Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 33 MINNINGAR Elsku hjartans ljúfi vinurinn minn. Mig langar til að minnast þín og þakka fyrir þá dýrmætu vinargjöf sem guð mér gaf í lífi mínu. Þú varst vinur minn í blíðu og stríðu. Það er svo ótal margt sem rennur í gegnum huga minn þegar ég hugsa til þín á stundu sem nú. Hjartað mitt grætur farinn vin og minningarnar um þig og okkar fyrstu kynni eru nú þó svo margar JÓN SIGBJÖRNSSON ✝ Jón Sigbjörnssonfæddist á Egils- stöðum 7. apríl 1960. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 29. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 9. desember. sem kalla fram bros í gegnum tárin. Þú kunnir svo sannarlega að létta á sálu minni þegar illa gekk hjá mér í amstri hversdagsleik- ans. Við vorum samstiga í baráttunni við ofjarl okkar Bakkus, sem við oft á tíðum töldum að ekki væri svo óviðráð- anlegur. En það var þá afneitun sjúkdómsins sem hafði náð tökum á lífi okkar, vinurinn minn. Við lögðum þá af stað út í lífið, oft með svo skondnum tilburðum, að það hálfa hefði verið nóg, sem ekki verður tíundað hér. Ég geymi okkar grallarasögur í hjarta mínu. Ég sakna þín svo sárt að mig verkjar í hjartað. Að lokum, minn besti vinur, vil ég þakka þér fyrir að hafa komið inn í líf mitt og gefið mér svo ótal margt sem aðeins sannur vinur eins og þú getur gefið. Hafðu mína hjartans þökk fyrir allt, ljúfurinn minn. Ég horfi á regnið niður rúðuna renna, jólarós á borðinu, kertið er að brenna. Það er desembernótt dimm á að líta, dansa ljóssins skuggar á veggnum hvíta. Harmafregn, minn væri, ég um þig las, líf mitt fannst mér renna eins og tímaglas. Sorgin tók sér festu í hjartastað og hugur minn flaug til þín og settist að. Hann dvaldi þar lengi og sýndi mér myndir, skrítið er að sjá hvað lífið hratt syndir. Nú sit ég einn og sárt þín sakna, sé þig í draumi og líka er ég vakna. Við skildum það báðir hvað lífið söng sorgardaga langa, eins var nóttin löng, en við áttum að hvor annan, vinurinn væri. Vakir nú yfir þér himnafaðirinn kæri. Ég votta foreldrum þínum, börn- um, systkinum og öllum þínum ást- vinum mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, hjartans vinur. Sigurður Kristinn Guðfinnsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frek- ari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGTRYGGUR K. JÖRUNDSSON, Silfurgötu 8a Ísafirði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar- bæjar föstudaginn 10. desember, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Hjálmfríður Guðmundsdóttir, Guðjón Ebbi Sigtryggsson, Halldóra Þorláksdóttir, Alda Sigtryggsdóttir, Birgir Hermannsson, Jörundur Sigtryggsson, Helga Sigurgeirsdóttir, Anna Sigtryggsdóttir, Tryggvi Sigtryggsson, Guðrún Stefánsdóttir, Hólmfríður Sigtryggsdóttir, Árni Sigtryggsson, Guðbjörg Skúladóttir, Jón Björn Sigtryggsson, Magdalena Sirrý Þórisdóttir, Hreiðar Sigtryggsson, Katrín Sigtryggsdóttir, Steingrímur Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir, EIRÍKUR ÍSFELD ANDREASEN, Kársnesbraut 94, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 17. desember kl. 13.00. Lilja Guðlaugsdóttir, Kristinn, Þorbjörn, Guðlaugur, Magnús og aðrir aðstandendur. Móðir mín og amma okkar, HELGA RÖGNVALDSDÓTTIR, Syðri Hofdölum, sem lést laugardaginn 11. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 18. desember kl. 11.00. Rannveig Jóna Traustadóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Trausti Kristjánsson og fjölskyldur. Elsku pabbi okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi, SÆVAR ÞÓR BJÖRGVINSSON, Skólagerði 68, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 15. Halldór Már og Kamilla Nótt, Rhodalind Ingólfsdóttir, Björgvin Haraldsson, Ingólfur Örn Björgvinsson, Embla Ýr Bárudóttir, Margret Björk Björgvinsdóttir, Páll Sigvaldason og systkinabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, Skúlagötu 80, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember. Fanney Magga Jónsdóttir, Sigrún Lilja Jónsdóttir, Stefán E. Pálsson, Gunnþór Jónsson, Katrín S. Gunnarsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EMIL ÓFEIGUR ÁMUNDASON, Berugötu 5, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 13. desember sl. Hans Gunnar Emilsson, Guðrún Helga Andrésdóttir, Sigurður Arilíus Emilsson, Sigríður Leifsdóttir, Valgerður Ásta Emilsdóttir, Gilbert Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FJÓLA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Naustum 1, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 17. desember kl. 13.30. Davíð Jónsson, Pétur Kristjánsson, Anna Lilja Filipsdóttir, Valdimar Davíðsson, Þorgerður Bergvinsdóttir, Sigrún Davíðsdóttir, Axel Örn Rafnsson, Randí Ólafsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON vélfræðingur, f. 13. apríl 1926, Reykjaborg, Mosfellsbæ, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 12. des- ember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. desember kl. 13. Freyja Norðdahl, Guðbjörg Þórðardóttir, Guðni Már Henningsson, Kjartan Þórðarson, Sigrún Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VILBORG GUÐBERGSDÓTTIR, Bergstaðastræti 11A, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 16. desember kl. 13.00. Magnús Þórarinsson, Þórarinn S. Magnússon, Anna M. Ólafsdóttir, Guðbergur Magnússon, Guðný Ragnarsdóttir, Þórir S. Magnússon, Matthildur Guðmannsdóttir, Stefán Magnússon, Guðbjörg Ása Andersen, Jóhannes Magnússon, Elsa Björnsdóttir, Helgi Magnússon, Sigríður G. Pálsdóttir, Svanhildur Magnúsdóttir, Fanngeir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.