Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 31 UMRÆÐAN Mikið úrval af Henson göllum og skóm á börn og fullorðna. Frábært verð. Sendum í póstkröfu um allt land. Garðatorgi, Garðabæ s. 565 6550 Hafnarstræti 106, Akureyri s. 462 5000 Laugavegi 62 sími 511 6699 Glæsibæ sími 511 6698 Gar›atorgi sími 511 6696 afsláttur50% af barnaumgjörðum til jóla! Fannahvarf glæsilegar sérhæðir útsýni yfir Elliðavatnið Galtalind - fallegt útsýni Til sölu á frábærum útsýnisstað tvæ ca.125 fm efri sérhæðir og ein ca.120 fm neðri hæð með sérgarði. Sérinngangur. Glæsilegt útsýni af efri hæðum yfir Elliða- vatnið. Mjög stórar suðursvalir. Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan með vönduðum innrétting- um. Verð frá 22,5-23,5 m. Vönduð 115 fm íb. á 2 hæð í 5 íbúða húsi. Parket. Sérþvottahús. Stórar sólarsvalir. 3 góð svefn- herb. Frábær staðsetn. í lokuðum botnlanga. Verð 20,5 m. Álfkonuhvarf - ný 3ja-bílskýli. Verð 17,5 m. Furugrund - 4ra-aukaherb. Verð 16,5 m. Naustabryggja - 3ja, laus fljótl. Sérinngangur. Sérgarður.V.15,8 m. Hringbraut - 3ja + bílskýli. Sérinngangur. Verð 16,8 m. Skipasund - 3ja herb. Sérinng. Laus fljótl. Verð 11,9 m. Drápuhlíð - 3ja í risi. Rúmgóð falleg íb. Verð 13,5 m. Blikahólar - 2ja. Í lyftuhúsi, ca. 60 fm. Verð 9,4 m. Skjólbraut - Kóp. Sérinng. Laus fljótl. Verð 11,8 m. Seljabraut - 2ja. Steníklætt hús. Verð 8,3 millj. Skipasund - 2ja. Sérinng. Falleg íb. Verð 9,7 m. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Síðumúla 2 • sími 588 4477 • fax 588 4479 Í GEGNUM aldirnar hafa öðru hverju risið upp deilur hér á landi um eignarrétt yfir hálendi lands- ins, þ.e. þeim landsvæðum sem lengst af hafa verið nefnd afréttir og almenningar. Slíkar deilur eru skiljanlegar þar sem að um 60% af landsvæði Íslands er utan byggða. Deilur þessar hafa í senn verið uppi í umræðum manna úti í þjóðfélag- inu, á Alþingi og í ein- stökum dómsmálum sem rekin hafa verið vegna ágreinings um ákveðin landsvæði. Ekki hefur alltaf ríkt sátt um þá dóma sem dómstólar hafa fellt og varða þennan ágreining. Til að mynda má nefna hér niðurstöður Hæsta- réttar í svokölluðum Landmannaafrétt- ardómum frá 1955 og 1981. Hér verður ekki amast við efnisniðurstöðu þessara dóma en hins vegar má með gildum rökum gagnrýna eftirfarandi málsgrein sem fylgdi rökstuðningi Hæsta- réttar í niðurstöðu sinni í Land- mannaafréttardóminum frá 1981; ,,Handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geta í skjóli vald- heimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landsvæðis þess, sem hér um ræðir, en líta ber þó til þess, að fyrirsvarsmenn ríkisins hafa viðurkennt rétt byggðamanna til upprekstrar og annarra afréttarnota, sem lög og venjur eru fyrir.“ Hér virðist dómurinn góðfúslega vera að benda löggjafarvaldinu á þá staðreynd að það fari með lög- gjafarvaldið og geti þ.a.l. sett regl- ur um meðferð og nýtingu þessa landsvæðis. Það er ekki hlutverk dómstóla að fara út fyrir gerðar dómkröfur með þessum hætti. Sá grundvallarmunur er á viðfangs- efnum annars vegar löggjafar- valdsins og hins vegar dómsvalds- ins að á meðan löggjafinn býr til réttarreglur kemur það í hlut dómstólanna að kveða á um hvern- ig þeim verði beitt í tilteknu til- viki, en ekki hvort þörf sé á að setja þær. Má segja að með þess- ari málsgrein hafi akurinn verið plægður fyrir lögfestingu sams konar reglu og rutt hafði sér til rúms, með eflingu konungsvalds, í Danmörku og Noregi þegar á mið- öldum. Það er réttarreglan um ríkiseign á landi utan eignarráða einstaklinga, þ.e. það sem enginn á, það á konungurinn, samsvarandi 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóð- lendur og ákvörðun marka eign- arlanda, þjóðlendna og afrétta. Talsverður styr hef- ur staðið síðastliðin ár um framangreind lög sem óþarfi er að rekja hér. Landeigendur, sem kunnugt er orðið, voru tilneyddir til að taka til varna eftir að íslenska ríkið hafði lýst kröfum sínum. Fimmtudaginn 21. október sl féllu í Hæstarétti fyrstu tveir dómarnir í svo- kölluðum þjóðlend- umálum. Efnisniðurstaða málanna verður ekki gerð að umfjöllunar- efni hér. Hins vegar má gagnrýna þá röksemdafærslu sem býr að baki niðurstöðum dómsins. Ein af meginröksemdum land- eigenda í framangreindum málum var að þeir töldu eignarrétt sinn varinn af 72. gr. stjórnarskrár- innar og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu. Í rökstuðningi sínum vís- ar Hæstiréttur ekki einu orði til nefndra ákvæða. Slíkt verður að teljast varhugavert þar sem þess- um ákvæðum er ætlað að vernda grundvallarmannréttindi, þ.e. frið- helgi eignaréttarins. Hefðu þessi sjónarmið, sem landeigendur byggðu á við mat á því hvað teljist eign í skilningi framangreindra ákvæða, verið tekin til greina er augljóst að þau væru til þess fallin að styðja eða breyta niðurstöð- unni. Dómstólum hefur verið fengið það hlutverk að skera úr um hvort lög hafa verið brotin og leysa úr ágreiningi manna. Af þessu má leiða að niðurstaða dóms skuli vera rökstudd um sönnunar- og lagaatriði. Í þessu felst að ekki er einungis gerð krafa um að þær forsendur sem dómurinn leggur til grundvallar niðurstöðu sinni séu raktar, heldur þyrftu einnig þau rök aðila sem væru til þess fallin að styðja eða breyta niðurstöð- unni, væru þau tekin til greina, að vera hafnað með viðunandi rökum. Slíkt var ekki gert í þessum tveim dómsniðurstöðum. Ríkari kröfur má gera til rök- stuðnings dóma í þeim tilvikum þar sem almannahagsmunir krefj- ast þess, s.s. í mikilvægum málum sem ætlað er að vera stefnumark- andi. Ljóst er að deilum um há- lendissvæði landsins er langt frá því að vera lokið enda bíður fjöld- inn allur af málum efnismeðferðar hjá óbyggðanefnd og dómstólum. Beri borgarar það fyrir sig að í viðskiptum sínum við ríkisvaldið hafi verið brotið á grundvallar- mannréttindum sínum verða dóm- stólar að taka afstöðu til slíkrar kröfugerðar. Það er hlutverk dóm- stóla og þá ekki síst Hæstaréttar að túlka gildandi rétt. Komi dóm- stólar sér undan því hlutverki, getur stafað hætta að hinu dýna- míska eðli grundvallarmannrétt- inda. Rökstuðningur dóma Torfi Ragnar Sigurðsson skrifar um dómsmál ’Ríkari kröfur má geratil rökstuðnings dóma í þeim tilvikum þar sem almannahagsmunir krefjast þess, s.s. í mik- ilvægum málum sem ætlað er að vera stefnu- markandi.‘ Torfi Ragnar Sigurðsson Höfundur er laganemi á 5. ári við lagadeild Háskóla Íslands. smáauglýsingar mbl.is Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.