Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 342. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Bakaríin okkar um land allt eru í sann- kölluðu hátíðarskapi alla daga fram að jólum. Brjótum brauð um þessi jól! Brjótum brauð um jólin! ALLTAF NÝBAKAÐ - ALLTAF FERSKT - ALLTAF LJÚFFENGT Glitrandi jólaförðun Heiðar Jónsson með ráðgjöf um val á jólailmi og snyrtivörum | 22 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Bíllinn breytti mannlífinu  Um Costa Rica á fjórum dögum Íþróttir | Framarar leita liðsstyrks í Danmörku  Dagur og Alfreð leiða saman hesta sína IYAD Allawi, forsætisráðherra Íraks, sagði í gær, að óöldin í landinu myndi aukast en ekki minnka eftir þingkosningarnar í næsta mánuði. Sakaði hann jafnframt Sýrlendinga um að stöðva ekki straum erlendra uppreisnarmanna til landsins. Allawi sagði, að eftir kosningarnar myndi ástandið í Írak versna enn vegna þess, að stríðið stæði „á milli góðs og ills, milli þeirra, sem vilja tortíma landinu, og þeirra, sem vilja byggja það upp“. Að undanförnu hefur árásum held- ur fækkað, úr 80 í 50 á dag, en Allawi sagði, að eðli þeirra hefði breyst. Nú væru efnahagslegar undirstöð- ur landsins skotmarkið. Nefndi hann sem dæmi árásir á olíu- og rafmagns- mannvirki en vegna þeirra var raf- magnslaust um allt landið í fyrradag. Ofbeldið gæti borist til annarra landa Gijs de Vries, sem sér um að sam- ræma baráttuna gegn hryðjuverkum innan Evrópusambandsins, sagði í gær, að ungir og róttækir múslímar frá Evrópu og arabalöndum fengju hernaðarþjálfun í sérstökum búðum í Írak. Sagði hann mikilvægast að leysa deilu Ísraela og Palestínu- manna. Hún kynti undir hatri og lað- aði menn til fylgis við hryðjuverka- menn. Tilkynnt var í gær, að fækkað yrði í pólska herliðinu í Írak um miðjan febrúar næstkomandi. Eru pólsku hermennirnir nú 2.500 en verða 1.700. Varað við aukinni óöld í Írak Bagdad. AP, AFP. SIMONE Clarke, sem fer með hlutverk álfameyjar í Hnotubrjótnum, er að laga böndin á öðrum skónum um leið og hún gjóar augunum upp á lífvörð- inn við Buckinghamhöll. Hann lætur sér þó hvergi bregða en inni fyrir stóð yfir veisla sem Andrés prins og hertogi af Jórvík hélt listafólkinu. Reuters Álfamærin og lífvörðurinn ÁTJÁN kíló af sælgæti, 114 lítrar af gosi og 16 kíló af pitsu. Þetta er það, sem norsk börn láta ofan í sig á ári hverju að meðaltali. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem vakið hefur athygli í Noregi, en hún sýnir að sykurneysla barna og unglinga er helmingi meiri en talið er að hún megi mest vera. Kom þetta fram á fréttavef Aftenposten í gær. Sykurinn fær unga fólkið aðallega úr sælgæti og gosi en vitað er að hann veldur ekki aðeins tann- skemmdum og offitu, heldur getur hann aukið líkur á sykursýki snemma á lífsleiðinni. Læknar og hollustufræðingar segja að hér áður hafi óhollustan verið mest um helgar en nú sé hún stunduð alla daga vik- unnar. Skera verði upp herör gegn henni og meðal annars með því að hækka verð á gosdrykkjum. Sykurátið veldur áhyggjum YFIR tuttugu tonn af mjög hættulegri og ætandi saltsýru eru vikulega flutt landleiðina milli Reykja- víkur og Siglufjarðar. Efnið notar rækjuskelverk- smiðjan Primex ehf. til sérhæfðar framleiðslu sinn- ar á kítíni. Efnið var áður flutt með skipi, en eftir að strandsiglingar Eimskips lögðust af 1. desember sl. hefur efnið verið flutt með flutningabílum norður í land. Sýran er að sögn flutningsaðila ekki flutt í gegnum Hvalfjarðargöngin enda gildi strangar reglur um flutning eiturefna þar um. Hins vegar sé hún flutt í gegnum Strákagöng, enda engar aðrar leiðir færar til Siglufjarðar. Hann segir bílana sér- útbúna til flutninganna, bílstjórana sérstaklega þjálfaða og að tillit sé tekið til aðstæðna, t.d. veð- urs, hverju sinni við flutningana. Að sögn Ámunda Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra á Siglufirði, er saltsýran mjög hættuleg, bæði fyrir umhverfið og menn. Læki efnið út, t.d. ef flutningabíll ylti eða yrði fyrir annars konar tjóni á leiðinni, gæti skaðinn á lífríkinu orðið mjög mikill. Hann segir aðeins vísi að viðbragðsáætlun vera tilbúinn fyrir höfuðborg- arsvæðið um það hvernig eigi að bregðast við eiturefnaslysum sem þessum. Annars fari lítið fyrir slíkum áætlunum en þeirra sé mjög mikil þörf. Ámundi hefur vakið athygli á þessu við bæjaryfir- völd á Siglufirði og umboðsmann Olís sem selur verksmiðjunni efnið. „Það getur verið töluverð hætta á leiðinni að sunnan, í hálku og slæmum veðrum,“ sagði Ámundi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ef bíllinn veltur þá eru þetta óskapleg umhverfisspjöll og óvíst hvernig gengur að höndla það úti í náttúrunni. […] Þetta getur verið stórhættulegt.“ Samkvæmt breytingum sem gerðar voru fyrir 3–4 árum falla eiturefnaslys undir slökkviliðin í landinu. Að sögn Ámunda voru þó engir fjármunir veittir við þessa breytingu til að undirbúa slökkvi- liðin til að taka á slíkum slysum, t.d. til að fjárfesta í tækjabúnaði og þjálfun starfsmanna. Um aðgerðir til að takmarka hættuna segir Ámundi að flutningabílarnir þyrftu að vera vel merktir og hugsanlega ætti að takmarka hámarks- farm. Ef til eiturefnaslyss kæmi þyrfti að bregðast við því með ákveðnum mótefnum til að draga úr áhrifum eiturefnanna. Einnig þyrftu slökkviliðin í landinu að búa yfir ákveðnum tækjabúnaði. Ámundi segir nauðsynlegt að yfirvöld, sem og allir sem að flutningunum koma, séu meðvituð um þá hættu sem fylgir eiturefnaflutningum. Hættuleg sýra landleiðina til Siglufjarðar vikulega Viðbragðsáætlunar þörf segir slökkviliðsstjóri TÖLUVERT hefur borið á því í haust að ferðamenn hefi lent í vand- ræðum við tollskoðun í Leifsstöð. Á þessu ári hafa 7 þúsund flugfarþegar í Leifsstöð greitt rúmlega 30 millj- ónir króna í tolla og opinber gjöld af verslunarvarningi sem þeir hafa keypt erlendis. Um 5 þúsund manns fara beint í rauða tollhliðið og gera upp tollinn. 2 þúsund farþegar koma með tollskyldan varning og láta koma upp um sig í græna hliðinu. /26 30 milljónir kr. í tolla greiddar á staðnum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.