Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 39 FRÉTTIR Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Norðurbrú Garðabæ - Glæsieign - Inn fyrir jól Nýkomin í einkasölu glæsileg 125 fm íbúð á annarri hæð m. bílageymslu í nýju lyftuhúsi í Bryggjuhverfinu í Garðabæ. Íbúðin skiptist í: Forstofu, gang,þrjú svefnherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stóra stofu, borðstofu og þvottahús. • Íbúðin er fullbúin á afar vandaðan hátt, glæsilegar innréttingar. • Vandað parket á gólfum (hlynur). • Glæsilegt fullbúið baðherbergi, flísalagt, með innréttingum. • Vönduð AEG-tæki, ísskápur, uppþvottavél og ljós fylgja. • Suðursvalir, útsýni. • Innangengt í bílageymslu. • Vandaður frágangur að utan sem innan. • Húsið er klætt að utan og nær viðhaldsfrítt. Álgluggar. • Íbúðin er til afhendingar nú þegar. • Myndir á mbl.is Kynningarfundur Flensborg - deiliskipulag Boðað er til kynningarfundar fimmtudaginn 16. desember á auglýstu deiliskipulagi fyrir Flensborgarskóla. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg og hefst kl. 17:00. Bæjarbúar og aðrir sem áhuga hafa á málinu eru hvattir til að mæta á fundinn. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði.  FJÖLNIR Freyr Guðmundsson varði sl. sumar doktorsritgerð við læknadeild Björgvinjarháskóla í Noregi. Ritgerðin ber heitið: Abdominal Compartment Syndrome; an experimental study on gastr- ointestinal and renal blood flow, hormonal chang- es and urinary output during prolonged increased intra-abdominal pressure. Við sjúkdóma, svo sem alvarlega brisbólgu, og við alvarleg slys getur þrýstingur í kviðarholi aukist veru- lega. Þessi aukni þrýstingur hefur í för með sér minnkað blóðflæði til líf- færa í kviðarholi og til nýrna og þvagmyndun minnkar. Ef þrýstingur verður viðvarandi getur hann valdið bilun í þessum líffærakerfum. Með- ferð við þessum kvilla er að létta á þrýstingi með því að opna kviðarholið með skurðaðgerð. Í doktorsritgerðinni voru mismun- andi aðferðir til að mæla kviðarhols- þrýsting bornar saman og áhrif við- varandi hækkaðs kviðarhols- þrýstings á blóðflæði til ýmissa líffæra og losun hormóna sem geta haft áhrif á blóðrás og þvagmyndun könnuð. Í ritgerðinni er sýnt fram á að þrýstingur í þvagblöðru, lær- isslagæð og bláæðum í kviðarholi endurspeglar vel kviðarholsþrýsting sem mældur er beint. Blóðflæði til kviðarholslíffæra og nýrna minnkar og blóðþéttni hormóna sem hafa áhrif á blóðrás og þvagmyndun eykst. Þegar æðaherpandi hormónið angiotensin II var hamið með lyfi við þessar aðstæður jókst blóðflæði í nýrum og þvagmyndun hélst óbreytt. En þegar æðaherpandi hormónið Endothelin I var hamið olli það veru- legu blóðþrýstingsfalli og enn minni þvagmyndun. Niðurstöður þær sem birtar eru í ritgerðinni auka skilning manna á því hvað gerist þegar kvið- arholsþrýstingur eykst og í henni er bent á þætti sem geta haft mikla þýð- ingu varðandi meðferð á viðvarandi auknum kviðarholsþrýstingi. Aðalleiðbeinendur voru Knut Svanes, prófessor emeritus, og As- gaut Viste, prófessor, við Háskólann í Bergen. Andmælendur voru Jon Erik Grönbech, prófessor við lækna- deild háskólans í Þrándheimi, og Tom Erik Ruud, doktor í læknavís- indum við Bærumspítala. Formaður dómnefndar var Bjarne Iversen, pró- fessor við háskólann í Bergen. Fjölnir Freyr Guðmundsson lauk kandidatsprófi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands árið 1993. Hann varð sérfræðingur í al- mennum skurðlækningum í Noregi og á Íslandi 2000 og sérfræðingur í meltingarfæraskurðlækningum 2004. Foreldrar hans eru Guðmundur Kristján Jóhannsson og Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir. Fjölnir er kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Doktor í læknisfræði VERSLUNIN Leonard í Kringl- unni býður nú upp á rafræn gjafa- kort og segir Sævar Jónsson, eig- andi verslunarinnar, að þetta sé í fyrsta sinn sem verslun býður sam- tengt gjafakort og inneignarkort á rafrænu formi. Hægt er að velja upphæð á kortin og eru þau afhent í gjafaöskju. Tengja má kortin við kennitölu til að tryggja að enginn annar en eigand- inn geti notað þau. Sævar segir notkun gjafakorta hafa aukist mjög undanfarin ár. Leonard selur úr og skartgripi og ýmsa fylgihluti. Sævar Jónsson, eigandi Leonard, með nýja gjafakortið. Býður rafræn gjafakort LÖGREGLAN á Selfossi lýsir eftir vitnum að umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt austan við Hveragerði um kl. 14 sunnudaginn 12. desember. Þar hafði Hyundai Starex- bifreið oltið á miðjum veginum er henni var ekið í austur frá Hveragerði. Ökumaður Hyundai-bifreið- arinnar hafði orðið að fara út í vegöxlina til að koma í veg fyrir árekstur við bifreið sem ekið var á móti og var að fara fram úr bifreiðum. Í fyrstu var talið að bifreiðin sem var ekið fram úr hafi verið af gerðinni Nissan Patrol. Nú hafa komið upplýsingar frá vitni að það væri rangt, þarna hafi verið á ferð rauð Toyota Hilux á breiðum dekkj- um. Skorað er á ökumann þeirrar bifreiðar að gefa sig fram við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010. Þá er ítrekað óskað eftir að allir þeir sem þarna voru á ferð og sáu aðdraganda óhappsins hafi samband. Lýst eftir vitnum Í TENGSLUM við árveknisátak um brjóstakrabbamein í haust voru seldir sérstakir stuttermabolir í verslunum B-Young víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í verslun B-Young á Laugavegi 83 í Reykja- vík. Ein leikkvennanna úr sjón- varpsþáttunum Beðmál í borginni, Kristin Davis, valdi bolina og ákvað að ágóði af sölu þeirra rynni til rannsókna á brjóstakrabbameini í viðkomandi löndum. Salan hér á landi gekk mjög vel og voru seldir nálægt fimm hundr- uð bolir en þeir voru í fimm mis- munandi litum. Ágóðinn af sölunni, 475 þúsund krónur, hefur verið af- hentur Krabbameinsfélagi Íslands og verður hann notaður til að bæta tækni til myndgreiningar á Rann- sóknastofu í sameinda- og frumu- líffræði, sem starfað hefur á vegum Krabbameinsfélagsins í tæpa tvo áratugi og sérhæft sig í brjósta- krabbameinsrannsóknum. Myndin er tekin við afhendingu ágóða af sölu á bolum frá B-Young. Hrefna Ósk Benediktsdóttir, eig- andi verslunar, Guðrún Agnars- dóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, og Sigríður Klara Böðv- arsdóttir, líffræðingur á Rann- sóknastofu í sameinda- og frumu- líffræði. Styrkir rann- sóknir á brjósta- krabbameini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.