Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Andersenfæddist í Reykja- vík 15. febrúar 1921 en ólst upp í Skerja- firðinum. Hann and- aðist 6. desember síð- astliðinn. Björn var sonur hjónanna Árnu M. Þorvaldsdóttur Andersen, f. á Skála- nesi á Mýrum 18. september 1897, d. 10. desember 1991, og Mogens Løve Andersen, f. 2. mars 1895 í Árósum Dan- mörku, d. 26. desem- ber 1976. Björn átti fimm systkini. Þau eru: Ásta, Ragnar (látinn), Bryndís (látin), Mary og Martín (látinn). Hinn 18. desember 1943 kvænt- ist Björn Önnu Ólafsdóttur, f. 10.2. 1916, og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Hrefna, f. 29.6. 1944, gift Ólafi Brynjólfssyni, f. 18.6. 1942, börn: A) Svanhvít Stella, f. 5.12. 1962, maki Þorkell Máni Jónsson, f. 11. 9. 1960, börn: a) Hrefna Anna, f. 9.4. 1985; b) Gunnvör, f. 13.5. 1990; c) Ásdís 26.10. 1996; b) Tara Sól, f. 17.5. 2000. D) Þyri Huld, f. 1.6. 1987. 3) Sigríður Ólöf, f. 12.9. 1952, maki Guðlaugur Ragnar Magnússon, f. 20.12. 1952, börn: A) Magnús Fil- ippus, f. 12.6. 1973, maki Ellen Svava Guðlaugsdóttir, f. 9.7. 1973, börn: a) Íris Eva, f. 9.7. 2000; b) Karen Ósk, f. 10.4. 2002. B) Árni Martin, f. 7.10. 1976, sambýliskona Jóhanna S. Viggósdóttir, f. 27.7. 1975, börn hennar: a) Guðfinna Gróa, f. 20.6. 1994; b) Viggó Smári, f. 15.6. 1998, sonur þeirra: c) Guð- laugur Ragnar, f. 5.8. 2004. C) Sig- urður Ragnar, f. 10.1. 1985. D) Hannes Björn, f. 15.1. 1990. 4) Birna, f. 6.8. 1954, börn: A) Ingi Þór, f. 24.3. 1972, sambýliskona Hildur Þórarinsdóttir, f. 29.4. 1977, sonur hans: a) Elvar Örn, f. 17.4. 1995, sonur þeirra; b) Þórar- inn Ólafur, f. 31.1. 2002. B) Ásbjörn Stefán, f. 5.8. 1977, d. 18.10. 2002. Björn starfaði sem leigubílstjóri á eigin bíl hjá Hreyfli. Síðan gerði hann út sendibíl hjá Sendibílastöð- inni hf., lengst af vann hann hjá Björgun hf. Oft var hann lengi að störfum við björgun skipa sem strönduðu við Íslandsstrendur. Einnig vann hann við hina frægu leit að Gullskipinu á Meðallands- fjöru. Útför Björns verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Stella, f. 5.10. 1995. B) Björn Arnar, f. 10.1. 1969, maki Helga Björnsdóttir, f. 11.4. 1969, börn: a) Arnar Óli, f. 22.10. 1993; b) Unnur Karen, f. 5.8. 1999. C) Óli Hrafn, f. 13.6. 1976, sambýlis- kona Þórhildur Þrándardóttir, f. 28.5. 1978, barn: Þrándur Orri, f. 11.1. 2001. 2) Árni Mogens, f. 30.8. 1946, maki Sigþrúður Þórhildur Guðnadótt- ir, f. 10.4. 1950, börn: A) Björn Styrmir, f. 8.11. 1967, sambýliskona Jakobína B. Sig- valdadóttir, f. 11.11. 1967, dóttir hans: a) Sarah. Dröfn, f. 26.12. 1990; sonur þeirra: b) Guðbjartur Árni, f. 19.7. 2003. B) Guðni Jón, f. 29.3. 1973, sambýliskona Hrönn Ámundadóttir, f. 5.11. 1973, sonur hennar: a) Kristófer Máni, f. 18.12. 1997, synir þeirra: b) Anton Orri, f. 29.3. 1999; c) Daníel Styrmir, f. 29.3. 1999. C) Árni Þór, f. 11.4. 1975, maki Soffía Lára Hafstein, f. 23.1. 1976, börn: a) Eva Örk, f. Elsku pabbi, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar ég minnist bernskuáranna, varst þú allt- af ljúfur og góður. Vildir alltaf allt fyrir okkur systkinin gera, skamm- aðir okkur aldrei og varst ætíð hvers manns hugljúfi. Þegar barnabörnin ykkar mömmu komu í heiminn hvert af öðru hafðir þú yndi af því að leika við þau. Ég minnist tjaldferðanna innan- lands og skíðaferðanna, bæði hér heima og í austurrísku og frönsku Ölpunum. Þið mamma voruð alltaf tilbúin til að slást í för með okkur, hvort heldur farið var til sólarlanda, eða í ökuferðir um Evrópu. Ég á góð- ar minningar frá þessum tíma. Þegar kom að því að þú fórst veru- lega að finna fyrir sjúkdómnum (Parkinsonveikinni) sem þú fékkst fyrir sextán árum, varst þú svo hepp- inn að komast inn á Hjúkrunarheim- ilið Sóltún, þar sem þú dvaldir sein- ustu tvö árin. Þar naust þú yndislegrar umönnunar frábærs starfsfólks og er það þakkað hér. Elsku pabbi, ég kveð þig með sökn- uði og góðum minningum. Hvíl í friði. Hrefna Björnsdóttir. Með mikilli virðingu og þökk kveð ég tengdaföður minn Björn Ander- sen. Frá fyrsta degi tók hann mér vel og aðstoðaði mig og mína fjölskyldu á allan þann hátt sem hann gat. Björn var þeirrar kynslóðar sem vildi allt fyrir aðra gera, en hugsaði síður um eigin hag. Hans mesta ánægja var að sjá til þess að börnunum hans vegn- aði vel og fylgjast með sístækkandi hópi barnabarna og barnabarna- barna. Bjössi afi eins og börnin okkar og barnabörnin kölluðu hann var þessi draumaafi sem öll börn eflaust dreymir um að eiga. Ætíð tilbúinn á sinn ljúfa hátt að taka þátt í leikjum þeirra og fylgjast með því hvernig þeim vegnaði í lífinu. Mörg þeirra fengu í fyrsta sinn að setjast undir stýri á alvöru bíl hjá afa sínum, og keyra í huganum eins og börnum er einum lagið. Björn hafði alla tíð mikið yndi af íþróttum, hafði sjálfur æft og keppt í fimleikum hjá KR á sínum yngri ár- um, fylgdist vel með knattspyrnu, stundaði stangveiði og á miðjum aldri fór hann að stunda skíðaiðkun með góðum árangri og á ég og fjölskylda mína margar skemmtilegar minning- ar frá skíðaferðum okkar bæði hér heima og erlendis með honum og Önnu tengdamóður minni. Auk skíðaferðanna koma í hugann ýmis ferðalög hér heima og erlendis sem stórfjölskyldan fór saman í og eiga eftir að lifa í minningunni. Síðustu æviár Björns voru honum erfið vegna veikinda hans. Þessi mað- ur sem mestan hluta ævi sinnar hafði verið síkvikur mátti þola það að vera nær rúmfastur síðustu árin. En aldr- ei heyrði ég hann kvarta, þó hann gæti sig vart hreyft, heldur tók hann á móti manni með sömu hlýjunni og brosinu sem einkenndi hann alla tíð. Ég kveð þennan mikla ljúfling með söknuði um leið og ég sendi tengda- móður minni mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ólafur Brynjólfsson. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um tengdaföður minn Björn Andersen sem lést hinn 6. des- ember síðastliðinn. Ég var mjög ung þegar ég kom inn í fjölskylduna í Efstasundi 41. Frá fyrstu stundu tók Björn mér mjög vel og þegar fram liðu stundir reyndist þessi hægláti ljúfi maður fjölskyldu okkar ávallt mikil hjálparhella, alltaf tilbúinn að aðstoða okkur við allt sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var sama hvort við vorum að innrétta íbúðarhúsnæði okkar eða þegar þurfti að dytta að bílnum okk- ar. Það virtist allt leika í höndum hans, hann var sannkallaður ,,þús- undþjalasmiður“. Björn var áhugasamur og mjög góður veiðimaður og fóru þau hjón margar ferðirnar til silungs- og lax- veiða. Björn og Anna voru dugleg að ferðast, fóru bæði í skíðaferðir og sól- arlandaferðir, sem þau höfðu mikla ánægju af. Björn og Anna bjuggu alla sinn bú- skap í Efstasundi 41, í nábýli við for- eldra hans en þau bjuggu í Efsta- sundi 25. Það var alltaf mikill samgangur milli heimilanna og oft var glatt á hjalla þegar stórfjölskyld- an kom saman á afmælum eða stórhátíðum. Alla tíð var það þannig að börn hændust mjög að Birni, hann hafði ávallt tíma fyrir þau. Síðustu árin voru honum mjög erf- ið þar sem hann barðist við illvígan sjúkdóm. Hann dvaldist tvö síðustu árin á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og naut þar góðrar aðhlynningar. Eft- irlifandi eiginkona hans dvelur á sjúkrahúsi og berst við erfið veikindi. Megi góður Guð blessa minningu Björns Andersen og votta ég að- standendum hans mína dýpstu sam- úð. Fer að haust og fölnar um í byggðum frændlið og vinir hjúpast dauðans nótt. Þeir sem að sveit og búi bundust tryggðum blunda að verkalokum stillt og rótt. Harma skal ei þótt hetjur sjónum hverfi sem heilar gengu að starfi um tún og garð og hljóðlátt að oss söknuðurinn sverfi. Sérhver má hlíta því sem koma varð. (Indriði G. Þorst.) Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir. Elsku Bjössi afi, mig langar að þakka þér fyrir samfylgdina síðast- liðin 42 ár, með nokkrum af þeim minningabrotum sem ég á um þig. Það er laugardagur fyrir 38 árum, þú, elsku Bjössi afi, og Anna amma að passa mig eftir að hafa sótt mig á gæsluvöllinn sem var þá á Kambs- vegi. Þá voru gæsluvellir opnir til há- degis á laugardögum og ég man ennþá sælutilfinninguna þegar ég kom inn með ykkur í húsið ykkar í Efstasundi þennan laugardag og fékk heitt kakó og settist niður að horfa á köttinn Felix í Kanasjónvarp- inu. Önnur sterk minning frá því ég var barn, þú, elsku Bjössi afi, með Önnu ömmu úti í garði að vinna og galdrað- ir smápening úr eyranu á mér og þú hlóst mikið að undrunarsvipnum á stelpunni. Þegar þú, elsku Bjössi afi, keyrðir út brauð á sendibílnum fyrir Árbæj- arbakarí, sem blasti við mér út um stofugluggann á íbúðinni sem mamma og pabbi voru nýflutt í, ætli ég hafi ekki verið sjö ára, þá hljóp ég út í bakarí eins og fætur toguðu af því ég vissi alltaf að ég átti von á glaðn- ingi frá þér. Það voru „endabrauðin“ sem þú gafst mér og hugsa ég oft um „endabrauðin“ því enn í dag finnast mér endarnir á normalbrauði og maltbrauði besti bitinn af brauðinu. Kannski eru það góðu minningarnar sem endarnir vekja hjá mér. Þú gast endalaust fundið eitthvað BJÖRN ANDERSEN www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURDÓRSSON, Akurgerði, Hrunamannahreppi, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju fimmtu- daginn 16. desember kl. 14.00. Tryggvi Guðmundsson, Anna Brynjólfsdóttir, Ármann Guðmundsson, Hrefna Hannesdóttir, Hlynur Tryggvason, Hannes Ármannsson og Bergný Ármannsdóttir. Yndislegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR BJÖRNSSON, Efri-Reykjum, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 16. desember kl. 13.00. Ásta Jónsdóttir, Björn R. Einarsson, Jón Davíð Ragnarsson, Björn Ingi Ragnarsson, Lovísa Rut Jónsdóttir, Jóhann Óskar Ragnarsson, Ásta Margrét Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GÍSLI MAGNÚSSON bóndi, Vöglum, Skagafirði, sem lést laugardaginn 4. desember, verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Kristín H. Sigurmonsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigurlína Gísladóttir, Magnús H. Gíslason, Salvör K. Gissurardóttir, Þorkell Gíslason, Linda C. Vadström, Þrúður Gísladóttir, Hallgrímur Júlíusson, Gísli Björn Gíslason, Sindri Gíslason, Anna B. Garðarsdóttir, Óðinn Gíslason og barnabörn. Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts GUÐRÚNAR RAGNARS, Ljósheimum 2. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-6, lungnadeild Landspítala Fossvogi. Kjartan Borg Arnheiður Borg Stefanía S. Borg Davíð Sch. Thorsteinsson Sunna Borg Þengill Valdimarsson Áslaug Borg Ragna Grönvold barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, SIGURÐAR MAGNÚSSONAR frá Þórarinsstöðum, Seyðisfirði, áður til heimilis á Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrun- arfólki og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Sigurðardóttir, Finnur Jónsson, Magnús Helgi Sigurðsson, Inger Helgadóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Sveinn Valgeirsson, Ólafur Már Sigurðsson, Sigrún K. Ægisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.