Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 47
* * * Nýr og betri * * Kr. 500 www.regnboginn.is VINCE VAUGHN BEN STILLER Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.45.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.45 og 10.15 B.i. 12 ára. Jólaklúður Kranks ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd Kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... ... Sýnd kl. 8. Kapteinn skögultönntei s lt  DV ÓÖH... Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10.15. Ein besta spennu- og grínmynd ársins Kr. 500 Sýnd Kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6. Ísl. tal. www.laugarasbio.is Alls ekki fyrir viðkvæma EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA Alls ekki fyrir viðkvæma ekki SVAKALEGA ÖFLUG BARDAGAMYND Í ANDA BRUCE-LEE MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 47 Hilmi Snæ Guðnason, Jóhönnu Vig- dísi Arnardóttur, Felix Bergsson og son hans Guðmund Felixson, sem er ungur og upprennandi talsetjari. Jafnvel þótt talsetning á teikni- myndum sé nú orðin skilyrðislaus krafa íslenskra kvikmyndaneytenda þá hefur lítið sem ekkert verið um það að ráði að leiknar myndir séu talsettar. Ekki fyrr en nú síðustu árin að borið hefur á því að kvik- myndahúsin eru farin að láta tal- setja leiknar myndir sem höfða sér- staklega til barna. Mynddiskavæðingunni að þakka Segja má að myndbandaútgáfan Myndform hafi riðið á vaðið með því að láta talsetja myndir í Astrid Lindgren-safninu sem Myndform hefur staðið fyrir útgáfu á síðasta áratuginn eða svo, fyrst á mynd- böndum en nú nýlega á mynd- diskum einnig. Nú eru komnar út á mynddiskum 7 leiknar sænskar kvikmyndir sem byggjast á hinum margrómuðu sögum sænska barna- bókahöfundarins en meðal þeirra eru Bróðir minn ljónshjarta, Ronja Ræningjadóttir og Á Saltkráku. Fyrir voru þær allar til á mynd- böndum og reyndar mun fleiri til, allar með íslensku tali. Það má segja að það sé mynd- diskavæðingunni að þakka að farið sé að talsetja leiknar myndir í rík- ara mæli, vegna hins tæknilega möguleika að hægt sé að velja um fleiri en eitt tungumál. Hér áður fyrr þótti það vart svara kostnaði að gefa út tvær útgáfur á myndbandi, þá íslensku og ensku. Þannig var vel til fundið hjá þeim í Sambíó- unum að láta talsetja Harry Potter- myndirnar því þótt íslenska útgáfan hafi einungis tekið 20% af heildar- innkomunni að sögn Birgis Sigfús- sonar hjá Sambíóunum, þá skiptir miklu máli fyrir mynddiskaútgáfuna að íslensk talsetning sé í boði. Þetta á kannski fremur við um myndir sem eru ögn minni í sniðum en höfða þó, að mati útgefenda, ekki síður til yngri áhorfendanna. Þann- ig telur Birgir að með því að talsetja myndir eins og Ástrík og Kleópötru og Köttinn með höttinn þá aukist sölumöguleikarnir á mynddiskum margfalt. „Myndi ég álíta að við seldum fimmfalt fleiri stykki nú með íslensku tali, en við hefðum gert án íslenskrar talsetningar.“ Sama gildir væntanlega um aðrar myndir sem höfða jafnvel til eldri áhorfenda og þeirra yngir, eins og t.d. Scooby Doo 2, Álfur og Doctor Doolittle 2; aðsóknin meiri í bíó á ensku útgáfuna en sú íslenska selst margfalt betur á mynddiskum. Svo eru það hin dæmin um myndir sem græða margfalt á því í bíóaðsókn að þær skuli talsettar. Leiknar myndir um teiknimyndapersónurnar Gretti og Kalla kanínu og félaga í Looney Tunes – Back in Action eru góð dæmi um það en báðar fengu þær mjög mikla aðsókn í bíó hér á landi. Yfir 33 þúsund manns sáu Gretti og segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Skífunni að um 70% hafi séð ís- lensku útgáfuna. Enn þá hærra hlutfall þeirra tæplega 13 þúsunda sem sáu íslensku útgáfuna af Loon- ey Tunes, eða 80% að sögn Birgis hjá Sambíóunum. Sömu sögu er að segja af leikinni mynd um Pétur Pan því um 70% þeirra tæplega 20 þúsund sem sáu hana í bíó völdu ís- lensku útgáfuna. Allar eru þessar myndir nýkomnar út á mynddiskum og gefur auga leið að þær seljast fyrst og síðast út á íslensku talsetn- inguna. Guðmundur segir því engan vafa leika á því að talsetning á leiknum barnamyndum sé komin til að vera og verði við lýði á meðan slík þjón- usta verður til þess að auka aðsókn- ina að slíkum myndum. Birgir segir að reyndar sé ekki hægt að ganga út frá neinum for- sendum varðandi talsettar leiknar myndir þar sem þær eru nánast eins ólíkar og þær eru margar og þarf að meta hverja mynd fyrir sig. „Varðandi það að talsetja erlend- ar myndir þá tel ég að sá möguleiki sé ávallt til staðar þegar kemur að barna- og fjölskyldumyndum og núna þar sem DVD er nánast til á hverju heimili er það fyrirtaksþjón- usta við neytendur að geta boðið upp á íslenskt tal og íslenskan texta þegar því verður við komið – en tal- setning er alla jafna mjög dýr og því þarf að taka ákvörðun um textun að vel athuguðu máli.“ Vissulega þykir mörgum enn þá hálf „asnalegt“ að sjá þekktar er- lendar stjörnur mæla á íslenska tungu; Ladda leggja Kettinum með höttinn orð í munn, Felix Bergsson tala fyrir hinn vinsæla gamanleik- ara Will Ferrell í Álfi og dularfulla Harry Potter mæla með röddu hins efnilega Gísla Gíslasonar. En það getur meira en verið að sá vandi sé eingöngu hinna eldri, þeirra sem eiga ekki að venjast því að sjá tal- settar myndir. Það er víst að yngri áhorfendur, þeir sem hvorki lesa texta né skilja ensku, kjósa auðvitað miklu fremur að sjá íslensku útgáf- una og eru bókstaflega farnir að gera þá kröfu að hetjur þeirra á hvíta tjaldinu mæli á móðurmálinu. færist í vöxt og er mynddiskavæðingin hér á landi sögð helsta ástæðan Kötturinn með höttinn er í hugum yngstu áhorfendanna leik- inn af Ladda. Enginn annar kemur til greina í það hlutverk. Hver annar en Hjálmar Hjálmarsson gæti talað fyrir Gretti, sem fékk mikla aðsókn hér í bíóunum? Þegar Ástríkur og Steinríkur taka til máls á vora tungu mæla þeir með röddum Ladda og Pálma Gestssonar. Ævintýri Astrid Lindgren með ís- lensku tali hafa notið mikilla vin- sælda á myndbandi og eru nú ný- komin út á mynddiskum. skarpi@mbl.is Jakob Þór segir að vissulega sé verkið vandasamara fyrir okkur Ís- lendinga heldur margar aðrar þjóðir þar sem áratugalöng hefð er fyrir því að allt erlent efni sé tal- sett. Hann telur þó að íslenskir tal- setjarar standi erlendum kollegum sínum í engu að baki, hér hafi orðið til miklir fagmenn í talsetningu, sem vakið hafi athygli erlendra framleiðenda. „Kröfurnar eru miklar, sér- staklega þegar kemur að því að tal- setja stórar myndir frá Hollywood, eins t.d. frá Disney,“ segir Jakob Þór og bætir við að íslenska talsetn- ingin hafi alltaf staðist þessar miklu kröfur og jafnvel fengið lof fyrir vel unnið verk. Jakob Þór segir vinnubrögðin vissulega svolítið ólík þegar leiknar myndir eru talsettar og að ein- hverra hluta vegna sé tilhneigingin sú að velja talsetjara sem á ein- hvern hátt líkjast fyrirmyndinni, þannig talsetji íslenskir sjarmörar gjarnan fyrir sjarmöra hvíta tjalds- ins og þar fram eftir götunum. Þó segist hann ekki hafa greint þá þró- un að vissir íslenskir leikarar eða talsetjarar eigi vissar erlendar stjörnur, séu orðnir íslenska röddin þeirra, eins og tíðkast í þeim lönd- um þar sem allt efni er talsett. Við eigum því ekki enn íslensku rödd- ina fyrir Mike Myers, þótt Laddi hafi talað fyrir hann í Kettinum með höttinn, því það var t.d. Hjálm- ar Hjálmarsson sem talaði fyrir Shrek, sem Myers talaði fyrir í ensku útgáfunni. Jakob Þór segist hafa orðið áþreifanlega var við aukningu í tal- setningu á leiknum myndum upp á síðkastið og telur það jákvæða þró- un. Hann tengir það bæði mynd- diskavæðingunni og þeirri einföldu staðreynd að yngstu áhorfendurnir séu nú farnir að gera kröfu um að sjá myndir á íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.