Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 49 Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin KRINGLAN kl. 10.20. B.i. 16 ára. Stanglega bönnuð innan 16 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTHRENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH H.J. Mbl.  AKUREYRI Sýnd kl. 6. BEN AFFLECK CHATERINE O´HARA CHRISTINA APPLEGATE JAMES GANDOLFINI KRINGLAN kl. 6, 8.10 og 10.30. Fór beint á toppinn í USA ÁLFABAKKI kl. 4, 6.10, 8.20 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.20 OG 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl. tal./ Sýnd kl. 6, 8.10 og 10.20. Enskt tal. ÁLFABAKKI kl. 8.20 og 10.30. KRINGLAN kl. 10.20. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin AKUREYRI kl. 8. Deildu hlýjunni um jólin Með hinum bráðskemmtilegaJames Gandolfini úr The Sopranos. Kostuleg gamanmynd semkemur öllum í gott jólaskap. Jólamyndin 2004Jólamyndin 2004 ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉR I Í ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉR I Í Jólamynd ársins sem kemur allri fjölskyldunni í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! Gerð með splunkunýrri, byltingarkenndri tölvutækni. Jóla ynd ársins se ke ur allri fjölskyldunni í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! erð eð splunkunýrri, byltingarkenndri tölvut kni. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8.                                VONBRIGÐI var eitt það besta sem spratt úr íslenska pönkinu og er að eilífu greypt í huga tónlistar- áhugamanna fyrir hina glæsilegu opnun á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík („Reykjavík, Ó, Reykja- vík, þú yndislega borg ...“). Von- brigði starfaði árin 1981 til 1984 og lék á yfir hundrað tónleikum (og kom saman aftur í nokkra mánuði árið 1985). Útgáfa var þó í fátæk- legra lagi, ein fjögurra laga sjö- tomma kom út árið 1982 og hin sjö laga Kakófónía var gefin út ári síð- ar. Þrátt fyrir útgáfuþurrðina samdi sveitin hátt í hundrað lög á starfs- tíma sínum sem legið hafa í salti þar til nú. Út er nefnilega komin ný hljóðversplata, Eðli annarra, með sautján lögum sem samin voru á þessum tíma en upprunalegir með- limir hafa dútlað við að taka þau upp síðustu þrjú árin eða svo. Undir það síðasta naut sveitin fulltingis Halls Ingólfssonar (XIII, Ham og fleira) sem einnig hefur troðið upp með sveitinni á tónleikum (Vonbrigði spiluðu á hvorum tveggja Fall- tónleikunum sem haldnir voru fyrir stuttu). Vonbrigði er skipuð þeim Þórarni „Tóta“ Kristjánssyni trommuleik- ara, Árna Kristjánssyni gítarleikara, Gunnari E. Knudsen bassaleikara og Jóhanni Vilhjálmssyni söngvara og ræddi blaðamaður við sveitina og Hall af þessu tilefni en Árni átti ekki heimangengt. Kraftmikið og flott Vonbrigði-menn segja að lögin hafi streymt úr þeim á þessum tíma og vel hafi gengið að semja. „Ég fattaði það fyrst þegar ég fór að starfa með öðrum hljómsveitum,“ segir Tóti, sem var ekki nema þrett- án ára þegar Vonbrigði var stofnuð. „Þetta var eitthvað svo áreynslu- laust þegar maður var í Von- brigðum.“ Jói segir að þeir hafi iðulega skipt út lögum, hver efnisskrá hafi kannski verið spiluð fimm eða sex sinnum og svo á næstu tónleikum voru komin spánný lög. „Það var rosalegur hraði og mikil sköpun,“ bætir Gunnar við. „Og svona var hugsunarhátturinn. Um leið og fólk var farið að þekkja lögin hættum við að spila þau!“ Gunnar segir að frá fyrstu tíð hafi sveitin verið að gera tilraunakennda tónlist. „Við tókum Áfangaþættina (goð- sagnakenndir þættir á Rás 1 sem Ás- mundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson sáu um) upp á kassettur og hlustuðum grimmt.“ Á þessum tíma var Vonbrigði sett í flokk með Þey og Purrki Pillnikk, þótti myrk og framúrstefnuleg. Lag- ið „Ó, Reykjavík“ gefur því dálítið skekkta mynd af sveitinni, í það heila var tónlist sveitarinnar síð- pönk fremur en hratt og hrátt pönkrokk. „Við vorum samt ekki í neinni kreðsu,“ segir Tóti. „ Við vor- um t.d. mjög hrifnir af Fræbbbl- unum en var alltaf slengt saman við Þey. Ég man t.d. að mikill rígur var á milli Þeysara og Fræbbbla.“ Hallur, sem sá um að hljóðblanda plötuna, segist hafa séð Vonbrigði á tónleikum á sínum tíma og það hafi verið mjög kraftmikið og flott band. „Það hefur verið á mína ábyrgð að koma þessum krafti til skila á þess- ari nýju plötu,“ segir hann og lýsir því að Vonbrigði hafi á sínum tíma borið með sér mikinn karakter. Ein- stakir meðlimir hafi allir komið með sína nálgun inn í bandið og úr því hafi myndast eitthvað mjög sérstakt. „Árni er t.d. með mjög frumlegan gítarstíl og hæglega best geymda leyndarmálið sem Ísland á í því til- liti. Frábær gítarleikari alveg.“ Betri skil Enginn man af hverju Vonbrigði hætti og sú spurning er næstum gufuð upp er Gunnar segir allt í einu. „Ég man það.“ Hann segir svo frá því að hann hafi einfaldlega hætt. „Og í kjölfarið á því hætti hljómsveitin.“ Stuttri þögn slær yfir borðið en svo hlæja allir. Þeir félagar segja að hugs- anlega taki þeir upp meira efni og gefi út, en tíminn verði að leiða það í ljós. „Lokahnykkurinn á þessu ferli varð með tilkomu Halls,“ segir Tóti. „Við vorum búnir að vera dufla við þetta í einhvern tíma og í blábyrj- uninni leist mér satt að segja ekkert á þetta. Það var gott að fá Hall inn í þetta því að hann fór í þetta alveg 100% og gaf mikið af sér.“ Tóti rifjar upp að þeir hafi ætlað að gera breiðskífu árið 1984 en hætt hafi verið við. Hann segir að það að sjá þessa plötu koma út sé eins og draumur sé að verða að veruleika og efast ekki um að lögunum, sem áttu að fara á plötuna sem hætt var við, séu gerð betri skil í dag. Tónlist | Vonbrigði snúa aftur með nýja plötu og halda tónleika í kvöld Morgunblaðið/Jim Smart Vonbrigði 2004: Jói, Árni, Hallur, Gunnar og Tóti. Enn Vonbrigði … tuttugu árum síðar Vonbrigði munu fagna útkomu plötunnar á Gauki á Stöng í kvöld. Aðgangseyrir ásamt plötu er 1.400 krónur en 900 krónur án. Hljómsveitin Bacon hitar upp. this.is/vonbrigdi arnart@mbl.is TRÚLEGA er Páll Rósinkranz einn allra vinsælasti söngvari þjóðarinnar – fyrrverandi höfuðrokkari, en nú- verandi krúner – dægurlagasöngvari sem syngur hugljúf lög sem auðvelt er að verða skotinn í. Á nýrri plötu sinni syngur Páll ellefu íslensk og erlend lög, sem langflest eru firna- góð, vel samin og gætu mörg náð miklum vinsældum. Einvala lið tónlistarmanna leikur með Páli Rósinkranz – þar er fag- maður í hverju rúmi, og útsetningar flestar hreinasta afbragð, þótt til- hneigingin nútildags virðist frekar vera að tjalda öllu sem til er og of- hlaða lög hljóðfærum og röddum, eins og í laginu „Fæ ég aldrei nóg“ eftir Jóhann Helgason, sem annars er allra prýðilegasta lag, en verður of þunglamalegt fyrir vikið. Frábær lög og vel útsett eru bæði „Við garðinn þinn“ eftir Loft Guðnason, „Lífið sjálft“ eftir Magnús Þór Sigmunds- son og „Að lifa lengi“ eftir Magnús Kjartansson, sem geldur reyndar fyrir slappan texta, en nær flugi í skemmtilega Tjarnarbúðarlegum gít- arleik Tryggva Hübner og frábær- lega munúðarfullum blæstri Óskars Guðjónssonar og Kjartans Há- konarsonar. Páll Rósinkranz er feiknagóður söngvari, og fáir dægurlagasöngv- arar hafa jafn heilsteypta og tækni- lega góða rödd. En þrátt fyrir fín lög og góða rödd Páls Rósinkranz er eitthvað sem ekki gengur upp hér. Söngur Páls er ekki eins og hann hefur bestur verið á fyrri plötum hans – hann er blæ- brigðalítill og flatur. Ástæður þess kunna að liggja í því að margir text- anna eru beinlínis vondir. Kristján Hreinsson kann að þykja hagyrð- ingur, en söngtextar hans eru því miður ekki beysnir, og oftar en ekki merkingarlausar klisjur – samsafn orða sem vill til að ríma, en segja ekk- ert. Dæmi um þetta: Úr laginu „Að lifa lengi“: Sumu fólki þykir alltaf nokkuð leiðinlegt hvernig lífið getur verið ansi tímafrekt, þetta merka vandamál er á Íslandi þekkt. Úr laginu „Nóttin er blind“: Myndin sem þú sérð er af mannahöndum gerð. En með anda þínum burt þú ferð. Faðmurinn er hlýr þegar hugsunin er skýr því fegurðin hún innra með þér býr. Að tala um að lífið sé „tímafrekt“ kann að vera einhver sérstök heim- speki – en ég held að í huga flestra hljómi það eins og hver önnur merk- ingarleysa. Hitt textaerindið er held- ur ekki nokkur leið að fá nokkurn skiljanlegan botn í. Fyrir utan fimb- ulfambið eru svo óþægileg málfars- lýti í textanum, eins og í laginu „Vopnahlé“: Leiðirnar skildu, lífsgeislinn fór, löngunin bjó þó í mér. Hefði ekki verið betra að segja Leiðirnar skildi … því leiðir skilur, og eitthvað hjá- róma að segja að þær skilji. Þetta kann að þykja tittlingaskítur og ómerkilegur sparðatíningur, en hvers vegna ætti ekki að gera sömu kröfu til textanna og augljóslega er gert til lagasmíðanna og hljóðfæraleiksins? Textar Stefáns Hilmarssonar, Ómars Ragnarssonar, Þorsteins Eggerts- sonar og Lofts Guðnasonar eru allir talsvert metnaðarfyllri. Hvernig á svo söngvari að geta skilað djúpri sannfæringu með slíka texta að kjamsa á? Það er engin furða að söngurinn verði betri í lögum við betri textana. Bestur er Páll í innlif- aðri túlkun í fínu lagi Þóris Úlfars- sonar „Mín eina von“, við texta Óm- ars Ragnarssonar, og í lagi Magnúsar Sigmundssonar við texta Þorsteins Eggertssonar, „Lífið sjálft“. Þegar Páll Rósinkranz gerir sitt besta á þennan hátt, og lög og textar eru á boðlegu plani, er hægt að öðlast trú á því að hann geti orðið góður krúner – ekki bara góður rokk- ari. Góð lög, mis- jafnir textar, daufur söngur TÓNLIST Íslenskar geislaplötur Sólóplata Páls Rósinkranz. Páll syngjur aðalrödd og bakraddir. Jóhann Hjörleifs- son trommur, slagverk. Róbert Þórhalls- son bassi. Jóhann Ásmundsson bassi. Guðmundur Pétursson gítar. Þórir Úlf- arsson píanó, orgel, hljómborð, forritun, gítar, bakraddir. Aðrir sem fram koma: Roland Hartwell, Matthías Stefánsson, Olga B. Ólafsdóttir, Hrafnkell Orri Eg- ilsson, Óskar Guðjónsson, Kjartan Há- konarson, Tryggvi Hübner, Gospelkór Reykjavíkur, Agnar Már Magnússon. Út- setningar og stjórn upptöku í flestum lögum Þórir Úlfarsson. Útgefandi Skífan. Páll Rósinkranz – Páll Rósinkranz  Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.