Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 19 MINNSTAÐUR AKUREYRI SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Falleg 77,5 fm þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í fimm hæða lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í: Anddyri með skáp- um, 2 herbergi, eldhús með hvítri innréttingu, baðherbergi með innrétt- ingu og tengi fyrir þvottavél og stofu með útg. út á hellulagða suðurver- önd. Snyrtileg sameign með sameig- inlegu þvottah. og setustofu. Falleg og vel umgengin eign. Hús er ætlað 60 ára og eldri. Allar nánari upplýs- ingar veitir Gísli Rafn Guðfinnsson í síma 848 4517. Fallegt og vel staðsett 139,5 fm milli- raðhús á einni hæð. Eignin skiptist í hol m. skáp, eldhús m. fallegri eikar- innréttingu, bjarta stofu m. útg. á stóran pall í suður, barnaherb. m. skáp, baðherb. er flísalagt m. fallegri innréttingu, baðkari og sturtu, rúm- gott hjónaherb. m. útg. á hellulagða verönd og þaðan í garð. Úr þvotta- húsi er innangengt í fullbúinn bílskúr. Flísar og parket á öllum gólfum. Í loftum er hvítur askur m. innfelldri halogenlýsingu. Lóð og plan fullfrá- gengið. EINGÖNGU Í SKIPTUM Á STÆRRI EIGN. Allar nánari upplýsingar veitir Gísli Rafn Guðfinnsson í síma 848 4517. Glæsilegt 60 fm heilsárshús ásamt 12 fm gestahúsi í landi Indriðastaða í Skorradal. Húsið er á steyptum grunni, með hita í plötu. Húsið skilast fullbúið að utan. Umhverfis húsið er 150 fm steypt bomanite-verönd með hitalögn. Húsið klætt með 20 ára við- haldsfrírri klæðningu, massífar mah- óní-hurðir og gluggar, koparrennur og steinflísar á þaki og fulleinangrað. Lóð verður frágengin með lyngtorfi. Í húsinu eru 3 svefnherbergi auk gestahúss. Um er að ræða endalóð sem snýr í vestur með útsýni yfir Snæfellsjökul. Kvöldsól yfir Snæfellsjökli. Við lóðamörk rennur lækur. 300 metrar eru í nýjan golfvöll og stutt í alla þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Ólafur B. Blöndal í síma 690 0811 eða Ólafur Finnbogason í síma 690 0820. HÆÐARGARÐUR - ELDRI BORGARAR FOLDASMÁRI - RAÐHÚS SKORRADALUR FIMM verkalýðsfélög í Eyjafirði, Eining-Iðja, Félag byggingamanna í Eyjafirði, Félag málmiðnaðar- manna á Akureyri, Félag versl- unar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni og Sjómannafélag Eyjafjarðar, afhentu í vikunni Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð ein milljón króna. Við það tækifæri lýsti Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Félags verslunar- og skrif- stofufólks, þakklæti fyrir hönd fé- laganna fimm fyrir þá gæfu að eiga að þær elskulegu konur sem í Mæðrastyrksnefndinni starfa og eru tilbúnar að leggja mikla vinnu af mörkum til þess að rétta hjálp- arhönd þeim sem á þurfa að halda til þess að geta búið sér og sínum gleðilega jólahátíð. Þessa dagana eru konurnar í Mæðrastyrksnefnd að vinna að undirbúningi úthlutunar sem fer fram 17.–20. desember. Nefndin að- stoðar fólk um allan Eyjafjörð og starfar allan ársins hring þótt mestu annirnar séu nú eins og jafn- an í kringum jólahátíðina. Þó svo auglýstur sé ákveðinn tími til um- sókna vegna aðstoðar fyrir jólin munu konurnar í Mæðrastyrks- nefnd ekki neita fólki sem á aðstoð þarf að halda og hefur samband eft- ir auglýstan tíma. Ábendingar eru einnig vel þegnar ef fólk veit um einhvern sem þarf á aðstoð að halda en af einhverjum ástæðum getur ekki óskað eftir henni. Morgunblaðið/Kristján Peningagjöf Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og verkalýðsfélaga í Eyjafirði, f.v. Björg Hansen, Jóna Berta Jónsdóttir, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Hákon Hákonarson og Björn Snæbjörnsson. Styrkur til Mæðrastyrksnefndar HEILDARVELTA Akureyrarbæjar á næsta ári er áætluð tæpir 9,7 millj- arðar króna, útgjöld án fjármagnsliða 9,2 milljarðar og rekstrarafgangur 272 milljónir króna. Rekstrarhlutfall samstæðunnar er 97%, eiginfjárhlut- fall 0,37% og sjóðsteymi gerir ráð fyr- ir 976 milljónum króna í handbært fé í árslok 2005. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar síð- degis í gær, en þar kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjar- stjóra að áætlunin endurspeglaði trausta stöðu bæjarins, „því hægt var að mæta viðbótum í rekstri og um- talsverðum fjárfestingum án þess að skerða þjónustu eða sökkva í skulda- fen“, eins og hann orðaði það. Akureyringum fjölgaði á liðnu ári, umfram landsmeðaltal, m.a. vegna sameiningar við Hrísey, að líkindum um 200 til 250 manns. Áætlað var að bæjarbúar hefðu verið 16.648 nú um nýliðin mánaðamót. „Vöxtur Akur- eyrar helgast af því að hér er grunn- gerð samfélagsins afar traust og jafn- ast á við það sem best þekkist í veröldinni og svæðið er orðið raun- verulegur valkostur til búsetu við höf- uðborgarsvæðið,“ sagði Kristján Þór. Gert er ráð fyrir nýjum lántökum, 733 milljónum króna og að afborganir nemi um 627 milljónum. Fram kom í máli bæjarstjóra að staða bæjarins myndi styrkjast enn á næsta ári. Gert er ráð fyrir að eigið fé og skuldir nemi tæplega 20,5 milljörð- um króna í árslok 2005, en nú, í lok þessa árs, ríflega 20 milljörðum. Eigið fé hækkar um 272 milljónir króna og verður um 7,6 milljarðar króna í árs- lok. Langtímaskuldir nema um 7 milljörðum og hækka um 102 millj- ónir króna á milli áranna 2004 til 2005, þrátt fyrir framkvæmdir upp á 1,6 milljarða. Bæjarstjóri vitnaði í ræðu sinni á fundi bæjarstjórnar til árbókar sveit- arfélaga fyrir liðið ár, 2003, en þar kemur fram að einungis fjögur sveit- arfélög landsins með yfir 1000 íbúa voru rekin réttum megin við núllið og var Akureyrarbær eitt þeirra. „Meiri- hlutaflokkar bæjarstjórnar hafa lagt á það ríka áherslu að hvika hvergi frá því markmiði að gera bæjarsjóð upp með afgangi, enda allt annað óábyrg stjórnun,“ sagði Kristján Þór. Staða Akureyrarbæjar mjög traust Bæjarsjóður gerður upp með hagnaði Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 15.00 Kór eldri borgara kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Guðjóns Pálssonar, upplestur úr jólabókum, kaffiveitingar og helgihald í lok samveru. Allir velkomnir. Ath. Bíll fer frá Lindasíðu kl. 14:50. Glerárkirkja. GLERÁRKIRKJA Jólatré bernskunnar | Árleg sýn- ing, „Jólatré bernsku minnar“, hefur verið sett upp í Punktinum. Enn bætast við tré og ef einhver á gamalt jólatré segir í frétt frá Punktinum að gaman væri að fá það á sýninguna fram að jólum. Það þarf ekki að vera skreytt, en einnig gefst fólki kostur á að koma með trén, skreyta þau á staðnum og setja að því búnu á sýn- inguna. „Við erum að safna upplýsingum um jólatré og þykir okkur vænt um að fá myndir, sögur og frásagnir og aðrar upplýsingar um jólatré fyrri tíma til að setja á heimasíðuna okkar http://www.punkturinn.akureyri.is/ islensk_jolatre.htm,“ segir í tilkynn- ingu frá Punktinum. Sýningin stend- ur fram að 21. desember og er opin alla virka daga frá kl. 13 til 17 og á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl. 19 til 22. Morgunblaðið/Kristján JÓLASKRAUt sem komið er til ára sinna hefur verið sett upp til sýnis í glerskáp í anddyri Ráð- hússins. Það er í eigu Minjasafns- ins á Akureyri og var Guðrún María Kristinsdóttir safnvörður að koma því haganlega fyrir þegar ljósmyndari átti leið um. Skrautið er frá árunum 1950 til ’60 og einn- ig má þar líta kaffiáhöld og köku- diska sem og bökunaráhöld frá sama tíma. Gamla skrautiðSkólahald | Fyrir fundi skóla-nefndar í vikunni lá fyrir niðurstaða vinnuhóps sem átti að koma með til- lögur um hvernig skólahaldi yrði best háttað það sem eftir lifir skóla- árs. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að skólarnir fái úthlutað allt að 90 kennslustundum á næstu vorönn til þess að styðja við nemendur í námi. Reiknað er með að kostnaður við þetta nemi allt að 1,8 milljónum króna. Skólanefnd samþykkti fyr- irliggjandi tillögur vinnuhópsins og fól deildarstjóra að skipta upphæð- inni milli skólanna í samráði við skólastjóra. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 342. tölublað (15.12.2004)
https://timarit.is/issue/258913

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

342. tölublað (15.12.2004)

Aðgerðir: