Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 29 UMRÆÐAN w w w. m o s . i s - Þjónusta í þína þágu Þjónustuver Mosfellsbæjar sími: 525 6700 Úr, skartgripir og gjafavara Kjarna Mosfellsbæ S: 544 4990 • birtaehf@internet.is Þverholt 5 270 Mosfellsbæ Sími 566 7625 / 894 1825 Opið: virka daga 12:00-18:00 og eftir samkomulagi Alhliða innrömmun s.s. handverk, málverk, ljósmyndir, speglar o.fl. myndir, speglar og fleira til tækifærisgjafa. Utan venjulegs afgreiðslutíma erum við ávallt í símasambandi og til þjónustu reiðubúinwww.simnet.is/essinn essinn@simnet.is Verslunin Secret´s • Háholti 14 270 Mosfellsbæ • S:555-7300 Útsalan er hafin Einnig er jólatilboð á naglaásetningu og lökkun UM þessar mundir eru óðum að koma fram þær alvarlegu afleiðingar sem stóriðjustefna rík- isstjórnarinnar hefur fyrir aðrar atvinnu- greinar í landinu og ís- lenskt efnahagslíf í heild. Sú mikla athygli sem gengisþróunin og þenslan hafa fengið að undanförnu er bæði eðlileg og skiljanleg, en hún er í öfugu hlutfalli við áhugann á þeim varnaðarorðum sem mælt voru þegar vald- hafarnir tóku ákvarð- anir um risafram- kvæmdirnar fyrir fáeinum misserum. En þrátt fyrir að þessi mikla umfjöllun sé eðlileg er brýnt að við gleymum ekki öðrum hliðum málsins á meðan. Á að tvöfalda mengun á höfuðborgarsvæðinu? Brennisteinstvíoxíð (SO2), sem er einfalt efnasamband brennisteins og súrefnis, er skæður mengunarvald- ur. Mikið útstreymi þess í iðnríkjum hefur um skeið verið mikið áhyggju- efni enda á það stóran þátt í súru regni sem eyðir skógum og eitrar stöðuvötn með afleiðingum sem óþarft er að rekja hér. En brenni- steinstvíoxíð er líka hættulegt mönn- um og styrkur þess í andrúmslofti þarf ekki að vera mikill til að valda fólki með öndunar- færasjúkdóma veruleg- um erfiðleikum. Árið 2002 var heild- arútstreymi brenni- steinstvíoxíðs á landinu um 10 þúsund tonn, þar af eru áætluð 6 þúsund tonn á svæðinu frá Straumsvík að Grund- artanga. Þau áform sem nú eru uppi um frekari uppbyggingu stóriðju á svæðinu munu að vísu ekki breyta þessum hlut- föllum en það sama verður ekki sagt um magnið. Ef það verður raunin að á næstu árum verði byggð 340.000 tonna raf- skautaverksmiðja á Katanesi við Hvalfjörð, álverið á Grundartanga stækkað í 300.000 tonn og Járn- blendiverksmiðjan stækkuð upp í 190.000 tonn fyrir utan 322.000 tonna álver í Reyðarfirði, hver verð- ur staðan þá? Losun brennisteins- tvíoxíðs mun meira en tvöfaldast, verða 22 þúsund tonn á landinu öllu ár hvert og þar af 13 þúsund tonn hér við Faxaflóann. Það er löngu kominn tími til að skoða allar þessar framkvæmdir í samhengi hver við aðra. Svo mikil mengun á afmörkuðu svæði, þar sem stór hluti lands- manna býr, á að vera okkur öllum al- varlegt umhugsunarefni. Eitt þúsund tonn af ryki Útreikningar þeir sem hér eru lagðir til grundvallar koma úr svari um- hverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Þar kom einnig fram að miðað við fyrrgreind stóriðjuáform á svæðinu frá Grundartanga að Straumsvík, verða alls losuð 400 tonn af flúor og ólífrænum flúor- samböndum út í umhverfið á hverju ári. Ekki er vitað hversu mikil losun þrávirkra lífrænna efna og þung- málma verður. En hitt er vitað að samanlagt munu álverið í Straums- vík og stóriðjuverin tvö á Grund- artanga spúa eitt þúsund tonnum af ryki út í andrúmsloftið. Svokallað svifryk hefur að und- anförnu farið vaxandi á höfuðborg- arsvæðinu. Loftið sem fólk þar and- ar að sér fór fimmtán sinnum upp fyrir viðmiðunarmörk á síðasta ári. Þetta ryk stafar að stórum hluta af síaukinni bílaumferð og tilheyrandi sliti á malbiki, en það stafar líka frá stóriðjuverunum á svæðinu og mun aukast til mikilla muna gangi áð- urnefnd framkvæmdaáform eftir. Svifryk er heilsuspillandi, sérlega hættulegt fólki með astma og önd- unarfærakvilla. Fínni rykagnir, sem geta borist langar leiðir með loft- straumum, eru mun hættulegri heilsu manna en þær sem grófari eru og falla fyrr til jarðar. Ofan í kaupið magna bæði fíngert ryk og sótagnir upp áhrifin af mengandi brenni- steinssamböndum í andrúmsloftinu. Stikkfrí gagnvart gróðurhúsaáhrifunum? Það kann að vera að bera í bakka- fullan lækinn að víkja að framgöngu ríkisstjórnarinnar í Kyoto-ferlinu og losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Þó er freistandi að nefna hér dapurlega framtíðarsýn ríkisstjórn- arinnar í þessum efnum. Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi var um 3.300 tonn árið 1990. Miðað við að öll núverandi stóriðjuáform rík- isstjórnarinnar gangi eftir verður losunin 5.400 tonn, eða ríflega 60% aukning, þar sem 2.650 tonn munu koma frá stóriðju. Meðan þetta við- gengst hér eru stjórnvöld hinna ríkjanna, sem aðild eiga að Kyoto- bókuninni, að gera áætlanir um að draga stórlega úr sinni losun. Á grundvelli ýmissa rannsókna er ver- ið að vinna framkvæmdaáætlanir um hvernig einstakar atvinnugreinar geti dregið úr losun og hvernig draga megi úr losun frá samgöngum, svo eitthvað sé nefnt. Íslensk stjórnvöld þurfa að átta sig á þeim alvarlegu aukaverkunum sem stóriðjustefnan hefur í för með sér jafnt á umhverfi okkar sem og efnahagslíf. Hún þarf að gangast við þeirri ábyrgð sem hvílir á herðum hennar og láta af tvískinnungi þeim sem einkennt hefur málflutning hennar um árabil. Það verður nefni- lega ekki bæði sleppt og haldið. Ís- lendingar eiga magnaða náttúru, sem hægt er að nýta til hagsældar fyrir þjóðina án þess að vinna á henni óafturkræf spjöll. Slíkt má gera á fjölbreytilegan hátt, eins og sjá má á því hversu fjölbreytilegt námsval íslenskra stúdenta er og hversu fjölbreytilegar hugmyndir fólk um land allt hefur í atvinnulegu tilliti. Við getum valið leiðir til at- vinnuuppbyggingar sem varðveita en spilla ekki þeim náttúrulegu verð- mætum, sem okkur hefur verið trú- að fyrir svo þau megi ganga áfram til komandi kynslóða. Fleiri stóriðjuver – meiri mengun Kolbrún Halldórsdóttir skrifar um umhverfismál ’Svo mikil mengun á af-mörkuðu svæði, þar sem stór hluti landsmanna býr, á að vera okkur öll- um alvarlegt umhugs- unarefni.‘ Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður Reykvíkinga fyrir Vinstrigræna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.