Morgunblaðið - 15.12.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.12.2004, Qupperneq 18
H rin gb ro t Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Jólaútvarp í Borgarnesi | Hafnar eru útsendingar á Jólaútvarpi unglinga í fé- lagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og verð- ur útvarpað næstu þrjá daga. Sent er út á FM 101,3. Fjölbreytt efni er í Jólaútvarpinu, meðal annars bekkja- og unglingaþættir. Frétta- stofa verður á sínum stað í hádeginu og sér- stakur bæjarmálaþáttur kl. 12 á morgun. Þá mætir Sturla Böðvarson samgöngu- ráðherra í hljóðstofu ásamt fulltrúum bæj- arstjórnar og fleiri gestum. Stefnt er að því að lýsa leik í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á fimmtudagskvöld og rokktónleikar tónlistarklúbbs og fleiri skemmtiatriði verða í beinni útsendingu á lokahófinu að kvöldi föstudags, þar sem Eðvar Ólafur Traustason, fyrrverandi starfsmaður Óðals, verður heiðursgestur. Þess er getið í frétt um Jólaútvarpið á vef Borgarbyggðar að undirbúningur útvarps- ins og handritagerð unglinga í 8. og 9. bekk er liður í íslenskunámi og framsögn. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Bestu teikningarnar | Bæjarbókasafn Ölfuss efndi til teiknisamkeppni í nóv- ember. Börn sem ekki voru komin yfir grunnskólaaldur voru beðin um að senda inn myndir sem tengdust ævintýrum. Úr- slitin voru tilkynnt við athöfn um helgina. Jóna Vigdís Gunnarsdóttir fékk verðlaun í hópi listamanna undir átta ára en Ólafur Ragnarsson fékk verðlaun í hópi lista- manna eldri en 8 ára. Ólafur og Jóna Vigdís fengu bókaverðlaun, úrval ævintýra H.C. Andersen og myndir þeirra munu prýða bókamerki bókasafnsins á næsta ári. Unnt er að skoða myndirnar á vef Bóka- safns Ölfuss, www. bokasafn.is. Í febrúar verður haldin sýning á myndunum í bóka- safninu í Þorlákshöfn. Lausaganga katta | Kristján M. Önd- unarson hefur lagt til í sveitarstjórn Rauf- arhafnarhrepps að reynt verði að koma í veg fyrir lausagöngu katta á staðnum. „Á grundvelli þess að á Raufarhöfn búa börn og fullorðnir sem óttast ketti og það sem verra er að hér búa líka einstaklingar sem eru með mjög alvarlegt ofnæmi fyrir kött- um legg ég til að reglum um kattahald verði breytt til samræmis við reglur um hunda- hald og komið, eins og unnt er, í veg fyrir lausagöngu katta,“ segir í bókun Kristjáns á nýlegum fundi sveitarstjórnar. Hin árlega rökk-urganga fórfram í gamla bænum í Glaumbæ í Skagafirði um síðustu helgi. Sigríður Sigurð- ardóttir safnstjóri leiddi gesti um myrkvaða ganga bæjarins með kertaljós í hönd og í bað- stofunni sagði hún gest- um sögur af jólahaldi fyrri tíma, eða í eld- gamla daga eins og sum- ir krakkarnir orðuðu það. Auk þess fengu gestir að smakka jólahangikjöt og laufabrauð og punkt- urinn yfir i-ið voru síðan rjómapönnukökur og heitt súkkulaði í Áshús- inu. Gangan var mjög vel sótt, bæði á laugardegi og sunnudegi, en fyrir marga er rökkurgangan orðin ómissandi hluti af aðventunni, að því er fram kemur á vef Sveit- arfélagsins Skagafjarðar. Rökkurganga Fimm ára börnum úrleikskólumReykjanesbæjar hefur að undanförnu verið boðið á jólastund í Duus- húsum í Keflavík. Starfs- fólk bókasafns Reykjanes- bæjar, byggðasafns og menningarfulltrúi bæjar- ins hafa tekið þar á móti krökkunum. Þeim er sýnt gamaldags jólatré sem smíðað er úr tré, sagt frá íslensku jólasveinunum, lesin jólasaga og sungin jólalög. Börnin virðast njóta jólastundarinnar. Myndin var tekin þegar Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggða- safnsins, ræddi við börnin af leikskólanum Gimli. Ljósmynd/Svanhildur Jólastund í Duushúsum Gunnar Birgisson,þingmaður Sjálf-stæðisflokksins, sakaði Mörð Árnason, þingmann Samfylking- arinnar, um dónaskap og vildi senda hann á nám- skeið í mannasiðum. Hreiðar Karlsson yrkir: Fróðir verða fávísum að liði, feta báðir gullna meðalveginn. Gunnar kennir Merði mannasiði, Mörður virðist afskaplega feginn. Hjálmar Freysteinsson bætir við: Það myndi eflaust greiða fyrir friði og flesta þingmenn gera perluvini, bara ef lærði Mörður mannasiði og meira líktist Gunnari Birgissyni. Sigrún Haraldsdóttir frétti af fyrirhuguðum flutningum Morgunblaðs- ins í næsta nágrenni við sig á „Rauðavatnshálend- ið“. Hún telur víst að und- irritaður fylgi með og yrkir: Senn ómar kliður af kvakandi lóum, kveðandi þröstum og vellandi spóum. Breytingar met, og bráðum ég get, hugsað til Péturs í Hádegismóum. Af mannasiðum pebl@mbl.is Reykjavík | Börnin á leik- skólum landsins hafa mikil verkefni á aðventunni. Leikskól- arnir eru skreyttir í samræmi við árstíma og margt gert til að undirbúa jólin. Börnin þurfa eftir sem áður sína hreyfingu og útiveru og þótt dagurinn sé í stysta lagi um þessar mundir er birtan notuð þeim mun betur. Myndin var tekin við þannig tækifæri. Morgunblaðið/RAX Úti að leika á aðventunni Leikskóli Hvanneyri | Ákveðið hefur verið að byggja nýjan nemendagarð með tólf íbúðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Stjórn Nemendagarðanna samdi við PJ byggingar ehf. um smíði hússins en fyr- irtækið hefur smíðað fyrri hús Nemenda- garðanna á Hvanneyri. Húsið kostar 160 milljónir kr. Fram kemur á vef Landbúnaðarháskól- ans að vegna þeirra breytinga sem verða með tilkomu Landbúnaðarháskóla Íslands var talið brýnt að auka verulega framboð á leiguhúsnæði á Hvanneyri. Húsið sem nú verður byggt er fjölbýlishús, eins að gerð og það hús sem Nemendagarðarnir létu byggja síðast. Það verður 1.190 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum. Í því verða fjórar tveggja herbergja íbúðir og fjórar þriggja herbergja og sex fjögurra her- bergja íbúðir. Samkvæmt samningnum verður húsið afhent fullbúið og til útleigu föstudaginn 19. ágúst 2005. Með þessari viðbót munu Nemendagarðarnir á Hvanneyri hafa yfir að ráða 10 einstaklingsherbergjum með aðgengi að sameign, 20 einstaklings- íbúðum, 20 tveggja herbergja íbúðum, 20 þriggja herbergja íbúðum og 16 fjögurra herbergja íbúðum eða samtals 86 leigu- rýmum í 9 húsum. Nýr tólf íbúða nem- endagarður á Hvanneyri Austur-Barðastrandarsýsla | Hrepps- nefnd Reykhólahrepps hefur hafnað hugmyndum Skotveiðifélags Íslands um að flytja hreindýr frá Austurlandi á Barðaströnd. Bókun þessa efnis var samþykkt samhljóða í hreppsnefnd. Áhugi Skotvís á því að finna ný heim- kynni fyrir hluta hreindýrastofnsins kom fram í bréfi til hreppsnefndar Reykhólahrepps þar sem jafnframt var óskað eftir skoðunum hreppsnefndar. Fram kom í erindinu að áhugi væri á að flytja hreindýrin á Barðaströnd en það þýddi að þau myndu væntanlega einnig ganga í Ísafjarðardjúp en hugsanlega einnig í Steingrímsfjörð og Bitrufjörð á Ströndum og Kollafjörð í Reykhóla- hreppi. Mótmæla flutn- ingi hreindýra ♦♦♦      

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.