Morgunblaðið - 15.12.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 15.12.2004, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þriggja ára þrotlaus þróunarvinna skilar sér í byltingarkenndri tækni við sorphirðu. Soffía Haraldsdóttir ræðir við höfuðpaurinn. Íslenskir bræður í rusli í Evrópu á morgun ÍSLANDSFLUG var fyrst ís- lenskra flugfélaga til að taka í notk- un Airbus-þotur sem skráðar eru á íslenska einkennisstafi og er fyr- irtækið nú í vikunni að fá skráða Airbus-þotu til farþegaflugs. Verð- ur þotan í leiguflugi fyrir Corsair milli Lyon í Frakklandi og Karab- íska hafsins. Íslandsflug verður með sautján þotur í rekstri nú um áramótin þegar það verður hluti af Avion Group, samsteypu Atlanta og fleiri fyrirtækja í flugrekstri og þjónustu. Ómar Benediktsson, sem var fyrsti stjórnarformaður Íslands- flugs, og Gunnar Þorvaldsson flug- stjóri stofnuðu félagið árið 1991 ásamt Höldi á Akureyri. Þeir sam- einuðu Arnarflug innanlands sem sinnti leiguflugi og áætlunarflugi innanlands og Flugtak sem rak bæði flugskóla og leiguflug. Gunnar var framkvæmdastjóri fyrirtækisins til 1997 þegar Ómar tók við og síð- an stjórnarformaður. Magnús Þor- steinsson, aðaleigandi Atlanta, keypti stóran hlut í Íslandsflugi í fyrra og þeir Ómar eignuðust smám saman um 80% hlutafjár en Gunnar Björgvinsson í Liechtenstein á um 20%. Úr 172 milljóna króna veltu í 8,5 milljarða „Íslandsflug velti fyrsta árið 172 milljónum króna en í ár gerum við ráð fyrir að hún verði nærri 8,5 milljarðar og við áætlum hagnaðinn kringum 300 milljónir króna,“ segir Ómar Benediktsson þegar hann er beðinn að rifja upp nokkur atriði í sögu félagsins. Ómar segir að árið 2001 hafi flugstundir á vegum fé- lagsins verið 4.324 og ferðir tæp- lega þrjú þúsund, 2003 hafi flug- stundirnar verið orðnar 18.300 og í ár verði þær um 28.500 og ferðirnar 13.135. Á næsta ári er síðan gert ráð fyrir að floti véla Íslandsflugs í Avion Group muni fljúga vel yfir 43 þúsund flugstundir í 19 þúsund ferðum sem skiptist jafnt á milli farþega- og fraktflugs. Í ár eru t.d. liðin 10 ár frá því fé- lagið tók að sinna reglubundnu fraktflugi í samvinnu við DHL milli Íslands og Englands. „Við byrjuð- um árið 1994 á Metró-vél og fannst sumum þetta ekki björguleg hug- mynd,“ segir Ómar, „en þetta vatt upp á sig og nú erum við með þrjár þotur sem sinna fraktflugi milli Ís- lands og Evrópu fimm sinnum í viku. Það sýnir að fraktþjónusta 24 tíma á sólarhring er nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi og við hittum á að byrja þessa þjónustu á réttum tíma sem hefur vaxið jafnt og þétt síðan og er DHL með um það bil 75% markaðshlutdeild í þessum mark- aði.“ Röng ákvörðun Þegar innanlandsflug hérlendis var gefið frjálst árið 1997 ætluðu forráðamenn Íslandsflugs sér ákveðinn hlut í þeirri köku en Ómar segir það hafa verið ranga ákvörð- un eins og málin þróuðust. „Þegar flug sem þetta hefur verið gefið frjálst í öðrum löndum hefur það fylgt að félag sem hefur nánast ein- okað slíkan markað hefur orðið að sæta nokkrum hömlum og ekki t.d. mátt lækka verð til að mæta sam- keppni meðan nýr aðili væri að hasla sér völl. Það var hins vegar ekki gert hér og því varð sam- keppnin mjög blóðug og við sáum að við myndum ekki hafa úthald í slíka baráttu þrátt fyrir vaxandi markaðshlutdeild. Við buðum far- gjöld sem stóðu undir rekstri okkar en keppinauturinn tapaði greinilega á sínum rekstri og við töpuðum líka þegar á leið. Þó að það kunni að hljóma undarlega þá hefði takmörk- un á samkeppni í skamman tíma líklega leitt til þess að enn væri samkeppni í innanlandsfluginu. Þess vegna varð það ofan á að hætta árið 2000 og þá snerum við okkur eingöngu að svokallaðri þjón- ustuleigu, þ.e. að bjóða flugvélar með áhöfn og viðhaldi í verkefni fyrir önnur félög, og það hefur ver- ið lifibrauð okkar síðan fyrir utan að við buðum í þjónustuflug á litlum vélum hér innalands. Við seldum síðan innanlandsdeildina frá okkur 1. október síðastliðinn.“ Airbus-þotur áhugaverðar Floti Íslandsflugs stækkaði smám saman og voru notaðar Boeing 737-þotur í fraktflug og far- þegaflug og í nóvember 2001 tók fé- lagið Airbus 310-300-þotu í notkun í fraktflugið. Verður félagið með tíu Airbus-þotur og ellefu B737 í þjón- ustu sinni fljótlega á næsta ári. Óm- ar segir það hafa verið nokkurt skref að hefja rekstur á Airbus- þotum. „Okkur fannst það áhuga- vert viðfangsefni að taka í notkun þotu sem aldrei hafði verið skráð á Íslandi og fyrsta Airbus-þotan okk- ar var skráð 14. nóvember 2001, TF-ELS. Við þurftum að þjálfa okkar fólk, flugmenn og tækni- menn, og Flugmálastjórn Íslands þurfti að fara yfir allar handbækur og kynna sér vélina til að unnt væri að skrá hana hér og þetta var því dálítið mál að koma þessu öllu í kring. Okkur finnst það líka mikill áfangi að skrá sl. föstudag fyrstu Airbus-farþegavélina en hún fer fyrstu ferð sína í vikunni. Við höfum séð mikil sóknarfæri í Airbus-vélunum og því lagt okkur fram um að fá verkefni sem henta þeim og það hefur gengið mjög vel sem sést af því að Airbus-vélunum mun fjölga hraðar og verða fleiri í þjónustu okkar en Boeing-vélar.“ Það er ekki stór hópur sem hefur setið í stjórn Íslandsflugs og með Ómari og Gunnari hafa lengst setið þeir Gísli Baldur Garðarsson og Birgir Ágústsson. Ómar segir að lokum að nafn Íslandsflugs muni víkja fyrir nafni Air Atlanta enda það talið þjálla í því alþjóðastarfi sem fyrirtækið sinnir. „En nafnið lifir áfram með okkur sem höfum starfað hjá fyrirtækinu og vélarnar í rekstri Avion Group sem leigðar eru héðan verða skráðar á kenni- tölu Íslandsflugs.“ Airbus 300-600R-þota Íslandsflugs, TF-ELW, sem notuð verður í farþegaflug. Íslandsflug kom Airbus inn í íslensk- an flugrekstur Íslandsflug verður um áramótin hluti af Avion Group, samsteypu Atlanta og fleiri félaga í flug- rekstri og þjónustu við flugvélar. Jóhannes Tómas- son fékk Ómar Benediktsson framkvæmdastjóra til að rifja upp nokkur atriði úr sögu Íslandsflugs. joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.