Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 23
sögunnar í þá daga; það var spilað á
spil, ungir jafnt sem aldnir, sungið
við raust og leikið á hljóðfæri.
Fermingardagurinn
Að sjálfsögðu gladdist ég yfir því
að faðir minn skyldi vera hamingju-
samur í einkalífi sínu. En sá bögg-
ull fylgdi skammrifi að móðir mín
sætti sig aldrei við skilnaðinn; hún
var jafnan sár og reið, og það hafði
í för með sér verulegan sársauka
og óþægindi fyrir mig.
Fermingardagurinn minn vorið
1958 var gott dæmi um það. Hann
einkenndist í senn af kvöl og sælu,
eins og oft vill verða í lífinu.
Ég var fermdur í Kotstrandar-
kirkju af séra Helga Sveinssyni í
Hveragerði. Veislan var hins vegar
haldin í Reykjavík. Þá voru foreldr-
ar mínir í fyrsta skipti eftir skiln-
aðinn undir sama þaki, og af því
hlutust leiðindi sem ég tók mjög
nærri mér. Ég gekk út úr minni
eigin fermingarveislu og ráfaði
einn um götur bæjarins góða stund,
en harkaði loks af mér svo að veisl-
an gat haldið áfram.
Kristján, föðurbróðir minn, hélt
eina af sínum afbragðsgóðu ræðum
og benti fermingardrengnum á
söguna af börnunum í berjamó,
sem leituðu allan daginn, átu strax
það litla sem þau fundu, en einn
snáðinn í hópnum var með sína fötu
fulla af berjum af lynginu sem hann
settist í um morguninn.
Ingjaldur Sigurðsson, mágur
frændkonu minnar, Unnar Júl-
íusdóttur, sem var uppeldissystir
móður minnar, lék af þvílíkri snilld
á harmonikku í veislunni að ég varð
dolfallinn.
Ein fermingargjöfin varð mér til
ómældrar gæfu og átti eftir að
móta allt mitt líf.
Mig grunar að það hafi verið
Leifur, hinn lamaði föðurbróðir
minn, sem átti upptökin að þessari
óvenjulegu gjöf. Hann hafði veitt
því eftirtekt umfram aðra, hve
söngvinn ég var; að ég hafði lært
upp á eigin spýtur að spila á harm-
onikku og hafði yndi af að grauta í
tónlist.
„Hvað ætlarðu að verða þegar þú
ert orðinn stór?“ spurði Leifur mig
skömmu fyrir ferminguna.
„Ég hef ekki hugmynd um það,“
svaraði ég.
„Er ekki orðið tímabært að þú
lærir á hljóðfæri, til dæmis píanó?
Hvernig litist þér á það?“ hélt hann
áfram.
„Bara vel,“ sagði ég annars hug-
ar. „Það væri gaman.“
Þetta hafði aldrei komið til um-
ræðu fyrr, en ég hygg að samtal
okkar Leifs hafi orðið til þess að
föðurfólkið mitt á Grettisgötunni
gaf mér í fermingargjöf píanótíma
hjá gamalli konu vestur á Víðimel
sem hét frú Leópoldína Eiríks.
Hún var lágvaxin kona og fínleg.
Mér fannst hún alltaf vera kvefuð;
en okkur kom vel saman. Ég gekk
til hennar þrisvar í viku í einn mán-
uð, og þegar hann var liðinn var
mér boðinn annar mánuður.
Þar með var hafin ævilöng leit
mín um furðustrendur tónlistarinn-
ar. Það er því vægt til orða tekið að
segja að þessi fermingargjöf hafi
verið dýrmæt; hún var ómetanleg.
Hún skipti sköpum fyrir líf mitt.
Húsið sem Jónas og faðir hans bjuggu í fyrstu árin í Þorlákshöfn. Í því var
einnig símstöðin þar sem Jónas vann sem unglingur.
Þorlákshöfn um aldamótin: Bærinn, Tveggjatasíuhúsið, sem þeir feðgar bjuggu
í, og loks verslunarhúsið.
Bókin Á vængjum söngsins – Jónas
Ingimundarson segir frá eftir Gylfa
Gröndal kemur út hjá JPV-útgáfu.
Bókin er prýdd fjölda mynda og er
290 bls.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 23
Fæst í
bókabúðum