Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DÁLKINUM „Viðhorfi“ í Morgunblaðinu föstudaginn 10. desember birti blaðamaður tilfinn- ingaþrungnar skoðanir sínar á blaðagrein undirritaðs þar sem rætt var meðal annars um þá litlu umfjöllun sem byggðamál fá í fjöl- miðlum landsins. Það sem fór einkum fyrir brjóstið á blaðamann- inum var að ég benti réttilega á að í ít- arlegri umfjöllun Morgunblaðsins um byggðamál í Norð- vesturkjördæminu væri forðast eins og heitan eldinn að tala um augljósa orsök fólksfækkunarinnar í sjávarbyggðunum, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi. Rétt er að það kom fram ítrekað í stuttum viðtölum við íbúa að þeir kenndu kvótakerfinu um fólks- fækkunina en í öllum efnistökum blaðsins var sjónum beint í aðrar áttir. Í sjálfu sér er það eflaust gott og hollt að fólk opni sig og láti til- finningaþrungnar skoðanir flæða á síður blaðanna um menn og mál- efni. Ég tel engu að síður að það verði að varast að fullyrða eitt- hvað út í loftið um hvað hinn eða þessi hafi lesið og hvað ekki. Fram kom hjá blaðamanninum sú ein- kennilega mótsögn í umræddum dálki, annars vegar að ég hefði ekki lesið skrif hans og hins vegar sú skoðun að ég hefði ekki kynnt mér umfjöllun blaðsins. Hið rétta er að ég las umfjöllun blaðsins ít- arlega og vil nota tækifærið og þakka fyrir hana þó svo ég telji að sjónum hafi ekki verið beint að rótum vandans. Halldór Hall- dórsson lifir í blekkingu Í pistlinum kom fram að undirritaður mætti taka til sín einhver orð Halldórs Hall- dórssonar, bæj- arstjóra á Ísafirði, um að ekki þýddi að standa á torgum og skammast út í kvótakerfið og að Vestfirðingar væru nú bjartsýnir og farnir að taka þátt í kvóta- leiknum. Þess ber að geta að þetta er ekki fyrsta skipti sem Morg- unblaðið lyftir Halldóri á stall en lesa mátti mikið hrós um þennan ágæta mann í leiðaraskrifum blaðsins nú í sumar. Það sem hann hefur unnið sér mest til ágætis að mati blaðsins er að hann hvetur til þess að hætt sé að ræða kvóta- kerfið og talar af bjartsýni um ein- hver önnur atvinnumál. Ég hef mikinn skilning á því að sjálfstæð- ismenn á Ísafirði vilji fyrir alla muni tala sem minnst um kvóta- kerfið og reyni jafnvel að sverta þá sem benda á hið augljósa að kerfið hafi leikið Ísafjörð grátt. Auðvitað skil ég líka Morg- unblaðið sem fylgjandi kerfinu að það vilji hampa þeim manni sem forðast að ræða um kerfið og talar um að þeir sem hefji þá umræðu séu að viðhafa eitthvert bölmóðs- tal. Hvernig er raunveruleikinn á Ísafirði, í stjórnartíð bjartsýna bæjastjórans sem hefur setið að völdum síðustu sex ár og spilað með kerfinu? Staðan er einfald- lega sú að íbúum hefur fækkað um 8% í sveitarfélaginu, sem er nán- ast sama fækkun og síðustu sex ár þaðan á undan á sama svæði. Stað- an er sem sagt óbreytt þrátt fyrir að menn séu byrjaðir að spila með kerfinu eins og það er kallað og þrátt fyrir allt bjartsýnishjalið. Staðan er óbreytt þrátt fyrir að ýmislegt mjög jákvætt hafi gerst, s.s. sameining sveitarfélaga og miklar samgöngubætur. Ástæðan fyrir áframhaldandi fækkun þrátt fyrir áðurgreindar umbætur er einkum sú að kvótaflokkarnir Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkur hafa stöðugt verið að leggja stein í götu sjávarbyggð- anna með því að herða á snöru kvótakerfisins s.s. með því að setja fleiri fisktegundir smábáta í kvóta og leggja af sóknardagakerfið. Nú ætla ég að vona að bæjar- stjórinn á Ísafirði sjái að sér og taki þá frekar þátt í því með okkur í Frjálslynda flokknum að berjast gegn kvótakerfinu og þess vegna að standa á kassa á torgum og hrópa kerfið niður. Það væri mun meiri sómi að því í stað þess að róa með kerfi sem er á að leggja Ísafjörð og sjávarbyggðirnar í rúst. Hér að framan hefur komið fram skilningur á ýmsum skrifum og þögnum Morgunblaðsins í ljósi afstöðu þess með kvótakerfinu en hins vegar er ómögulegt að átta sig á hvers vegna tekin er afstaða með þessari vitleysu. Það má furðu sæta að það sé ekki búið að henda kvótakerfinu fyrir löngu þar sem sýnt er að það er al- gjörlega misheppnað til þess að stjórna fiskveiðum. Þegar farið var af stað með kerfið var ætlunin að þorskaflinn yrði að meðaltali 450 þúsund tonn en eftir tuttugu ára kvóta er veiðin rúmlega helm- ingi minni. Meðfylgjandi línurit sýna árangursleysið í hnotskurn, þar sem eftir tuttugu ára óstjórn eru bæði afli og fiskistofnar mun minni en fyrir daga kerfisins. Nú hefur verið sýnt fram á að næstu nágrönnum okkar í Færeyjum hefur tekist mun betur upp með stjórn fiskveiða. Hvað er þá í vegi fyrir því að skoða þeirra kerfi með opnum hug? Blaðamaður ber tilfinningar sínar á torg Sigurjón Þórðarson svarar Viðhorfi ’Nú hefur verið sýntfram á að næstu ná- grönnum okkar í Fær- eyjum hefur tekist mun betur upp með stjórn fiskveiða. Hvað er þá í vegi fyrir því að skoða þeirra kerfi með opnum hug?‘ Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.                                      %&  " #$  3) ( & 0"-"    "  4  0"-"    "4   5 67       )* & #* +& , &- $  3) ( & Í laugardagsblaði Morgunblaðsins var frétt um nýfallna úr- skurði óbyggðanefnd- ar í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu. Fyrirsögnin var „kröfum ríkisins hafn- að að stórum hluta“. Rétt er að skoða nán- ar hvort þessi fyrir- sögn geti verið rétt miðað við efni úr- skurðanna. Í þjóðlendumálum er tekist á um hvar séu mörk eignarlanda og þess hluta Íslands, sem íslenska þjóðin á. Í þessum tveimur sýslum var tekist á um landrétt í níu mál- um og er rétt að fara yfir lyktir þeirra mála. Fyrsta málið snerist um Holta- mannaafrétt. Ríkið taldi hann þjóð- lendu, en bændur eignarland. Allt svæðið var úrskurðað þjóðlenda. Næsta mál snerist um Land- mannaafrétt. Ríkið taldi svæðið þjóðlendu, en bændur eignarland. Óbyggðanefnd úrskurðaði eftir kröfum ríkisins. Þriðja málið snerist um Rangárvelli. Ríkið taldi allt kröfusvæðið þjóðlendu, en bændur eignarland. Óbyggðanefnd sam- þykkti kröfur ríkisins, en úrskurð- aði þó meira land þjóðlendu en ríkið hafði krafist. Fjórða málið snerist um Fljótshlíðarsvæðið. Ríkið gerði kröfu til þess að kröfusvæðið væri þjóðlenda, en bændur gerðu önd- verða kröfu um eignarrétt. Fallist var á kröfur ríkisins að undanskil- inni sneið við Tindfjallajökul. Fimmta málið snerist um Þórs- merkursvæðið og Eyjafjöll. Ríkið gerði þjóðlendukröfu til Þórsmerkursvæðisins, en bændur eignarréttarkröfu. Fallist var á kröfu ríkisins. Varðandi efri mörk jarða við Eyjafjallajökul dró ríkið kröfulínu sína ekki í jökul, heldur rétt neðan jökuls, og munaði ekki miklu á kröfum. Óbyggðanefnd úr- skurðaði eignarrétt að jökulsporði eins og hann var 1998, en ekki eins og hann var rétt um 1882, þegar landamerkjabréf voru rituð, en þá lá jökull miklu neðar. Sjötta málið var Mýr- dalshreppur. Þar gerði ríkið kröfu til ákveð- inna afréttarsvæða sem þjóðlendu og helm- ingur þeirra var úr- skurðaður þjóðlenda. Þess var krafist að mörk jarða næðu ekki nema í u.þ.b. 700 til 800 m hæðar, en óbyggða- nefnd úrskurðaði eign- arlöndin í jökul eins og hann var 1998. Sjöunda málið var um Álftaver og Skaftártungu. Ríkið gerði kröfu til þess að allt kröfusvæðið væri þjóðlenda, en bændur töldu það allt eign- arland. Óbyggðanefnd fór að kröfum ríkisins. Áttunda málið var um Síðuna. Bændur töldu allt kröfu- svæðið eignarland, en ríkið gerði kröfu til að afrétturinn væri þjóðlenda og efsti hluti ákveðinnar jarðar, sem óglöggt merkjabréf var fyrir um, væri einnig þjóðlenda. Fallist var á kröfu ríkisins um af- rétt og hluti af jörðinni Mörtungu var úrskurðaður þjóðlenda. Var þannig nánast að öllu leyti fallist á kröfur ríkisins. Níunda málið fjallaði um jarðir í Fljótshverfi og mörk þeirra. Bændur gerðu kröfu um eignarland allt til jökuls eins og hann er nú, en ríkið fór með kröfu- línu sína í samræmi við það, sem ráða mátti af eldri heimildum að til- heyrt hafði jörðunum. Þarna í þessu eina máli fór ríkið halloka því allt kröfusvæðið var úrskurðað þjóð- lenda. Af þessari samantekt má sjá að í flestum málunum var úrskurðað í samræmi við kröfur ríkis. Í einu máli fer ríkið halloka og á tveimur svæðum, sem liggja að jökli, er farið með eignarlöndin í jökulbrún og munaði þar ekki miklu á kröfulín- um. Dæmi svo hver fyrir sig hvort fréttafyrirsögnin fær staðist. Fréttafyrirsögn af þjóðlenduúrskurðum Ólafur Sigurgeirsson fjallar um þjóðlendumál Ólafur Sigurgeirsson ’… í flestummálunum var úrskurðað í samræmi við kröfur ríkis.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. NÚ STENDUR yfir á vegum Þjóðarhreyf- ingarinnar – með lýð- ræði fjársöfnun til að birta yfirlýsinguna „Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni“ í banda- ríska stórblaðinu The New York Times í jan- úar. Í auglýsingunni verður nefndur fjöldi þeirra Íslendinga sem kostuðu birtinguna. Ástæða þessarar söfnunar er að tveir ráðherrar lögðu nafn Íslendinga – okkar allra – við aðgerðir innrásarhersins í Írak, þrátt fyrir eindregna andstöðu þjóðarinnar. Með þeirri ákvörðun voru brotin íslensk lög, alþjóðalög – og íslensk lýðræð- ishefð. Yfirlýsingunni má líkja við mótmælastöðu. Stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefur vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi. Á þeim sama vettvangi er því nauðsynlegt að leiðrétta þessi mistök ráðherranna – og jafnframt að biðja Íraka af- sökunar á þeim. Í skoðanakönn- unum hafa fjórir af hverjum fimm Íslendingum lýst sig andsnúna ein- hliða ákvörðun ráðherranna. Tökum því höndum saman um að birta yfirlýsinguna í The New York Times. Hringið í síma 90-20000 og leggið þannig fram 1.000 kr. (eitt þúsund krónur) til að kosta birtingu yfirlýsingarinnar. Einnig má leggja frjáls framlög á bankareikning nr. 833 í SPRON (Þjóðarhreyfingin: kt. 640604- 2390). Verði afgangur af söfnuninni rennur hann til Rauða kross Ís- lands til hjálpar stríðshrjáðum í Írak. Yfirlýsinguna og upplýsingar henni tengdar er auðvelt að nálg- ast á vef Þjóðarhreyfingarinnar: www.thjodarhreyfingin.is. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði er grasrótarhreyfing áhugafólks um lýðræði. Hreyfingin heldur enga félagaskrá og er þverpólitísk. Höfundar greinarinnar eru ábyrgðarmenn söfnunarinnar. Við höfum það hlutverk að rétt verði farið með fé það sem safnast. Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni Valgerður Bjarna- dóttir, Valgarður Egilsson, Ólafur Hannibalsson og Hans Kristján Árna- son skrifa um söfn- un Þjóðarhreyfing- arinnar Ólafur Hannibalsson Hans Kristján Árnason Valgerður Bjarnadóttir Valgarður Egilsson ’Ástæða þessarar söfn-unar er að tveir ráð- herrar lögðu nafn Ís- lendinga – okkar allra – við aðgerðir innrás- arhersins í Írak, þrátt fyrir eindregna and- stöðu þjóðarinnar.‘ Valgerður er viðskiptafræðingur, Valgarður er prófessor, Ólafur er rithöfundur og Hans Kristján er viðskiptafræðingur. Höfundar eru ábyrgðarmenn söfn- unarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.