Morgunblaðið - 15.12.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.12.2004, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 17 ERLENT Álnabær Síðumúla 32 108 Reykjavík S: 588 5900 Tjarnagötu 17 230 Keflavík S: 421 2061 Glerárgötu 32 600 Akureyri S: 462 5900 Jólagardínur Ljósboginn - Hafnargötu 25 - S. 421-1535 Sjónvarp á tilboði 14" sjónvarp kr 9.900 ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Sant- iago í Chile tók í gær fyrir ákæru á hendur Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðisherra landsins, fyrir morð og mannrán á valdatíma hans. Áður hafði dómstóllinn fallist á kröfu verjenda Pinochets um að fresta gild- istöku fyrirmæla um að hann yrði settur í stofufangelsi. Dómarinn Juan Guzman Tapia birti í fyrradag ákæru á hendur Pin- ochet og skipaði að honum yrði haldið í stofufangelsi þar til réttarhöld hæf- ust. Er Pinochet sakaður um að bera ábyrgð á morði á Chilebúa og hvarfi níu annarra á áttunda áratug aldar- innar sem leið. Talið er að mennirnir hafi verið myrtir í tengslum við svo- kallaða Condor-áætlun herforingja- stjórna í sex Suður-Ameríkuríkjum, Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Chile, Paragvæ og Úrúgvæ. Fólst hún m.a. í því að myrða vinstrisinnaða andstæð- inga þeirra og fela líkin annars staðar en í heimalandinu. Deilt um andlega heilsu Pinochets Ákæran gæti orðið til þess að Pin- ochet yrði dreginn fyrir rétt í fyrsta skipti fyrir mannréttindabrot á sautján ára valdatíma sínum. Formaður samtaka ættingja fanga, sem hurfu sporlaust á valdatíma Pin- ochets, lýsti ákærunni sem „sögulegri ákvörðun sem allir lýðræðissinnar hljóta að fagna“. „Það var þess virði að bíða svona lengi,“ sagði lögfræðingur samtak- anna. „Núna væntum við þess að ákærur fylgi í öðrum málum.“ Lögfræðingur Pinochets sagði að einræðisherrann fyrrverandi, sem er 89 ára, væri of gamall til að koma fyr- ir rétt og áfrýjaði strax þeirri ákvörð- un dómarans að ákæra hann. „Þetta er brot á mannréttindum manns sem er dreginn fyrir rétt án þess að geta varið sig.“ Pinochet var áður ákærður fyrir morð á 75 pólitískum föngum eftir valdarán hersins árið 1973 og sat í stofufangelsi í sex vikur. Hæstiréttur Chile vísaði ákærunni frá árið 2001 eftir að læknar komust að þeirri nið- urstöðu að hann þjáðist af vitglöpum og gæti því ekki varið sig fyrir rétti. Guzman dómari kvaðst hins vegar vera sannfærður um að Pinochet væri nógu vel á sig kominn andlega og lík- amlega til að geta komið fyrir rétt. Hann kvaðst hafa ákveðið að ákæra Pinochet eftir að hafa yfirheyrt hann og lesið skýrslur lækna um heilsu hans. Dómarinn kvaðst einnig hafa tekið tillit til viðtals við Pinochet sem sjón- varpsstöð í Miami sýndi í nóvember í fyrra. Pinochet lýsti þá sjálfum sér sem „góðum engli“ og kenndi undir- mönnum sínum um mannréttinda- brotin. Guzman sagði að svör Pinoch- ets í viðtalinu bentu til þess að hann væri „andlega skarpur“. Ásakanir um spillingu hafa einnig orðið til þess að staða Pinochets hefur versnað og jafnvel valdið honum álits- hnekki meðal stuðningsmanna hans sem litu á hann sem ósérplæginn bar- áttumann gegn kommúnisma. Eftir að sjónvarpsviðtalið var sýnt komst rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að því að Pinochet faldi átta milljónir dollara, rúmar 500 milljónir króna, á leynilegum banka- reikningi í Washington. Pinochet varð fyrir öðru áfalli á mánudag þegar elsti sonur hans var dæmdur í átján mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að þiggja stolinn bíl og brjóta lög um vopnaeign. Kvaðst ekki hafa vitað af Condor-áætluninni Talið er að um 3.000 pólitískir and- stæðingar Pinochets hafi verið drepn- ir á valdatíma hans. Ríkisstjórn Ricardo Lagos, forseta Chile, ákvað fyrr í mánuðinum að greiða um 28.000 manns bætur vegna pyntinga í stjórnartíð Pinochets eftir ýtarlega rannsókn. Guzman dómari hefur undirbúið saksókn á hendur Pinochet í mörg ár og notað vitnisburði fjölskyldna fórn- arlambanna og fyrrverandi her- manna til að leita að fjöldagröfum í Chile. Pinochet kom á fót illræmdri ör- yggislögreglu, DINA, sem falið var að leita uppi og uppræta andstæðinga herforingjastjórnarinnar í Chile. Það var síðan að frumkvæði yfirmanns DINA sem Condor-áætluninni var hrint af stokkunum. Hún kvað á um samstarf herforingjastjórna í Róm- önsku Ameríku í því skyni að sigrast á andstæðingum sínum með kúgunum, mannránum, pyntingum og morðum. Pinochet sagði Guzman að hann hefði ekki vitað af Condor-áætluninni og ekki viljað ómaka sig á slíkum „smáatriðum“. Pinochet fer ekki strax í stofufangelsi Ákvörðun dómara um að ákæra Pinochet áfrýjað Santiago. AFP, AP. „CARNIVAL Valor“, nýtt skemmti- ferðaskip, er hér fyrir utan mið- borg Miami í Bandaríkjunum eftir að hafa siglt yfir Atlantshafið frá Ítalíu þar sem það var smíðað. Skip- ið kostaði 500 milljónir dollara, sem samsvarar 31,5 milljörðum króna, og tekur um 3.000 farþega. Gert er ráð fyrir því að það hefji siglingar um Karíbahafið 20. þessa mánaðar. Reuters Nýtt skemmtiferðaskip

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.