Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Átta hæða nýbygging og bílastæðahús við Glæsibæ ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. eiga bygg- ingarrétt fyrir 8 hæða verslunar- og skrif- stofuhús, vestast á bílastæði Glæsibæjar, gegnt tennis- og badmintonhöll TBR. Auk þess verður byggt bílastæðahús á milli nýja hússins og Glæsibæjar. Þá verður bílaplanið í sömu hæð og aðalhæð Glæsibæjar er í dag. Að sögn Stefáns Friðfinnssonar, stjórnarfor- manns ÍAV, verður að öllum líkindum hafist handa við byggingu hússins á næsta ári. ÍAV annaðist endurbyggingu Glæsibæjar fyrir skömmu og mun byggja nýja heilsugæslu- stöð ofan á eina álmu Glæsibæjar./27 NEMENDUR í 7. bekk í Kársnesskóla í Kópavogi léku vígsluleik á nýjum sparkvelli við skólann eftir að hann var vígður formlega í gær. Völlurinn er einn af fjölmörgum sparkvöllum með gervigrasi sem hafa verið teknir í notkun undanfarið, en vallargerðin er samstarfsverkefni Knatt- spyrnusambands Íslands og Evrópska knattspyrnusambands- ins, UEFA. Völlurinn við Kársnesskóla er einn af þremur sams konar sparkvöllum sem voru lagðir við skóla í Kópavogi í ár, og er reiknað með að gera slíka velli við alla skóla í Kópavogi á næstu tveimur árum, segir Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi Kópavogsbæjar. Krakkarnir í Kársnesskóla kunnu greinilega að fara með knöttinn, og ekki spillti að þau fengu tvo nýja bolta frá UEFA í gær til að skora mörkin. Morgunblaðið/RAX Léku vígsluleikinn á sparkvellinum SKORTUR er á eggjagjöfum til tæknifrjóvgunar og hefur tækni- frjóvgunarstofan Art Medica ákveðið að óska eftir að fá egg úr konum gegn greiðslu. Greiðsla fyrir egg úr konum hefur tíðkast hér á landi en með þessu verður Art Medica milliliður milli kon- unnar sem þarf á egginu að halda og þeirrar sem lætur það af hendi og er það nýbreytni. Ekki er búið að ákveða hversu há upphæð verð- ur greidd fyrir eggin, en hún verð- ur hófleg að sögn forsvarsmanns Art Medica og gæti orðið mishá í hverju tilviki fyrir sig. Aðeins heilbrigðar, ungar konur koma til greina sem eggjagjafar. Munu þær eftir ítarlega læknis- skoðun og viðtöl fara á lista yfir eggjagjafa sem þeir sem nýta sér þjónustu stofunnar geta svo valið úr. Guðmundur Arason, kvensjúk- dómalæknir og annar forsvars- manna Art Medica, segir aðgerð- ina við að taka egg úr konu hvorki flókna né tímafreka en að konan þurfi að ganga í gegnum ákveðið undirbúningsferli áður en aðgerð- in fer fram. „Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta er sú að fólk vantar egg,“ segir Guðmund- ur. Hann segir fáa gera sér grein fyrir því að skortur er á eggjum. „Margar konur bíða eftir eggjum. Sumar konur reyna að auglýsa sjálfar. Það var þannig áður að slíkt skilaði árangri en nú er svo komið að engin viðbrögð fást við auglýsingunum. Okkar milliganga og hófleg greiðslan er hugsuð til að reyna að bæta úr þessu.“ Guðmundur segir sæðisgjöf hafa tíðkast lengi hér á landi og siðferðislega sé ekkert öðruvísi við að fá egg til gjafar en sæði, þó að ólíkt einfaldara sé að ná sáðfrum- unum. Hann telur margar ástæður geta verið fyrir því að konur séu tregar við að gefa egg. Ein sé sú að þær einfaldlega geri sér ekki grein fyrir vöntuninni. „Einnig óttast konur að eggjagjöfin sé mikið meira mál heldur en hún í raun er,“ segir Guðmundur. „Svo er sá misskilningur einnig út- breiddur að konur séu bara með ákveðinn fjölda af eggjum og ef tekið sé af þeim forða eigi þær ekki egg eftir fyrir sig, sem er auðvitað alls ekki rétt. En þannig er þetta með eggin, þau eru eins og lind sem rennur úr, ef þú nærð ekki vatninu í fötuna þá rennur það framhjá þér.“ Bjóða greiðslu fyrir egg til tæknifrjóvgunar Einkarekna tæknifrjóvgunarstofan Art Medica í Kópavogi Morgunblaðið/Kristinn Læknarnir Guðmundur Arason (t.h.) og Þórður Óskarsson eru í forsvari fyrir tæknifrjóvgunar- stofuna Art Medica. Hópuppsagnir hjá Ratsjárstofnun FORSVARSMENN Ratsjár- stofnunar héldu fund í gær með trúnaðarmönnum starfsmanna vegna fyrirhugaðrar hópupp- sagnar hjá stofnuninni. Ekki fengust upplýsingar um hversu margir myndu missa vinnuna en þar sem farið er eftir lögum um hópuppsagnir er ljóst að þeir verða ekki færri en tíu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins verða þeir nokkuð fleiri. Stofnunin rekur fjórar ratsjár- stöðvar; á Miðnesheiði við Kefla- víkurflugvöll, á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík, á Gunnólfs- víkurfjalli á Langanesi og á Stokksnesi við Höfn í Horna- firði. Starfsmenn eru alls tæp- lega 80. Aukin sjálfvirkni Ólafur Örn Haraldsson, sem tekur við starfi forstjóra Rat- sjárstofnunar um áramótin, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið væri í raun enn trún- aðarmál, og hann vildi helst að svo yrði áfram, enda væri ekki enn að fullu ljóst hverjum eða hversu mörgum yrði sagt upp. „En úr því að þetta er komið fram þá er rétt að greina frá því að á næstu árum er stefnt að því að auka sjálfvirkni í ratsjár- stöðvunum og það mun hafa áhrif á rekstrarformið og mönn- un þeirra. En þetta viljum við fyrst fá að ræða við starfsmenn- ina,“ sagði hann. Þegar fleiri en 10 starfsmönn- um er sagt upp í fyrirtæki sem hefur milli 20 og 100 starfsmenn er um að ræða hópuppsagnir samkvæmt lögum. FÆRST hefur mjög í vöxt að leiknar erlendar barna- og fjölskyldu- myndir séu talsettar á íslensku. Þykir það enda orðin sjálfsögð krafa hjá yngstu bíó- gestunum að fá að sjá hetjur hvíta tjaldsins mæla á íslensku. Er samdóma álit þeirra sem sinna kvik- myndasýningum og annarri sölu á kvik- myndum að tilkoma mynddiska hafi þar haft mikil áhrif, en á þeim er hægt að velja um hvort horft er á myndir með íslensku tali eða því upprunalega og þá með ís- lenskum texta. Mikil söluaukning hefur orðið á kvikmyndum, ekki síst barna- og fjölskyldumyndum og vegur þar þungt að þær skuli vera talsettar á íslensku. Fjöldi erlendra barnamynda hefur komið út á mynddiskum undanfarið sem talsettar hafa verið á íslensku og er talið að sú þjón- usta við neytendur sé komin til að vera og muni jafnvel aukast enn í framtíðinni./46 Leiknar erlendar barnamyndir Íslenskan er málið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 342. tölublað (15.12.2004)
https://timarit.is/issue/258913

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

342. tölublað (15.12.2004)

Aðgerðir: