Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Skipholti 29a,
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili. is
Einar Guðmundsson, lögg. fast.
Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast.
Bogi Pétursson, lögg. fast.
sími 530 6500
Skútuvogur 2
Reykjavík - til leigu
Frábær staðsetning. - Til leigu - til sölu
glæsilegt nýtt og vandað skrifstofuhús-
næði. Um er að ræða aðra hæð (efstu).
Eignin getur selst eða leigst í 300 fm
einingum eða stærra. Samtals stærð er
2.000 fm. Rúmgóð malbikuð hornlóð,
næg bílastæði. Einstök staðsetning og
útsýni.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Jón
á skrifstofu Hraunhamars. 74593
Arnarás - 3ja herb. - Garðabæ
Nýkomin í einkasölu á þessu frá-
bæra stað glæsileg 90 fermetra
íbúð, ásamt stæði í bílageymslu,
vel staðsett í Ásahverfi í Garðabæ.
Eignin skiptist í forstofu, gang,
hjónaherbergi, vinnuherbergi,
baðherbergi með þvottahúsi inn af, eldhús, stofu, borðstofu og
geymslu. Sérinngangur. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar og gólf-
efni eru parket og flísar. Stórar suðursvalir. Verð 19,5 millj.
Myndir af eigninni á mbl.is.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Falleg, björt og vel skipulögð
77,4 fm 3ja-4ra herbergja íbúð á
hæð (1. hæð) í litlu steinsteyptu
fjölbýlishúsi með fimm íbúðum.
Eignin skiptist m.a. í hol,
baðherbergi, tvö herbergi, stofu,
borðstofu og eldhús.
Sérgeymsla í kjallara og
sameiginlegt þvottahús. Frábær
staðsetning í Laugardalnum
nálægt m.a. fallegum gönguleiðum, skóla, sundlauginni, heilsuræktinni í
Laugum og verslun & þjónustu. 3255
Bugðulækur
ÍSLENDINGAR eru stolt þjóð, af-
komendur víkinga og landnema sem
fórnuðu hiklaust lífi sínu ef á þá var
hallað. Sæmdin var
þeim allt. Íslend-
ingasögurnar fjalla að
stórum hluta um við-
leitni Íslendinga til að
halda heiðri sínum
óskertum.
Sjálfstætt fólk Hall-
dórs Laxness fjallar um
örlagabaráttu bláfá-
tæks vinnumanns til að
mega gerast sjálf-
stæður bóndi, en jafn-
framt speglar sagan
baráttu íslensku þjóð-
arinnar fyrir því að öðl-
ast sjálfstæði og við-
halda því gagnvart öðrum þjóðum.
Sjálfstæðið og sæmdin eru grunn-
þættir í sálarlífi Íslendinga og því
eðlilegt að það særði sómakennd
stórs hluta þjóðarinnar þegar erlend-
ur her tók sér hér ótilkvaddur ból-
festu um miðja síðustu öld. Stærstu
víglínur íslenskra stjórnmála í hálfa
öld tengdust afstöðunni til banda-
ríska hersins á Suðurnesjum. Á
valdatímum sinnisveikra þjóð-
arleiðtoga á borð við Hitler og Stalín
var hægt að réttlæta nærveru slíks
hers í ljósi þess að útþenslustefna
þeirra átti sér engin takmörk. Í ljósi
þess mátti skilgreina staðsetningu Ís-
lands á landakortinu sem mikilvæga,
en fyrst og fremst þó ef spjótum
skyldi beint að Bandaríkjunum. Ljóst
er að hagsmunir Bandaríkjanna hafa
frá upphafi verið settir ofar hags-
munum Íslendinga hvað varðar hið
svonefnda varnarlið hér enda er vart
hægt að ætlast til annars. Á móti
koma fjárhagslega mikilvæg atriði á
borð við uppbyggingu og rekstur hins
alþjóðlega Keflavíkurflugvallar,
ábatasama verktakastarfsemi á Suð-
urnesjum og víðar og ekki síst þau
fjölmörgu störf sem Íslendingum
hafa hlotnast af öllu saman.
Almennt hefur Ís-
lendingum, lengst af
verið hlýtt til banda-
rísku þjóðarinnar. Í
hugum margra, einkum
af eldri kynslóð, stönd-
um við enn í þakk-
arskuld við Bandaríkin
vegna Marshall aðstoð-
arinnar svonefndu, af-
skiptaleysis þeirra af
þorskastríði okkar við
Breta en einkum þó
vegna hins fjárhagslega
ávinnings sem með
sanni má segja að Ís-
lendingar hafi haft af
veru bandarísks herliðs á Íslandi.
Um Marshall aðstoðina er blákalt
hægt að halda því fram að hún hafi í
sann-amerískum anda verið klók við-
leitni til að hraða uppbyggingu tiltek-
inna hagkerfa í Evrópu eftir seinni
heimsstyrjöldina, svo að Bandaríkja-
menn gætu sjálfir hafið þangað, fyrr
en ella, ábatasaman útflutning á
tækninýjungum á borð við þvotta-
vélar og ísskápa.
Nú blasir við gjörbreytt heims-
mynd, hverfandi líkur á innrásum er-
lendra herja og kalt stríð tveggja
stórvelda er að baki fyrir meira en
hálfum öðrum áratug. Að sama skapi
dylst fáum vilji bandarískra stjórn-
valda til að hafa sig héðan á brott.
Þau telja sig réttilega ekki lengur
þurfa á okkur að halda og hinn svo-
kallaði tvíhliða varnarsamningur Ís-
lands og Bandaríkjanna er í uppnámi.
Sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að
afgreiða utanríkisráðherra Íslands og
föruneyti hans með stuttum fundi við
ráðamann sem hætti afskiptum af ut-
anríkismálum nokkrum klukkustund-
um síðar, segir allt sem segja þarf um
áhuga- og virðingarleysi Bandaríkja-
manna gagnvart okkur. Þó var þessi
för sérstaklega ætluð og kostuð til
viðræðna um varnarsamning Íslend-
inga og Bandaríkjamanna.
Vera bandarísks herliðs á Íslandi
hefur til þessa snúist fyrst og fremst
um hagsmuni og öryggi Bandaríkj-
anna sjálfra og mun gera það hér eft-
ir sem hingað til.
Í ljósi þeirrar gjörbreyttu heims-
myndar sem nú blasir við, vill svo til
að okkur stafar mun meiri hætta af
veru Bandaríkjamanna hér en ella.
Ögrandi og vanhugsuð framganga
hins stríðsglaða og nýendurkjörna
forseta sem nú situr við völd í Banda-
ríkjunum er í raun og veru stór-
hættuleg öllum bandamönnum og
svokölluðum staðföstum vinaþjóðum
þeirra.
Okkur ber að grípa tækifærið sem
nú gefst og þakka Bandaríkjamönn-
um fyrir samvistir sem gögnuðust ef
til vill hvorumtveggju á liðinni öld.
Það hentar þeim ekki lengur að vera
hér og okkur ekki lengur að hafa þá.
Þjóð, sem telur sig geta boðið öðrum
þjóðum friðargæslu, getur axlað
ábyrgð og borið kostnað af eigin frið-
argæslu. Huga ber að vanda þeirra
sem missa mundu störf við brotthvarf
hersins. Á Íslandi mælist um þessar
mundir minna atvinnuleysi en nokk-
urs staðar í heiminum. Þjóð sem
mælist í hópi ríkustu þjóða heims get-
ur leyst tímabundinn atvinnuvanda
nokkur hundruð einstaklinga á Suð-
urnesjum.
Við skulum biðjast undan því að
vera skráðir staðfastir stuðnings-
aðilar Íraksstríðsins sem ráðist var í
á upplognum og fölskum forsendum.
Við skulum setja Bandaríkjaher af-
gerandi en sanngjörn tímamörk til að
hafa sig héðan á brott.
Sómi okkar og sjálfsvirðing eru í
húfi sem aldrei fyrr. Okkur ber meiri
nauðsyn til þess nú en nokkru sinni
að setja okkur skýr mörk gagnvart
öðrum ríkjum og skilgreina að nýju
grundvallarforsendur okkar sem
sjálfstæðrar og friðsamrar þjóðar.
Aðeins að því uppfylltu getum við
orðið það sem innsta eðli okkar og
samviska krefst: Sjálfstætt fólk.
Sjálfstætt fólk, samviska
þess og heiður
Jakob Frímann Magnússon
fjallar um samskipti Íslands
og Bandaríkjanna ’Þjóð, sem telur siggeta boðið öðrum þjóð-
um friðargæslu, getur
axlað ábyrgð og borið
kostnað af eigin frið-
argæslu.‘
Jakob Frímann
Magnússon
Höfundur er tónlistarmaður.