gagnrýnt Bandaríkin harð- lega fyrir slæma meðferð á föngum. Nú er talið að fjölmargir fangar hafi sætt alvarlegri mis- notkun, en að þeir hafi ekki ekki viljað greina frá atvikum vegna niðurlægingarinnar sem fylgir kynferðislegri misnotkun og annars kon- ar valdbeitingu. Flestir vilja auk þess ekki láta opinbera nöfn sín af ótta við að verða hnepptir aftur í varðhald enda er löngu orðið ljóst að al- þjóðalög hafa litla merkingu í fangelsum banda- ríska hersins. Í bandaríska tímaritinu Newsweek var ný- lega greint frá því að Alberto Gonzales, ráðgjafi Georges Bush Bandaríkjaforseta, hafi sent hon- um bréf þar sem hann segir að hann telji að Genfarsáttmálinn eigi ekki við í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði strax í upphafi hernámsins í Afganistan að grunaðir al-Qaeda- meðlimir og talibanar yrðu ekki flokkaðir sem hefðbundnir stríðsfangar og myndu þess vegna ekki falla undir ákvæði Genfarsáttmálans. Þar af leiðandi væri hægt að halda þeim án dóms og laga, en ráðherrann tók sérstaklega fram að herinn myndi virða ákvæðin í sambandi við meðferð á föngum. Til að vera flokkaðir sem stríðsfangar þurfa menn að hafa barist fyrir ríki og að hafa skilið sig á einhvern hátt frá óbreyttum borgurum. Að sögn Powells fóru talibanar hins vegar huldu höfði á meðal almennings líkt og skæruliðar og fyrirgerðu þannig rétti sínum til að falla undir ákvæði Genfarsáttmálans. Talibönum, sem flestir voru Pashtúnar (Pashtuns), var gert ásamt öðrum karlmönnum að klæða sig eins á grundvelli hugmyndafræði talibana svo að það eitt að þeir hafi ekki klæðst venjulegum herbún- ingi til að aðgreina sig frá almenningi getur vart talist góð ástæða fyrir því að þeir gátu ekki fallið undir ákvæði Genfarsáttmálans. Þrátt fyrir að stjórn talibana hafi ekki verið viðurkennd af nær öllum ríkjum heims (utan Sádi-Arabíu, Pakistans og Sameinuðu arabísku furstadæm- anna) unnu talibanar engu að síður borgara- styrjöld í eign landi og réðu yfir nær öllu landinu utan landræmu nyrst í landinu sem enn var á valdi Norðurbandalagsins. Hægt er að færa rök fyrir því með samanburðardæmum að talib- anskir hermenn hefðu allt eins átt rétt á því að falla undir hefðbundna skilgreiningu stríðs- fanga. Bandaríkin réðust síðan inn í Afganistan, hertóku landið og tóku stríðsfanga hvernig svo sem þeir voru klæddir. Samkvæmt fyrirmælum? Að sögn fjölmiðla í Afganistan brýtur með- ferð fanganna gegn alþjóðalögum hvernig svo sem fangarnir eru flokkaðir. Þau ummæli Bandaríkjastjórnar að herinn hafi þurft að beita ákveðnum aðferðum við að fá upplýsingar frá al Qaeda-meðlimum getur á engan hátt réttlætt pyntingar á talibönum sem dúsa í fangelsum hér í Afganistan. Síðustu daga og vikur hefur sér- skipuð nefnd bandarískra öldungadeildarþing- manna yfirheyrt stjórnvöld og yfirmenn banda- ríska hersins í tengslum við grófa misnotkun fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Formaður nefndarinnar, Carl Levin, segir allt benda til þess að misnotkunin hafi ekki verið verknaður einungis fárra hermanna heldur hafi þeir að öll- um líkindum unnið samkvæmt fyrirmælum. Bandaríska tímaritið New Yorker greindi frá því að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, hefði samþykkt á síðasta ári að yfirfæra þær leynilegu aðferðir sem notaðar voru í fangelsum í Afganistan yfir til Íraks. Ekki er vitað hvort ráðherranum hafi verið kunnugt um hvers kyns aðferðir voru notaðar nákvæm- lega en hann vissi að þær höfðu leitt til árangurs við yfirheyrslur. Carl Leven segir að málið hljóti samkvæmt þessu að ná til efri stjórnstiga. Talið er að þessar leynilegu yfirheyrsluaðferðir hafi falið í sér þá misnotkun sem fyrrverandi fangar í Afganistan hafa kvartað undan, þar á meðal kynferðislega misnotkun og niðurlæg- ingu. Sendiherra Bandaríkjanna í Kabúl sagði á blaðamannafundi í vikunni að nefnd hefði verið skipuð til þess að heimsækja bandarísk fangelsi í Afganistan. Hann sagði að umfangsmikil end- urskoðun ætti sér stað innan fangelsanna er varðaði aðstæður og yfirheyrsluaðferðir. Bandaríkin hyggjast þó ekki breyta stöðu fang- anna og þeir munu því ekki verða látnir falla undir ákvæði Genfarsáttmálans þrátt fyrir há- vær mótmæli mannréttindasamtaka. Fyrrver- andi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Vincent Cannistraro, sagði nýlega að það hefðu verið mistök að nota yfirheyrsluaðferðir frá Afganistan í Írak en að örvænting bandarískra stjórnvalda vegna týndra gjöreyðingarvopna í Írak hefði orðið til þess að menn gripu til slíkra ráða. Þessi ummæli þykja benda til þess að yf- irheyrsluaðferðirnar í Afganistan hafi verið langt frá því að vera mannúðlegar. Á síðasta ári lýsti Alþjóðlegi Rauði krossinn yfir miklum áhyggjum við Bandaríkjastjórn vegna ástandsins í Abu Ghraib- og Guant- anamo-fangelsunum. Colin Powell hefur lýst því yfir að stjórnin hafi fjallað um málið og að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða. Það var hins vegar ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum að hjólin fóru að snúast og fyrsti bandaríski her- maðurinn var kærður fyrir illa meðferð á föng- um. Pyntingarnar í Afganistan hafa hins vegar staðið yfir í tvö ár án nokkurrar athygli. Fang- arnir hér eru gleymdir og í tvö og hálft ár hefur bandaríski herinn gert það sem honum sýnist við fanga sína í Afganistan án þess að það hafi heyrst múkk frá alþjóðasamfélaginu. Neikvæð áhrif á almenning Meirihluti Afgana er hlynntur veru banda- ríska hersins í Afganistan og baráttu þeirra gegn uppreisnarmönnum talibana, en fréttir af illri meðferð afganskra fanga hafa haft verulega neikvæð áhrif á afstöðu almennings til Banda- ríkjanna. Afganskir fjölmiðlar hafa fylgst vel með málinu eftir að lögreglumaðurinn Siddiqui kom fram opinberlega og um fátt er annað talað í umræðuþáttum í útvarpinu en slæma meðferð fanga í landinu. Bandaríkjastjórn hefur reynt að gera lítið úr ásökununum og ríkisstjórn Hamids Karzais forseta hefur haldið að sér höndum. Málið er á mjög viðkvæmu stigi því fyrstu lýð- ræðislegu kosningarnar eru í nánd og lítið þarf að bregða út af til að öllu verði komið úr jafn- vægi. Engin almennileg svör hafa fengist á blaða- mannafundum bandaríska hersins síðustu daga hér í Kabúl þrátt fyrir að fréttum um misnotkun fanga í Afanistan fjölgi. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað bandarísk stjórnvöld við því að taka ekki hart á málinu og hafa hvatt herinn til að gera rannsóknargögn í tengslum við misnotkun fanga opinber. Það þykir hins vegar ólíklegt að Bandaríkjamenn verði við þeirri ósk. Á meðan bíða örvæntingarfullar fjölskyldur eftir fréttum af ættingjum sínum sem ekki er vitað hvort séu dauðir eða lifandi. Í hópnum eru ungir menn sem gerðu lítið annað af sér en að velja rangan málstað til að berjast fyrir, sennilega af því þeir áttu ekki kost á öðru sökum fátæktar. Pynting- arnar munu að öllum líkindum halda áfram á meðan fangarnir lúta ekki ákvæðum Genfar- sáttmálans. Ljóst er að grófar aðferðir Banda- ríkjamanna við yfirheyrslur og misnotkun fanga hafa stofnað uppbyggingunni í Afganistan og Írak í hættu en það er fyrst og fremst banda- ríski herinn sem beðið hefur mikinn álitshnekki. Það verður langt þangað til litið verður á Banda- ríkjamenn sem boðbera friðar, réttlætis og mannréttinda í þessum heimshluta. Álitshnekkir í Afganistan Afdrif afganskra fanga í Guant- anamo-herstöðinni og fangelsum Bandaríkjahers í Afganistan hafa nú hlotið aukna athygli í kjölfar upp- lýsinga um pyntingar í Abu Ghraib- fangelsinu í Írak. Helen Ólafsdóttir í Kabúl segir hér frá viðbrögðum Afgana, en afgönsk mannréttinda- samtök hafa ítrekað reynt að vekja athygli á ástandinu. Reuters Fangi horfir út í gegnum rimla fangelsis í borginni Kandahar í Afganistan. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.