Morgunblaðið - 21.11.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 51
DAGBÓK
ERNA
gull- og silfursmiðja
Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, sími 552 0775.
Opnunartími alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14
Njáluarmband hannað af Ríkharði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Sterling silfur 44.900 - fáanlegt í 14 kt. gulli og 14 kt. hvítagulli.
1924 2004
Kvikmyndasjóður
veitir styrki til gerðar
stuttmynda, heimildamynda,
leikinna kvikmynda í fullri lengd,
og leikins sjónvarpsefnis.
Framleiðslustyrkir eru aðeins veittir sjálfstæðum framleiðendum sem hafa
kvikmyndagerð að aðalstarfi.
Upplýsingar um önnur skilyrði fyrir úthlutunum má finna í reglugerð um
Kvikmyndasjóð nr. 229/2003.
Tekið er við umsóknum árið um kring og er stefnt á að afgreiðslu ljúki
innan 8 vikna frá móttöku umsókna.
Umsóknargögn má nálgast á vef
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
www.kvikmyndamidstod.is
eða á skrifstofunni við
Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Kvikmyndamiðstöð Íslands,
Túngötu 14, 101 Reykjavík,
sími 562 3580, símbréf 562 7171
tölvupóstfang:
info@kvikmyndamidstod.is,
Heimasíða: www.kvikmyndamidstod.is
Er lögheimili þitt
rétt skráð í þjóðskrá?
Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að
lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá.
Hvað er lögheimili?
Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem
maður hefur fasta búsetu.
Hvað er föst búseta?
Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína,
dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína
og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal
jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma.
Hvenær og hvar skal tilkynna flutning?
Breytingu á lögheimili ber að tilkynna innan 7 daga frá flutn-
ingi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur
má tilkynna flutning beint til Þjóðskrár.
Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni
www.hagstofa.is/flutningstilkynning
Hagstofa Íslands - Þjóðskrá
Borgartúni 24, 150 Reykjavík,
sími 569 2900, bréfasími 569 2949.
Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins
Matvælarannsóknir á Norðurlandi:
Kynning á samstarfi
HA og Rf á sviði
matvælarannsókna
Fundur haldinn 23. nóvember kl. 13.00-16:30
í Borgum, Rannsókna- og nýsköpunarhúsi HA.
13:00-13:15 Ávarp sjávarútvegsráðherra - Árni M. Mathiesen
13:15-13:30 Ávarp háskólarektors - Þorsteinn Gunnarsson
13:30-13:45 Stefna og hlutverk Rf: Rannsóknir á Norðurlandi
- Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf
13:45-14:00 Stóriðja framtíðarinnar: Fiskeldi?
- Rannveig Björnsdóttir
14:00-14:15 Rannsóknir í hagnýtri örverufræði og líftækni
- Hjörleifur Einarsson
14:15-14:30 Notkun fiskpróteina í matvælavinnslu
- Guðjón Þorkelsson
14:30-14:50 Kaffi
14:50-15:05 Prótínmengjagreining - Oddur Vilhelmsson
15:05-15:15 Ný tækni við greiningar á örverum í
matvælavinnslu - Eyjólfur Reynisson
15:15-15:30 Um efnasamsetningu matvæla
- Sigþór Pétursson
15:30-15:45 Veiðar, vinnsla, verðmæti - Gestur Geirsson
- Samherji hf.
15:45-16:00 Rannsóknir á vistfræði nytjafiska með
neðansjávarmyndavél - Erlendur Bogason
16:00-16:30 Pallborðsumræður
Þátttaka er ókeypis og aðgangur öllum heimill
á meðan húsrúm leyfir.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Jólahlaðborð verð-
ur fimmtudaginn 2. des. kl. 18. Sr. Krist-
ín Pálsdóttir flytur jólahugvekju. Jónas
Þórir og Jónas Dagbjartsson leika á
fiðlu og píanó. Þóra Þorvaldsdóttir les
jólasögu og Helga Möller syngur við
undirleik Magnúsar Kjartanss. Salurinn
opnar kl. 17.30. Uppl. í síma 535 2760.
Félag eldri borgara Reykjavík | Dans-
leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir
dansi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13.15
mæting hjá Gerðubergskór í Kópa-
vogskirkju. Kórinn syngur við messu kl.
14.
Hæðargarður 31 | Soffía Jakobsdóttir
byrjar með framsagnar- og upplestr-
arkennslu kl. 10, á morgun mánudag, í
Salnum í Hæðargarði. Miðar á Vín-
arhljómleika föstudag 7. jan. kl. 19.30
eru komnir. Verð kr. 3.150. Bókmennta-
hópurinn: Hvað er í pokanum? Kl. 20
miðvikudag 24. nóv. Allir velkomnir í
Hæðargarðinn. S. 568 3132.
Vesturgata 7 | Jólafagnaður verður
föstudaginn 10. desember, uppýsingar í
síma 535 2740. Nánar auglýst síðar.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Fundur í Æskulýðs-
félaginu kl. 20.
KFUM og KFUK | Ad. KFUK þriðjudag-
inn 23. nóvember kl. 20. Vinkonur á
besta aldri sjá um fundinn. Elín Elías-
dóttir, María Aðalsteinsdóttir, Margrét
Möller, Margrét Sigursteinsdóttir, Ingi-
björg Gestsdóttir og fleiri. Allar konur
velkomnar. Konur, munið basarinn
næsta laugardag 27. nóvember. Allar
gjafir vel þegnar.
Laugarneskirkja | Friðrik Vignir Stef-
ánsson organisti heldur tónleika í
Laugarneskirkju í Reykjavík kl. 17.00. Á
efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach,
Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Þorkel
Sigurbjörnsson og Leon Boëllmann. Í
kirkjunni er nýlegt 28 radda orgel, sem
þykir hljómfagurt.
Njarðvíkurprestakall | Ytri-
Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 í
umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og
Gunnars Þórs Haukssonar og Natalíu
Chow Hewlett organista. Foreldrar eru
hvattir til að mæta með börnunum.
Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur.
Sjálfsbjörg | Guðsþjónusta í félags-
heimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, á veg-
um Laugarneskirkju í dag kl. 13.
Kynning
Reiðhöll Gusts | Hvuttadagar, sann-
kölluð hundahátíð. Um 30 tegundir
verða á staðnum og gefst fólki kostur á
fræðast um fjölbreytta eiginleika
þeirra. Áhugaverðar sýningar verða í
boði alla helgina m.a. hjálparhundur
sem sýnir hvers hann er megnugur.
Dagskrá á http://www.hvuttadagar.net
Öfugsnúið.
Norður
♠Á6
♥ÁK64
♦ÁD53
♣DG6
Suður
♠D84
♥DG832
♦7
♣ÁK42
Suður spilar sjö hjörtu og fær út
lauftíu.
Hvernig er best að spila?
Eftir stutta skoðun verður ljóst að
slemman stendur á borðinu ef trompið
kemur 2-2. Þá má henda spaða úr borði
í fjórða laufið og trompa tvo spaða. En
hvað er til ráða ef trompið er 3-1?
Einn möguleiki er að taka þrisvar
tromp og svína svo fyrir tígulkóng. En
annar og betri kostur er að spila öfug-
an blindan – reyna að trompa tígul
þrisvar heima.
Til að byrja með tekur sagnhafi
fyrsta slaginn í borði með laufdrottn-
ingu. Næst spilar hann trompi á
drottningna heima. Ef báðir fylgja, er
tígli spilað á ásinn og tígull trompaður.
Síðan er hjarta spilað á ás blinds og
lagt upp ef trompið kemur. Annars …
Norður
♠Á6
♥ÁK64
♦ÁD53
♣DG6
Vestur Austur
♠K953 ♠G1072
♥9 ♥1075
♦10862 ♦KG94
♣10987 ♣53
Suður
♠D84
♥DG832
♦7
♣ÁK42
… verður að halda áfram með öfug-
an blindan. Tígull er stunginn, laufi
spilað á gosann og síðasti tígullinn
trompaður. Loks er spaða spilað á ás-
inn, síðasta trompið tekið og lagt upp.
Með þessu móti fást sjö slagir á tromp
(þrjár stungur heima og fjórir slagir í
borði) og það dugir í þrettán slagi.
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
BRIDS
Þekkir þú fólkið?
FÓLKIÐ á þessum myndum er lík-
lega ættað úr Dalasýslu eða af Snæ-
fellsnesi, e.t.v. er það af Ormsætt.
Þeir sem kunna að þekkja fólkið
eru beðnir um að hafa samband við
Björgu Gunnarsdóttur í síma 557-
4302.
Gengið út yfir
allt velsæmi
TILEFNI þessa bréfs er auglýsing í
Dagskránni frá kennurum Brekku-
skóla og birtist í blaði gærdagsins,
17. nóvember.
Í henni segir orðrétt: „AND-
LÁTSFREGN – okkar ástkæra
skólastefna – ánægðir kennarar –
góður skóli – andaðist laugardaginn
13 nóv. síðastliðinn í Alþingishúsinu
við Austurvöll.“ Undirritað af kenn-
urum Brekkuskóla. Texta þessum
fylgir „viðeigandi“ helgimynd útfar-
ar.
Þó að undirrituð hafi verulega
samúð með launabaráttu kennara
þykir okkur að með þessari aug-
lýsingu gangi þeir út yfir allt vel-
sæmi.
Sem foreldrar þriggja af
nemendum skólans viljum við lýsa
yfir undrun á því að starfsstétt
menntuð í uppeldisfræðum og al-
mennum samskiptum skuli sýna
starfi sínu, nemendum og foreldrum
þeirra þvílíka óvirðingu. Við skulum
minnast þess að það sem deyr verð-
ur ekki lífgað aftur. Undirrituð vona
að kennarar skólans finni sér önnur
störf við sitt hæfi.
Þórarinn B. Steingrímsson,
Birgit Schov,
Oddeyrargötu 23, Ak.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
ATVINNA
mbl.is