Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 25
MENNING
AÐVENTAN á að undirbúa okkur
undir komu Hans og að stilla okkur
inn á þá náðargjöf sem okkur hlotn-
aðist með lávarðinum í lágri jötu.
Varla verður ofsagt að þáttur tónlist-
arinnar í undirbúningi fæðing-
arhátíðar frelsarans er stærri en ann-
arra listgreina. Stemningin sem
flutningur aðventu- og jólasöngva ber
með sér á jólaföstu spannar stórt svið
tilfinninga, allt frá auðmjúkum
vöggusöng fyrir Jesúbarnið til
glampandi og hástemmds veraldlegs
lofs með prjáli fyrir Konung Konung-
anna. Fjöldi tónleika út um allt land
og allan heim og mikil aðsókn á þá
sýnir og sannar að stemningin sem
slík tónlist veitir er ómissandi hluti
jólaundirbúningsins.
Af hinum mikla fjölda tónleika með
jólasöngvum valdi ég þessa tónleika
fyrir þá sérstöðu að þeir flytja okkur
á Akureyri enska jólastemningu og á
efnisskránni voru ein-
göngu útsetningar eftir
þekktustu tónskáld og
útsetjara Englendinga.
Það var ljóst í fyrsta
laginu, God Rest you
Merry Gentlemen í úts.
Davids Willcocks, að
kórinn var mjög hljóm-
mikill, söng hreint og
laut vel styrkri stjórn
Michaels Jóns Clarkes.
Sex af lögunum á efnis-
skránni voru einmitt
útsett af þessum jöfri
breskrar kórmenn-
ingar, David Willcocks,
sem fæddist árið 1919
og gerði sem kórstjóri
King College-kórinn í Cambridge um
langt skeið að því stórveldi sem sá
kór er meðal heimsins bestu kóra.
Áhrif Davids og ensks kórsöngs hafa
verið mikil í íslensku kórlífi. Þekkt-
ustu útsetningar hans eru einmitt á
jólalögum og ber þar hæst fyrr-
greinda útsetningu og einnig á tveim-
um öðrum jólasöngvum, sem þarna
voru fluttir, þ.e. Adeste Fidelis og
Einu sinni í ættborg Davíðs. Þessar
útsetningar eru mikil glansstykki,
með ofurskreyttum yfirröddum
(diskant skrautröddum) sem ýta und-
ir upphafið hátignarlof og hvetja til
almennrar söngþátttöku og hyll-
ingar. Útsetning Will-
cocks á fallegu jóla-
vögguljóði frá
Baskalandi, The Infant
King, var aftur á móti
ljúf og blíð lofgjörð, sem
bæði útsetning og túlk-
un kórsins náðu að skila
fyllilega. Eins og fyrr
segir söng kórinn með
miklum hljómi og
hreint. Ágætis jafnvægi
er á milli radda og
ánægjulegt að heyra
hversu vel allar raddir
hljóma og gladdi mig
sérstaklega aðten-
órröddin er skipuð álit-
legum söngmönnum.
Michael Jón stjórnaði af krafti og
öryggi, en hefði stundum mátt draga
oftar fram þann einlæga og blíða
hljóm sem ég gat um í baskavöggu-
ljóðinu. Helga Bryndís er einstakur
listamaður, sem sameinar svo vel
næmi, tækni og vandvirkni. Sam-
leikur hennar með kórnum var í senn
næmur, fínlegur og hvetjandi. Tón-
leikunum var vel tekið og lagi við
aukið.
Það er trú mín að Kór Tónlistar-
skólans á Akureyri sé líklegur til
stórra verka, ef svo heldur fram sem
horfir.
Ensk jólasöngvaveisla
í Akureyrarkirkju
Jón Hlöðver Áskelsson
TÓNLIST
Akureyrarkirkja
Jólalög í útsetningu Davids Willcocks,
Benjamins Brittens, Reginalds Jacques,
Martins Shaws, Vaughans Williams og
Johns Rutters, ásamt jólalagi Mendels-
sohns: Hark the Herald …
Kór Tónlistarskólans á Akureyri ásamt
einsöngvurum úr röðum kórmanna.
Helga Bryndís Magnúsdóttir á orgel.
Stjórnandi: Michael Jón Clarke. Miðviku-
daginn 8. desember kl. 20.30.
Kórtónleikar
Helga Bryndís
Magnúsdóttir
CHRISTIAN Philipp Schoen hef-
ur verið ráðinn framkvæmdastjóri
KÍM, Kynningarmiðstöðvar ís-
lenskrar myndlistar. Schoen tek-
ur við starfi sínu í mars á næsta
ári.
Schoen er fæddur árið 1970 og
er þýskur að þjóðerni. Hann lauk
doktorsgráðu í heimspeki frá
Ludwig-Maximilians-University í
München árið 2001. Doktors-
ritgerð hans fjallaði um sögu Pan-
ela Albrechts Dürers af Adam og
Evu í Prado-listasafninu. Áður
hafði hann lokið mastersgráðu í
listasögu þar
sem umfjöll-
unarefni hans
var áhrif ljós-
myndalistar á
verk mynd-
höggvarans
Auguste Rodin.
Á árunum
2000–2003
gegndi Schoen
stöðu sýningarstjóra á Lothringer
13 og hefur frá árinu 2001 verið
framkvæmdastjóri listasafns
ljósafyrirtækisins Osram.
Shoen hefur einnig komið að
mörgum verkefnum þar sem hann
hefur verið sýningarstjóri, skrifað
greinar í sýningarskrár, haldið
fyrirlestra um myndlist, auk þess
sem hann kennir í háskólunum í
München og í St. Gallen í Sviss.
Stjórn KÍM segir í tilkynningu
að hún telji Schoen „vera mjög
hæfan umsækjanda“ og hafi „fulla
trú á að hann eigi eftir að upp-
fylla allar þær kröfur sem stofn-
skrá kynningarmiðstöðvar ís-
lenskrar myndlistar gerir ráð
fyrir.“
Framkvæmdastjóri KÍM ráðinn
Christian
Philipp Schoen
Úrslitin í ítalska boltanum
beint í símann þinn
Afsláttarkort í hvert skipti
0,50%
ENDURGREITT AF
ÖLLUM
INNLENDUM
GREIÐSLUM
F
í
t
o
n
/
S
Í
A