Morgunblaðið - 15.12.2004, Page 28

Morgunblaðið - 15.12.2004, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN T ilfinningatorg Elísabetar Jökuls- dóttur skálds er að mínu mati ein flott- asta hugmyndin sem fram hefur komið á þessu ári. Hugmyndin vann til verðlauna í samkeppni Landsbankans fyrr á árinu, um fjölbreyttara mann- líf í borginni, og var henni hrint í framkvæmd á menningarnótt í Reykjavík í ágúst sl. Tilfinn- ingatorginu var komið fyrir í Fógetagarðinum umrædda nótt og gátu gestir komið þar við og borið tilfinningar sínar á torg í bókstaflegum skilningi. Elísabet sagði í samtali við Morgunblaðið þegar torgið var kynnt í ágúst sl.: „Það hefur þótt vafanum undirorpið að bera tilfinningar sínar á torg hingað til. Menn hafa átt að gera það bak við hurð jafnvel – ef þeir þá gera það yf- irleitt.“ Von- aðist hún til þess að til- finningar myndu leys- ast úr læðingi á torginu, sem síðan myndu skila sér út í sam- félagið. Skemmst er frá því að segja að torginu var vel tekið og lögðu ungir sem aldnir leið sína þangað til að tjá tilfinningar sínar, góðar og sárar – sem aldrei fyrr. Menningarmálanefnd Reykja- víkurborgar hefur í kjölfarið ákveðið að Tilfinningatorg verði fastur hluti af miðborgarlífinu næstu mánuðina. Er ætlunin að hefja leikinn að nýju næstu helgi, við Hressó, eftir því sem ég kemst næst. Hugmynd Elísabetar leiðir hins vegar hugann að því hve tilfinningar geta verið mikið „tabú“, að minnsta kosti hér á landi, þrátt fyrir að þær séu stór hluti af lífi okkar. (Við lás- um jú um hetjurnar í Íslend- ingasögunum sem létu engan bilbug á sér finna; bitu í skjald- arrendurnar og héldu ótrauðar áfram.) Viðhorfið er, alla jafna, að best sé að sýna ekki „óþarfa“ tilfinningasemi. Það þykir ekki gott að vera „of mikil“ tilfinn- ingavera eða láta tilfinning- arnar ráða för. Skilaboðin eru með öðrum orðum þessi: Ekki sýna of mikla tilfinningar og ekki hafa of miklar tilfinningar. (Hvernig svo sem það er hægt, sérstaklega það síðarnefnda). Í þessu sambandi má heldur ekki gleyma goðsögninni um karlmennskuna. Samkvæmt henni er sannur karlmaður harður af sér; hann fellir ekki tár. Tilfinningar fá þannig nei- kvæðan stimpil í þeirri goðsögn. Ég held því reyndar fram, þrátt fyrir allt, að við séum komin langt með að uppræta umrædda goðsögn; karlmenn mega og jafnvel eiga að gráta. En hvort þeir gráta – það er annað mál. Það kemur kannski með Tilfinningatorginu! Önnur dæmi mætti líka nefna sem lýsa kannski vel hræðslu okkar við tilfinningar og jafnvel sameiginlegum (mis)skilningi okkar á því að þær eigi ekki að vera uppi á borðinu – nema e.t.v. að nafninu til. Þegar fólk hittist er gjarnan spurt: „Hvernig hefurðu það?“ Yfirleitt er svarið eitthvað á þessa leið: „Bara fínt.“ Ef til vill er slíkt svar oftast nærri sanni. Mig grunar þó að margur segi „bara fínt“ af gömlum vana og af tillitssemi við þann sem spyr. Fáum detti með öðrum orðum í hug að svara svona hversdagslegri spurningu með því að segja: „Nei, veistu, ég hef það bara skítt!“ (Mörgum myndi örugglega bregða í brún við að fá svoleiðis svar). Við höfum nefnilega lært ákveðnar samskiptareglur og í þeim felst m.a. að við eigum ekki að ljóstra upp um tilfinn- ingar okkar. Spyrjandinn hefur það í huga þegar hann spyr, og svarandinn, sömuleiðis er hann svarar. Þannig verða allir ánægðir og hafa það „bara fínt!“ Að minnsta kosti á yf- irborðinu. Nátengd þessari hræðslu við tilfinningar er væntanlega hræðslan við að „vera öðruvísi“. Hræðslan við að falla ekki að ríkjandi gildum eða „normum“. Einnig hræðslan við að opin- bera sig og gefa þannig, að því er mörgum finnst, höggstað á sér. Samfélagið hefur þannig búið til ramma sem flestir eiga að falla inn í. En auðvitað er þetta bara ávísun á eitt: einsleitni og leiðindi! En kannski erum við ekki bara hrædd. Hluti af skýring- unni gæti verið tímaleysi og hraði nútímans. (Jú, hraða nú- tímans er kennt um ansi margt). Kannski höfum við ekki tíma (lesist sem: gefum okkur ekki tíma) til að staldra við og tala saman. Kannski höfum við ekki tíma til að spyrja náung- ann af hjartans einlægni að því hvernig hann hafi það. Og kannski höfum við ekki tíma til að hlusta vel segi hann okkur að hann „hafi það bara skítt“. Ég get tekið undir með Elísabetu, sem sagði eitthvað á þá leið í Kastljósþætti Sjón- varpsins nýverið, að það væri engum hollt að bæla niður til- finningar sínar. „Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir,“ sagði hún. Þegar allt kemur til alls höf- um við líka vel flest svipaðar til- finningar, svipaðar væntingar, vonir og þrár. (Við erum að því leytinu til alveg eins – föllum öll innan rammans). En að lokum: Jólin nálgast óðfluga. Það er engin klisja að þau eru tími fjölskyldunnar og kærleikans. Á jólunum sýnum við okkar nánustu vænt- umþykju með því að gefa þeim gjafir. Jólagjafir eru viss aðferð til þess að sýna tilfinningar. En kannski ættum við líka að finna okkur tíma til að gefa öðruvísi tilfinningar; setjast t.d. niður og tala um tilfinningar okkar og hlusta á þeirra. Búa til okkar eigin „tilfinninga- stund“. Og nú ætla ég að trompa þennan pistil með því að segja: Ég er viss um að tilfinn- ingastund með fjölskyldunni myndi færa okkur bestu tilfinn- ingarnar af öllum: gleði, frið og hamingju! Ég hef það bara fínt! „Þegar fólk hittist er gjarnan spurt: „Hvernig hefurðu það?“ Yfirleitt er svar- ið eitthvað á þessa leið: „Bara fínt“ … “ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÁGÆTI sendiherra, James I. Gadsden. Sú var tíð að stjórnvöld yðar lögðu ofurkapp á að fá Robert J. Fischer til að tefla um heimsmeistaratitilinn í skák. Svo mikið lá við að sjálfur utanrík- isráðherrann, Henry Kissinger, lagðist í símhringingar svo heimurinn mætti sjá bandaríska þjóðhetju leggja Sovétmenn að velli í þeirra eigin þjóð- aríþrótt. Andspænis sovétkerfinu var vand- fundinn snillingur sem var sjálfstæðari í orð- um og athöfnum, ein- staklingur sem hlýddi ekki öðru en eigin sannfæringu, og mátti þá einu gilda hvort það kom honum sjálfum vel eða illa. Nú bregður svo við að nákvæm- lega sömu eiginleikar í fari sama ein- staklingsins hafa kallað yfir hann grimmari hefndaraðgerðir en sjálf Sovétríkin létu sér til hugar koma að beita gagnvart sínum óþægustu skákmeisturum. Að formi til er glæpur Fischers fólginn í því að hafa teflt á Balkanskaga fyrir tólf árum og þar með brotið gegn við- skiptabanni. Ef til vill er það ekki til eftir- breytni að brjóta gegn viðskipta- banni. Slíkt gæti til dæmis átt við ef menn ganga svo langt að selja vopn í hendur þeim sem sæta þess háttar banni. Svo vill hins vegar til að fyrir slíku eru fordæmi. Alvarlegasta dæmið úr samtímasögu okkar var auðvitað þegar ráðherrar og nán- ustu samverkamenn fyrrverandi Bandaríkjaforseta seldu vopn í hendur klerkastjórninni í Íran, þvert á lög sem Banda- ríkin sjálf höfðu sér- staklega sett til að banna slíkt. Til að full- komna verknaðinn var afrakstur viðskiptanna notaður til að fjár- magna dauðasveitir í Mið-Ameríku, sem vitaskuld var einnig kolólöglegt. Þessa sögu þekkið þér auðvitað. Til að hressa ögn upp á minni okkar og les- enda skulum við þó rifja upp hve far- sælan endi mál þetta fékk á aðvent- unni fyrir réttum tólf árum. Blekið á handtökuskipuninni gegn Fischer var naumast þornað þegar þáver- andi forseti, George Bush, gaf höf- uðpaurunum í Íran-Contra-málinu (og þar með sjálfum sér) fyrirfram upp allar sakir. Í fullri vinsemd fer ég þess nú á leit við yður að þér gefið okkur Ís- lendingum skynsamlega skýringu á því risavaxna ósamræmi sem hér virðist um að ræða. Án slíkrar skýr- ingar er ekki nokkur leið að loka augunum fyrir öllum þeim vísbend- ingum sem fyrir liggja um að hér sé verið að misnota bandaríska stjórn- sýslu til að refsa einstaklingi fyrir viðhorf sem ekki falla að pólitískri rétthugsun. Við sem vinveitt höfum verið Bandaríkjunum, stundað þar nám og notið gestrisni, hljótum að gera þá lágmarkskröfu að embætti yðar treysti sér að minnsta kosti til að upplýsa hve margir bandarískir ríkisborgar hafa verið dæmdir í fangelsi vegna samskipta við fyrr- verandi Júgóslavíu og hvers eðlis þau samskipti hafa verið. Einnig er brýnt að fá opinberlega upplýst hve margir hafa einungis mátt sæta ákæru af þessum sökum. Um leið og ég sendi yður mínar innilegustu jóla- og nýárskveðjur vona ég að bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að minna okkur frekar en orðið er á fangelsi sín heima og er- lendis. Opið bréf til sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Garðar Sverrisson skrifar um mál Bobby Fischer ’… vona ég að banda-rísk stjórnvöld þurfi ekki að minna okkur frekar en orðið er á fangelsi sín heima og erlendis.‘ Garðar Sverrisson Höfundur er stjórnmálafræðingur og MFA frá University of Arizona. RÍKISSTJÓRNIN tilkynnti 19. nóvember sl. að tekjuskattur ein- staklinga mundi lækka um eitt pró- sentustig næsta ár og að frumvarp þar um yrði lagt fram. Er þetta tilkynnt einu ári síðar en lofað var í þingkosningunum 2003 en þá var því lof- að, að mál þetta yrði lagt fyrir alþingi strax haustið 2003. Við þessa breytingu lækk- ar tekjuskattur ein- staklinga úr 38,5% í 37,5%. En tekjuskatt- ur fyrirtækja er mikið lægri eða 18%. Þessar tölur tala sínu máli. Ríkisstjórnin hlífir fyrirtækjunum á kostnað almenn- ings. Ríkisstjórnin lét það hafa for- gang að stórlækka tekjuskatt fyr- irtækja á meðan tekjuskattur einstaklinga var í raun hækkaður. En það er það sem gerst hefur undanfarin ár. Tekjuskattur ein- staklinga hefur í raun hækkað ár frá ári, þar eð skattleysismörkin hafa ekki fylgt þróun verðlags og kaupgjalds. Það er vissulega kom- inn tími til þess að skila til baka einhverju af þeim hækkunum. Á að skera niður velferðarkerfið? Tekjuskattslækkun ríkisstjórn- arinnar er mjög umdeild meðal hagfræðinga. Sumir þeirra hafa varað við henni á þenslutímum eins og nú ríkja á Íslandi. En aðrir eins og Tryggvi Þór Herbertsson segja að ef útgjöld ríkisins séu skorin niður á móti sé skattalækkun rétt- lætanleg og til góðs. En það er ein- mitt það, sem margir óttast nú, að skorið verði niður í velferð- arkerfinu vegna skattalækkunar ríkisstjórnarinnar. Vinstri grænir óttast það mjög. Á meðan kjara- deila kennara og sveitarfélaganna stóð töluðu ráðherrar mikið um það að ekki mætti ógna „stöðugleik- anum í efnahagsmálum“ með of miklum kauphækkunum eða of mikilli útgjaldaaukningu hins op- inbera. Mörgum þykir það því skjóta skökku við, að um leið og búið sé að semja við kennara þá geti rík- isstjórnin tilkynnt að hún ætli að auka út- gjöld ríkisins á næstu 3 árum um 22 millj- arða. Er hætt við að þetta þýði stórfelldan niðurskurð í velferðar- kerfinu. Lítil leiðrétting á skattleysismörkum Ætlunin er að hækka skattleysismörkin lít- illega samhliða lækkun tekjuskatts einstaklinga. Eiga skattleysismörkin að hækka úr 71.270 kr. í 85.837 kr. á mánuði ár- ið 2007. Er þetta mjög lítil hækk- un. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt verðlagshækkunum frá árinu 1988 væru þau í dag 99.557 kr. en ef þau hefðu fylgt launahækkunum ættu þau að vera 114.956 kr. í dag. Boðuð hækkun skattleysismarka nær því ekki einu sinni hækkun vegna verðlagshækkana. Enn eiga skattgreiðendur því mikla leiðrétt- ingu inni hjá stjórnvöldum. Þó ber að fagna þessu litla skrefi til leið- réttingar. En betur má ef duga skal. Barnabætur: Hluta af ránsfengnum skilað Eins er með breytingar á barna- bótum. Boðað er að barnabætur eigi að hækka um 2,4 milljarða í áföngum en ríkisstjórnin hefur skert barnabætur um 11,5 milljarða frá árinu 1995 þegar núverandi stjórnarflokkar tóku við völdum. Ríkisstjórnin er því aðeins að skila litlum hluta af ránsfengnum. Kosn- ingaloforð Framsóknarflokksins um að afnema tekjutengingu barnabóta allra barna innan 18 ára aldurs hef- ur enn ekki verið efnt og það verð- ur ekki efnt með boðuðum breyt- ingum. Sama er að segja um barnakortin, sem Framsókn lofaði. Það kosningaloforð var svikið. Boðað er að tekjuskattur ein- staklinga eigi að lækka um 1% 2006 og síðan um 2% 2007, á kosn- ingaári. Kemur þeim tekjuhæstu best Miklar umræður hafa orðið að und- anförnu um boðaðar skattabreyt- ingar ríkisstjórnarinnar. Bent er réttilega á að prósentulækkun á tekjuskatti komi þeim efnamestu og tekjuhæstu best. Þeir fái mesta lækkun á tekjuskatti en þeir efna- minnstu, er hafa lágar tekjur, fái minnsta lækkun og jafnvel enga. Réttlátasta skattabreytingin sé því sú, að stórhækka skattleysismörkin og lækka virðisaukaskatt á mat- vælum. Ég er sammála þessu sjón- armiði. Hins vegar ber að líta á það að ríkisstjórnin lofaði prósentu- lækkun á tekjuskatti fyrir síðustu kosningar og á því að standa við það. Framsóknarflokkurinn lofaði því jafnframt fyrir kosningar að skera ekki niður í velferðarkerfinu. Ég tel að ekki megi skera neitt niður í heilbrigðiskerfinu, trygg- ingakerfinu eða menntakerfinu. Þvert á móti þarf að auka framlög til þessara málaflokka. Það verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja og leysa fjárhagsvanda Landspítala – háskólasjúkrahúss. Menntun þarf að efla í landinu og tryggja kenn- urum mannsæmandi laun. Það er alger forsenda skattalækkana að staðinn sé vörður um þessa mála- flokka og þeir efldir. Skattalækkun má ekki skerða velferðarkerfið Björgvin Guðmundsson fjallar um velferðarkerfið og skattamál ’Ríkisstjórnin hlífir fyr-irtækjunum á kostnað almennings.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.