Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
E
ldsnemma morguns koma flug-
vélarnar frá Bandaríkjunum
inn til lendingar á Keflavíkur-
flugvelli ein af annarri. Innan-
borðs eru margir Íslendingar á
leið heim úr verslunarferðum til St. Paul,
Boston, Orlando og Baltimore. Rólegt er í
Leifsstöð síðari hluta nætur en síðan byrjar
erillinn þegar vélarnar koma. Úti er snjó-
mugga og svartamyrkur og farþegarnir tín-
ast inn í flugstöðina. Klukkan er 6.59 þriðju-
daginn 14. desember og þriðja Bandaríkjavél
dagsins er lent. Það eru farþegar frá Boston,
sextíu talsins, og tollverðir hjá Tollgæslunni
á Keflavíkurflugvelli gera sig klára á ný.
„Þetta er rólegur morgunn,“ segir Kári
Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri hjá tollgæsl-
unni. „Nú dreifast fjórar vélar á tvo klukku-
tíma en oft koma þær á sama hálftímanum.“
Fólk er komið inn í töskusalinn og býr sig
undir að fara í tollskoðun. Bandarískur
ferðamaður vindur sér að Kára og spyr hvað
megi taka mikið af bjór með sér inn í landið.
„Sex lítra,“ svarar Kári. „Eigum við að fá
okkur bjór?“ spyr maðurinn konu sína og síð-
an stefna þau á fríhöfnina. Þau vilja greini-
lega hafa allt sitt á hreinu þegar kemur að
tollskoðun.
2 þúsund manns teknir
í græna hliðinu
Því miður hafa ófáir ferðamenn á þessu
hausti lent í vandræðum við tollskoðun, e.t.v.
vegna þess að þeir höfðu ekki nægar upplýs-
ingar um hvort tollhliðið átti að velja, það
græna eða það rauða. Á þessu ári hafa nefni-
lega 7 þúsund flugfarþegar í Leifsstöð greitt
rúmlega 30 milljónir króna í tolla og opinber
gjöld af verslunarvarningi sem þeir hafa
keypt erlendis. Þetta gera rúmlega 4 þúsund
krónur á hvern farþega sem á annað borð er
með eitthvað tollskylt. Af þessum fjölda eru
flestir, eða 5 þúsund manns, vel með á nót-
unum og fara beint í rauða tollhliðið í Leifs-
stöð og gera upp tollinn á staðnum. En sömu
sögu er ekki að segja um hina 2 þúsund far-
þega sem koma heim með tollskyldan varn-
ing og láta koma upp um sig í græna hliðinu.
Samkvæmt tollalögum má ekki fara með ein-
stakan hlut inn í landið sem keyptur hefur
verið erlendis eða í fríhöfninni fyrir meira en
23 þúsund krónur og samanlögð verðmæti
verslunarvarnings mega ekki vera meira en
46 þúsund krónur. Á þessu flaska margir og
lenda í því að hlutirnir eru teknir af þeim í
græna hliðinu ef verðmætið er tvö- og þrefalt
yfir leyfilegum mörkum. Ekki nóg með það
heldur er beitt sektum. Þeir sem rétt eru yfir
mörkunum fá að greiða sinn toll á staðnum
og málið er úr sögunni.
Lágt gengi Bandaríkjadollars hefur hvatt
marga til verslunarferða til Bandaríkjanna
nú í haust og kemur landinn klyfjaður jóla-
gjöfum heim til Íslands. Sagt var frá því í
Morgunblaðinu fyrir skemmstu að tollaregl-
ur hafa vafist fyrir allnokkrum með þeim af-
leiðingum að þeir hafa farið í vitlaust tollahlið
í Leifsstöð og lent í vandræðum, allt eftir því
hversu rosaleg brotin eru. Ekkert verður þó
fullyrt um brotavilja fólks í þessum efnum.
Viðkvæm og erfið mál
Það er ekki auðvelt að vera tollvörður í
Leifsstöð og þurfa að taka jólagjafir af fólki
og sekta það. Þessi mál eru líka viðkvæm og
erfið fyrir hlutaðeigandi flugfarþega eins og
gefur að skilja. Reynt er að fræða farþega
um hvaða reglur gilda með tollskyldan varn-
ing með því að spila kynningarmyndband í
vélum Flugleiða og einnig er fræðslubæk-
lingur í Leifsstöð. Svo eru allar upplýsingar
fréttirna
að átta s
það á hæ
gjafirnar
voru um
Bandarík
hlið, það
vera ber
eru með
með mun
t.d. dýru
und í toll
arstjóri h
með svon
samari þ
á því eft
græna h
sneri sér
greiðslu.
samvisku
Tollgæ
þrjár de
deild. Al
almennri
eru í liði
þeirra e
Sjarmi v
tiltækar á vefsíðunni tollur.is. Allt er þetta
gert til að fyrirbyggja að fólk fari með of dýr-
an varning í græna hliðið en samt flaskar fólk
á þessu.
Sumir eru ósáttir við framgöngu tollvarða
í græna hliðinu þegar grunur vaknar um að
ekki sé allt með felldu. Þeir taka því misvel
þegar borið er á þá að þeir séu með toll-
skyldan varning þrátt fyrir að þeir hafi sagt
hið gagnstæða. Töskur eru gegnumlýstar og
þar sést hvað gæti verið yfir leyfilegum tolla-
mörkum. Það vekur ákveðnar grunsemdir ef
farþegi kemur í græna hliðið með margar
töskur en á því geta verið eðlilegar skýr-
ingar. Þó getur verið um að ræða verslunar-
varning fyrir tugi þúsunda sem fólk hefði átt
að framvísa í rauða hliðinu. Ef grunur vakn-
ar í græna hliðinu um að farþegi sé búinn að
sprengja tollkvótann sinn þarf að finna út
verðmætið. „Netið hefur reynst vel hvað það
varðar,“ segir Kári. „Við hringjum líka í
verslanir og spyrjum um verð.“ Ef vafi er á
því hvort farþegi hafi farið yfir 23 þúsund kr.
kvótann á einstökum hlut, eða 46 þúsund
samanlagt, fær hann að njóta vafans og er
sleppt í gegn.
Tollverðir eru á því að haustið hefði mátt
vera betra í græna hliðinu. Of margir komu
þangað með tollskyldan varning. En góðu
Rúmlega 30 milljónir króna greiddar af tollsky
Fólk orðið m
um tollare
Farþegar á leið heim frá Bandaríkjunum sækja farangur
Grænt eða rautt tollhlið að
loknum verslunarleiðangri til
útlanda? Það er spurningin.
Tvö þúsund manns svöruðu
vitlaust og lentu í vandræðum
skrifar Örlygur Steinn Sig-
urjónsson um tollahegðun
landans á árinu.
Kári Gunnlaugsson og Björg Valtýsdóttir hjá Tollgæslun
Töskur farþega eru gegnumlýstar við komuna til landsin
um hvort þar sé að finna tollskyldan varning sem hugsan
orsi@mbl
FRIÐSAMLEG SAMBÚÐ
Hið einsleita íslenska sam-félag heyrir fortíðinni til.Innflytjendum fjölgar jafnt
og þétt og margir hyggjast setjast
hér að til frambúðar. Víða í kring-
um okkur hefur skapast spenna í
samskiptum við innflytjendur á
undanförnum misserum og umræð-
an um málefni þeirra hefur tekið á
sig varhugaverðan blæ. Guðrún
Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá
InterCultural Iceland, skrifar góða
grein í Morgunblaðið í gær þar sem
hún fjallar um fordóma og bendir á
að ýmislegt það sem innflytjendur
eru gagnrýndir fyrir á ekki aðeins
við um þá heldur má flokkast sem
samfélagslegt vandamál. Nefnir
hún þar að í umræðum um þessi
mál undanfarið hafi verið fjallað um
ofbeldi múslímskra karlmanna
gagnvart konum: „Kúgun og ofbeldi
gagnvart konum er samfélagslegt
vandamál á Íslandi, ekki vegna þess
að hér búi svo margir múslimar,
heldur vegna þess að hér búa of
margir karlmenn sem beita konur
og börn ofbeldi inni á heimilum sín-
um.“
Síðar í greininni segir Guðrún:
„Þegar þáttastjórnendur og blaða-
menn spyrja hvort fjölmenningar-
samfélagið hafi verið mistök, að of
mikið umburðarlyndi hafi átt sér
stað, að innflytjendur hafi ekki vilj-
að aðlagast samfélaginu o.s.frv. er
eins og verið sé að kasta olíu á eld
þeirra, sem líta á innflytjendur sem
annars flokks íbúa þessa lands, líta
á þá sem óvelkomna gesti.“
Auðvitað er fráleitt að segja að
fjölmenningarsamfélagið hafi verið
mistök og hárrétt ábending hjá
Guðrúnu þegar hún spyr hvernig
efnahagsleg og menningarleg staða
Evrópu væri í dag ef engin hreyfing
hefði verið á íbúum og vinnuafli til
og frá álfunni.
Sú umræða, sem Guðrún vísar til,
er mjög skammt á veg komin og
það væri skelfileg niðurstaða ef hún
yrði til þess að kynda undir for-
dómum í garð innflytjenda. Um-
ræðan snýst þó ekki fyrst og fremst
um það hvort fjölmenningarsam-
félagið hafi verið mistök heldur
hvort hin svokallaða fjölmenning-
arhyggja hafi farið úr böndunum.
Þessi spurning var sett fram í rit-
gerðinni Er fjölmenningarhyggja
slæm fyrir konur? eftir Susan Moll-
er Okin á síðasta áratug. Þar fjallar
Okin meðal annars um það hvort
umburðarlyndið hafi ekki snúist
upp í andhverfu sína ef ákveðnum
hópum í þjóðfélaginu eru vegna
uppruna síns veitt sérréttindi, sem
skerða rétt einstaklinganna í þeim
hópi. Slíkt stangast fullkomlega á
við vestræna hugsun um mannrétt-
indi og verður ekki við það unað.
Hefur til dæmis verið bent á það að
í Tyrkjahverfum í stórborgum
Þýskalands búi tyrkneskar konur
við minna frelsi en tyrkneskar kon-
ur í stórborgum Tyrklands og hlýt-
ur það að teljast nokkuð öfugsnúin
staða. Að sama skapi er ekki hægt
að knýja á um að innflytjendur lagi
sig algjörlega að því samfélagi, sem
þeir setjast að í. Hins vegar hlýtur
markmiðið að vera það að þeir taki
þátt í hinu nýja samfélagi þannig að
í því skapist friðsamleg sambúð
hinna ólíku hópa fjölmenningarsam-
félagsins.
BRUNAVARNIR OG BYGGINGARSAGAN
Skjót viðbrögð slökkviliðs björg-uðu sögufrægu húsi í Lækjar-
götu 2 frá því að verða eldi að bráð
í fyrrakvöld. Stutt er síðan
slökkvilið var kallað til er eldur
kom upp í öðru timburhúsi í mið-
borginni þar sem veitingastaður-
inn 22 er til húsa við Laugaveg.
Þar eins og nú fór þó betur en á
horfðist. Eins og fram hefur komið
í fréttum mátti engu muna að eld-
urinn breiddist út í Lækjargötunni
og sagði Magnús Jón Kristófers-
son, stöðvarstjóri slökkviliðsins, að
eldsmaturinn hefði verið „gamalt
þurrt timbur, einangrað með hinu
og þessu“. Benti hann jafnframt á
að þetta hefði verið „mínútuspurs-
mál“.
Sú fullyrðing hlýtur að vekja yf-
irvöld til umhugsunar um bruna-
varnir í öllum þeim fjölda gamalla
timburhúsa sem eru í miðborginni.
Mörg þeirra þjóna einmitt, eins og
umrætt hús í Lækjargötu 2, nýju
hlutverki í veitinga- og kaffihúsa-
rekstri. Eldurinn kom upp í steik-
ingarpotti og breiddist út í gegnum
loftræstikerfi og læsti sig í þak-
skegg hússins í kjölfarið.
Fyrir réttum tveimur árum, í
desember 2002, varð stórbruni í
miðborg Þrándheims í Noregi, sem
rakinn var til djúpsteikingarpotts
á veitingahúsi. Sögufrægar bygg-
ingar urðu eldinum að bráð og með
þeim mikil menningarsöguleg
verðmæti. Lækjargata 2, sem
slökkviliðinu tókst að bjarga í
fyrrakvöld, er gott dæmi um slíkt
sögufrægt hús í Reykjavík. Í bók-
inni Kvosin – byggingarsaga mið-
bæjar Reykjavíkur, segir að það sé
„eitt þeirra húsa sem einna mestan
svip hafa líklega sett á bæinn í
hugum manna. Sigfús Eymundsson
ljósmyndari bjó þar lengi, og húsið
sést á fleiri gömlum ljósmyndum
en flest önnur hús bæjarins“.
Í ljósi þess hversu giftusamlega
tókst til við að slökkva eldinn að
þessu sinni, er vert að spyrja hvort
ekki sé ástæða til að gera fyrir-
byggjandi ráðstafanir og bæta
brunavarnir í gömlum timburhús-
um í miðborginni, ekki síst þar sem
atvinnustarfsemi á sér stað. Spyrja
má hvort frágangur sé nægilega
góður ef eldur í loftræstikerfi
kemst að þakskeggi þannig að mik-
il hætta hlýst af. Bruni á borð við
þann sem braust út nú gæti hæg-
lega orðið til þess að mörg hús
brynnu líkt og í Þrándheimi og
byggingarsaga miðborgarinnar
biði óbætanlegan skaða.