Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 41 DAGBÓK Er lífsviðhorfið stjórnandinn?“ er yfir-skrift erindis sem Árelía Eydís Guð-mundsdóttir, lektor við viðskipta- oghagfræðideild HÍ, heldur í dag kl. 12.15 í Odda, stofu 101. Fyrirlestur Árelíu er í röð vikulegra fyrirlestra á vegum hagfræði- og við- skiptastofnana HÍ, þar sem kennarar og sérfræð- ingar kynna niðurstöður rannsókna sinna. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi lífsviðhorfa fólks en sérstaklega er fjallað um mik- ilvægi lífsviðhorfa stjórnenda. „Flestir stjórn- endur geta vitnað um það hversu auðvelt er að taka ákvörðun um breytingar og hve erfitt það er að koma þeim í framkvæmd,“ segir Árelía. „Í breytingaferli verður hlutverk millistjórnenda enn mikilvægara því þeir eru drifkraftur fram- kvæmda eða breytinga gagnvart starfsfólki sínu. Í fyrirlestrinum fjalla ég um hlutverk millistjórn- enda og áhrif lífsviðhorfa þeirra á árangur í breyt- ingaferlinu. Farið verður í hvaða þættir það eru sem geta útskýrt árangursríkari stjórnunarhætti, sérstaklega í breytingaferli. Hingað til hefur sjón- um ekki verið nægilega vel beint að því hvernig lífsviðhorf hefur áhrif á stjórnun en frekar verið horft til annarra þátta. Þeir þættir sem eru mikilvægir eru hversu von- góðir, útsjónarsamir, viljasterkir og bjartsýnir stjórnendur eru.“ Hversu mikilvæg eru lífsviðhorf stjórnenda og hvaða áhrif hafa þau á samstarfsmenn? „Lífsviðhorf, þ.e. hversu vongóð við erum um framtíðina og hversu raunhæfar lausnir við sjáum fyrir okkur, eru grundvallaratriði breytinga- stjórnunar. Í hverju verkefni og sérstaklega í breytingaferli skipulagsheilda má sjá fyrir ákveðnar hindranir. Sérstaklega á þetta við þegar verkefnið er farið af stað eða breytingaferli er hafið og ekki er séð fyrir endann á því. Þá reynir á að gera sér grein fyrir því að starfsmenn þurfa mjög á skýrri framtíðarsýn að halda. Þeir sem eru vongóðir og útsjónarsamir eru mun líklegri til að leiða starfsmenn með betri árangri en aðrir.“ Hvernig er hægt að breyta og virkja lífs- viðhorfin? „Það er hægt að læra þau lífsviðhorf sem eru mikilvægust ef við gerum okkur grein fyrir því að við trúum einhverju og það hefur áhrif á hegðun okkar og frammistöðu. Ef það sem við trúum um okkur sjálf og aðra skaðar okkur og árangur okk- ar í starfi þá er fyrsta skrefið að gera sér grein fyrir því, síðan hefst vinnan við að endurskapa lífsviðhorf sín, en það er gert með ýmsum hætti. Ég hef m.a. sinnt ráðgjöf og kennslu á því sviði meðfram rannsóknum og eftir áramót kemur út bók eftir mig um þetta efni.“ Stjórnun | Fyrirlestur um tengsl lífsviðhorfa og árangurs stjórnenda Viðhorf hafa áhrif á frammistöðu  Árelía Eydís Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1966. Hún lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ og MSC í Industrial relations frá London School of Economics and Political Science. Þá lauk hún dokt- orsprófi frá félags- vísindadeild HÍ og stundaði hluta þess í University of Essex. Árelía starfaði við stundakennslu við Univers- ity of Essex og HÍ samhliða námi og einnig við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þá hefur hún kennt stjórnun við HR og HÍ auk ýmissa ráð- gjafarstarfa. Árelía er gift Sigurði Ás Grét- arssyni og eiga þau tvær dætur. Dásamleg uppákoma MIG langar að sýna þakklæti mitt í orðum fyrir að fá að vera vitni að dásamlegri uppákomu í gærkvöldi. Tónleikar til styrktar Eiríki Vernharðssyni sem voru haldnir í Háteigskirkju 12. desember voru í alla staði alveg framúrskarandi góð- ir. Listamennirnir sem fram komu voru hver öðrum betri og sýndu við- brögð áhorfenda það vel. Tekið var fram að ekkert var æft og engin generalprufa var höfð, en ekki var annað að sjá og heyra en að lista- mennirnir hefðu æft vel og lengi fyrir tónleikana. Stemningin var þannig að hægt var að þreifa á ástúðinni og kærleikanum gagnvart Eiríki og sonum hans tveimur, sem og allri hans fjölskyldu, bæði frá þeim sem komu fram og einnig þeim sem á horfðu. Ekki er hægt að ímynda sér betri leið til að undirbúa sig fyrir jólin heldur en einmitt svona. Mínar bestu þakkir fyrir frábæra stund og óskir um að Eiríkur og synir hans megi njóta vel og lengi. Linda. Stjörnuleit fyrir 29 og eldri STJÖRNULEIT stendur nú yfir á Stöð 2. Þar keppir ungt fólk um það hver verður Idolstjarna ársins 2005. Sá hængur er þó á að þátttaka í stjörnuleitinni er bundin við tiltek- inn aldurshóp (16–28 ára), en mér er kunnugt um nokkra eldri menn sem gætu hugsað sér þátttöku í stjörnuleit sem þessari. Því tel ég tímabært að koma á fót annarri stjörnuleit auk þeirrar sem fyrir er, fyrir þá sem eru 29 ára og eldri. Ég hef heyrt í sumum þessara söngvara og eru þeir yfirleitt vel frambærilegir. Sjónvarpsstöðvarnar mættu al- veg taka þessa hugmynd til greina. Sigurður A. Sigurðsson. Reiðhjól í óskilum REIÐHJÓL (demparahjól) fannst fimmtudaginn 9. desember á hita- veitustokknum á Bústaðavegi. Upp- lýsingar í síma 864 2090. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hverafold 1-3 • Foldatorg Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Langar þig í fallegan bol, topp eða pils? Komdu þá til okkar Mikið úrval af fallegum jólavörum Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 2.895 í söfnunina „Göngum til góðs“ í nafni Rauða krossins. Þau eru: Hafdís Pálsdóttir, Herjólfsgötu 24, Hafnarfirði, Una Katrín Ellerts- dóttir, Herjólfsgötu 24, Hafnarfirði, og Elmar Örn Eiríksson, Strandgötu 7, Hvammstanga. 85 ÁRA afmæli. Í dag, 15. desem-ber, verður áttatíu og fimm ára Jónas Magnússon, húsasmíðameistari, Rauðalæk 32, Reykjavík. Jónas vann við húsasmíði til ársins 1973, en þá fór hann að vinna hjá Trésmíðastofu Reykjavíkurborgar og síðan hjá Mód- elverkstæði Reykjavíkurborgar. Eig- inkona hans er Sigríður Þorkelsdóttir. Árnaðheilla dagbók@mbl.is ELLEN Kristjánsdóttir og Ey- þór Gunnarsson halda tónleika í Grafarvogskirkju kl. 20 í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Sálm- ar. Á efnisskrá tónleikanna eru ís- lenskir sálmar frá ýmsum tímum í nýjum útsetningum Ellenar og Eyþórs. Sér til fulltingis hafa þau fengið alla þá hljóðfæraleikara sem leika með henni á diskinum, en þar má finna jafnt hefðbundin popp- og djasshljóðfæri og klass- ískari hljóðfæri eins og selló, bassaklarinett og fleira. Þá munu dætur Ellenar þrjár syngja með henni eitt lag og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir flytja inngangsorð. „Ég reyni að nálgast þessa tón- list á lítinn og viðkvæman hátt, að hafa hana alla minni í sniðum,“ segir Ellen. „Við Eyþór vildum nálgast hana af virðingu og án til- gerðar og leita að kjarnanum í hverju lagi.“ Meðal þeirra sálma sem finna má á plötu Ellenar er hið sígilda Heyr himna smiður, sem Kol- beinn Tumason samdi á 12. öld, en Þorkell Sigurbjörnsson samdi lag- ið. „Þetta er eitt viðkvæmasta lag- ið á plötunni og við tókum það upp mörgum sinnum hér og þar. Þetta eru allt svo falleg og viðkvæm lög sem við eigum saman þjóðin og við erum heppin að hafa fengið að gera þetta,“ segir Ellen. „Maður er búinn að alast upp við þessa tónlist og hefur kannski verið svo- lítið feiminn við að nálgast hana, þar sem hún þykir kannski til- heyra vissum athöfnum.“ Ellen Kristjánsdóttir syngur sálma í Grafarvogskirkju Viðkvæm og falleg lög Morgunblaðið/Árni Sæberg AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.