Morgunblaðið - 15.12.2004, Page 10

Morgunblaðið - 15.12.2004, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÍMUEFNANEYSLA íslenskra unglinga í 10. bekk hefur minnkað á flestum sviðum á sama tíma og hún hefur staðið í stað eða aukist í öðrum Evrópulöndum. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu á vegum Evrópuráðs- ins um vímuefnaneyslu evrópskra skólanema sem kynnt var á blaða- mannafundi í Hinu húsinu í gær. Skýrslan byggist á niðurstöðum rannsóknarinnar European School Survery Project on Alcohol and Oth- er Drugs (ESPAD), en rannsóknin er framkvæmd á fjögurra ára fresti og er þetta í þriðja sinn sem Ísland er með. Að rannsókninni nú standa á þriðja hundrað evrópskra vísinda- manna í 35 löndum. Alls tóku 102.966 nemendur þátt í rannsókninni, þar af 3.348 nemendur í 10. bekk íslenskra grunnskóla. Í máli Þórodds Bjarnasonar, pró- fessors við Háskólann á Akureyri, kom fram að þar sem hver árgangur í íslenskum skólum er jafnstór og úr- takið í hinum Evrópulöndunum væri hérlendis ekki um neitt úrtak að ræða heldur væru allir nemendur 10. bekkja árgangsins með í könnuninni sem þýðir að ekki þarf að gera ráð fyrir neinum skekkjumörkum og frá- vikum þannig að rannsóknarniður- stöðurnar fyrir Ísland gefa gleggri mynd en annars. Íslensk ungmenni undir meðal- tali í reykingum og drykkju Hvað niðurstöður könnunarinnar varðar koma íslenskir unglingar mjög vel út á öllum sviðum nema þegar kemur að sniffi. Þannig hafa aðeins 18% 15–16 ára nemenda reykt sígar- ettur 40 sinnum eða oftar á árinu 2003 og er Ísland þar í fjórða neðsta sætið á listanum. Til samanburðar má nefna að hjá Færeyingum er hlutfall- ið 41% en austurrískir unglingar leiða listann með 42%. Þegar kemur að áfengisneyslu er Ísland einnig í fjórða neðsta sæti af Evrópulöndunum þar sem aðeins 14% ungmenna hafa neytt áfengis 40 sinnum eða oftar, en til samanburðar er hlutfallið 50% hjá Dönum. Þóroddur bendir á að áfeng- isneysla íslenskra ungmenna hafi staðið í stað á sama tíma og hún hefur verið að aukast á alþjóðavísu. Sé skoðað hlutfall þeirra sem farið hafa á fyllirí þrisvar sinnum eða oftar á síðustu þrjátíu dögum áður en könnunin var gerð kemur Ísland til- tölulega lágt út með 11%, samanborið við 32% hjá Írum sem eru með hæsta hlutfallið. Þegar spurt er um neyslu ólöglegra vímuefna segjast 13% nem- enda 10. bekkjar einhvern tímann hafa notað ólögleg vímuefni, en að- eins 4% ungmenna hafa reykt hass á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnun og er það svipað hlutfall og í fyrri könnunum. Þegar kemur að sniffefn- um segjast hins vegar 12% íslenskra ungmenna hafa prófað þau og þar lendir Ísland í eina skiptið í könnun- inni yfir meðaltali. Stefnubreytingin mun bera enn meiri árangur í framtíðinni Á fundinum ræddi Þórólfur Þór- lindsson, prófessor við Háskóla Ís- lands og fráfarandi formaður áfengis- og vímuvarnaráðs, um forvarnarstarf síðustu ára í ljósi evrópsku rannsókn- arinnar. Hann rifjaði upp að árið 1998 hefði neysla ólöglegra vímuefna með- al íslenskra ungmenna náð ákveðnu hámarki, en síðan hefði dregið veru- lega úr neyslunni og samkvæmt nýj- ustu rannsóknum dregur jafnvel enn úr henni milli áranna 2003–2004. Í máli Þórólfs kom fram að1998 tók til starfa nýtt áfengis- og vímuvarnaráð sem setti sér nýja stefnu sem miðaði að því að byggja ávallt starfið á bestu upplýsingum á hverjum tíma og tengja jafnframt betur starf þeirra sem starfa að rannsóknum og þeirra sem vinna að forvörnum. Þess má geta að rannsóknarteymið á Íslandi var auk þeirra Þórodds og Þórólfs skipað Ingu Dóru Sigfúsdótt- ur og Stefáni Hrafni Jónssyni, en bakhjarlar rannsóknarinnar á Íslandi eru Lýðheilsustöð, Áfengis- og vímu- varnaráð, Rannsókn og greining og Háskólinn á Akureyri. Dregið hefur úr notkun vímu- efna meðal íslenskra ungmenna Morgunblaðið/Jim Smart Þórólfur Þórlindsson, prófessor við HÍ, Þóroddur Bjarnason, prófessor við HA, Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, og Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra sem ávarpaði fundinn í gær.            !"  #  $%   # &  $   ' ( %" )    *  $ ( ((     & +( ((     & +( ( *   $    *  ( +(&     ',(  -&(  ./ 0! /,(            „ÞAÐ sem er afar ánægjulegt að sjá er að við höfum staðið okkur mjög vel. Þannig hefur neyslan verið að minnka hérlendis á sama tíma og hún hefur staðið í stað eða aukist annars staðar. Þannig að við höfum farið frá því að vera í miðjum hópi Evrópulanda yfir í að vera einna lægst á mörg- um mælikvörðum,“ segir Þór- oddur Bjarnason. „Við höfum verið að fylgjast með því hvernig neyslan breytist ár frá ári og við höfum séð ákveðna breytingu þar sem neysl- an hefur verið að minnka á Ís- landi. Við höfum hins vegar ekki verið alveg viss um hvað það þýddi, því við erum ekki ein- angruð. Neyslan breytist með svipuðum hætti í mismunandi löndum og því er mikilvægt að skoða niðurstöðurnar í alþjóðlegu samhengi. Spurður hverju megi þakka þann góða árangur sem náðst hafi hérlendis segir Þóroddur það mega rekja til öflugs for- varnarstarfs þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á að tengja saman sem flesta aðila, þ.e. rannsóknarfólk, þá sem standa að stefnumótun, starfsfólk sveitarfélaga og lögregluna, svo eitthvað sé nefnt. „Á umliðnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla forvarnir í tengslum við áfengi og tóbak og það hefur virkað mjög vel. Það hefur kannski heldur minni áhersla verið lögð á að draga úr neyslu ólöglegu efnanna og það sýnir sig að við stöndum meira í stað þar samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.“ Spurður um niðurstöðurnar er varðar sniff ungmenna segir Þór- oddur Bjarnason það vera visst áhyggjuefni. „Ég sé fyrir mér að næsta verkefnið sé að draga úr neyslu á ólöglegum efnum og þessar rann- sóknarniðurstöður benda til þess að sniffið sé sannarlega eitt af því sem við þurfum að skoða bet- ur.“ Áhyggjur af sniffefnum „NIÐURSTAÐAN er mjög skýr og bendir til þess að við erum á réttri leið,“ segir Þórólfur Þór- lindsson. Hann bendir á að það styðji niðurstöðurnar að sjá að sumir þeir áhættuþættir sem ein- blínt hafi verið á hérlendis á um- liðnum árum hafi greinilega skil- að árangri, þ.e. minni neyslu. „Hins vegar verðum við líka að hafa í huga að þessi niðurstaða er bara einn þáttur í starfinu. Á sama tíma eru vísbendingar um að aðstæður í þjóðfélaginu séu að breytast mjög mikið, það sé t.d. miklu agressívari og skipulagðari markaðssetning á vímuefnum en áður var.“ Að sögn Þórólfs er afar mikil- vægt að ná góðum árangri með vímuefnaforvarnir í efstu bekkj- um grunnskólans sökum þess að rannsóknir sýna að árgangar sem eru lágir í neyslu í 9. og 10. bekk eru það áfram. „Að sama skapi haldast ár- gangar sem eru háir í neyslu í efstu bekkjum grunnskólans háir áfram. Þannig hefur það verið, en hins vegar kann að vera að þetta sé allt að breytast þar sem menn eru t.d. farnir að dreifa ólöglegum vímuefnum með öðrum hætti en verið hefur, þ.e. leita nýrra leiða og markaðssetja þau meira fyrir eldri hópa. Þetta er eitthvað sem þarf að fylgjast með og skoða og bregðast við á næstu árum. En þá breytist líka starf- ið.“ Samanburðarniðurstöðurnar sem kynntar voru í gær eru frá árinu 2003. „Þegar hins vegar tölur frá 2004 eru skoðaðar sjáum við að verulega hefur dregið úr neyslu á hassi og einnig hefur dregið mjög mikið úr sniffi frá 2003,“ segir Þórólfur. „Einnig má benda á að við höldum áfram að sjá lækkun á tölum hvað varð- ar reykingar og áfengisneyslu.“ Aðspurður hverju megi þakka minnkandi neyslu í efstu bekkjum grunnskóla á síðustu sex árum segist Þórólfur sannfærður um að markvisst og gott forvarnarstarf unnið í sveitarfélögum landsins þar sem foreldrar, skólar, for- ystumenn æskulýðs- og íþrótta- mála og lögreglumenn hafa lagst á eitt hafi skilað þessum góða ár- angri. Við erum á réttri leið KÆRUNEFND útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Orku- veita Reykjavíkur sé skaðabótaskyld gagnvart Toshiba International (Eur- ope) vegna þess hvernig staðið var að útboði á hverflum fyrir virkjun veit- unnar á Hellisheiði, en samið var við Mitsubishi um hverfla. Skal Orkuveit- an greiða Toshiba 600 þúsund kr. í málskostnað. Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitunnar, segir að Orkuveitan sé ósátt við niðurstöðu kærunefndarinnar og muni væntan- lega vísa henni til dómstóla. Málið snýst um útboð á vélbúnaði og hverflum fyrir veituna á Hellis- heiði og var heildarverðmæti samn- ingsins eitthvað í kringum tveir millj- arðar króna. Við útboðið var beitt svonefndri samningskaupaaðferð sem felur í sér að kaupandi ræðir við seljendur samkvæmt fyrir fram ákveðinni aðferð sem þeim hefur áður verið kynnt og semur við einn eða fleiri þeirra, en þannig er þessi aðferð skilgreind í lögum. Segir úrskurðar- nefndin að við samningskaup sé kaup- anda ætlað verulegt svigrúm og mun meira en í almennum lokuðum útboð- um, en um endanlegt mat tilboða gildi hins vegar sömu reglur og í almenn- um og lokuðum útboðum. Nefndin fái ekki annað séð en kærði, Orkuveitan, hafi lagt sig fram um að gæta jafn- ræðis en þó hafi ekki að öllu leyti náðst að tryggja jafnræði. Nefndin vísar til þess að kærandi, Toshiba, hafi boðið svonefnda Axial Exhaust-útfærslu á búnaðinum. Ekki sé gert ráð fyrir þeirri útfærslu í lýs- ingu á verkinu enda útfærslan skil- greind sem frávikstilboð. „Nefndin telur að þrátt fyrir hinar rúmu reglur um heimildir kaupanda í samningskaupum, hafi kærði farið út fyrir hinn leyfða ramma þegar hann gaf Mitsubishi kost á að jafna frávik- stilboð kæranda með þessum hætti. Með því var Mitsubishi gefinn kostur á að njóta verulega góðs af lausn sem kærandi hafði sett fram, sem ekki var gert ráð fyrir í útboðsgögnum og Mitsubishi hafði ekki hugkvæmst. Þrátt fyrir að Axial Exhaust útfærsl- an sé almennt þekkt, þá var um að ræða hugmynd kæranda að öðruvísi lausn þessa tiltekna verkefnis sem hvorki kaupandi né Mitsubishi höfðu gert ráð fyrir, og reyndist mun hag- kvæmari en hin svonefnda Top Ex- haust-útfærsla. Telur nefndin að með því að veita öðrum bjóðendum kost á að nýta sér þessa lausn kæranda og styrkja með því verulega stöðu sína í samkeppninni við kæranda hafi hin almenna jafnræðisregla verið brotin,“ segir orðrétt í úrskurðinum. Síðan segir: „Það athugast jafn- framt í þessu sambandi að á sama tíma og Mitsubishi var gefinn kostur á að jafna frávikstilboð kæranda, var kæranda ekki veittur kostur á að bjóða þá breyttu flutningsaðferð sem Mitsubishi bauð og eftir atvikum að bæta tilboð sitt með þeim hætti.“ Orkuveitan talin skaðabóta- skyld gagnvart Toshiba JÓN Kjartansson frá Pálmholti lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember, 74 ára að aldri. Jón fæddist 25. maí 1930 í Pálmholti í Eyjafirði, sonur hjón- anna Kjartans Ólafs- sonar bónda og Þuríðar Jónsdóttur húsmóður. Jón lauk gagnfræða- prófi frá Laugaskóla 1954, og stundaði nám við Kennaraskóla Ís- lands 1955–1957. Hann lauk verkstjóraprófi 1977, og stundaði einnig nám við Námsflokka Reykjavíkur og Félags- málaskóla alþýðu. Jón var barnakennari frá 1955 til 1957, og vann ýmis störf samhliða ritstörfum á árunum 1957–1979. Hann var starfsmaður Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur 1979–1989. Hann var formaður Leigjendasamtakanna 1978 til 1985 og frá 1989 til 2001, og starfs- maður um tíma. Jón sat í stjórn Rithöfunda- félags Íslands frá 1962 til 1963 og 1971–1973, og í stjórn Ásatrúar- félagsins 1970–1988. Eftir Jón liggja fjöl- mörg ritverk, bæði ljóð, skáldsögur og ævisög- ur auk fjölmargra blaða- og tímarita- greina. Fyrsta bókin sem út kom eftir hann var ljóðabókin Ókomnir dagar, árið 1958, en sam- tals gaf hann út rúmlega 20 bækur. Jón giftist Ingibjörgu Gunnþórs- dóttur, en þau skildu. Þau eignuðust tvö börn, en auk þess eignaðist Jón eitt barn með Steinunni Ósk Magn- úsdóttur. Andlát JÓN FRÁ PÁLMHOLTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.