Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Úrsmíðaverkst. Halldórs Akureyri • Afreksmaðurinn
Georg V. Hannah í Keflavík • Útilíf • Markið • Hreysti • Töff
hlaup.is • Guðmundur B. Hannah Akranes • Töff • Örninn
Sími: 565 1533 • www.polafsson.is
púlsmælar hjálpar þér að
ná settu marki
LANDIÐ
Kvenfélagið gefur árlega út dag-
bókina Jóru sem nú kemur út í 13.
sinn. Bókin er að uppistöðu dagbók
en er auk þess með skemmtiefni og
uppskriftum að ýmsum réttum. Þá
eru í henni auglýsingar og styrkt-
arlínur. Bókinni hefur verið vel tekið
af almenningi og mörg fyrirtæki
kaupa bókina og gefa starfsfólki
sínu.
Þeir sem fengu gjafir afhentar á
jólagjafafundinum voru fjórir leik-
skólar á Selfossi, Sunnulækjarskóli,
fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands, Vinafélag heimilisfólks
á Ljósheimum, Þroskahjálp,
Kvennaathvarfið, Sambýlin á Sel-
fossi og Vinnustofan við Gagnheiði
en auk þess að fá gjöf frá félaginu á
fundinum fékk Vinnustofan hljóm-
flutningstæki að gjöf við vígslu nýrr-
ar aðstöðu fyrir nokkrum dögum. Þá
veitti Kvenfélagið góðan stuðning til
fjölskyldu á Selfossi.
Selfoss | Kvenfélag Selfoss hélt sinn
árlega jólagjafafund á fimmtudag og
afhenti félögum og stofnunum á Sel-
fossi veglegar gjafir að heildarverð-
mæti 700 þúsund krónur. Allar gjaf-
irnar hafa það sammerkt að vera
stuðningur við málefni sem snúa að
velferðarmálum í samfélaginu. Á
þennan hátt heldur félagið á lofti
hugsjónum kvenfélaganna að vera
stuðningur við sjálfshjálp í samfélag-
inu.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Gjafir afhentar Fulltrúar þeirra félaga og stofnana sem fengu afhentar gjafir á jólagjafafundi kvenfélagskvenna
ásamt formanni Kvenfélags Selfoss, Sólrúnu Tryggvadóttur, sem er lengst til vinstri á myndinni.
Konur gefa til velferðarmála
Hvolsvöllur | „Það er
alveg sérlega gott að
búa hérna og við höf-
um fengið mjög góð-
ar viðtökur með það
sem við erum að
gera. Sumarið var
gott hjá okkur og
fjöldi fólks sem lítur
hér inn til að skoða
og til að fá sér kaffi-
sopa,“ segir Guðlaug
Helga Ingadóttir sem
ásamt manni sínum
Þór Sveinssyni rekur
Eldstó Café á Hvols-
velli og leirkeraverk-
stæði í húsnæði sem
áður hýsti starfsemi
Pósts og síma.
Í kjallara hússins
eru þau hjónin með
leirkeraverkstæði
þar sem Þór vinnur
leirmuni, mótar þá
og gengur frá þeim
og Guðlaug Helga
fæst þar einnig við
hönnun og listræna
útfærslu á ýmsum gripum sem þau
eru að fást við. Þau hjónin búa á
efstu hæðinni og eru síðan með
kaffihúsið Café Eldstó á hæðinni.
„Þetta er allt mjög heimilislegt
hérna hjá okkur,“ segir Guðlaug
Helga sem er að baka rúnnstykki í
eldhúsinu inn af borðsal kaffihúss-
ins og fimm ára dóttir hennar,
Magdalena, hjálpar til við bakst-
urinn. „Við leggjum áherslu á að
hafa aðstæður hér hlýlegar og vera
með þá nálægð sem hæfir á svona
stað,“ segir Guðlaug, ekki of stórt í
sniðum.
Vinsæll Nörd
Guðlaug Helga er ekki aðeins
leirlistakona, hún er einnig mennt-
uð sem söngkona og hefur fengist
við að syngja margs konar tónlist,
svo sem þjóðlög, blús, kántrí og
klassík.
Næstkomandi laugardag, milli
kl. 15 og 18, munu fjórir rithöf-
undar frá bókaútgáfunni Sölku
koma í Eldstó og lesa upp úr nýút-
komnum bókum sínum, ásamt því
að Guðlaug Helga verður með tón-
listarflutning og til liðs við hana
kemur þjóðlagatríóið Rósin okkar.
Í Café Eldstó er listrænt yfir-
bragð á öllu og listmunir þeirra
hjóna njóta sín vel og eru gestum
mjög aðgengilegir. Um er að ræða
skálar, vasa, kertastjaka af ýmsum
stærðum, bolla, kaffi- og ölkrúsir
ásamt sérmerktum munum sem
þau framleiða eftir óskum sem ber-
ast. Nördinn hefur fengið góðar
viðtökur, en það er sérútbúinn
kaffibolli sem er þannig gerður að
ekki hellist allt úr honum þó hann
fari á hliðina.
Svo er kaffið auðvitað nálægt
gestunum en kaffihúsið er í sam-
starfi við Te og kaffi og fær þaðan
hráefni. Nú í desember er hægt að
fá bæði jólate og hátíðarkaffi í
pökkum til að setja með í gjafa-
körfu með bollum. Einnig er Guð-
laug með sérútbúna bolla sem
halda vel hita á kaffinu.
Guðlaug Helga segir að um-
hverfið á Hvolsvelli sé sérlega
skemmtilegt og hvetjandi. „Sléttan
hér fram undan er með ótrúlega
mikil litbrigði, allt eftir tíma dags-
ins og árstíðunum. Það er mjög
gefandi að fara snemma á fætur og
njóta morgunstundarinnar við úti-
veru,“ segir Guðlaug Helga.
Kaffihús, leir-
keraverkstæði
og heimili
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Handverk Guðlaug Helga með listmuni þeirra
hjóna í Café Eldstó á Hvolsvelli.
Heimilislegt og listrænt yfirbragð
á Café Eldstó á Hvolsvelli
Kópasker | Þegar Stefán Þóroddsson var að draga ýsunet
á bát sínum, Stellu ÞH, á Öxarfirði á dögunum kom sér-
kennilegur mjór og langur fiskur með netinu. Reyndist
það vera stóra sænál sem hafði vafið sig um tógið.
Að sögn Stefáns hefur hann aldrei séð þennan fisk áður,
til dæmis aldrei í rækjutrolli enda mun tegundarinnar að-
allega hafa orðið vart við vestanverða suðurströndina og í
Faxaflóa. Líklegt er að hækkandi hitastig í sjónum hafi
þau áhrif að slíkir fiskar berist norður með landinu og seg-
ist Stefán hafa orðið nokkuð var við makríl í sumar.
Í bókinni Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, segir
meðal annars að stóra sænál sé mjög mjóvaxinn fiskur og
sívalur um bolinn, þunnvaxinn og 20–30 sentímetra langur
við Ísland en 40 til 60 sm erlendis. Fiskurinn sem Stefán
kom með að landi var 27 sentímetra langur. Kjaftur sæ-
nálarinnar er lítill og vísar upp. Litur er breytilegur, segir
í Íslenskum fiskum, gulleitur eða brúnn með dökkum
þverrákum.
Einnig segir í bók Gunnars að sérkennilegast við hrygn-
ur Sænála sé að þær hrygna eggjum sínum í sekk á kvið
hænganna sem síðan unga út eggjunum og ala upp ung-
ana, þar til þeir eru færir um að sjá um sig sjálfir.
Hef aldrei séð svona fisk áður
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Furðulegur meðafli í ýsunet á Öxarfirði