Morgunblaðið - 23.05.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 23.05.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 9 Laugavegi 32 sími 561 0075 Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin Varðstu blautur í síðasta veiðitúr? Ron Thompson Lagoon neoprenvöðlur, 4mm þykkar, filt- sóli, styrkingar á hnjám og brjóstvasi. Ron Thompson Outbackjakki. Vatnsheldur jakki með öndun. Stórir brjóstvasar, góð hetta. Tveir litir af jökkum í boði; grænn/svartur eða khaki/svartur. Ron Thompson vöðlutaska. Sérhönnuð taska fyrir vöðlur. Net í loki sem loftar. Handfang og axlaról. Áföst motta til að standa á þegar farið er í og úr vöðlunum úti. Fullt verð kr. 27.790. Vikutilboð Veiðihornsins aðeins kr. 19.995 fyrir allt þetta. Takmarkað magn í boði Þetta færðu í Veiðihorninu í Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8 í Reykjavík og Nýju veiðibúðinni á Fjölnisgötu 1, Akureyri. Vikutilboð OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 10-17 Veiðihornið býður alltaf meira úrval og alltaf betra verð! Ron Thompson veiðipakki Ron Thompson Arezzo grafitflugustöng. Poki fylgir. Okuma Airframe „large arbour“ fluguveiðihjól með diskabremsu. Ein aukaspóla og 2 uppsettar línur frá Greys. Góður byrjendapakki. Vikutilboð Veiðihornsins aðeins kr. 16.800 fyrir allt þetta. Bættu við annarri aukaspólu og þriðju línunni fyrir aðeins kr. 4.800. Takmarkað magn í boði Þetta færðu í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8 í Reykjavík og Nýju veiðibúðinni, Fjölnisgötu 1, Akureyri. Ron Thompson veiðipakki Ron Thompson Arezzo grafitkaststöng, 8 og 9 fet. Poki fylgir. Okuma Sting Ray kasthjól, 3 kúlulegur. Aukaspóla fylgir. Fullt verð kr. 9.990. Vikutilboð Veiðihornsins aðeins kr. 5.900 fyrir allt þetta. Takmarkað magn í boði. Þetta færðu í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8 í Reykjavík og Nýju veiðibúðinni, Fjölnisgötu 1, Akureyri 1 eða 2 vikur. Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í júní hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Rimini, þessa vinsæla áfangastaðar. Sumarið er komið á Ítalíu og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð frá kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. 3. júní, vika, netverð. Símabókunargjald kr. 2.000 á mann. Verð frá kr. 39.990 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, flug, gisting, skattar. 3. júní, vika. Símabókunargjald kr. 2.000 á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Rimini 3. júní frá kr. 29.995 VIÐMIÐ umboðsmanns Alþingis í gagnrýni á meðferð dómsmálaráð- herra við veitingu embættis hæsta- réttardóma var í samræmi við hefð- bundnar kröfur um rannsókn mála. Þetta kom fram í máli Páls Hreins- sonar lagaprófessors á aðalfundi Vinnuréttarfélags Íslands á föstu- dag. Páll benti á að stjórnvöld hafi frelsi til að velja á hvaða málefna- legu sjónarmiðum þau ætli að byggja ákvörðun sína um val á um- sækjanda í opinbert starf. Frelsinu séu þó settar skorður og stjórnvöld þurfi að fara eftir lögum og óskráð- um meginreglum. Vantaði upplýsingar um aðra umsækjendur „Valið á sjónarmiðunum verður að vera málefnalegt. Þá verða sjónar- miðin að vera í nægjanlegum og eðli- legum tengslum við það starf sem verið er að ráða í,“ sagði Páll og benti jafnframt á að það megi ekki velja einungis eitt atriði til viðmið- unar. Páll sagði að við ráðningu hæsta- réttardómara hafi auglýsing um embættið ekki gefið tilefni til að til- greina sérstaklega störf í Evrópu- rétti en eins og áður hefur komið fram var starfinu veitt þeim sem hafði meistaragráðu í Evrópurétti. „Því fellst ég á það með umboðs- manni Alþingis að þörf hefði verið að kalla eftir upplýsingum frá öðrum umsækjendum um þá menntun og reynslu sem lýtur að Evrópu- rétti.“ Páll vildi meina að túlkun um- boðsmanns á hlutverki Hæsta- réttar sem um- sagnaraðila sé eðlileg enda eigi rétturinn ekki ein- göngu að tjá sig um hæfi umsækj- enda, þ.e. hvort þeir uppfylli skilyrði til að gegna embættinu, heldur einn- ig um færni þeirra til starfsins. Páll tók því undir álit umboðsmanns Al- þingis að „…ætli ráðherra að byggja valið á þröngri sérþekkingu um- sækjenda er ljóst að umsögn Hæsta- réttar um hæfni og færni umsækj- enda kemur ráðherra að litlum notum fái rétturinn ekki að vita um þau sjónarmið áður en umsögn er samin.“ Markmikið er að tryggja gegnsæi stöðuveitinga Páll kom einnig inn á reynslu ná- grannaþjóða okkar þar sem unnið er markvisst að því að bæta undirbún- ing og rannsókn mála áður en tekin er ákvörðun um veitingu embættis hæstaréttardómara. „Segja má að það markmið sem þar er stefnt að sé að tryggja gegnsæi um stöðuveit- inguna þannig að hver skynsamur maður geti helst sannfærst um að færasti umsækjandinn hafi verið ráðinn.“ Páll áréttaði að alls ekki megi gef- ast upp við að vinna að bættri stjórn- arframkvæmd og löggjöf. „Það er leitt hversu mikil heift hefur verið í umræðu um málið og hve þung orð hafa verið látin falla um þann um- sækjanda er starfið hlaut, umboðs- mann Alþingis sem og aðra sem gef- ið hafa sig að umræðunni. Það er yfirleitt lítil von um að umræða beri uppbyggilegan ávöxt þegar rökræð- unni sleppir og heiftug kappræða tekur við,“ sagði Páll Hreinsson pró- fessor. Páll Hreinsson lagaprófessor um gagnrýni á veitingu emb- ættis hæstaréttardómara á aðalfundi Vinnuréttarfélagsins Viðmið umboðsmanns Alþingis voru eðlileg Páll Hreinsson mbl.isFRÉTTIR VEIÐISKAPUR er kominn á fleygi- ferð á Bretlandseyjum og austur í Rússlandi og hafa verið miklar göngur og góð veiði. Á Bretlands- eyjum hófst veiðin í febrúar, en um síðustu helgi í fyrstu ánum í Rúss- landi. Gífurlegar göngur virtust vera þar á ferð og veiddist t.d. 191 lax bara fyrsta daginn í ánni Var- zuga, að sögn talsmanna Lax-ár, sem hefur ítök í laxveiðiám þar eystra. Sömu aðilar segja að veiðitölur frá Skotlandi, t.d. frá Dee séu afar jákvæðar og þar hafi vorveiðin ver- ið sú besta í allnokkur ár og greini- legt að laxastofnar séu þar á upp- leið á ný eftir mörg döpur ár. Væntanlega er laxinn farinn að ganga í íslenskar ár, a.m.k. í Hvítá, Þverá og Norðurá, en á meðan netaveiðin í Hvítá var og hét hófst hún jafnan 20. maí ef þannig stóð á veiðidögum gagnvart banndögum. Alltaf var laxinn kominn þó jafnan misjafnlega mikið eins og gengur. Þá eru ótal sögur til um að laxar hafi komið á agnið hjá silungs- veiðimönnum í Straumunum og Brennu um þetta leyti og sést langt frammi í Norðurá og Þverá sem hafa snemmgengnustu stofnana á svæðinu. Ýmis tíðindi Vatnaveiðin gengur víða afar vel og frést hefur af góðum skotum úr Vífilstaðavatni, Elliðavatni, Steins- mýrarvötnum, Hæðargarðsvatni, Úlfljótsvatni, Hlíðarvatni, Laugar- vatni, Brúará og víðar, auk þess sem kunnugir halda því nú fram að Þingvallavatn sé óðum að komast í góðan gír. Þar hafa ýmsir veitt vel að undanförnu, 5 til 15 fiska á kvöld- eða morgunstund og margt af því 2–3 punda bleikja. 8 punda urriði veiddist á flugu í þjóðgarðs- landinu um síðustu helgi. Fínasta veiði hefur verið í Fitja- flóði að undanförnu og hollin verið að fá frá 70 og upp í 300 fiska, allt eftir aðstæðum. Mest er um 1 til 4 punda geldan birting, en slangur af bleikju í bland. Þar sýnist mönnum að hrygningarfiskurinn frá síðasta hausti sé mikið til horfinn úr veið- inni. Genginn til sjávar. SVFR 65 ára Stangaveiðifélag Reykjavíkur var 65 ára í vikunni. Í tilefni dags- ins fengu þeir félagar í SVFR sem eiga sama afmælisdag hálfan veiði- dag í Elliðaánum í afmælisgjöf. Sú kvöð fylgdi að viðkomandi afmæl- isbörnum er skylt að hafa með sér barn eða ungling sem veiðifélaga á stönginni. Þá var í tilefni dagsins boðinn 65% afsláttur af völdum veiðileyfum. Rosalegar göngur Morgunblaðið/Einar Falur Það hefur verið líflegt við Hlíðar- vatn að undanförnu. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.