Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 43 DAGBÓK Hagstætt útspil. Norður ♠KD4 ♥87432 ♦842 ♣105 Suður ♠ÁG103 ♥Á9 ♦ÁK3 ♣ÁD32 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 grönd Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Allir pass * Yfirfærsla í hjarta. Útspil vesturs er spaðanía. Hvernig er best að spila? Sagnhafi byrjar með átta slagi og á augljóslega möguleika á þeim níunda með svíningu í laufi. En útspilið er þægi- legt (tígull hefði verið verra) og það er spurning hvort hægt sé að nýta „temp- óið“ sem gefst til að leita fanga víðar. Það er hugmynd að spila upp á 3–3- legu í hjarta – taka spaðaslaginn heima og spila hjartaás og hjarta. Segjum að vörnin svari með tígli. Það er drepið, farið inn í borð á spaða og hjarta spilað. Ef liturinn fellur er yfirslagur í húsi, en annars verður að svína í laufi. Norður ♠KD4 ♥87432 ♦842 ♣105 Vestur Austur ♠986 ♠752 ♥D1065 ♥KG ♦D95 ♦G1076 ♣KG6 ♣9874 Suður ♠ÁG103 ♥Á9 ♦ÁK3 ♣ÁD32 Alls ekki slæmt, en þó ekki nógu gott í þessari legu. Heldur betri kostur er að nýta lauftíuna – spila strax litlu laufi að blindum. Þá er spilið öruggt ef vestur á gosann (eða austur kónginn). Fyrri leið- in (að gera út á hjartað) gefur um það bil 68% vinningslíkur, en sú síðari er nær 75%. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kringlan – versl- unarferð fimmtudag 16. desember kl. 13, rúta kr. 300 frá Aflagranda og Grandavegi, skráning í s. 562-2571. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handav. kl. 9–16.30, heilsugæsla kl. 9.30–11.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30, spil kl. 13.30, keila kl. 13.30. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16 samverustund í fjölbreyttu formi, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Þráinn Bertelsson kemur í heimsókn kl. 13–15 í Haukshús og les upp úr bók sinni „Dauðans óvissi tími“. Barnakór Álftanesskóla syngur. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist spiluð í dag í Gjábakka kl. 13. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starfið hefst kl. 16.20 í stofu V23 í Ár- múlaskóla. Öll tölvuvandræði tekin til athugunar. Skák í KÍ-húsi kl. 14. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10.05 og kl. 11, glerskurður kl. 13, postulínsmálun kl. 16, spilað bridge og handavinnuhorn kl. 13 í Garðabergi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 dans, spila- salur opinn. Jólahlaðborð í hádeginu. Kl. 14 tré og trú. Kristinn Þorvaldsson, frkv.stj. Garðyrkjufélags Íslands, flytur erindi, Guðbjörg Tómasdóttir les úr bók sinni, Árni Ísleifsson við hljóðfærið. Gerðubergskórinn syngur. Furugerði 1 | Kl. 9 bókband, kl. 13 leik- fimi, kl. 19.30 kemur Kammerkór Mos- fellsbæjar og syngur jólalög. Aðventu- skemmtun fim. 16. des. kl. 20. Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna – bútasaumur, útskurður, hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hraunbær 105 | Fim. 16. des. kl. 13, Ár- legur jólaskreytingadagur. Gamlar skreytingar endurnýjaðar, ennfremur greinar á leiði. Skráning á skrifstofu. Hraunsel | Píla kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–15, samverustund kl. 10.30–11.30, lesið úr Lífsins tré og spjallað um að- ventuna og jólin, námskeið í myndlist kl. 15–18, böðun virka daga fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf. Betri stofan og Listasmiðjan opnar alla daga. Ekki fundur í bókmenntahópi í kvöld. Næsti fundur 19. jan 2005 kl. 20. Gestur kvöldsins þá Silja Aðalsteins- dóttir. Uppl. í s.568-3132. Krabbameinsfélagið | Ný rödd – stuðn- ingshópur verður með jólafund í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, 4. hæð kl. 20. Dagskrá: Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi fjallar um rannsóknarniðurstöður á áhrifa- mætti bænarinnar. Norðurbrún 1 | Kl. 9 opin vinnustofa, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun, opin smíðastofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund, kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holta- görðum, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Aðventuferð 21. des. kl. 14.30, aðventukaffi á Vesturgötu 7 kl. 15.15, ekið til Hafnarfjarðar, Kópa- vogs, í Ártúnshverfi, Grafarvog og miðbæ Reykjavíkur. Komið við í Garð- heimum. Skráning í s. 535–2740. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12, jólaföndur. Kirkjuprakkarar kl. 15.30–16.30. Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund í hádeg- inu. Íhugun, fyrirbænir og altarisganga. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfélagið Lúkas fundar í dag í safnaðarheimili kl. 17–18.30. Bústaðakirkja | Starf aldraðra. Jóla- vaka með hefðbundnum hætti. Hefst með helgistund í kirkjunni. Súkkulaði og pakkar. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15–18 á neðri hæð. Garðasókn | Foreldramorgunn kl. 10– 13. Fyrirlestur mánaðarlega. Alltaf heitt á könnunni. Ath. Foreldramorgn- ar hefjast aftur 12. janúar. Gleðileg jól. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði á eftir. Orgelleikari Hörður Bragason. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–21, fyrir 8. bekk. Morgunstundir alla virka daga aðventunnar kl. 7. Hver stund samanstendur af ritningarlestri, hug- leiðingu og bæn og tekur um 10–15 mín. Morgunverður í safnaðarsal á eft- ir. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. „Send ljós þitt Guð“, sálmur 43. Ræðumaður: Salome H. Garðarsdóttir. Jólasöngvar sungnir. Kaffiveitingar. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð kl 12.10. Litlu jólin í starfi eldri borgara hefjast kl. 12.30 með mat (kr. 300). Fjölbreytt starf frá kl. 13–16. Laugarneskirkja | Kl. 10: Mömmu- morgunn. 10.30: Gönguhópurinn Sólar- megin leggur af stað frá kirkjudyrum. Ath. Nú eru Kirkjuprakkarar og TTT komin í jólafrí. Sunnudagaskóli í Hús- dýragarðinum 19. des. kl. 15.30. Neskirkja | Opið hús í Neskirkju kl. 13. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, og Gunnar Hersveinn, blaðamaður og heimspekingur, kynna alþjóðlegt ljósmyndaverkefni sem þeir vinna nú að um lífsbaráttu jarðarbúa. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos „VINAKVÖLD á aðventu“ er yfirskrift jóla- og aðventutónleika Kórs Flensborgarskóla sem hefjast í Víðistaðakirkju kl. 20 í kvöld. Í Kór Flensborgarskólans eru nú 60 nemendur eða um 10% nemenda skólans, en að auki verða með að þessu sinni fjölmargir fyrrverandi og núverandi nemendur sem leika munu á hljóðfæri og syngja. Þar má nefna einsöngvarana Stefán Örn Gunnlaugsson, Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Ólaf Má Svav- arsson. „Hér er um að ræða hefðbundin jólalög, mörg hver í óhefð- bundnum útsetningum,“ segir Hrafnhildur Blomsterberg, stjórnandi Kórs Flensborgarskóla. „Við erum að notast við ís- lensk og erlend jólalög og Stefán Örn Gunnlaugsson hefur tekið þau mörg hver og gert við þau gullfallegar útsetningar, bæði fyrir málmblásturssveit og strengjasveit. Einnig kemur við sögu klarinett, kontrabassi, flauta og fleiri hljóðfæri. Þá koma þarna fram þrír einsöngvarar, en allir einsöngvarar og hljóð- færaleikarar eru fyrrverandi eða núverandi nemendur Flens- borgarskólans. Þetta verður sannkölluð jólaveisla með ungu fólki.“ Hrafnhildur segir jólatónleika kórsins hafa verið árlegan við- burð. Þeir séu í senn hátíðlegir og innilegir og afar vel sóttir. „Mörgum þykir þeir vera ómissandi hluti aðventunnar.“ Jólatónleikar Flensborgarskólans í Víðistaðakirkju Fréttir á SMS www.haskolautgafan.hi.is Elsa E. Gu›jónsson: Íslenskur útsaumur 4390kr. Útgefandi: Elsa E. Gu›jónsson Dreifing: Háskólaútgáfan fiór Gu›jónsson: firóun í ger› fiskvega á Íslandi fram til 1970 2500kr. Jólasveinarnir flrettán – jólasveinavísur 1300kr. Elsa E. Gu›jónsson: 2. útgáfa, endursko›u› salkaforlag.is Mjög fallega skrifuð saga … verulega áhrifarík. Páll Baldvin, Stöð 2 … ekta K.Ó. stíll með tilheyrandi kinký undirtónum, hún er óhrædd við að busla og ólátast og hrella og trylla. Úlfhildur Dagsdóttir, Bókmenntir.is Skáldskapurinn Hér ilmar af ósögðum sannindum. Soffía Bjarnadóttir, Víðsjá Ekkert er gefið í söguheimi K.Ó. nema eitt – hægt er að reiða sig á við lesturinn að eitthvað kemur sífellt á óvart ... Hér er afspyrnu kraftmikið verk sem vekur spurningar. Melkorka Óskarsdóttir, Fréttablaðið Bókin sem talað er um! Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Þökkum ótrúlegar viðtökur. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 2 vikur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á Kanarí nýtur þú þjónustu reyndra farar- stjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.39.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 14 nætur, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Tryggðu þér ferð til Kanarí á lægsta verðinu 4. janúar-2 vikur Verð kr.49.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð á Beach Flor. Innifalið flug, gisting í 7 nætur, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Aukatilboð 25. janúar 1 vika á Beach Flor Stökktu til Kanarí 4. janúar í 2 vikur fyrir aðeins kr. 39.990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.