Morgunblaðið - 15.12.2004, Side 14

Morgunblaðið - 15.12.2004, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● EKKI er talið líklegt að Bakka- vör Group bjóði yfir 650 pens á hlut í breska matvælaframleiðand- ann Geest, að því er fram kemur í frétt í Financial Times. Segir þar einnig að litlar líkur séu á því að aðrir muni keppa við Bakkavör um Geest, en gengi hlutabréfa félags- ins sé nú nokkuð yfir mati grein- ingaraðila. Greint var frá því í síðustu viku að Bakkavör ætti í viðræðum um yfirtöku á Geest, sem er töluvert stærra fyrirtæki en Bakkavör. Velta Geest er um 900 milljónir punda en Bakkavör veltir um 150 millj- ónum punda. Miðað við gengið 650 pens á hlut er markaðsvirði Geest um 59 milljarðar íslenskra króna. Bakka- vör á nú um fimmtungshlut í félag- inu. Hugsanlegt tilboð í Geest ekki yfir 650 pens á hlut ● JAPANSKI bílaframleiðandinn Suzuki neyðist til þess að loka tveimur verksmiðja sinna í sam- anlagt þrjá daga vegna stálskorts samkvæmt frétt á vefsíðu Financial Times. Suzuki er ekki fyrsti bíla- framleiðandinn í Japan sem lendir í þessu en eins og nýlega hefur kom- ið fram þurfti Nissan að loka verk- smiðjum í samanlagt fimm daga í nóvember og byrjun þessa mán- aðar. Samkvæmt fréttinni sér Toyota-bílaframleiðandinn fram á vandkvæði af svipuðum toga og hefur nú hafið viðræður við kín- verskt stálframleiðslufyrirtæki um kaup þaðan. Suzuki stöðvar framleiðslu ● VIÐSKIPTI voru með hlutabréf fyrir 4.937 milljónir króna í Kauphöll Ís- lands í gær, mest með bréf Íslands- banka eða fyrir 1.172 milljónir. Mest hækkuðu bréf Granda eða um 1,37% en bréf Samherja lækkuðu mest eða um 3,67%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,02% og er 3.334,97 stig. Fimm milljarða viðskipti ● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Burðar- ás hefur aukið hlut sinn í sænska fjárfestingarbankanum D.Carnegie & Co. Burðarás á nú 13.346.880 hluti í sænska bankanum sem sam- svarar 20,01% af heildarhlutafé hans. Burðarás með 20,01% í Carnegie EVRÓPSKU bankasamtökin, Eur- opean Banking Federation, FBE, hafa ákveðið að eiga meðalgöngu að áfrýjun Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja, SBV, til EFTA-dómstóls- ins á úrskurði Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna starfsemi Íbúða- lánasjóðs á Íslandi. ESA úrskurðaði í ágústmánuði síðastliðnum að starfs- skilyrði Íbúðalánasjóðs brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samningsins. Í tilkynningu frá SBV segir að þessi ákvörðun FBE sé til marks um hversu alvarlegum augum samtökin líti þróun mála hér á landi. „Meginfor- senda ákvörðunar FBE er sú alvar- lega staða sem kann að skapast á evr- ópskum fjármálamarkaði ef jafnopin túlkun á undanþáguákvæðum ríkis- styrkjareglna EES-samningsins og fram kemur í úrskurði ESA yrði stað- fest af EFTA-dómstólnum. FBE telja núverandi aðkomu ríkisins að íslensk- um húsnæðislánamarkaði brot á EES-samningnum og gangi þvert gegn framþróun evrópsks fjármála- markaðar í átt til aukinnar frjálsrar samkeppni og minni ríkisafskipta. Þessi ákvörðun FBE er í takti við það sem fram kom 23. nóvember sl. þegar SBV kynnti áfrýjun til EFTA-dóm- stólsins. Þar sagði m.a.: Að mati SBV er hér um svo mikilvægt mál að ræða, ekki aðeins hvað íslenskan fjármála- markað varðar, heldur fyrir frjálsan fjármálamarkað á EES-svæðinu öllu,“ segir í tilkynningu SBV. FBE eru heildarsamtök evrópskra banka. Aðild að samtökunum eiga 4.500 bankar frá 26 ríkjum Evrópu, með samtals yfir 2,3 milljónir starfs- manna. Niðurstöðu í lok næsta árs Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri SBV, segir að meðalganga FBE sé fyrst og fremst staðfesting á því hve brýnt evrópskur fjármálamark- aður telur að ekki verði hvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð var með innri markaði EES árið 1993 og þeim skrefum sem tekin hafi verið frá þeim tíma. „Settar hafa verið fjölmargar reglur tengdar fjármálamarkaði síð- an þetta var, sem allar hafa það að markmiði að auka samkeppnishæfni á þessum markaði.“ Hann segir að vænta megi þess að niðurstaða þessa máls muni liggja fyrir á seinni hluta næsta árs. Evrópsku bankasamtök- in taka þátt í áfrýjun SBV Reuters Áfrýjun Höfuðstöðvar Evrópsku bankasamtakanna eru í Brussel í Belgíu. STOFNAÐ hef- ur verið nýtt fé- lag, Tímaritaút- gáfan Fróði ehf., um útgáfu á vegum Fróða hf., og þar með er skilið á milli fortíðarvanda og framtíðar- möguleika, að sögn Páls Gísla- sonar, stjórnar- formanns hins nýstofnaða félags. Í fréttatilkynningu frá félaginu er þetta sagt liður í ráðstöfunum til að tryggja reksturinn í sessi en engar breytingar eru áformaðar á útgáfu- starfseminni. „Í ágúst síðastliðnum var samið um kaup Torgs ehf., dótturfélags Odda hf., á öllum hlutabréfum í Fróða hf. Kaupsamningurinn var með fyrirvara um niðurstöður áreið- anleikakönnunar á efnahag félags- ins. Fallið var frá fyrirvaranum í byrjun september og síðan gengið formlega frá kaupunum. Ný stjórn var kjörin í félaginu í kjölfar þessa og hefur hún ásamt starfsmönnum Fróða unnið undanfarið að því að hagræða í rekstri svo sem verða má. Jafnframt hefur verið rætt við helstu lánardrottna félagsins um að fella niður skuldir þess að hluta. Þess er vænst að niðurstaða fáist í viðræður við lánardrottna fyrir áramót,“ segir í fréttatilkynningu tímaritaútgáf- unnar. Páll segir að sú hagræðing sem verið sé að vinna að felist í því að dreifing sé færð í hendur verktökum, verið sé að breyta um bókhaldskerfi og umsýslu á skrifstofu, auk þess sem skýra á verkaskiptingu á milli manna sem starfa að þeim sjö blöð- um sem félagið gefur út, en meðal blaða sem félagið gefur út eru Mann- líf, BogB, Vikan og Séð og heyrt. Páll segir að engar uppsagnir á fólki verði á blöðunum samfara þess- um breytingum, en með flutningi dreifingar til verktaka kemur til uppsagna á þeirri hlið rekstrarins. Fróði verður Tíma- ritaútgáfan Fróði Páll Gíslason EIGNIR lífeyrissjóðanna námu 962 milljörðum króna í lok októbermán- aðar, að því er fram kemur í Hag- tölum Seðlabankans. Eignirnar hafa minnkað um rúma 8 milljarða frá því í lok september, en eru hins vegar um 138 milljörðum meiri en um síð- ustu áramót. Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka segir að lækkun á inn- lendum hlutabréfamarkaði sé meg- inskýringin á því hvers vegna eignir lífeyrissjóðanna drógust saman milli september og október. „Svo virðist sem sjóðirnir hafi einkum fjárfest í skuldabréfum fyrirtækja og erlend- um hlutabréfasjóðum í október,“ segir Greining ÍSB. „Mikil lækkun var á stöðu lífeyrissjóðanna í inn- lendum hlutabréfum og hlutabréfa- sjóðum í október enda lækkaði Úr- valsvísitala Aðallista Kauphallar- innar um 11,5% í mánuðinum. Innlend hlutabréf hafa hins vegar gefið mjög góða ávöxtun fyrir árið í heild.“ Þá segir í Greiningu Íslandsbanka að nokkuð virðist hafa verið um upp- greiðslur á sjóðfélagalánum í októ- bermánuði og hafi staða þeirra lækk- að um 1,6 milljarða króna. Lífeyris- sjóðirnir virðist og hafa selt íbúðabréf fyrir um 3,5 milljarða í október. Eignir lífeyrissjóð- anna 962 milljarðar ● KYNNING Róberts Wessman, for- stjóra Actavis, á samstæðunni í Kauphöllinni í London í fyrradag spurðist vel fyrir samkvæmt frétta- tilkynningu frá Actavis. Tilefnið var kynning á Kauphöll Íslands og sjö fyrirtækjum sem skráð eru þar. Í frétta- tilkynningunni er haft eftir Róberti að mikill áhugi sé á Actavis í Bretlandi, sem og annars staðar í Evrópu. „Saga Actavis breið- ist hratt út og við finnum aukinn áhuga með hverjum deginum sem líður,“ segir Róbert. Actavis vekur athygli Róbert Wessman       ! " #$  '"()*"* (" 02  #    & )"& %!  %( 0  ; * < *  =  8*  < * 3 ! 3!*2 ! )   > %"  > ! % 9?! " 9  )"& %!  ( @ + ,'-./0""  )  < * )  ! ;" ;  "- A ( ; % /( B- ?% C    =#  8$%'"-  D ?! " 9<) 9 & %E  9 * 9# # ? % /?( +  + /  # : # B - 9' !  ", 0$012 0  )! * 6/"%"  8*$ < * +'%'  :& /  %E  < * 9$ (!                                    !/ % & %/  (!                                , F. ,  F.   ,  F. , F. , F. ,  F. ,  F. , F. , F.  , F.  , F.    , F.   , F.   ,  F.            ;! *  *  +  $  * 4 = 9  (   (  ( (  ( (( (  ( ( ( (  ( (  (   (      (   (           (                                                                             : $ GA(  ( 0+;( H 0?   )"# *                         D*I 9JK     F F )+96 L07  F F M0M >37   F F =)7 D!    F F NM67 LO C!      F F

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.