Morgunblaðið - 15.12.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 15.12.2004, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinkona lumar á góðu ráði í dag. Hlust- aðu á það sem hún hefur fram að færa, jafnvel þó að það kunni að vera eilítið yf- irdrifið, óhefðbundið eða of nútímalegt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er ekki laust við að þú náir að draga að þér athyglina í dag. Vertu á varðbergi gagnvart því og reyndu að vera í þínu besta pússi! Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur fyrir ævintýraþrá og ættir að reyna að finna upp á einhverju óvenju- legu í dag. Keyrðu eitthvað út í buskann, farðu á veitingastað sem þú þekkir ekki. Opnaðu upp á gátt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir þurft að ræða málefni tengd sameiginlegum eignum eða mismunandi gildismati við einhvern í dag, líkega konu. Kannski þarftu að læra að vera ósammála án þess að reiðast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er beint á móti þínu merki í dag og þér finnst einhver vera á móti hug- myndum þínum fyrir vikið. Reyndu að vera samvinnufús og mætast á miðri leið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gleðst yfir viðleitni þinni til þess að vera skipulagðari en ella í dag. Þér líður betur ef þér tekst að minnka ringulreið- ina í kringum þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn í dag er kjörinn fyrir leiki, af- þreyingu, samveru með börnum, daður við elskhuga og listræna útrás. Þig lang- ar til þess að sleppa fram af þér beislinu og ráða þér sjálf, vog. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Beindu sjónum þínum að heimilinu og málefnum fjölskyldunnar í dag og ræddu málin við foreldri. Einhver heima fyrir þarf á athygli þinni að halda, gefðu þér tíma til þess að hlusta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Búðu þig undir annríki í dag. Stuttar ferðir, verslun og viðskipti og samræður við systkini og vini taka allan þinn tíma. Reyndu að koma miklu í verk núna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú nýtur þess að versla núna, ekki síst þess að kaupa eitthvað handa sjálfri þér, steingeit, eða nákomnum frænkum. Smásölumeðferð er gott ráð þegar harðnar á dalnum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er í merki vatnsberans í dag. Það færir þér aukinn kraft og gerir þig þar að auki tilfinningasamari en ella. Við því er ekkert að gera. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert kraftmikill í samskiptum við vini, fiskur. Fólki finnst þú sýna því skilning núna og bregst því við þér á jákvæðan hátt. Stjörnuspá Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Fólk laðast að þér. Þú ert glaðvær og hressandi og bjartsýnin er lykilatriði í vel- gengni þinni. Þú býst við hinu besta og færð það jafnan. Ein ástæða þess að fólki líkar við þig er sú að þú lætur því líða vel, sem er sjaldgæfur eiginleiki. Búðu þig undir aukna einveru á næsta ári. Frances Drake Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bb7 7. c3 Rxe4 8. d4 Ra5 9. Bc2 exd4 10. Rxd4 c5 11. Rf5 d5 12. a4 Dd7 13. f3 Rd6 14. He1+ Kd8 15. Re3 Rdc4 16. axb5 axb5 17. Bf5 Rxe3 18. Bxd7 Rxd1 19. Bxb5 Bd6 20. Hxd1 Kc7 21. Rd2 Bc6 22. Bd3 Hhe8 23. c4 dxc4 24. Rxc4 Rxc4 25. Hxa8 Hxa8 26. Bxc4 f6 27. Be3 Hb8 Staðan kom upp á bandaríska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í San Diego. Hikaru Nikam- ura (2620) hafði hvítt gegn Stephen Mohammad (2387) en sá síðarnefndi lék hræðilega af sér í síðasta leik í stöðu sem var steindautt jafntefli. 28. Hxd6! og svartur gafst upp þar sem hann verður manni undir eftir 28... Kxd6 29. Bf4. Hvítur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 laskaðir, 8 málmur, 9 bakteríu, 10 húsdýr, 11 lóga, 13 smámynt, 15 kalt, 18 logið, 21 stormur, 22 úthluta, 23 gróða, 24 ofsalega. Lóðrétt | 2 eyja, 3 tilbiðja, 4 áreita, 5 sér eftir, 6 flasa, 7 heitur, 12 gljúf- ur, 14 þangað til, 15 nokk- uð, 16 gera auðugan, 17 kögurs, 18 dapra, 19 skyldmennisins, 20 spilið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hagur, 4 þarfs, 7 fljóð, 8 næðis, 9 agg, 11 rits, 13 gróa, 14 ætlar, 15 slær, 17 áköf, 20 las, 22 koddi, 23 kafli, 24 súrna, 25 ranns. Lóðrétt | 1 hafur, 2 grjót, 3 ræða, 4 þung, 5 riðar, 6 sessa, 10 gilda, 12 sær, 13 grá, 15 sekks, 16 ældir, 18 kæfan, 19 fliss, 20 lima, 21 skær. Tónlist Fella- og Hólakirkja | Jólatónleikar kirkju- kórs Fella- og Hólakirkju kl. 20. Kór kirkj- unnar syngur jólasálma undir stjórn söng- stjóra og organista kirkjunnar, Lenku Mátéovu. Aðgangur ókeypis og bjóða kór- félagar tónleikagestum upp á piparkökur og súkkulaði eftir tónleikana. Grafarvogskirkja | Ellen Kristjánsdóttir heldur tónleika í Grafarvogskirkju í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Sálma. Sér til fulltingis hefur hún alla þá tíu hljóðfæra- leikara sem leika með henni á plötunni. Auk þess munu dætur Ellenar þrjár syngja með henni eitt lag. Forsala aðgöngumiða er í Skífunni. Grand Rokk | Stranger heldur tónleika á Grand Rokk kl. 21 í kvöld ásamt Togga og KGB. Hellirinn í Tónlistarþróunarmiðstöðinni | Raftónlistarkvöld/fusion kl. 20. Fram koma: Frank Murder, Captein Wondership og Anonymous vs. New Milk sem verður með sjónarspil. 500 kr. inn, ekkert aldurs- takmark. Fríkirkjan í Reykjavík | Kór Kvennaskól- ans í Reykjavík heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 20. Dagskráin er aðallega helguð jólalögum úr ólíkum áttum. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Tómas Guðni Eggertsson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Víðistaðakirkja | Jólatónleikar Kórs Flens- borgarskólans hefjast kl. 20. Myndlist Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej- anninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðsson – Verkamaður / Workman. Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson – Arki- tektúr. Gallerí Tukt | Fjölbreytt skúlptúrverk átta myndlistarnema. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efn- ið og andinn. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Íslendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Ný ís- lensk gullsmíði í austursal, Salóme eftir Richard Strauss í vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning á olíu- verkum úr safneigninni þar sem náttúra Ís- lands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stef- ánsson og Þórarin B. Þorláksson. Sýningin er opin alla daga frá 13–17.30 og stendur til jóla. Listasafn Rvk. Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmund- ar Sveinssonar. Listasafn Rvk. Hafnarhús | Grafísk hönn- un á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Rvk. Kjarvalsstaðir | Textillist 2004 – alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið Síðumúla 34 | Verk Valtýs Péturssonar. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróð- ur og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir – Ei- lífðin er líklega núna. SÍM-salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir sýnir myndir unnar í ull. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk. Suzuki-bílar | Björn E. Westergren – myndir málaðar í akrýl og raf. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – –sKæti– Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sól- stafir frá öðrum heimi. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt …“ Bækur Grafarholtssókn | Fyrsta menningarvaka sóknarinnar verður haldin í þjón- ustusalnum, Þórðarsveigi 3, Grafarholti kl. 20. Þórarinn Eldjárn, Einar Már Guðmunds- son og Sigmundur Ernir Rúnarsson lesa úr verkum sínum. Aðgangur ókeypis, boðið upp á kaffi og piparkökur. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein- ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðminjasafn Íslands | Þvörusleikir kem- ur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jóla- sveinarnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst í safninu. Jólasveinakvæði Jóhann- esar úr Kötlum er einnig í dagatalinu. Veit- ingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar jóla- kræsingar. Kynntir eru japanskir og pólskir jóla- og nýárssiðir auk íslenskra. Mannfagnaður Reykjavíkurdeild SÍBS | Reykjavíkurdeild SÍBS verður með árlega aðventuhátíð sína fimmtudaginn 16. desember kl. 17 í SÍBS- húsinu, Síðumúla 6. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer mið. 15. des- ember er 94147. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Jólaút- hlutun verður dagana 14., 15., 16., 20. og 21. des. kl. 14–17 á Sólvallagötu 48. Svarað er í síma 551-4349 sömu daga kl. 11–16 og tek- ið á móti varningi og gjöfum. Netfang: mnefnd@mi.is. Málstofur Kennaraháskóli Íslands | Opin málstofa verður í KHÍ kl. 16.15. Umfjöllun um áhuga- verðar bækur sem koma út fyrir þessi jól ásamt kynningu á vefjunum Bókaormar (bokaormar.khi.is) og BarnUng (barn- ung.khi.is) sem Kennaraháskóli Íslands heldur úti til þjónustu við kennara. Fundir Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna með krabbamein í eggjastokkum heldur aðventufund í húsi Krabbameins- félagsins, Skógarhlíð 8 í Reykjavík kl. 17. Á dagskrá er m.a. upplestur, tónlistaratriði og kynning á nýjum bókum. Heitt súkkulaði og smákökur á boðstólum. Aðstandendur velkomnir á samkomuna. Maður lifandi | Hláturkætiklúbburinn held- ur hláturjógafund í heilsumiðstöðinni Mað- ur lifandi, Borgartúni 24, kl. 17.30–18.30. Kristján Helgason og Ásta Valdimarsdóttir stjórna æfingunum og Ingi Vilhjálmsson leikur jólalög á píanó. Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir börn. Kynning Iða | Menn frá tæknideild Lögreglunnar í Reykjavík kynna hvernig vettvangsrann- sókn fer fram milli kl. 16.30 og 18 í IÐU, Lækjargötu. Einnig verður bókin Norræn sakamál 2004 kynnt. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fréttir í tölvupósti FÁGAÐAR kvenraddir munu hljóma af krafti í Hallgrímskirkju í kvöld þeg- ar Gospelsystur Reykjavík- ur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox feminae halda að- ventutónleika undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30, en efnisskráin er afar fjölbreytt. Þar er m.a. að finna verk eftir Bach, Brahms, Hugo Distler, Haydn, Schubert, Will- cocks, Perti, Felix Mendels- sohn, Bartholdy, Pollock, og Dubinsky. Á tónleikunum mun Ást- ríður Haraldsdóttir leika á orgel, Hjörleifur Valsson fiðluleikari leiðir strengja- sveit sem auk hans er skipuð þeim Stefaníu Ólafsdóttur á víólu, Helgu Steinunni Torfadóttur á fiðlu og Örnólfi Kristjáns- syni á selló. Hanna Björg Sigurjónsdóttir syngur ein- söng með kórunum. Margrét J. Pálmadóttir, stofnandi allra kóranna þriggja, hefur stjórnað þeim frá upphafi, en þeir æfa allir í Domus Vox. Margrét segir áhorfendur mega eiga von á miklum hátíðleik og stórkostlegum einsöng Hönnu Bjarkar Guðjónsdóttur sópransöngkonu. „Á bak við allan þennan söng slá 200 hjörtu. Það finnst mér merkilegt,“ segir Mar- grét. „Af minni hálfu eru þetta þakk- lætistónleikar og við endum tónleikana á því að syngja nýjan texta eftir sr. Ólaf Jóhannsson í Grensáskirkju. Það eru tíu ár liðin síðan ég hélt fyrstu tón- leikana með kvennakór í Hallgrímskirkju og að þessu sinni fagna með mér 80 stúlkur og 120 konur, alls tvö hundruð konur á aldrinum sjö til sextíu ára.“ Margrét segir tónleikana vera sér af- ar mikils virði og hátíðleikinn verði í fyrirrúmi. „Mér finnst alltaf toppurinn vera sex kvenradda flutningur á Heims um ból með klukknaspili og strengja- sveit. Þá eru jólin komin til mín.“ Hátíðlegar kvenraddir í Hallgrímskirkju Miðar eru til sölu í Domus Vox, Skúlagötu 30, sími 511 3737 milli 16 og 18 og hjá kórfélögum í síma 861 2668. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.