Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 51 DAGBÓK ERNA gull- og silfursmiðja Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, sími 552 0775. Opnunartími alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14 Njáluarmband hannað af Ríkharði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Sterling silfur 44.900 - fáanlegt í 14 kt. gulli og 14 kt. hvítagulli. 1924 2004 Kvikmyndasjóður veitir styrki til gerðar stuttmynda, heimildamynda, leikinna kvikmynda í fullri lengd, og leikins sjónvarpsefnis. Framleiðslustyrkir eru aðeins veittir sjálfstæðum framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að aðalstarfi. Upplýsingar um önnur skilyrði fyrir úthlutunum má finna í reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003. Tekið er við umsóknum árið um kring og er stefnt á að afgreiðslu ljúki innan 8 vikna frá móttöku umsókna. Umsóknargögn má nálgast á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands www.kvikmyndamidstod.is eða á skrifstofunni við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Kvikmyndamiðstöð Íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík, sími 562 3580, símbréf 562 7171 tölvupóstfang: info@kvikmyndamidstod.is, Heimasíða: www.kvikmyndamidstod.is Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á lögheimili ber að tilkynna innan 7 daga frá flutn- ingi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Þjóðskrár. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.hagstofa.is/flutningstilkynning Hagstofa Íslands - Þjóðskrá Borgartúni 24, 150 Reykjavík, sími 569 2900, bréfasími 569 2949. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Matvælarannsóknir á Norðurlandi: Kynning á samstarfi HA og Rf á sviði matvælarannsókna Fundur haldinn 23. nóvember kl. 13.00-16:30 í Borgum, Rannsókna- og nýsköpunarhúsi HA. 13:00-13:15 Ávarp sjávarútvegsráðherra - Árni M. Mathiesen 13:15-13:30 Ávarp háskólarektors - Þorsteinn Gunnarsson 13:30-13:45 Stefna og hlutverk Rf: Rannsóknir á Norðurlandi - Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf 13:45-14:00 Stóriðja framtíðarinnar: Fiskeldi? - Rannveig Björnsdóttir 14:00-14:15 Rannsóknir í hagnýtri örverufræði og líftækni - Hjörleifur Einarsson 14:15-14:30 Notkun fiskpróteina í matvælavinnslu - Guðjón Þorkelsson 14:30-14:50 Kaffi 14:50-15:05 Prótínmengjagreining - Oddur Vilhelmsson 15:05-15:15 Ný tækni við greiningar á örverum í matvælavinnslu - Eyjólfur Reynisson 15:15-15:30 Um efnasamsetningu matvæla - Sigþór Pétursson 15:30-15:45 Veiðar, vinnsla, verðmæti - Gestur Geirsson - Samherji hf. 15:45-16:00 Rannsóknir á vistfræði nytjafiska með neðansjávarmyndavél - Erlendur Bogason 16:00-16:30 Pallborðsumræður Þátttaka er ókeypis og aðgangur öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Jólahlaðborð verð- ur fimmtudaginn 2. des. kl. 18. Sr. Krist- ín Pálsdóttir flytur jólahugvekju. Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson leika á fiðlu og píanó. Þóra Þorvaldsdóttir les jólasögu og Helga Möller syngur við undirleik Magnúsar Kjartanss. Salurinn opnar kl. 17.30. Uppl. í síma 535 2760. Félag eldri borgara Reykjavík | Dans- leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13.15 mæting hjá Gerðubergskór í Kópa- vogskirkju. Kórinn syngur við messu kl. 14. Hæðargarður 31 | Soffía Jakobsdóttir byrjar með framsagnar- og upplestr- arkennslu kl. 10, á morgun mánudag, í Salnum í Hæðargarði. Miðar á Vín- arhljómleika föstudag 7. jan. kl. 19.30 eru komnir. Verð kr. 3.150. Bókmennta- hópurinn: Hvað er í pokanum? Kl. 20 miðvikudag 24. nóv. Allir velkomnir í Hæðargarðinn. S. 568 3132. Vesturgata 7 | Jólafagnaður verður föstudaginn 10. desember, uppýsingar í síma 535 2740. Nánar auglýst síðar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Fundur í Æskulýðs- félaginu kl. 20. KFUM og KFUK | Ad. KFUK þriðjudag- inn 23. nóvember kl. 20. Vinkonur á besta aldri sjá um fundinn. Elín Elías- dóttir, María Aðalsteinsdóttir, Margrét Möller, Margrét Sigursteinsdóttir, Ingi- björg Gestsdóttir og fleiri. Allar konur velkomnar. Konur, munið basarinn næsta laugardag 27. nóvember. Allar gjafir vel þegnar. Laugarneskirkja | Friðrik Vignir Stef- ánsson organisti heldur tónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Leon Boëllmann. Í kirkjunni er nýlegt 28 radda orgel, sem þykir hljómfagurt. Njarðvíkurprestakall | Ytri- Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar og Natalíu Chow Hewlett organista. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur. Sjálfsbjörg | Guðsþjónusta í félags- heimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, á veg- um Laugarneskirkju í dag kl. 13. Kynning Reiðhöll Gusts | Hvuttadagar, sann- kölluð hundahátíð. Um 30 tegundir verða á staðnum og gefst fólki kostur á fræðast um fjölbreytta eiginleika þeirra. Áhugaverðar sýningar verða í boði alla helgina m.a. hjálparhundur sem sýnir hvers hann er megnugur. Dagskrá á http://www.hvuttadagar.net Öfugsnúið. Norður ♠Á6 ♥ÁK64 ♦ÁD53 ♣DG6 Suður ♠D84 ♥DG832 ♦7 ♣ÁK42 Suður spilar sjö hjörtu og fær út lauftíu. Hvernig er best að spila? Eftir stutta skoðun verður ljóst að slemman stendur á borðinu ef trompið kemur 2-2. Þá má henda spaða úr borði í fjórða laufið og trompa tvo spaða. En hvað er til ráða ef trompið er 3-1? Einn möguleiki er að taka þrisvar tromp og svína svo fyrir tígulkóng. En annar og betri kostur er að spila öfug- an blindan – reyna að trompa tígul þrisvar heima. Til að byrja með tekur sagnhafi fyrsta slaginn í borði með laufdrottn- ingu. Næst spilar hann trompi á drottningna heima. Ef báðir fylgja, er tígli spilað á ásinn og tígull trompaður. Síðan er hjarta spilað á ás blinds og lagt upp ef trompið kemur. Annars … Norður ♠Á6 ♥ÁK64 ♦ÁD53 ♣DG6 Vestur Austur ♠K953 ♠G1072 ♥9 ♥1075 ♦10862 ♦KG94 ♣10987 ♣53 Suður ♠D84 ♥DG832 ♦7 ♣ÁK42 … verður að halda áfram með öfug- an blindan. Tígull er stunginn, laufi spilað á gosann og síðasti tígullinn trompaður. Loks er spaða spilað á ás- inn, síðasta trompið tekið og lagt upp. Með þessu móti fást sjö slagir á tromp (þrjár stungur heima og fjórir slagir í borði) og það dugir í þrettán slagi. Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is BRIDS Þekkir þú fólkið? FÓLKIÐ á þessum myndum er lík- lega ættað úr Dalasýslu eða af Snæ- fellsnesi, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 557- 4302. Gengið út yfir allt velsæmi TILEFNI þessa bréfs er auglýsing í Dagskránni frá kennurum Brekku- skóla og birtist í blaði gærdagsins, 17. nóvember. Í henni segir orðrétt: „AND- LÁTSFREGN – okkar ástkæra skólastefna – ánægðir kennarar – góður skóli – andaðist laugardaginn 13 nóv. síðastliðinn í Alþingishúsinu við Austurvöll.“ Undirritað af kenn- urum Brekkuskóla. Texta þessum fylgir „viðeigandi“ helgimynd útfar- ar. Þó að undirrituð hafi verulega samúð með launabaráttu kennara þykir okkur að með þessari aug- lýsingu gangi þeir út yfir allt vel- sæmi. Sem foreldrar þriggja af nemendum skólans viljum við lýsa yfir undrun á því að starfsstétt menntuð í uppeldisfræðum og al- mennum samskiptum skuli sýna starfi sínu, nemendum og foreldrum þeirra þvílíka óvirðingu. Við skulum minnast þess að það sem deyr verð- ur ekki lífgað aftur. Undirrituð vona að kennarar skólans finni sér önnur störf við sitt hæfi. Þórarinn B. Steingrímsson, Birgit Schov, Oddeyrargötu 23, Ak. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.