Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Munið að slökkva
á kertunum
❄
❄
❄
❄
❄
❄
Gætið að því að skraut, s.s. borðar og greinar,
séu aldrei of nærri kertaloganum og að
skrautið sé staðsett neðan við kerti, þannig
að kertaloginn nái ekki til þess.
❄
❄
❄
❄
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisinsog hvað segir þú?
Hluthafafundur Og Vodafone
Og Vodafone (Og fjarskipti hf.) boðar til hluthafafundar sem
haldinn verður í Ársal Radisson SAS Hótel Sögu við
Hagatorg, í dag, miðvikudag kl. 16.00.
Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Tillaga þess efnis að stjórn félagsins hafi heimild til
útgáfu nýrra hluta að nafnverði 809.614.941 kr. vegna
kaupa á öllu hlutafé Íslenska útvarpsfélagsins ehf.
og Fréttar ehf.
4. Kosning varamanns í stjórn félagsins.
5. Önnur mál.
Dagskrá og fundargögn eru hluthöfum til sýnis á skrifstofu
félagsins, Síðumúla 28, Reykjavík, fram að fundi.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar eru afhentir á fundarstað.
Stjórn Og fjarskipta hf.
ÍSLEN
SKA
A
U
G
LÝSIN
G
A
STO
FA
N
/SIA
.IS O
G
V
26763 12/2004
ÍSLENSKI fjármálamarkaðurinn
einkennist af verðbólu sem er ná-
lægt því að springa ef marka má
umfjöllun Berlingske Tidende síð-
astliðinn sunnudag. Er þróuninni
þar líkt við netbóluna sem gekk yfir
heiminn í upphafi þessarar aldar.
Samkvæmt umfjöllun BT hefur
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, vakið töluverða athygli úti í
heimi en eins og bent er á er það
ekki einungis Baugur sem er í út-
rás. SÍF, SH og Flugleiðir eru tek-
in sem dæmi um fyrirtæki sem hafa
á síðustu misserum fjárfest erlend-
is.
Náin eignatengsl
Ein helsta hættan sem steðji að
íslensku fjármálalífi sé hversu fáir
aðilar fari með völdin í íslenskum
fyrirtækjum og meðal annars er
vitnað í Ágúst Einarsson, prófessor
í rekstrarhagfræði, sem segir að
náin eignatengsl séu á milli félaga á
íslenskum markaði. Samkvæmt BT
eru þrír valdahópar í íslensku við-
skiptalífi en það eru „Rússarnir“
eins og blaðið nefnir þá feðga
Björgólf Guðmundsson og Björgólf
Thor Björgólfsson, Baugur í sam-
starfi við KB banka auk hinnar
íhaldssömu eldri kynslóðar sem þó
á náið samstarf við KB banka.
„Stjórn Kauphallar Íslands sam-
anstendur fyrst og fremst af for-
stjórum íslensku bankanna. Það er
ekki góð hugmynd að láta þessa að-
ila vera ábyrga fyrir rekstri Kaup-
hallarinnar þar sem um hagsmuna-
árekstur er að ræða,“ segir Ágúst
Einarsson en samkvæmt frétt BT
eru 76% allra hlutabréfaviðskipta á
Íslandi á vegum stóru viðskipta-
bankanna. Ágúst tekur það þó fram
að hann sé ekki að saka neinn um
óheilindi.
Bóla sem getur sprungið
Einnig er vitnað í ónafngreindan
danskan bankastjóra sem segir að
hætt sé við að botninn detti úr ís-
lensku fjármálalífi hvenær sem er.
„Gengi íslenskra verðbréfa hefur
fimmfaldast á undanförnum árum,“
segir bankastjórinn en bætir jafn-
framt við að Íslendingar gætu orðið
svo lánsamir að þessi hækkun yrði
varanleg en dregur það samt í efa.
Þróunin minnir að hans sögn frekar
á þá þróun sem fylgir fjármálaból-
um.
Náin eignatengsl
eru hættuleg
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ
Oracle, sem er næststærsti framleið-
andi viðskiptahugbúnaðar í heimin-
um, hefur keypt einn sinn helsta
keppinaut, PeopleSoft. Þar með er
lokið ströngu yfirtökuferli sem tekið
hefur um 18 mánuði og meðal annars
komið til kasta dómstóla samkvæmt
frétt Reuters.
Samningurinn, sem væntanlega
verður undirritaður í byrjun næsta
árs, mun að sögn Reuters kosta
Oracle um 10,3 milljarða Banda-
ríkjadala eða sem samsvarar rúm-
lega 651 milljarði króna. Kaupverðið
er 26,5 dalir hvern hlut og hefur
hækkað um 10,5 dali síðan í júní 2003
en tilboðið hljóð-
aði upphaflega
upp á 16 dali á
hlutinn. Evrópsk
og bandarísk
samkeppnisyfir-
völd hafa þegar
samþykkt yfir-
tökuna.
Með samrun-
anum styrkir
Oracle stöðu sína
sem næststærsti framleiðandi við-
skiptahugbúnaðar verulega og bætir
samkeppnisstöðu sína gagnvart
þýska fyrirtækinu SAP sem er
stærst á þessu sviði í dag.
Oracle kaupir
PeopleSoft
Larry Ellison,
forstjóri Oracle.